90 likes | 331 Views
Kraftur. Hvað er kraftur? Einingin Njúton Hröðun Samlagning krafta. Hvað er kraftur?. Kraftur verkar á hlut þannig að hann tekur að hreyfast, hættir að hreyfast eða breytir hraða sínum. Við beitum krafti við allar daglegar athafnir.
E N D
Kraftur Hvað er kraftur? Einingin Njúton Hröðun Samlagning krafta
Hvað er kraftur? • Kraftur verkar á hlut þannig að hann tekur að hreyfast, hættir að hreyfast eða breytir hraða sínum. • Við beitum krafti við allar daglegar athafnir. • Við færum hluti hraðar ef við beitum meiri krafti og við getum fært þyngri hluti ef við beitum meiri krafti.
Í hvaða átt fer hurðin? • Ímyndum okkur hurð sem er hálf opin. Þið ýtið á hana til þess að loka henni, en á sama tíma ýtir einhver annar á hurðina og ætlar að opna hana betur. • Í hvaða átt fer hurðin?
Mælieiningin Njúton • Það dugar ekki vísindamönnum að segja “meiri kraftur” eða “sterkari kraftur” eða þessháttar. Við verðum að geta mælt krafta og þá notum fáum við útkomu í einingunni Njúton! • Kraftur er mældur í njútonum, sem er táknað með bókstafnum N. • Dæmi: Gunnar beitti 100 N krafti til að lyfta skólatöskunni sinni.
Einingin Njúton og hröðun • 1 N er sá kraftur sem þarf til að gefa hlut sem er 1 kg hröðunina 1 m/sek2 • Hvað er þá hröðun? • Hröðun er hraðabreyting. Hún segir hversu mikið hlutur eykur hraða sinn eða minnkar hann. Hún segir ekki hver hraðinn er, heldur bara hversu mikið hann er að aukast eða minnka. • m/sek2 þýðir einfaldlega: metrar á sekúndu á sekúndu. Sama gildir um km/klst2
Hröðun • Þegar hraði einhvers eykst, þá er hröðunin jákvæð tala (plús), en þegar það hægist á einhverju, þá er hröðunin neikvæð (mínus). • ATH að mínustala í hröðun er EKKI hlutur að fara afturábak! • Reiknum hröðun í þriðja kafla ! • Í þessum kafla notum við einungis þyngdarhröðunina 9,8 m/sek2 • Það er sú hröðun sem hlutir hafa þegar þeir falla til jarðar (ef við tökum loftmótstöðu ekki með í reikninginn).
Samlagning krafta Ath. Útskýringu á hljóðupptöku við þessa glæru.