1 / 26

Sáttmálakenningar

Sáttmálakenningar. Siðferði er fólgið í reglum sem kveða á um hvernig fólk eigi að koma fram hvert við annað, reglum sem skynsamt fólk samþykkir að fylgja sér til gagnkvæmra hagsbóta, að því tilskildu að aðrir fylgi þeim líka. Sáttmálakenningar.

yamal
Download Presentation

Sáttmálakenningar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sáttmálakenningar • Siðferði er fólgið í reglum sem kveða á um hvernig fólk eigi að koma fram hvert við annað, reglum sem skynsamt fólk samþykkir að fylgja sér til gagnkvæmra hagsbóta, að því tilskildu að aðrir fylgi þeim líka.

  2. Sáttmálakenningar • Siðareglur réttlætist af því að þær eru til hagsbóta fyrir fólk. • Eru nauðsynlegar til að við getum unnið saman okkur til hagsbóta. • Ber einungis að fylgja þeim siðareglum sem eru nauðsynlegar samfélagslegu lífi.

  3. Sáttmálakenningar • Hvers vegna er skynsamlegt fyrir okkur að fylgja siðareglum? • Það er okkur fyrir bestu að lifa í samfélagi þar sem reglurnar eru viðurkenndar. • Ekki skynsamlegt af okkur að vilja fyrir-komulag þar sem menn brjóta reglurnar í hvert sinn sem það kemur þeim vel • Staðföst hlýðni okkar sanngjarnt gjald fyrir að hlýðni annarra sé tryggð.

  4. Sáttmálakenningar • Undir hvaða kringumstæðum leyfist okkur að brjóta reglurnar • Gagnkvæmni: við hlýðum reglunum að því tilskildu að aðrir geri slíkt hið sama. • Ef einhver fylgir ekki reglunum leysir það okkur að hluta undan þeirri skyldu að fylgja reglunum gagnvart honum (refsingar). • Skilmálar samfélagssáttmálans eru að allir njóti ávinningsins á honum. • Enginn þarf að axla byrðar sáttmálans án þess að njóta í engu kosta hans.

  5. Dygðir • Eiginleikar í fari manns sem birtist í vanabundinni breytni, er gott fyrir hann að hafa og gerir að verkum að við sækjumst eftir samskiptum við hann.

  6. Dygðir og svið tilverunnar

  7. Dygðir og svið tilverunnar

  8. Hugrekki

  9. Dygðir og farsæld • Spurningar Forn-Grískra heimspekinga • Hafa dygðir eitthvað með það að gera að öðlast farsæld í lífinu? Saga Platons um hring Gýgesar • Eru dygðir nauðsynlegt skilyrði farsældar? • Eru dygðir nægilegt skilyrði farsældar?

  10. Afstaða Sókratesar til farsældar • Dygðugt líferni er nauðsynlegt skilyrði farsældar • klókindi og ranglæti geta skilað manni auði og völdum en ekki raunverulega góðu lífi • manninum er ekki eðlilegt að vera eigingjarn eða stjórnast af taumlausum löngunum. Kjarni manneðlisins er skynsemi og fái hún að ráða leiðir það til góðs lífs • óréttvísi er sjúkdómur sálarinnar - verra að fremja ódæðisverk en að þola það

  11. Platon

  12. Platon og þrískipting sálarinnar

  13. Aristóteles

  14. Flokkun Aristótelesar á fræðum eftir viðfangsefnum • Fræðileg vísindi • Fjalla um skilning á lögmálum fyrirbæra sem manneskjan hefur engin áhrif á,t.d. eðlisfræði • Framleiðsluvísindi • Fjalla um listina að búa til hluti sem eru okkur til gagns og ánægju • Siðvísindi • Fjalla um forsendur farsæls mannlífs og góðar breytni, einkum siðfræði og stjórnspeki

  15. Lífshamingja sem hið endanlega markmið • Sækjumst eftir öllum öðrum gæðum, ekki þeirra sjálfra vegna, heldur vegna þess að við trúum því að þau leiði til lífshamingju • Lífshamingja er markmið sem er sjálfu sér nægt - er ekki háð því að fá stöðugt meira af gæðum eins og peningum eða völdum

  16. Eðli mannsins og lífshamingja • Til að skilja hvað leiðir til lífshamingju þurfum við að gera okkur grein fyrir eðli mannsins, hvað gerir manninn að manni • Lífshamingjan er fólgin í að þroska mannlega eiginleika sína og verða þar með gott eintak af tegundinni maður • Þroski mannsins birtist í dygðugu líferni

  17. Eðli mannsins • Jurtasál • við erum lífverur sem nærast, vaxa og æxlast - sameiginlegt eðli allra lífvera • Dýrasál • við erum dýr sem skynjum, höfum hvatir og hreyfum okkur - sameiginlegt eðli dýranna • Skynsemissál • við erum mannlegar verur sem geta hugsað og breytt skynamlega

  18. Siðvitið Réttur ávani Þekking á almennum siðareglum Næmi fyrir aðstæðunum Einstakar, ófyrirsjáanlegar aðstæður

  19. Dygð sem meðalhóf • Dygð er meðalhóf (eða meðallag) tveggja öfga, sem báðar eru lestir. • Ekki hægt að ákvarða fyrirfram hvert meðalhófið er - fer eftir aðstæðum. • Meðalhófið þýðir ekki geðleysi; stundum er t.d. við hæfi að reiðast.

  20. Skilgreining Aristótelesar • „Dyggð er því hneigð sem lýtur að fyrirætlun eða vali og felst í meðallagi miðað við okkur; hún skilgreinist af skynseminni og sem hygginn maður myndi skilgreina hana. Hún er meðallag tveggja lasta, þar sem annar ræðst af skefjaleysi og hinn af skorti.“ (1106b36–1107a2, þýð. Svavar Hrafn Svavarsson)

  21. Dygðugt líferni og ánægja • Ánægja á ekki að vera markmið manna heldur kemur hún sem fylgifiskur allra góðra verka og fullkomnar þau • Dygðugur maður hefur ánægju af siðferðilegri breytni. Dygðin er honum eiginleg og því engin togstreita í sálarlífi hans

  22. Kostir dygðasiðfræði • Að skapa góðan mann • Markmiðið að skapa hugrakka, réttsýna (o. s. frv.) einstaklinga, ekki aðeins rétta breytni. Hinu siðferðilega markmiði verður ekki náð með góðum reglum eingöngu. • Samhljómur skynsemi og tilfinninga • Í siðfræði Kants er skynsemin skilin frá tilfinningum. Dygð er hins vegar tilhneiging ekki aðeins til að breyta á vissan hátt heldur einnig til að hafa vissa (tilfinningalega) afstöðu. Dómgreind hins dygðuga manns vísar honum ekki aðeins á dygðuga breytni heldur mótar einnig manninn hið innra – hinn dygðugi maður upplifir sig sem dygðugan og hefur ánægju af vera dygðugur og breyta af dygð.

  23. Epikúros • Ánægja er hin æðstu gæði og mælikvarði á rétt og rangt • ánægja heillar ævi • ánægja getur verið mikil í stuttan tíma en leitt til heilsuleysis eða ósjálfstæðis; mikill sársauki getur verið nauðsynlegur til að öðlast meiri ánægju • fjarvera sársauka • ekki taumlaus líkamleg ánægja heldur ánægja hinnar líkamlegu hraustu og friðsælu sálar

  24. Epikúros • Ástæður óhamingju: • Ótti (við dauðann, aðra menn, o.s.frv) • Taumlausar langanir • Hinn vitri maður fjölgar ekki þörfum sínum því þær eru aðeins hugsanleg uppspretta þjáningar; • Þrenns konar langanir: (A)náttúrulegar og nauðsynlegar, (B) náttúrulegar og ónauðsynlegar, (C) ónáttúrulegar og ónauðsynlegar. Hinn vitri maður einfaldar þarfir sínar með því að losa sig við (C) (og helst B). • Einfalt og sjálfstætt líferni leiðir til ánægju • Hin endanlega ánægja: glaðværð tilverunnar, óendanlegt gildi hverrar andrár.

  25. Stóuspeki • Æðruleysi og hugarró • Að greina á milli þess sem maður fær ráðið - eigin viðhorf og viðbrögð - og þess sem maður fær ekki ráðið - það sem gerist samkvæmt lögmáli náttúrunnar, það sem er liðið og óorðið. • að beita skynsemi sinni til að skilja náttúrulögmálið (sem er skynsemislögmál) og láta vilja sinn lúta því. Að vilja það sem gerist (af nauðsyn). Láta ekki líðan sína ráðast af því sem maður ræður ekki við.

More Related