350 likes | 491 Views
Er hægt að nota vef Hagstofunnar til að kenna aðferðir félagsvísinda?. Anton Örn Karlsson Hagstofu Íslands 16. Ágúst 2012. Stutt svar: Já, líklega!. Hagstofan leitast við að beita viðurkenndum, áreiðanlegum og rækilega rökstuddum aðferðum við gagnaöflun
E N D
Er hægt að nota vef Hagstofunnar til að kenna aðferðir félagsvísinda? Anton Örn Karlsson Hagstofu Íslands 16. Ágúst 2012
Stutt svar: Já, líklega! • Hagstofan leitast við að beita viðurkenndum, áreiðanlegum og rækilega rökstuddum aðferðum við gagnaöflun • Því er við hæfi að nýta efni frá Hagstofunni við kennslu þessara sömu aðferða • Til dæmis þegar kenndar eru aðferðir við gerð kannana • Hér verður farið yfir nokkur atriði á vef Hagstofunnar sem hægt væri að hagnýta við kennslu á rannsóknaraðferðum félagsvísinda.
Um Hagstofu Íslands • Stofnuð 1914 • Fagnar 100 ára afmæli 2014 • Ráðuneyti til ársloka 2007 • Varð þá stofnun sem heyrði undir forsætisráðuneyti • Er núna sjálfstæð stofnun sem heyrir undir efnahags- og viðskiptaráðuneyti • Sinnir opinberri hagskýrslugerð á landinu: • Söfnun • Úrvinnsla • Miðlun
Nokkur dæmi • Flokkunarkerfi, þekkja til þeirra • Rannsóknir Hagstofunnar, sjá nánar í: • Hagtíðindahefti • Lýsigögn • Útgefið efni frá starfsmönnum • Verklagsreglur Hagstofu Íslands um meðferð trúnaðargagna • Efni ætlað þátttakendum í rannsóknum Hagstofunnar.
1. Flokkunarkerfi(1) • Ómetanlegt að þekkja til þessara kerfa þegar nemendur taka til við framkvæmd eigin rannsókna • Kostir þess eru meðal annars: • Ekki þarf að búa til sitt eigið flokkunarkerfi • Einfaldara að bera saman hópa • Líklegra að hóparnir verði nægilega stórir til að merkingarbær samanburður sé mögulegur • Hægt er að bera niðurstöðurnar saman við niðurstöður annarra fræðimanna þar sem sömu flokkunarkerfum er beitt • Hægt að bera niðurstöður við opinberar tölur Hagstofunnar, til dæmis til að meta hvort um sé að ræða skekkju í niðurstöðum eða að hvaða marki úrtakið er lýsandi fyrir þýðið
2. Hagtíðindahefti og lýsigögn • Áhugavert gæti verið að fara ofan í saumana á einstökum rannsóknum Hagstofunnar • Til að sjá svart á hvítu hvaða aðferðum er beitt til að mæla viðkomandi breytur og til að fá frekari útskýringar á hugtökum rannsóknarinnar • Til dæmis væri hægt að skoða Lífskjararannsókn Evrópusambandsins (EU-SILC) í þessu tilliti.
EU-SILC • Rannsóknin á að vera megin heimild Framkvæmdastjórnar evrópusambandsins um tekjudreifingu, fátækt og félagslega útilokun (social exclusion) í Evrópu. • Rannsóknin beinist að mestu leyti að tekjum heimila. • Verkefnið hófst árið 2003 og hefur Ísland verið með frá 2004. • Gerð í evrópusambandslöndunum auk Íslands, Noregs og Sviss. • Rannsókn á sjö þáttum lífskjara • Tekjum og hvernig þeirra er aflað • Húsnæði • Eign varanlegs neysluvarnings • Gæslu og skólagöngu barna • Almennt sjálfsmat svaranda á eigin heilsu • Mat svaranda á eigin útgjöldum og efnahagsstöðu • Menntunarstig heimilismanna 16 ára og eldri
Hvaða upplýsingar eru tiltækar um einstakar rannsóknir? • Hagtíðindahefti • Skoðum aðeins dæmi um hagtíðindahefti sem er unnið uppúr niðurstöðum SILC • Lýsigögn • Athugum lýsigögn úr Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar
3. Efni frá starfsfólki • Sérfræðingar Hagstofunnar flytja á hverju ári pistla á ráðstefnum víða um heim • Úrval pistlanna má finna á vef Hagstofu Íslands. • Þar á meðal um kannanagerð
4. Meðferð trúnaðargagna • Mikilvægt fyrir félagsvísindafólk að kynna sér hvernig ber að haga meðferð og geymslu gagna úr spurningalistarannsóknum eða þegar unnið er með viðkvæmar persónuupplýsingar • Þannig undirrita allir starfmenn Hagstofu trúnaðarheit þegar þeir hefja störf hjá stofnuninni. • Verklagsreglur Hagstofunnar frá 2006 eru ákjósanlegar til að vekja athygli á því hvernig beri að meðhöndla svör í könnunum – sérstaklega út frá því hvernig gögn eru geymd. • Og sérstaklega sökum þess að rafræn geymsla gagna hefur aukist gríðarlega síðustu ár • Til dæmis með auknum fjölda vefkannana
5. Efni ætlað þátttakendum • Á vef Hagstofunnar er efni sem ætlað er úrtakseiningum rannsókna. • Fyrir þá sem fara inn á vef Hagstofunnar og vilja leita svara við algengum spurningum. • Þess verður að geta að það efni sem beint er til úrtakseininga er ekki beisið nú um stundir • Það stendur til að lagfæra það á næstunni. • Hins vegar getur þetta efni hjálpað til við að útskýra grundvallarhugmyndir sem liggja að baki úrtaksrannsóknum Hagstofunnar • Til dæmis: Upplýst samfélag, frjáls þátttaka, slembiúrtak, lítil svarbyrði, öryggi persónuupplýsinga,
Sóknarfæri á vef Hagstofunnar • Frekari umræða um úrtök og úrtakshönnun • Rökstuðningur með því að velja skuli úrtak af handahófi en ekki hentugleika • Mismunandi aðferðir við gagnasöfnun • Vefkannanir og aðrar aðferðir • Skekkjur í rannsóknum • Úrtaksskekkja, mæliskekkja (spyrill, svarandi, spurning, spurningalisti), umsýsluskekkja, brottfallsskekkja, þekjuskekkja • Orsakir og áhrif • Hvernig má mæla þær og leiðrétta fyrir áhrifum þeirra? • Gæðamál í könnunum og kannanagerð
Bókasafn Hagstofunnar • Ekki má gleyma bókasafni Hagstofu Íslands • Sérfræðibókasafn um tölfræði með um 15.000 bindi. • Er skráð í Gegni • Ekki lánað út en hægt að skoða rit á staðnum • http://www.hagstofa.is/Pages/2585
Að lokum... • Nokkrir áhugaverðar síður um rannsóknaraðferðir: • http://www.websm.org/ • http://www.jos.nu/ • http://www.statmethods.net/ (R) • http://www.r-bloggers.com/ (R) • http://vasgenerator.net/index_adv.php • http://www.aapor.org/source/education/ • http://w4.ub.uni-konstanz.de/srm/ • http://www.europeansurveyresearch.org/