1 / 11

Landbúnaðarstefnan

Sigurður Jóhannesson, fundi Alþýðusambandsins janúar 2009. Landbúnaðarstefnan. Rit Hagfræðistofnunar um landbúnað, 2005.

yehuda
Download Presentation

Landbúnaðarstefnan

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sigurður Jóhannesson, fundi Alþýðusambandsins janúar 2009 Landbúnaðarstefnan

  2. Rit Hagfræðistofnunar um landbúnað, 2005 • ,,Almennt má segja að flókið kerfi styrkja og reglna dragi úr frumkvæði og markaðshugsun í íslenskum landbúnaði og hvetji bændur til þess að gera út á kerfið í stað þess að ráða í óskir markaðarins.“ • Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, bls. 107-108.

  3. Á hvaða leið er íslenskur landbúnaður? • Fjöldi búa með greiðslumarki í sauðfé og/ eða mjólk: • 1995: 3.227 • 2006: 2.114 , • um 34% fækkun (Hagtölur landbúnaðarins). • Meðalaldur bænda: 52 ár • Meðalaldur á allra á vinnumarkaði nálægt 40 árum. • Laun bænda mun lægri en gengur og gerist á vinnumarkaði.

  4. Stuðningur við bændur • Um helmingur er beinar greiðslur (frá skattgreiðendum), um helmingur innflutningshömlur (frá neytendum). Á fyrstu árum aldarinnar kostaði búvöruframleiðslan (frá bónda) íslenska neytendur og skattgreiðendur um 18 milljarða króna á ári, en á heimsmarkaði hefði sama framleiðsla kosta um 6 milljarða, flutt hingað, að mati OECD.Mismunurinn, um 12 milljarðar, er stuðningur við framleiðsluna.

  5. Stuðningur við bændur • Verðstuðningur:Árið 2007 kostaði íslensk búvöruframleiðsla (frá bónda) um 2,2 sinnum það sem hún hefði kostað á heimsmarkaði, árin 1986-1988 var hlutfallið 4,1. • Hlutfall beinna greiðslna í stuðningi hefur hækkað. • Hver bóndi hér á landi er einn sá dýrasti í heiminum-enda er landið ekki mjög frjósamt. • Hlutfall stuðnings af landsframleiðslu hefur minnkað mikið, var 5% 1986-1988, árið 2007 1,2%.

  6. Eðli stuðnings • Greiðslur til bænda kunna að hafa áhrif á framleiðslu (þó óvíst, vegna framleiðslutakmarkana og réttar til framsals) • Einkum þó stuðningur við það fólk sem fyrst fékk úthlutað framleiðslurétti. • Til langs tíma litið breytir stuðningur við landbúnað engu um kjör bænda • Aðgangur er frjáls að stéttinni. • Hvað er hann í reynd mikil hjálp fyrir íslenskan landbúnað?

  7. Tillögur Hagfræðistofnunar • Markmið landbúnaðarstefnunnar betur skilgreind og reyna að ná þeim markmiðum • Stuðningur hefur engin áhrif á kjör bænda til langframa (á meðan aðgangur að stéttinni er frjáls). • Ef stefnan er að bú séu sem flest er best að hafa fastan styrk á hvert bú. • Ef stefnan er einungis að tryggja búsetu sem víðast er óþarfi að tengja styrki við framleiðslu.

  8. Tillögur Hagfræðistofnunar • Innflutningsstuðningur afnuminn og allur stuðningur færður í beinar greiðslur til bænda • Stuðningur verður sýnilegri en áður. • Stuðningur verður jafnari en áður frá ári til árs, • Nú eykst stuðningur til dæmis þegar búvöruverð lækkar á heimsmarkaði, án þess að íslensk stjórnvöld hafi sagt nokkuð um það. • Meiri verðsveiflur og meiri rekstraráhætta hjá bændum, en framleiðsla verður hagkvæmari.

  9. Tillögur Hagfræðistofnunar • Framleiðslustuðningur ekki tengdur við einstakar búvörur • Eykur sveigjanleika.

  10. Hvað þýðir Evrópusambandsaðild? • Ekki innflutningshömlur frá sambandslöndum. • Lægra verð á mörgum búvörum og meiri samkeppni fyrir landbúnaðinn. • Við fáum samt ekki heimsmarkaðsverð. • Áfram hömlur á innflutning frá öðrum löndum • Þar á meðal á vörum sem engar hömlur eru á nú. • Framleiðendum tryggt tiltekið verð.

  11. Hvað þýðir Evrópusambandsaðild? • Að öðru leyti yrði Ísland undir styrkjapólitík Evrópusambandsins (líklega í áföngum), nema samið verði um annað • Styrkjapólitíkin hefur af mörgum ekki verið talin skynsamlegasti hluti Evrópusamstarfsins. • Stór hluti af fjárlögum Evrópusambandsins. • Hreyfing yfir í búsetustyrki-bönd rofin við framleiðslu. • Einstök lönd hafa fengið ákveðið svigrúm.

More Related