1 / 30

Peningastefnan – Ástand og horfur í efnahagsmálum

Peningastefnan – Ástand og horfur í efnahagsmálum. Már Guðmundsson , aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands Ísafjörður 20. febrúar 2003. Efnisatriði. Rammi peningastefnunnar Mat á stóriðjuframkvæmdum Ástand og horfur í efnahagsmálum Staða gengisins Stefnan í peningamálum.

Download Presentation

Peningastefnan – Ástand og horfur í efnahagsmálum

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Peningastefnan –Ástand og horfur í efnahagsmálum Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands Ísafjörður 20. febrúar 2003

  2. Efnisatriði • Rammi peningastefnunnar • Mat á stóriðjuframkvæmdum • Ástand og horfur í efnahagsmálum • Staða gengisins • Stefnan í peningamálum

  3. Hvað felst í stjórn peningamála? • Aðgerðir til að hafa áhrif á peningamagn og/eða vexti með þjóðhagsleg markmið í huga • Við skilyrði óheftra fjármagnshreyfinga er náið samband á milli vaxta og gengis • => til lengdar aðeins eitt tæki • Eitt tæki => eitt markmið • Gengis- eða verðbólgumarkmið?

  4. Peningastjórn: hvað og hvað ekki • Langtímaáhrif á verðbólgu • Skammtímaáhrif á raunvexti, raungengi, hagvöxt og atvinnustig • Ekki langtímaval á milli hagvaxtar og verðbólgu • Getur ekki komið í veg fyrir hagsveiflur, tímabundið atvinnuleysi eða eignaverðsbólur

  5. Rammi peningastefnunnar • Samkomulag ríkisstjórnar og Seðlabanka 27. mars 2001 • Ný lög í maí 2001 – sjálfstæði • 2½% verðbólgumarkmið með ±1½% þolmörkum • Vextir ákvarðaðir á grundvelli verðbólguspár og framsýns mats á efnahagsmálum • Gengið ákvarðast á markaði • Seðlabankinn getur gripið inn ef hann telur gengisþróun ógna verðbólgumarkmiði eða stöðugleika fjármálakerfisins

  6. Almennt um efnahagsleg áhrif stóriðjuframkvæmda • Ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar • 2/3 hlutar fjárfestingarinnar 2005 og 2006 • Munur á langtímaáhrifum og skammtímaáhrifum • Fyrirséð tímabundin eftirspurnaraukning • Hagstjórn þarf að varðveita stöðugleika

  7. Forsendur útreikninga • Sambærilegar forsendur og í útreikningum ÞHS og fjármálaráðuneytis • Dæmi með og án hagstjórnarviðbragða: • Peningastefna: mismunandi viðbrögð við verðbólgu (samtími eða framsýni), framleiðsluspennu og útjöfnunar á sveiflum í vöxtum • Ríki: 20% samdráttur í opinberri fjárfestingu 2005-6 en samsvarandi aukning 2007-8 • Dæmi með og án gengisaðlögunar: • Án álvers: veikara gengi nú og veiking 2003 • Með álveri: styrking til 2005 og síðan veiking • Hærra jafnvægisgengi með álveri en án

  8. Óvissuþættir og fyrirvarar • Forsendur, t.d. varðandi samsetningu í innlent og erlent • Væntingar og viðbrögð markaða • Gengisþróun • Söguleg sambönd sem líkön byggjast á gætu raskast • Gölluð líkön: • Ofmat gengisáhrifa • Vanmat eftirspurnaráhrifa á verðbólgu • Vanmat vaxtaáhrifa

  9. Áhrif án hagstjórnar og gengisaðlögunar

  10. Áhrif með peningastefnu

  11. Stýrivextir með hagstjórn og gengisaðlögun Án gengisaðlögunar og annarrar hagstjórnar þurfa vextir að hækka mest. Eftir því sem gengið tekur meiri þátt í aðlögun hagkerfisins og önnur hagstjórn kemur til hjálpar verða vextir lægri.

  12. Verðbólga með hagstjórn og gengisaðlögun Gengisaðlögun og hagstjórn draga úr þenslu og verðbólgu. Mest verður verðbólga án hagstjórnar og gengisaðlögunar. Með gengisaðlögun og hagstjórnarviðbrögðum tekst að halda verðbólgu innan þolmarka verðbólgumarkmiðs SÍ.

  13. Gengið og stóriðjuframkvæmdir • Raungengi mun óhjákvæmilega verða töluvert hærra en ella vegna þessara framkvæmda • Þrengir að útflutnings- og samkeppnis-greinum • Hætta á að þær veikist um of • Hagstjórnaraðgerðir draga úr þessum áhrifum, sérstaklega aðgerðir í ríkis-fjármálum • Stærri hlutdeild erlends vinnuafls og annarra aðfanga minnkar þau einnig

  14. Niðurstöður • Það verður hægt að halda verðbólgu nálægt verðbólgumarkmiði og varðveita stöðugleika • Það krefst aukins aðhalds í peningamálum • Því meira sem gert er í ríkisfjármálum og því meira hlutverk sem gengið leikur • Því minni þurfa vaxtahækkanir að verða

  15. Kerfi SÍ til að meta ástand og horfur í efnahagsmálum • Hagvísar: vel yfir 100 innlendar hagstærðir • Spár: • Þjóðhagsspár • Ársfjórðungslegar verðbólguspár til a.m.k. tveggja ára • Markaðsvaka: innlendir fjármálamarkaðir • Úrtakskannanir • Samtöl við fjármálastofnanir, markaðsaðila, samtök atvinnulífs og einstakra fyrirtækja

  16. Undirliggjandi verðbólga í fyrsta skipti minni en verðbólgumarkmið. Kjarnavísitala 1 hækkaði um 2,1% og kjarnavísitala 2 um 2%.

  17. Verðbólguspá bankans fyrir 4. ársfjórðung gekk nánast eftir. Spá 2,3% frá fyrra ári, niðurstaða 2,2%. Þriðji ársfjórðungur í röð sem er mjög nærri.

  18. Slaki á vinnumarkaði heldur áfram að aukast. Samdráttur í atvinnuþátttöku og vinnumagni 2002. Atvinnuleysi um 3% síðustu mánuði ársins

  19. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 3% frá í haust en fór yfir í janúar

  20. Spár sérfræðinga á fjármálamarkaði

  21. Þjóðhagsspá Frávik frá síðustu spá: • Gert ráð fyrir stóriðjuframkvæmdum • Slakinn meiri 2002 og 2003 • Gengi krónunnar 5% hærra • Auknar aflaheimildir

  22. Þjóðhagsspá Seðlabankans

  23. Samband framleiðsluspennu/slaka og atvinnuleysis og verðbólgu er skýrt

  24. Spáin undir verðbólgumarkmiði. Spáin undir markmiðinu litið tvö ár fram í tímann m.v. óbreytt gengi og peningastefnu. Áhættan jöfn upp og niður 1 ár fram í tímann. Meiri líkur á fráviki upp á við tvö ár fram í tímann.

  25. Hækkun krónunnar síðustu vikur virðist a.m.k. að hluta tengd væntingum vegna stóriðjuframkvæmda

  26. Gengi krónunnar styrkst um 7% sl. þrjá mánuði. Meðalraungengi í janúar 3% yfir meðaltali sl. 10 ára (m.v. neysluverð).

  27. Stefnan í peningamálum • Seðlabankavextir lækkuðu um 0,5 prósentur • Seðlabankavextir ekki lægri síðan 1994 og raunvextir ekki lægri síðan vorið 1996 • Raunstýrivextir 2¾% - undir mati á jafnvægisvöxtum • Framhald ræðst af framvindunni

  28. Raunstýrivextir Seðlabankans eru eftir breytingu 2¾% miðað við verðbólguálag ríkisskuldabréfa. Hafa lækkað um 1½ - 2 prósentur síðan október/nóvember. Ekki verið lægri síðan vorið 1996. Vaxtamunur ekki lægri síðan júlí 1998

  29. Stefnan í peningamálum II • Seðlabankinn kaupir reglulega gjaldeyri á markaði (7,5 m. $ á viku, eða nærri 600 m.kr.) • Lækkun bindiskyldu í tveim áföngum • Ekki tilefni til snarprar lækkunar til að vinna gegn verðhjöðnun eða til að vinda ofanaf hækkun gengis • Vextir ákvarðast með hliðsjón af verðbólgumarkmiði

More Related