110 likes | 201 Views
Sigurður Jóhannesson, fundi Alþýðusambandsins janúar 2009. Landbúnaðarstefnan. Rit Hagfræðistofnunar um landbúnað, 2005.
E N D
Sigurður Jóhannesson, fundi Alþýðusambandsins janúar 2009 Landbúnaðarstefnan
Rit Hagfræðistofnunar um landbúnað, 2005 • ,,Almennt má segja að flókið kerfi styrkja og reglna dragi úr frumkvæði og markaðshugsun í íslenskum landbúnaði og hvetji bændur til þess að gera út á kerfið í stað þess að ráða í óskir markaðarins.“ • Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, bls. 107-108.
Á hvaða leið er íslenskur landbúnaður? • Fjöldi búa með greiðslumarki í sauðfé og/ eða mjólk: • 1995: 3.227 • 2006: 2.114 , • um 34% fækkun (Hagtölur landbúnaðarins). • Meðalaldur bænda: 52 ár • Meðalaldur á allra á vinnumarkaði nálægt 40 árum. • Laun bænda mun lægri en gengur og gerist á vinnumarkaði.
Stuðningur við bændur • Um helmingur er beinar greiðslur (frá skattgreiðendum), um helmingur innflutningshömlur (frá neytendum). Á fyrstu árum aldarinnar kostaði búvöruframleiðslan (frá bónda) íslenska neytendur og skattgreiðendur um 18 milljarða króna á ári, en á heimsmarkaði hefði sama framleiðsla kosta um 6 milljarða, flutt hingað, að mati OECD.Mismunurinn, um 12 milljarðar, er stuðningur við framleiðsluna.
Stuðningur við bændur • Verðstuðningur:Árið 2007 kostaði íslensk búvöruframleiðsla (frá bónda) um 2,2 sinnum það sem hún hefði kostað á heimsmarkaði, árin 1986-1988 var hlutfallið 4,1. • Hlutfall beinna greiðslna í stuðningi hefur hækkað. • Hver bóndi hér á landi er einn sá dýrasti í heiminum-enda er landið ekki mjög frjósamt. • Hlutfall stuðnings af landsframleiðslu hefur minnkað mikið, var 5% 1986-1988, árið 2007 1,2%.
Eðli stuðnings • Greiðslur til bænda kunna að hafa áhrif á framleiðslu (þó óvíst, vegna framleiðslutakmarkana og réttar til framsals) • Einkum þó stuðningur við það fólk sem fyrst fékk úthlutað framleiðslurétti. • Til langs tíma litið breytir stuðningur við landbúnað engu um kjör bænda • Aðgangur er frjáls að stéttinni. • Hvað er hann í reynd mikil hjálp fyrir íslenskan landbúnað?
Tillögur Hagfræðistofnunar • Markmið landbúnaðarstefnunnar betur skilgreind og reyna að ná þeim markmiðum • Stuðningur hefur engin áhrif á kjör bænda til langframa (á meðan aðgangur að stéttinni er frjáls). • Ef stefnan er að bú séu sem flest er best að hafa fastan styrk á hvert bú. • Ef stefnan er einungis að tryggja búsetu sem víðast er óþarfi að tengja styrki við framleiðslu.
Tillögur Hagfræðistofnunar • Innflutningsstuðningur afnuminn og allur stuðningur færður í beinar greiðslur til bænda • Stuðningur verður sýnilegri en áður. • Stuðningur verður jafnari en áður frá ári til árs, • Nú eykst stuðningur til dæmis þegar búvöruverð lækkar á heimsmarkaði, án þess að íslensk stjórnvöld hafi sagt nokkuð um það. • Meiri verðsveiflur og meiri rekstraráhætta hjá bændum, en framleiðsla verður hagkvæmari.
Tillögur Hagfræðistofnunar • Framleiðslustuðningur ekki tengdur við einstakar búvörur • Eykur sveigjanleika.
Hvað þýðir Evrópusambandsaðild? • Ekki innflutningshömlur frá sambandslöndum. • Lægra verð á mörgum búvörum og meiri samkeppni fyrir landbúnaðinn. • Við fáum samt ekki heimsmarkaðsverð. • Áfram hömlur á innflutning frá öðrum löndum • Þar á meðal á vörum sem engar hömlur eru á nú. • Framleiðendum tryggt tiltekið verð.
Hvað þýðir Evrópusambandsaðild? • Að öðru leyti yrði Ísland undir styrkjapólitík Evrópusambandsins (líklega í áföngum), nema samið verði um annað • Styrkjapólitíkin hefur af mörgum ekki verið talin skynsamlegasti hluti Evrópusamstarfsins. • Stór hluti af fjárlögum Evrópusambandsins. • Hreyfing yfir í búsetustyrki-bönd rofin við framleiðslu. • Einstök lönd hafa fengið ákveðið svigrúm.