80 likes | 288 Views
Innkirtlar - Kynhormon:. Um kynþroska aldur þá fer undirstúka að mynda efni sem örvar framhluta heiladinguls til að mynda stýri hormon kynkirtla, FSH og LH. Kynhorm ó n kvenna:.
E N D
Innkirtlar - Kynhormon: • Um kynþroska aldur þá fer undirstúka að mynda efni sem örvar framhluta heiladinguls til að mynda stýri hormon kynkirtla, FSH og LH.
Kynhormón kvenna: • Estrogen: Á kynþroska aldri eflir það líkamsvöxt, vöxt kynfæra, brjóst stækka, mjaðmargrind víkkar og kvenneinkenni koma fram í fitu- og vöðvamassadreifingu. Í tíðarhringnum er það estrógen sem örvar vöxt eggbúsins og legslímunnar, eykur innyflahreyfingu eggjaleiðara og þynnir leggangaslímuna.
Kynhormón kvenna: • Prógesterón er hormon sem vellur úr gulbúi og síðan úr fylgju á meðgöngu. Eitt af mikilvægu hlutverki þess er að búa legslímhúðina undir meðgöngu.
Tíðarhringurinn • Mánaðarlega frá kynþroska til tíðarhvarfa rennur tíðarhringurinn sitt skeið. • Í tíðamánuði þroskast egg og legslíman er búin undir þungun. • Tíðarhringur stendur að jafnaðiyfir í 28 daga enda þótt sá tími sé dálítið breytilegur frá einni konu til annarrar. • Fyrsti dagur blæðinga er fyrsti dagur tíðahrings.
Tíðarhringurinn frh. • Tíðablæðing tekur um fimm fyrstu daga tíðahringsins. • Legslíman, sem var búin undir þungun, flagnar burt. • Á þessu stigi er hormónið FSH virkur og það hvetur til þroska nokkurra eggbúa í eggjastokki. • Fyrir egglos losnarestrógen úr frumum eggblöðrunnar sem umlykur hið vaxandi egg.
Tíðarhringurinn frh: • Estrógen örvar vöxt slímunnar á ný. Í miðjum tíðarhring leiðir aukið estrógen til þess að framhluti heiladinguls losar LH. • LH gengur frá eggbúinu, losar eggið og þroskargulbúið. • Eftir egglos losar gulbúið prógesterón sem leiðir til þykknunar legslímunnar. • Það hefur einnig áhrif á vöxt kirtla sem framleiða næringarvökva.
Tíðarhringurinn frh: • Frjógist eggið þá heldur gulbúið áfram að þroskast og framleiða prógesterón. • Frjógist eggið hinsvegar ekki hrörnar gulbúið og blóðgildi prógesteróns hrapar . • Samdráttur verður í æðum legveggjarins þannig að legslíman hrörnar og tíðablæðingar hefjast á ný.
Karlkynshormon: • FSH örvar þroska eistnanna og stuðlar að myndun sæðisfrumna. • LH hvetur eistun til að framleiða og losa testósterón. • Testósterón leiðir til kyneinkenna hjá körlum, þ.e. stækkun getnaðarlims og pungs og aukin starfsemi innri kynfæra. Einnig leiðir það til dýpkun raddar, vöðvaþroska og aukins hárvaxtar svo sem í handarkrika, nára og skegg.