190 likes | 431 Views
Tölvur í móðurmálskennslu Forrit Ritvinnsla (t.d. Word) Púkinn (yfirlestrarforrit sem finnur stafsetningarvillur) Ritbjörg (líkan af ýmsum ritsmíðum) Málfræðiforrit (flest um orðflokkagreiningu o.þ.h.) Vefur og internet. ttir. Tölvur í móðurmálskennslu
E N D
Tölvur í móðurmálskennslu • Forrit • Ritvinnsla (t.d. Word) • Púkinn (yfirlestrarforrit sem finnur stafsetningarvillur) • Ritbjörg (líkan af ýmsum ritsmíðum) • Málfræðiforrit (flest um orðflokkagreiningu o.þ.h.) • Vefur og internet ttir
Tölvur í móðurmálskennslu Hvað má gera í tölvu betur en með öðrum hætti? • Kostir tölva: • Gagnvirkni (í forritum og margmiðlunarefni) • Skjót endurgjöf (t.d. í krossaprófum, eyðufyllingum o.þ.h.) • Möguleiki á hljóð, mynd, texta
Tölvur í móðurmálskennslu • Gallar tölva: • Mjög tímafrekt að búa til gott kennsluefni • Aðgangur í skóla oft takmarkaður (tölvuver ætluð fámennum hópum) • Miðillinn fær stundum miklu meiri athygli en verkið / verkefnið sjálft
Tölvur í móðurmálskennslu Dæmi um efni sem allt eins gæti verið útprentað: • Glærusýningar • Glósur • Verkefnalýsingar og verkefni (t.d. „vefleiðangrar“)
Tölvur í móðurmálskennslu Dæmi um verkefni sem nytu sín síður í öðrum miðli: • Gagnvirk verkefni (leikir, krossapróf o.þ.h.) • Gagnvirkar síður (spjall og spjallþræðir, blogg, o.þ.h.) • Margmiðlun, þ.e. samspil hljóðs, myndar og texta
Tölvur í móðurmálskennslu Algengar goðsagnir: • Tölvur munu valda grundvallarbreytingum á skólastarfi • Tölvur stuðla að sjálfstæði nemenda og að þeir axli ábyrgð á eigin námi; • Tölvur gera öllum nemendum kleift að læra miklu betur og uppgötva fróðleik af sjálfsdáðum • Hlutverk kennara færist frá fræðslu yfir í verkstjórn og hlutverk þjálfara
Tölvur í móðurmálskennslu Algengar goðsagnir: • Flestir unglingar kunna vel að nota tölvur • Mikilvægt er að skólastarf haldist í hendur við reynsluheim unglinga.
Tölvur í móðurmálskennslu Ég held • Að bestu nemendurnir njóti góðs af upplýsingatækninni • Að fatlaðir nemendur njóti góðs af upplýsingatækninni • Að obbinn af 16 – 19 ára unglingum læri meira af bók og í hefðbundinni kennslu en dreifkennslu eða áherslum á mikilli notkun upplýsingatækni í íslenskunámi.
Tölvur í móðurmálskennslu • Vefurinn og margmiðlun • Nemendur vilja gjarna sem mest af • Krossaprófum • Glósum • Spurningum og dæmum um próf • Sjálf nota ég Vefinn mest sem • Gagnageymslu • Útgáfu ítarefnis • Útgáfu á verkum nemenda • Og stefni á aukna notkun margmiðlunar
Tölvur í móðurmálskennslu Dæmi um eigin notkun á tölvum, einkum Vefnum: • Uppsetning áfanga (ÍSL 303) • Ítarefni (Egill í Sýberíu, Fornar sögur og fólkið í landinu) • Hljóðdæmi (Málsaga) • Mynddæmi (Myndmál ljóða í ÍSL 583)
Tölvur í móðurmálskennslu Dæmi um eigin notkun, frh. • Krossapróf (myndmál ljóða, Egils saga) • Glósur (Njáls saga) • Verkefni nemenda (Vestur til Vínlands, JAR 113) – Ath. að þetta er óhugnalega mikil vinna fyrir kennara! • Leikur: Úlfur og Helga (Ath. að ég eyddi 12 klst. í að búa leikinn til og 12 ára sonur minn eyddi 30 mínútum í að vinna leikinn!)
Tölvur í móðurmálskennslu • Dæmi um eigin notkun, frh. • Nemendur læra á Ritbjörgu (en nota hana ekki) • Nemendur læra á Púkann (en ýmis nota hann ekki eða treysta honum í blindni) • Nemendur æfa sig í gagnvirkum stafsetningarverkefnum (sem skilar engum sýnilegum árangri) • Happadrýgst hefur reynst að láta eldri nemendur sjálfa um nota efni á Vef eða nota það ekki.
Tölvur í móðurmálskennslu „Árinni kennir illur ræðari“ • Kennurum er stundum sagt • Að ef þeim finnst tölvur gleypa tíma sinn þá sé það af því þeir séu ekki nógu klárir að tileinka sér nýja tækni, að þeir skipuleggi sig ekki nógu vel eða af því þeir noti ekki réttu forritin, vefumhverfið o.s.fr. • Að mínu viti er þetta rangt því ef gera á gott efni með notkun upplýsingatækni þarf að eyða miklu lengri tíma í það en í öðrum miðlum.
Tölvur í móðurmálskennslu „Gerðu meira fyrir þau“ • Íslenskukennurum er stundum sagt að þeir ættu aukreitis að • Kenna nemendum að leita markvisst á Vefnum og á bókasafni • Kenna nemendum að setja rétt upp heimildaritgerðir • Kenna nemendum að lesa, skrifa, stafsetja, helstu málfræðiatriði fyrir önnur tungumál, nota ýmis forrit o.s.fr.
Tölvur í móðurmálskennslu Þegar skipulagt er námsefni til að vinna í tölvum er vert að hafa í huga • Af hverju á að nota tölvu til verksins? • Hvað vinnst með tölvum? T.d. ódýr útgáfa og verkið stendur eftir, miðillinn hentar betur en aðrir miðlar, gagnvirkni og stöðug endurgjöf eru til bóta o.s.fr.
Tölvur í móðurmálskennslu Náms- eða kennsluefni í tölvum, frh. • Hvað þarf að vera til staðar? • T.d. nauðsynleg forrit eða græjur, aðstoð tæknimanna (kerfisstjóra eða annarra), samráð eða samstarf við aðra (kennara, starfsmenn bókasafns, töflugerðarfólk o.þ.h.) • Hvert er markmiðið? • T.d. að auka áhuga og metnað nemenda, að nemendur læri tiltekið námsefni betur á þennan hátt, gefa nemendum kost á að æfa sig sjálfa, að taka þátt í samstarfsverkefni o.s.fr.
Tölvur í móðurmálskennslu Hollráð • Ekki hika við að biðja um aðstoð frá þeim sem kunna á tæknidótið • Skipulegðu afmörkuð verkefni (mörg lítil eru betri en eitt stórt) • Mundu að þú ert SÉRFRÆÐINGUR í þínu fagi (kennslu og íslensku máli eða bókmenntum) og tækniumbúnaðurinn er ávallt húmbúkk miðað við það.
Tölvur í móðurmálskennslu Tillaga að verkefnum í málstofu • Vinnið í 3 – 5 manna hópum. Skipuleggið verkefni sem felur í sér tölvunotkun, í: • Málfræðikennslu (málfræði, setningafræði, málnotkun, málsögu o.s.fr.) • Bókmenntakennslu (bókmenntagreiningu, sögum, leikritum, ljóðum eða öðru) • Ritunarkennslu (hvers konar ritsmíðum sem er)
Tölvur í móðurmálskennslu Hafið í huga: • Af hverju á að nota tölvur til verksins? • Hvers konar aðstæður eða aðstoð þurfið þið? • Hvert er markmiðið með verkefninu? • Hvernig nýtist sérþekking ykkar í þessu verkefni? • Og reynið að forðast að búa til efni sem er þegar til og öllum aðgengilegt.