1 / 20

Frá einokun til stjórnarskrár Lykildagsetningar

Frá einokun til stjórnarskrár Lykildagsetningar. Ásgeir Jónsson Hagfræðideild. 1703 – fyrsta manntalið. Landsmenn voru þá 50.358 þúsund – konur voru þá 20% fleiri en karlar. Dánartíðni karla var miklu hærri en kvenna á aldurstigum frá vöggu til elli.

vui
Download Presentation

Frá einokun til stjórnarskrár Lykildagsetningar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Frá einokun til stjórnarskrárLykildagsetningar Ásgeir Jónsson Hagfræðideild

  2. 1703 – fyrsta manntalið • Landsmenn voru þá 50.358 þúsund – konur voru þá 20% fleiri en karlar. • Dánartíðni karla var miklu hærri en kvenna á aldurstigum frá vöggu til elli. • Athugið að ýmsar farsóttir gera börnum lítið en geta verið stórhættulegar fullorðnu fólki, líkt og mislingar, hettusótt, bólusóttir ýmis konar og svo framvegis. • Á Íslandi urðu þessar farsóttir aldrei landlægar – heldur gengu í faröldrum með reglulegu millibili og drápu fólk í unnvörpum. • Til að mynda gekk Stóra-bóla árið 1707 og drap um 18 þúsund manns og færði mannfjöldann niður í 32 þúsund. • Laun vinnufólks fylgja fólksfjöldanum – hækka gríðarlega í kjölfar drepsótta og lækka eftir því sem þéttni búsetunnar hækkar. • Þegar hér er komið sögu virðist landið aðeins bera 40-50 þúsund manns.

  3. Fólksfjöldi 1703-1830

  4. 1751 – fyrsta hlutafélagið stofnað - Innréttingarnar í Reykjavík • Þann 17. júlí á Alþingi stofnuðu 13 menn hlutafélag um iðnrekstur á Íslandi – hlutaféð 1.550 ríkisdalir og síðan kom mótframlag frá konungi upp á 10.000 ríkisdali. • Aðaláherslan er á ullavinnslu, klæðagerð, skinnaverkun og færaspuna. • Eitthvað um 60-100 manns voru í vinnu þegar best lét. • Skúli Magnússon landfógeti var forgöngumaður þessa verkefnis – • Það átti að iðnvæða landið í einu átaki en öll þessi fyrirtæki urðu gjaldþrota 10-20 árum. • Fall innréttinganna er að mörgu leyti lýsandi fyrir það sem gerist þegar reynt er að koma með nútíma tækni til þróunarlanda – hún gengur ekki upp miðað við grunngerð samfélagsins.

  5. Það er framfarir, hygg ég að sé • Skúli reyndi að flytja inn erlendan fjárstofn – með honum kom fjárkláði í landið er drap stórann hluta af íslenska fjárstofninum. • Skúli reyndi að flytja inn erlent verkafólk til þess að kenna nýtt handbragð – fékk syphlis eða fransós inn í landið. • Skúli reyndi að koma á notkun nútíma peningaseðla að danski fyrirmynd – en fékk óðaverðbólgu Íslands góður ábate af innréttingum hygg ég sé kominn er Franzós, kláði í fé og Kúrantmynt fyrir specie • En Reykjavík kemst aftur inn í sögubækurnar – fyrsta gatan Aðalstræti er byggð upp.

  6. 1783 - Móðuharðindin • Skaftáreldar hófust í júní 1783 og stóðu fram í febrúar 1784 – eitt stærsta hraungos í heimi á sögulegum tíma • Aska og móða yfir landinu öllu svo grasið sviðnaði en skepnurnar dóu. • Áhrifanna gætti einnig í Evrópu með uppskerubresti og hungursneyð – sem síðan verður kveikjan að frönsku byltingunni. • Hafís úti fyrir Norðurlandi og kaldur vetur 1783-1784 og sumarið vætusamt og kalt. • Suðurlandsskjálftar í ágúst 1784 – fjöldi bæja hrundi um allt Suðurland. • Talið er að 53% nautgripa í landinu hafi fallið, 77% hrossa, 82% sauðfjár. • Fjöldi fólks flosnaði upp af jörðum sínum bæði nálægt eldstöðvunum og fyrir norðan land – reyndi síðan að komast vestur að verstöðvunum í örvæntingu. • Hungursneyð – 20% þjóðarinnar lést.

  7. Gjaldþrot gamla Íslands • Móðuharðindin voru vendipunktur fyrir Ísland – gamla miðaldahagkerfið/stjórnkerfið er hafði verið bundið í fjötrum verslunareinokunar varð gjaldþrota. • Allt embættismannakerfi landsins, prestar, sýslumenn, dómskerfi, biskupssetur og skólar – allt var þetta fjármagnað að mestu leyti með jarðaleigum. • Konungur og biskupsstólar áttu um helming af öllu jarðnæði landsins – nokkrir ríkir einstaklingar áttu síðan rest en 95% af öllum bændum voru leiguliðar. • Þegar hagkerfið hrundi og skepnurnar dóu, urðu prestar og embættismenn gjaldþrota – skólar lögðust niður. • Gríðarlegt tap af einokunarversluninni. • Haldnar voru fjársafnanir um öll Norðurlönd til þess að koma neyðaraðstoð til íslendinga – það var of lítið og seint. • Dönum varð ljóst að svona gat þetta ekki gengið lengur – Ísland var að breytast úr mjólkurkú í þurfaling – miðöldum varð að ljúka.

  8. Umbótatillögur • 1784 – Konungur vildi fyrst leysa málið með því að flytja sveltandi Íslendinga til Jótlands. – hafnað með þeim rökum að dýrara væri að framfleyta fólkinu í Danmörku en á Íslandi. • 1785 – skálholtsbiskupsstóll og skóli fluttur til Reykjavíkur • 1787 – verslunareinokun afnumin • Aðeins þegnar Danakonungs máttu þó versla hérlendis. • 1800 – Alþingi flutt til Reykjavíkur og í stað lögréttu kom landsyfirréttur • Athugið að eftir einveldi konungs 1662 var Alþingi aðeins dómþing. • 1801 – Biskupsstóll og skóli á Hólum í Hjaltadal lagðir niður í sparnaðarskyni. • 1785-1802 – allir jarðir biskupsstóla og konungs seldar • Ein umfangsmesta einkavæðing Íslandssögunnar Móðuharðindin leiddu til bæði einkavæðingar og frjálshyggju og gerðu Reykjavík að stjórnsýslumiðstöð landsins.

  9. Fólksfjöldi 1703-2013

  10. Fólksfjölgun 1735-2013

  11. Dánartíðni 1841-2013 af hverjum 1000

  12. Fæðingartíðni 1854-213

  13. 1760-1830 Breska iðnbyltingin • Bretar fara að nýta vélarafl í framleiðslu – það er brenna kolum til þess að knýja gufuvélar. • Vélarnar eru notaðar til fjöldaframleiðslu vefnaði og járnvinnslu og margra annara hluta. • Framleiðslukostnaður lækkar verulega – framleiðni vinnuafls hækkar verulega. • Breskar borgir huldust í kolareyk og ný stétt verkamanna hóf að bisa við vélarnar. • Breska þjóðin þrefaldaðist og yfirburðir á sviði iðnaðar og herafla skipuðu landinu í forystusæti í heimsmálum. • Bretar voru undir áhrifum Skota að nafni Adam Smith. • Smith þessi gaf út bók um kosti frjálsar verslunar sem kallaðist "Auðlegð Þjóðanna" árið 1776, í þann mund sem iðnbyltingin var að hefjast. • Með iðnbyltingunni fæðist einnig nútímahagfræði (trúin á markaðsfrelsi) sem Bretar dreifa um heiminn.

  14. 1801-1815 – Napóleonsstríðin • Frakkar réðu meginlandi Evrópu í krafti múgaherliðs sem var kallað á völlinn með herskyldu • Bretar – sem réðu hafinu í krafti flotaveldis • Nelson flotaforingi sigldi inn í Kaupmannahöfn árið 1801 og hertók stóran hluta af danska flotanum af ótta við að hann myndi gagnast Frökkum. • Danir gerðust loks opinberir bandamenn Frakka árið 1807. • Bretar senda strax flotann aftur inn í Kaupmannahöfn og sprengja borgina í tætlur með fallbyssum – taka danska flotann. • Danir standa í skærum við Breta allt þar til Napóleon tapar endanlega. • Danska ríkið verður gjaldþrota 1813 og Bretar taka af þeim Noreg og afhenda Svíþjóð árið 1814. • Danska ríkið stendur eftir halaklippt en fær að halda Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

  15. 1809 – Jörundur hundadagakonungur • Eftir 1807 hertaka Bretar öll dönsk skip – siglingar til Íslands frá Danmörku verða mjög stopular. • Breskir kaupmenn fara að leita til Reykjavíkur á nýjan leik og bjóða landsmönnum góð kjör. • Stiftamtmaður Dana, Trampe greifi, reynir að stöðva þessa ensku verslun. • Bretar mæta með Danskan mann, Jörgen Jörgensen 13. júlí 1809, og handtaka Trampe greifa. • Jörgensen lýsir því yfir að „allur danskur myndugleiki er upphafinn á Íslandi“. • Nú skal stofnað lýðveldi með löggjafarþingi og eigin þjóðfána. • Í ágúst kemur síðan breskt herskip til Reykjavíkur og flytur Jörgensen úr landi en sleppir Trampe. • Bretar ákveða að taka ekki Ísland og virðast álíta að það sé best komið í höndum hins veika Danaveldis.

  16. 1848 - Einveldi afnumið í Danmörku • Árið 1848 var byltingarár og konungar víða um Evrópu riðuðu til falls, en meðal annars varð konungur Dana að afsala sér einveldi sínu. • Þeir Karl Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895) rituðu Kommúnistaávarpið – byltingar kommúnisminn fæddist • Jón Sigurðsson (1811-1879) „Hugvekju til Íslendinga“ – sjálfstæðisbaráttan hefst. • Veturinn 1849-50 gera skólapiltar Lærða skólans uppreisn gegn rektor með hinu svo kallaða Pereati. • Hins vegar gátu Íslendingar og danir ekki komið sér saman um stöðu Íslands í danska ríkinu. • Danir álitu Ísland vera hluta af danska ríkinu og áttu að senda þingmenn á danska löggjafarþingið. • Íslendingar álitu sig vera í persónulegu konungssambandi við Danmörk og ættu skilið sína eigin löggjafarsamkomu. • Niðurstaðan varð áralangt þóf og einveldi konungs var áfram í gildi hérlendis.

  17. 1853 – verslunarfrelsi á Íslandi • Danir tóku upp frjálsa verslun árið 1838 en verslunareinokun er áfram í gildi á Íslandi – þangað mega engir sigla nema Danir. • Vandamálið er að Danmörk og Ísland eru ekki náttúrulegar viðskiptaþjóðir – þær flytja báðar út matvæli. • Danir eru aðeins milliliður – taka við íslenskum fiski til þess að selja áfram suður til Evrópu og láta okkur hafa þýskar iðnaðarvörur í staðinn. • Danir eiga eftir að brjótast til bjargálna í krafti frjálsra viðskipta – þeir snúa frá því að flytja korn út til þess að flytja þá inn til þess að ala svín og kýr. • Þeir verða síðan ríkir af því að flytja út smjör og beikon til Bretlands. • Frjáls verslun var helsta baráttumál Jóns forseta – utanríkisviðskipti Íslands komast fyrst á verulegt skrið eftir tilkomu verslunarfrelsis. • Íslenskir bændur gerast allir harðir fríverslunarsinnar – Jón Sigurðsson verður þjóðhetja.

  18. 1864 – Danmörk tapar Slesvík-Holstein • Suðurhluti Danmerkur taldi tvö hertogadæmi Slesvík og Holstein – þau heimtuðu sjálfstæði. • Danir réðust gegn þeim en fengu þá Prússland gegn sér og voru gersigraðir á nokkrum mánuðum og stór hluti landsins var hernumin. • Danmörk er neydd til þess að gefa eftir bæði hertogadæmin sem síðar gengu inn í sameinað Þýskaland. • Skítt með Holstein, þar bjuggu bara þjóðverjar, en í Slesvík er fjöldi Dana er lokast inn í Þýskalandi. • Þetta skapar þversögn gagnvart íslendingum: • Danir styðja nú ákaft allar hugmyndir um að fólk sem tali sama tungumál eigi að fá að búa saman í sér landi (þjóðernishyggja). • Á sama tíma eru þeir eru afskaplega viðkvæmir fyrir því að Danmörk minnki enn frekar með því að missa frá sér fleiri lönd.

  19. Danir í tómu tjóni á nítjándu öld • Danmörk lendir upp á milli vaxandi evrópustórvelda og minnkar stöðugt framan af nítjándu öld. • Þeir lenda einnig á eftir öðrum þjóðum Evrópu í efnahagsmálefnum – eru seinir að iðnvæðast og eru fátæk landbúnaðarþjóð. • Dönsk stjórnmál eru íhaldssöm og stærsti hluti af ríkisútgjöldum rennur til varnarmála. • Með tapinu gegn Prússum og sameiningu Þýskalands léttir á þeim og þeir sætta sig við það hlutskipti að vera smáþjóð. • Það er ekki fyrr en á seinni hluta nítjándu aldar sem þeir fara að ná sér upp, iðnvæðast og verða að fjármálaveldi. • Á þessum tíma hafa þeir lítið að bjóða Íslendingum, þaðan kemur lítil sem engin fjárfesting og þeir eru ekki aflvaki framfara. • Þetta breytist hins vegar allt þegar kemur að aldarlokum

  20. 1874 stjórnarskrá • Kristján IX kom fyrstur Danakonunga til Íslands í tilefni af 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. • Af því tilefni færði hann landinu stjórnarskrá að gjöf. • Landsmenn fengu þannig löggjafar- og fjárveitingarvald. • Með stjórnarskránni komu einnig ýmis önnur ákvæði sem landsmenn höfðu ekki beðið um – svo sem prentfrelsi og trúfrelsi. • Konungur heldur áfram framkvæmdavaldinu sem landshöfðingi heldur í umboði hans. • Þingið getur ekki samþykkt vantraust á landshöfðingja og þannig skipta um ríkisstjórn heldur aðeins kallað saman landsdóm til þess að dæma hann frá embætti fyrir glæp. • Stjórnarskráin frá 1874 hefur haldið sér í aðalatriðum allt til þessa dags og hefur reynst landsmönnum vel.

More Related