430 likes | 586 Views
Merkingar á karfa ! -Ný tækni við merkingar á fiskum- Möguleikar sem felast í notkun neðansjávar merkingarbúnaðar við fiskrannsóknir. Þorsteinn Sigurðsson Hafrannsóknastofnuninni. Ótrúleg fjölbreytni í störfum fiskifræðinga. Líffræði tegunda s.s. lífsferlar, vöxtur, erfðafræði og fl.
E N D
Merkingar á karfa ! -Ný tækni við merkingar á fiskum-Möguleikar sem felast í notkun neðansjávar merkingarbúnaðar við fiskrannsóknir Þorsteinn Sigurðsson Hafrannsóknastofnuninni
Ótrúleg fjölbreytni í störfum fiskifræðinga • Líffræði tegunda s.s. lífsferlar, vöxtur, erfðafræði og fl. • Merkingar á fiskum hafa nýst vel í gegnum tíðina • Umhverfisfræði, t.d. tengsl milli umhverfis og stærð /útbreyðslu fiskistofna. • Mat á stofnstærðum sem felur í sér stærðfræði, tölfræði og líffræði og fl. fræðigreina. Verkfræðingar að tækninýjungum. • Ráðgjöf til stjórnvalda og að vera þeim til halds og trausts í samningum við aðrar þjóðir um fiskveiðisamninga. • Skrifstofuvinna, rannsóknaferðir á sjó, fundir innan- og utanlands með sjómönnum, öðrum fræðingum og fleiri hópum.
Til hvers er fiskur merktur ? • Nýtist við ýmsa hluti svo sem: • Ferðir fiskanna um heimshöfin. • Hvernig blöndun milli stofna er háttað. • Rafeindamerkin segja líka til um lóðréttar ferðir. • Stofnstærðir; Til eru þekktar aðferðir til að meta stofnstærðir útfrá niðurstöðum merkinga. • Vöxtur einstaklinga – milli merkingar og þess tíma sem fiskurinn endurheimtist hjálpar m.a. til við aldursákvarðanir. • Með hallamæli í merkjum má einnig skoða atferli fiskanna eftir tíma dags.
Rafeindamerki DST outlines
Hvernig fer merking fram • Fiskurinn er merktur - mismunandi aðferðir. • Fiskinum er sleppt aftur í sjóinn • Fiskur veiðist að nýju að einhverjum tíma liðnum • út frá þeim niðurstöðum er hægt að sjá hvert fiskurinn hefur ferðast milli merkingar og þess að hann endurheimtist. • ==> Niðurstöður t.d. kenningar um göngur
Endurheimtur Merking Endurheimtur Endurheimtur Merking Endurheimtur Endurheimtur Dæmi um göngur fiska samkvæmt merkingum. Loðna merkt á áttunda áratug síðustu aldar
Litli karfi Úthafskarfi Gullkarfi Djúpkarfi í kantinum Djúpkarfi í úthafinu Reykjanes Dýpi (m) 0 m 500 m Sjávarbotn 1000 m
Apríl - júlí, 600-800 m dýpi Júlí -nóv 200-400 m dýpi
The new line The redfish line “pelagic” fishery (1995-2003) and demersal S.mentella fishery (2001-2003)
Aðferðir við að meta stofnstærð með merkingum • Bæði til einfaldar og flóknar aðferðir • Einföldustu gera ráð fyrir einni merkingarhrynu og síðan endurheimtur • Flóknari aðferðir gera ráð fyrir að merkja mörgum sinnum. Þannig safnast merktir fiskar upp í stofninum og hægt að áætla hversu margir fiskar eru til í sjónum.
Aðferðir við að meta stofnstærð með merkingum • Stofnmat með merkingum í sinni einföldustu mynd er þannig að þekktum fjölda merktra fiska er sleppt í sjóinn og gert er ráð fyrir að þeir séu með sömu eiginleika og ómerktir fiskar, þ.e. • Merkin mega ekki breyta lífslíkum þess merkta ef matið á að vera ábyggilegt. • Merktu fiskarnir verða að blandast þeim ómerktu og vera jafn veiðanlegir. • Sýnastærðin verður að vera þekkt, þ.e. við verðum að vita fjölda veiddra fiska (og fj. merktra).
Mat á stofnstærð Petersens- mat
Fjöldi endur- heimtra Sýnastærð Fjöldi merktra í stofni Fjöldi merktra í stofni Flóknari aðferð við mat á stofnstærð
Vöxtur einstaklinga • Hægt að mæla lengd fisks við merkingu • við endurheimtu fisksins er lengdin mæld aftur og þá má sjá vöxtinn milli þessarra tveggja tímapunkta • Þannig eykst skilningur okkar á vextinum og gerir um leið aldurslesningar ábyggilegri
LÍFSFERLAR Uppeldissvæði Rek lirfa og seiða Nýliðun Hrygningar-svæði Fæðusvæði Hrygningargöngur
Rafeindamerkin • Hjálpa til við að staðsetja fiskinn milli þess sem hann er merktur og endurheimtur. • Segir til um það hversu djúpt fiskurinn heldur sig. • Segir til um hitastig sem fiskurinn heldur sig á. • Nú er jafnframt hægt að fá nákvæma staðsetningu fisksins (GPS)
Sundmaginn gefur um 90% af endurvarpi sem sést á dýptarmæli skipa. Aðfallshorn að sundmaganum skiptir því miklu máli þegar á að meta stofnstærð með dýptarmælum Atferli + endurvarp
Endurvarpsstuðlar karfa ??? ??? ???
Forsaga neðansjávar merkingabúnaðar fyrir karfa • Ekki mögulegt að merkja karfa • Veiða - merkja - sleppa. • Flestar fisktegundir lifa það af, en ekki karfinn • Sundmaginn er mjög lokaður og sleppir ekki lofti auðveldlega út. • Komumst í samband við fyrirtækið Stjörnu-odda árið 1996, síðan þá hefur verið unnið að þróun búnaðar til að merkja fiska á “heimilum þeirra”.
Yfirlitsmynd Neðansjávar merkingarbúnaður
Teikning af merkingabúnaðinum- förum ekki í verfræðina sem liggur til grundvallar-
Niðurstaða !! • Farið var í leiðangur í október, merktir 240 fiskar. • Búnaðurinn reynist eins og til var ætlast. • Nánast bylting í rannsóknum á fiskum sem hingað til hefur ekki verið hægt að merkja með hefðbundnum aðferðum. • Einnig gæti verið um verulega bætta aðferð við merkingar á öðrum fiskum (þorsk, ýsu, ufsa og svo frv.)