130 likes | 312 Views
Sjávarútvegur í krónum og aurum. Kaldur veruleikinn andspænis fáránleika fyrningar. Sigurgeir B. Kristgeirsson Byggt á ársreikningum fyrirtækja 2001 - 2007. Efnisatriði. Ársreikningar sjávarútvegsfyrirtækja 2001 – 2007 Afkoma greinarinnar í krónum á þorskígildi, yfirlit
E N D
Sjávarútvegur í krónum og aurum Kaldur veruleikinn andspænis fáránleika fyrningar Sigurgeir B. Kristgeirsson Byggt á ársreikningum fyrirtækja 2001 - 2007
Efnisatriði • Ársreikningar sjávarútvegsfyrirtækja 2001 – 2007 • Afkoma greinarinnar í krónum á þorskígildi, yfirlit • Áhrif fyrningarleiðar á greinina (útgerðina) • Útreikningar, staðreyndir • Skattlagning og skattlagning með fyrningarleið • Fáránleiki fyrningarleiðarinnar
Forsendur • Byggt á ársreikningum fyrirtækja og gögnum frá Fiskistofu. • Útgerð og fiskvinnsla greind frá annarri starfsemi, svo sem vörusölu og öðrum tekjum. • Fyrirvarar • Fiskvinnsla án kvóta er ekki í úrtakinu. Slíkum fyrirtækjum hefur fækkað; þau sem eftir standa eru trúlega tiltölulega vel stödd. • Óvissa ríkir um skuldir félaga sem ekki eru með í úrtakinu. Líklega eru þau ýmist skuldugri en úrtaksfyrirtækin eða skulda lítið.
Veltufé frá rekstri kr./þorskígildi • Rauða línan er veltufé frá rekstri útgerðar félaga sem upplýsingarnar ná til. • Bláa línan er veltufé frá rekstri fiskvinnslu þeirra félaga sem upplýsingarnar ná til. • Veltufé útgerðar er að meðaltali tæpar 30 kr. á þorskígildi. • Veltufé fiskvinnslu er að meðaltali rúmlega 20 kr. á þorskígildi. • Þetta eru hinar raunverulegu stærðir sem ætlað er að standa undir • Endurnýjunarfjárfestingu svo félögin geti starfað áfram. • arðgreiðslum til eigenda. • nýfjárfestingum í greininni, svo sem rannsóknum og þróun og markaðssetningu afurða. • nýrri skattlagningu á útgerð, svo sem auðlindaskatti, hvaða nafni sem nefnist, þar á meðal fyrningu. • afborgunum lána, síðast en ekki síst !!!!
Frjálst fjárflæði (Veltufé frá rekstri að frádregnum viðhaldsfjárfestingum í skipum, vélum og húsnæði)- Frjálst fjárflæði er það sem eigandinn getur ráðstafað til greiðslu arðs, afborgana lána eða til nýfjárfestinga • Rauða línan er frjálst fjárflæði útgerðar. • Bláa línan er frjálst fjárflæði fiskvinnslu. • Frjálst fjárflæði útgerðar er að meðaltali rúmar 16 kr. á þorskígildi. • Frjálst fjárflæði fiskvinnslu var að meðaltali tæplega 8 kr. á þorskígildi. • Þetta eru hinar raunverulegu stærðir sem ætlað er að standa undir • arðgreiðslum til eigenda sinna. • nýfjárfestingum í greininni, svo sem rannsóknum og þróun og markaðssetningu afurða. • nýrri skattlagningu á útgerðarhlutann, hvaða nafni sem nefnist (auðlindaskattur, fyrning eða annað álíka). • afborgunum lána, síðast en ekki síst!
Frjálst fjárflæði - að frádregnum afborgunum lána – 15 ára greiðsluferli • Rauða línan er frjálst fjárflæði útgerðar að frádregnum afborgunum. • Bláa línan er frjálst fjárflæði fiskvinnslu að frádregnum afborgunum. • Hjá útgerðinni vantar að meðaltali 3,18 kr. á þorskígildi til að standa undir greiðslubyrði lána. • Hjá fiskvinnslunni vantar að meðaltali 2,82 kr. á þorskígildi til að standa undir greiðslubyrði lána. • Þetta eru hinar raunverulegu stærðir sem standa eftir til að • greiða út arð til eigendanna. • ráðast í nýfjárfestingar í greininni, svo sem rannsóknir og þróun, markaðssetningu afurða o.fl. • standa undir nýrri skattlagningu á útgerðarhlutann, svo sem auðlindaskatt, hvaða nafni sem nefnist, þar á meðal fyrningu.
Staldrað við hugmynd um 5% fyrningu- með athugasemd um aðferðafræði við fyrningarútreikning • Síðasta kílóið sem veitt er hefur að jafnaði hæstu framlegðina. Því gefur meðalframlegð betri mynd en ella. • Með því að 5% framlegðar útgerðar hurfu út úr rekstrinum hefðu skuldir átt að aukast og greiddir vextir að vera hærri. Skuldastaða greinarinnar er því verri en fram kemur í greiningu. • Ekki er gert ráð fyrir að fyrirtækin bregðist við með uppsögnum starfsfólks með minnkandi heimildum, sölu eigna eða samdrætti í fjárfestingu. Að sjálfsögðu myndu fyrirtækin bregðast við með einhverjum slíkum hætti. • Þá er ekki gert ráð fyrir að fyrirtækin leigi til sín fyrndar aflaheimilidir aftur enda á að nýta hluta þeirra til nýliðunar, til byggðatengdra verkefna o.s.frv. Auðvitað næðu þau samt einhverjum af heimildunum aftur en framlegð við veiðarnar minnkaði sem næmi leigu til ríkisins. • Við mat á áhrifum fyrningarleiðar á greinina er ekki gert ráð fyrir ofangreindum atriðum sem geta að sjálfsögðu breytt forsendum í báðar áttir en erfitt er að segja hve mikið. • Greinin í heild er hins vegar augljóslega verr sett þar sem ríkið hefur tekið til sín hluta framlegðarinnar með því að leigja fyrirtækjum aflaheimildir. Leiga frá einu fyrirtæki til annars hefur hins vegar engin áhrif á greinina í heild.
Frjálst fjárflæði - að frádregnum afborgunum og 5% árlegri fyrningu aflaheimilda • Græna lína er útreiknaður kostnaður fyrirtækjanna af 5% árlegri fyrningu. • Rauða línan sýnir greiðslustöðu útgerðarhluta sjávarútvegsins á árunum 2001–2007 að meðtalinni 5% fyrningu • Það þarf engan snilling til að sjá að sjávarútvegurinn í heild getur ekki staðið við skuldbindingar sínar! • Niðurstaðan er augljós: • Greinin í heild getur ekki staðið við skuldbindingar sínar og verður gjaldþrota. • Auðvitað fara ekki allir á hausinn heldur fyrst og fremst þeir skuldugu. • Verulegar líkur á að stærstur hluti starfandi sjávarútvegsfyrirtækja nú verði gjaldþrota. • Fiskur verður veiddur áfram við íslandsstrendur en það gera einhverjir aðrir en þeir sem nú stunda útgerð. • Hér er fyrningu snúið í skattlagningu en bætum nú við öðrum áhrifum fyrningarleiðarinnar.
Fyrning - uppboðsleiðin- hættuleg fyrir eigandann, hver svo sem hann er Flestir bjóða í samræmi við raunveruleikann, þ.e.a.s. þannig að unnt verði að standa við boðið. • Dæmi: 250 útgerðir bjóða í kvóta til 20 ára, (en það fá ekki allir kvóta!). • Líklegt að flestir bjóði í samræmi við greiðslugetu, aðrir eru svartsýnir og bjóða lágt, enn aðrir bjartsýnir og bjóða hátt. • Þeir bjartsýnustu eru líklegastir til að ná til sín aflaheimildum á uppboðinu en jafnframt líklegastir til að leggja rangt mat á veigamikla þætti, svo sem að • vanmeta kostnað við veiðarnar. • ofmeta markaðsaðstæður hverju sinni t.d. með óraunhæfu mati á verðþróun, gera ekki ráð fyrir niðursveiflu á mörkuðum o.s.frv. • ofmeta veiðanleika fiskistofna og leggjast af miklum þunga á kvótaaukningu ef þeir leigja hlutdeild. • Fyrirtækjum í greininni mun fækka • Fjárhagserfiðleikar leiða menn líklega á stundum út í svindl af einhverju tagi. • Niðurstaðan: óstöðug atvinnugrein, tíð gjaldþrot, skammtímahugsun í meira mæli en áður. • Langlíklegast er að þjóðin í heild hafi minna út úr atvinnugreininni en ella. Allir sem bjóða hærra en rauða línan fá kvóta. Fjöldi bjóðenda Þessir bjóða hæst og fá kvótann á leigu til ,,20 ára”. Verð sem boðið er.
I. Ef borgarstjórn færi fyrningarleið gagnvart Reykvíkingum...? • Flestar lóðir í þéttbýlum landsins eru leigulóðir. • Lóðirnar eru leigðar til 50 – 75 ára • Í lóðarsamningi dæmigerðs Reykvíkings stendur: • 6. gr. „Vilji borgarstjórnin ekki að loknum leigutímanum leyfa lóðarhafa með nýjum leigusamning að láta hús, sem þá er á lóðinni, standa þar áfram, skal borgarstjórnin greiða lóðarhafa sannvirði hússins eða húsanna eftir mati dómkvaddra manna ...“ • 7. gr. „Lóðarhafa er heimilt að selja og veðsetja leigurétt sinn að lóðinni í heild, ásamt húsum þeim og mannvirkjum, sem á henni verða gerð. Réttur veðhafans til veðsins skal haldast að öllu leyti óskertur, þótt lóðarhafi brjóti skuldbindingar þær, sem hann hefur undirgengist gagnvart lóðareiganda með þessum leigusamningi.“ • Hugsið ykkur ástand og líðan fólks í þéttbýli landsins sem byggi við óvissu sjávarútvegsins um hvað biði hans „á morgun“!!!!!!
II. Ef borgarstjórn færi fyrningarleið? Borgarstjórn gefur út yfirlýsingu um að innan 20 ára verði leigusamningar í Fossvogi ekki framlengdur því stór hluti hverfisins verði rifinn niður og endurnýjaður. - Afleiðingar fyrningarleiðarinnar fyrir Fossvoginn • Fasteignaverð fellur: spírall verðlækkana fer af stað þegar unga og efnaða fólkið bregst við með því að kanna flutning í önnur hverfi eða sveitarfélög – burt frá fyrningaröflunum í Ráðhúsi Reykjavíkur. • Heimild íbúa til veðsetningar eigna verður vissulega áfram fyrir hendi en hvaða fjármálastofnun vill lána í hverfi sem bíður niðurrifs? Fjármagnið forðast Fossvoginn. • Óbein eignarréttindi lóðarhafa eru að engu gerð. • Borgin gerir því í raun eignir fólksins upptækar að hluta með ákvörðun sinni einni saman. • Húseigendur tapa hvata til að halda t.d. umhverfi sínu snyrtilegu enda sjá þeir ekki framtíð í að búa í hverfi þar sem litið er á þá sjálfa sem gjaldstofn umfram aðra Reykvíkinga. • Hverfið drabbast niður og 5–10 árum fyrir niðurrif væri það orðið ,,slömm”.
Fáránleiki fyrningar í hnotskurn • Afleiðingar fyrningarleiðarinnar fyrir sjávarútveginn • Verðmæti fiskveiðiheimilda fellur. • Verðmæti fyrirtækja í sjávarútvegi dregst saman - ekki vegna óvissu heldur einmitt vegna vissu um að framtíðarhagnaður verði lítill sem enginn. • Fjármálastofnanir verða tregari en ella til að fjármagna rekstur í sjávarútvegi. • Fyrirtækin hætta að fjárfesta í framtíðauppbyggingu, svo sem húsa- og skipakosti, menntun starfsmanna, markaðssókn, rannsóknum og þróun o.s.frv. • Atgervisflótti: Fólk flýr atvinnugreinina og byggðarlög sem sjávarútvegur stendur undir. • Sjávarútvegurinn verður ekki eftirsóknarverður og þangað sækir ekki fólk sem atvinnugreinin þarf á að halda. • Atvinnuréttindi, varin af stjórnarskrá, eru að engu höfð
Einhvers staðar stendur skrifað: Á bjargi byggir hygginn maður hús en sá heimski byggir hús sitt á sandi !!! Takk fyrir! Með baráttukveðju úr Eyjum, Upplýsingar um höfund Sigurgeir B.Kristgeirsson Framkvæmdastjóri Vinnslustöðin hf. Hafnargötu 2 900 Vestmannaeyjar Tel (+354) 488 8000 Fax (+354) 488 8001 E-mail binni@vsv.is WWW www.vsv.is