1 / 8

Innkirtlar - Kynhormon:

Innkirtlar - Kynhormon:. Um kynþroska aldur þá fer undirstúka að mynda efni sem örvar framhluta heiladinguls til að mynda stýri hormon kynkirtla, FSH og LH. Kynhorm ó n kvenna:.

yosef
Download Presentation

Innkirtlar - Kynhormon:

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Innkirtlar - Kynhormon: • Um kynþroska aldur þá fer undirstúka að mynda efni sem örvar framhluta heiladinguls til að mynda stýri hormon kynkirtla, FSH og LH.

  2. Kynhormón kvenna: • Estrogen: Á kynþroska aldri eflir það líkamsvöxt, vöxt kynfæra, brjóst stækka, mjaðmargrind víkkar og kvenneinkenni koma fram í fitu- og vöðvamassadreifingu. Í tíðarhringnum er það estrógen sem örvar vöxt eggbúsins og legslímunnar, eykur innyflahreyfingu eggjaleiðara og þynnir leggangaslímuna.

  3. Kynhormón kvenna: • Prógesterón er hormon sem vellur úr gulbúi og síðan úr fylgju á meðgöngu. Eitt af mikilvægu hlutverki þess er að búa legslímhúðina undir meðgöngu.

  4. Tíðarhringurinn • Mánaðarlega frá kynþroska til tíðarhvarfa rennur tíðarhringurinn sitt skeið. • Í tíðamánuði þroskast egg og legslíman er búin undir þungun. • Tíðarhringur stendur að jafnaðiyfir í 28 daga enda þótt sá tími sé dálítið breytilegur frá einni konu til annarrar. • Fyrsti dagur blæðinga er fyrsti dagur tíðahrings.

  5. Tíðarhringurinn frh. • Tíðablæðing tekur um fimm fyrstu daga tíðahringsins. • Legslíman, sem var búin undir þungun, flagnar burt. • Á þessu stigi er hormónið FSH virkur og það hvetur til þroska nokkurra eggbúa í eggjastokki. • Fyrir egglos losnarestrógen úr frumum eggblöðrunnar sem umlykur hið vaxandi egg.

  6. Tíðarhringurinn frh: • Estrógen örvar vöxt slímunnar á ný. Í miðjum tíðarhring leiðir aukið estrógen til þess að framhluti heiladinguls losar LH. • LH gengur frá eggbúinu, losar eggið og þroskargulbúið. • Eftir egglos losar gulbúið prógesterón sem leiðir til þykknunar legslímunnar. • Það hefur einnig áhrif á vöxt kirtla sem framleiða næringarvökva.

  7. Tíðarhringurinn frh: • Frjógist eggið þá heldur gulbúið áfram að þroskast og framleiða prógesterón. • Frjógist eggið hinsvegar ekki hrörnar gulbúið og blóðgildi prógesteróns hrapar . • Samdráttur verður í æðum legveggjarins þannig að legslíman hrörnar og tíðablæðingar hefjast á ný.

  8. Karlkynshormon: • FSH örvar þroska eistnanna og stuðlar að myndun sæðisfrumna. • LH hvetur eistun til að framleiða og losa testósterón. • Testósterón leiðir til kyneinkenna hjá körlum, þ.e. stækkun getnaðarlims og pungs og aukin starfsemi innri kynfæra. Einnig leiðir það til dýpkun raddar, vöðvaþroska og aukins hárvaxtar svo sem í handarkrika, nára og skegg.

More Related