1 / 11

UM ÍSLENDINGASÖGUR

UM ÍSLENDINGASÖGUR. Íslendingasögur eru veraldlegar sögur sem fjalla um Íslendinga frá landnámsöld til fyrri hluta 11. aldar, þ.e. fyrir ritöld. Sögurnar hafa ekki varðveist í upprunalegri mynd heldur í afritum . Ekki eru til neinir frumtextar. Ekkert er vitað um höfunda sagnanna.

woods
Download Presentation

UM ÍSLENDINGASÖGUR

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. UM ÍSLENDINGASÖGUR

  2. Íslendingasögur eru veraldlegar sögur sem fjalla um Íslendinga frá landnámsöld til fyrri hluta 11. aldar, þ.e. fyrir ritöld. • Sögurnar hafa ekki varðveist í upprunalegri mynd heldur í afritum. Ekki eru til neinir frumtextar. • Ekkert er vitað um höfunda sagnanna. • Ekki er vitað um tilganginn með ritun sagnanna. • Sögurnar eru séríslensk fyrirbrigði. Ekki eru til erlendar hliðstæður, hvorki að efni, formi né stíl.

  3. Sumar sagnanna hafa varðveist í skinnhandritum en aðrar eingöngu í pappírshandritum. Mörg handrit af sömu sögu bendir til vinsælda hennar. • Meðal þekktustu og bestu handritanna er Möðruvallabók sem er skrifuð um miðja 14. öld. • Efni sagnanna er yfirleitt einhvers konar hetjusögur og nær alltaf er sagt frá mannvígum og sáttum eftir þau.

  4. Sæmdin er þungamiðja í hugmyndaheimi sögunnar. Sá sem taldi sig beittan óréttlæti varð sjálfur að grípa til hefnda til að verja sæmd sína. • Örlagatrúin rak menn til þess að rækja þær skyldur sem krafist var af þeim. • Spennan í sögunum snýst um ekki um það hvort menn eigi að hefna heldur hvernig þeir gera það. • Ættartengsl skiptu miklu máli á þeim tíma sem segir frá í sögunum. Hefndarskyldan var mjög mikilvæg og flókin ættartengsl gátu skapað vandamál. • Ástríður og tilfinningar sögupersónanna eiga örlagaríkan þátt í atburðarrásinni.

  5. STÍLL ÍSLENDINGASAGNA • Hlutlægni: Ekki er tekin tilfinningaleg afstaða til mála, aðeins sagt frá því sem heyrist og sést. Lesandinn er þó sjaldnast í vafa um með hverjum hann á að halda. • Samtöl: Samtöl sögupersóna eru drjúgur hluti sagnanna. Mál sögupersónanna er oft meitlað og margar frægar setningar eru notaðar sem málshættir nú til dags.

  6. Setningaleg einkenni: Stíllinn einkennist af aðalsetningum en ekki undirskipuðum aukasetningum. Það hefur lengi þótt vera góð fyrirmynd og fallegri stíll en flóknar setningar hins “lærða stíls” sem oft má sjá hjá seinni tíma rithöfundum. • Fyrirboði: Í Íslendingasögum er algengt að í upphafi sé gefið í skyn hvernig sagan fer. Til dæmis gefa draumar og alls kyns fyrirboðar stórviðburði til kynna. Stundum er sagt frá skyggnum mönnum sem sjá atburði fyrir. Fyrirboðum er ætlað að draga úr óvissu lesandans um það hvort sagan muni enda vel eða illa en þess í stað felst spennan í að komast að því hvernig, hvenær og hvers vegna allt fer eins og það fer.

  7. UPPHAF OG EÐLI ÍSLENDINGASAGNA • Menn hefur lengi greint á um upphaf og eðli Íslendingasagna. Í þeim efnum skiptast menn í tvo hópa og aðhyllast ýmist svo kallaða samfestukenningu eða bókfestukenningu.

  8. Samfestukenningin • Upphafsmaður hennar var danski biskupinn P.E. Müller (1776 – 1834). • Kenningin gengur út á að á söguöld hafi frásagnir myndast af eftirminnilegum atvikum jafnóðum og þau gerðust. • Sagnfestumenn skiptast í tvo hópa eftir því hversu mikla áherslu þeir leggja á sannleiksgildi sagnanna: • Sumir telja að sögurnar hafi verið til í heild sem munnlegar frásagnir sem skráðar hafi verið með litlum eða engum breytingum. • Aðrir telja að Íslendingasögur séu sannar frásagnir af viðburðum sem raunverulega hafi orðið með þeim hætti sem þær segja frá. • Þetta tvennt þarf ekki að fara saman: Saga getur verið til í munnlegri geymd þótt hún sé ekki sönn!

  9. Bókfestukenningin • Upphafsmaður hennar var Þjóðverjinn Konrad Maurer. • Kenningin gengur út á að form og stíll sagna séu mótuð af hefðum munnlegrar frásagnalistar en sagnaritarar hafi unnið á sjálfstæðan hátt úr munnmælum og ýmist sótt efnivið sinn í skráð rit eða arfsagnir. • Hvor kenningin finnst ykkur sennilegri???

  10. Hefndarmót/hefndarmynstur Íslendingasagna • Theodore Anderson hefur greint það sem hann kallar hefndarmót eða hefndarmynstur (feud-pattern) Íslendingasagna. • Samkvæmt því eru meginliðir frásagnargerðar Íslendingasagna þessir:

  11. Frh. • Kynning persóna: Kynning persóna er koma við sögu. Þessi liður er stundum í upphafi en stundum dreifður um söguna. • Ósætti: Atvik sem setja af stað þau átök sem síðan verða meginsöguefnið. • Ris: Nær alltaf er um mannvíg að ræða, stundum bardaga þar sem margir falla. • Hefnd: Undirbúningur undir hefnd. • Sættir: Málum miðlað þannig að eftirlifendur geti við unað og aðalpersónur haldið sæmd sinni. • Sögulok: Skýrt frá afdrifum aðalpersóna.

More Related