450 likes | 661 Views
LÖGFRÆÐI. -Inngangur. Tímaverkefni I. Hvað er lögfræði? Hvað er það sem vekur helst áhuga þinn á lögfræði? Hverjar eru væntingar þínar fyrir áfanganum?. Lögfræðin sem fræðigrein.
E N D
LÖGFRÆÐI -Inngangur
Tímaverkefni I • Hvað er lögfræði? • Hvað er það sem vekur helst áhuga þinn á lögfræði? • Hverjar eru væntingar þínar fyrir áfanganum?
Lögfræðin sem fræðigrein • “Hlutverk þeirrar greinar sem nefnd er lögfræði er í sem víðustum skilningi að gera grein fyrir lögunum eins og þau eru á hverjum tíma og fella þau í ákveðið kerfi.” Sigurður Líndal. Um lög og lögfræði. • “Lögræði eða réttarfræði (lögvísindi) er sú fræðigrein nefnd, sem fæst við að skýra fræðilegar reglur laga og réttar og veita almenna fræðslu um lögskipan ríkja svo og að brjóta til mergjar með hlutdrægum rannsóknaraðferðum ýmis grundvallaratriði sem, eru undirstaða lögskipunar.” Ármann Snævar. Almenn lögfræði.
Lögfræðin sem fræðigrein • “Sú fræðigrein, er fæst við að lýsa réttinum og skýra hann, er nefnd lögfræði.”Ólafur Jóhannesson. Lög og réttur.
Einföldun... • Lögfræðin er fræðigrein og hver fræðigrein rannsakar, flokkar, skilgreinir og fræðir með sínum eigin aðferðum. • Í fræðigreinum eru mismunandi svið og sérhæfing. • Í lögfræði er reynt að skilja eðli laga, laga-stofnana, lagakerfa og fengist við lögskýringar. • Almenn lögfræði fæst við undurstöður greinarinnar, er inngangur að því að skilja hana.
Hver eru viðfangsefni almennrar lögfræði? • Hvað eru lög og hvað einkennir þau? • Hvað eru réttarheimildir? • Hvaða aðferðir eru notaðar við að skýra lagatexta? • Staða lögfræðinnar í samhengi við aðrar fræðigreinar? • Lagaleg hugtök og merking þeirra.
Réttarheimspeki • Almenn lögfræði gengur undir fleiri nöfnum, eitt þeirra er réttarheimspeki, annað lögspeki og síðan réttarspeki. • Réttarheimspeki sameinar í raun, lögfræði og heimspeki fæst við eðli og undirstöður laganna og lagakerfisins. • Við víkum betur að réttarheimspeki og réttarfélagsfræði og kenningum á því sviði seinna.
Tímaverkefni II • Eru lög nauðsynleg? • Af hverju er lög mikilvæg? • Hver er uppruni laganna? • Hvert sækja lögin réttmæti sitt? • Getur þú ímyndað þér samfélag án laga? • Muna að rökstyðja öll svör!
Umræðuspurningar • Þú ert skipreka á eyðieyju, þarfnastu laga? • Þú ert skipreka á eyðieyju í félagi við annan mann, þarfnastu laga? • Hvernig lög yrðu það, ef svo væri?
Spurningarnar í tímaverkefninu... • ... eru réttarheimspekilegs eðlis. • ... eru grundvallarspurningar sem varða eðli laga og skipulag mannlegs samfélags. • ...varða einnig félagsfræðileg viðfangsefni.
Til hamingju! • Með vangaveltunum að framan hefur þú stigið fyrsta skrefið í að skilja eðli og tilgang laga og annarra réttarreglna. • Þú ættir nú að vera aðeins nær um þann grunn sem lögfræðin byggir á.
Hvað eru réttarreglur? • Reglur sem taldar eru tilheyra réttarkerfi tiltekins ríkis m.ö.o. eru réttarheimildir. • Sett lög eru dæmi um réttarheimild. • Hvað er réttarregla ekki? Þín eigin siðferðiskennd er t.d. ekki réttarregla. • Við víkjum nánar að réttarheimildum síðar.
Hlutverk réttarreglna • Þar sem réttarreglur verða til fyrir sambúð manna og samskipta þeirra þá færi lítið fyrir þeim hjá manni á eyðieyju, samfélagið vantar. • Réttarreglur greiða úr samskiptum manna, auðvelda þau. • Við vitum að í mannlegu samfélagi eru sífelldir árekstrar og ágreiningur. • Lögin eru leikreglurnar sem farið er eftir og kveða einnig á um það með hvaða hætti skal leysa ágreining þegar hann kemur upp.
Samskipti manna • Að selja og kaupa vöru er samningssamband. • Að ráða sig í vinnu felur í sér gagnkvæman ávinning, réttindi og skyldur launþega og atvinnurekanda. • Lögin kveða veita umgjörð um slíka samninga og hvernig ber að leysa ágreining.
Staða manna • Lagareglur kveða á um hvaða skilmála menn verði að fullnægja til þess að njóta tiltekinna réttinda eða kjara. • Sem dæmi færðu ekki kosningarétt fyrr en þú er 18 ára og þá aðeins að þú sért íslenskur ríkisborgari (meginregla). • Með sama hætti verður þú ekki kallaður til ábyrgðar á saknæmu athæfi fyrr en þú verður orðinn 15 ára, þá verður þú sakhæfur.
A. Hugtök sem varða skilyrði til aðildar að lögsambandi eða lagastöðu. • Aðildarhæfi eða rétthæfi • Gerhæfi • Ráðstöfunarhæfi • Löggerningshæfi; sjálfræði, bótahæfi, sakhæfi • (Sjá dreifiblað)
Skipulag þjóðfélagsins • Þjóðfélag er alltaf bundið af tilteknu afmörkuðu landsvæði með landamæri. • Innan þess ríkir visst skipulag sem bundið er í lögum. • Án skipulagsreglna bundið í lögum er vart hægt að gera kröfu til þess að kallast ríki. • Í stjórnarskrá Íslands er t.d. Kveðið á um að Ísland sé lýðveldi. • “Ríki og réttur eru órófa hugtök frá sjónarmiði nútíma lögfræði” Ármann Snævar
Starfsemi ríkisins • Starfsemi ríkis er margbrotin og lagareglur verða að taka til þess. • Ákvörðun um að halda úti sveitarfélögum á Íslandi og fela þeim viss verkefni varðar t.d. Hlutverk laganna. • Sama má segja um ýmsa starfsemi t.d. á sviði heilbrigðis-félags-umhverfis-trúar-samgöngu-menntamála o.s.frv. • Slík starfsemi verður að eiga sér lagastoð.
Opinber gjöld • Starfsemi ríkis kallar á útgjöld og útgjöld kalla á tekjur. • Lagareglur taka á því hvernig slíkum tekjum og útgjöldum er fyrirkomið. • Íslenska ríkið má ekki standa fyrir útgjöldum nema fyrir því sé lagastoð-fjárlög. • Skattar, tollar og ýmis opinber gjöld eru ákvörðuð í lögum.
Dómgæsla og refsivarsla • Lögum þarf að framfylgja og úrskurða um ágreining. • Í lögum ákveður samfélagið hvaða form eigi að vera á slíku enda nauðsynlegt til þess að tryggja jafnræði. • Jafnframt eru viðurlög við brotum á lögum ákveðin í lögum.
Lög og réttur • Orðin eru oft notuð saman eða samhliða og virka því eins og tvítekning á sama hlutnum. • Í sumum tilvikum er engin greinarmunur á merkingu þeirra svo vissulega er hægt að tala um tvítekningu en í öðrum er munur. • Í sitthvoru lagi hafa þau einnig ólíka merkingu eftir því hvað við er átt. • Í öðrum tungumálum eru hugtökin fleiri t.d. Í Latínu og betur afmarkandi. • Skoðum þetta frekar...
Lög • Skilgreining orðsins er hvergi fastsett í íslenskri löggjöf. • Það er fræðigreinarinnar sjálfrar að koma með skilgreiningu. • Merkingin í fornu lagamáli er háð sögulegri túlkun. • Í nútíma lagamáli (í rýmri merkingu) taka lög til allrar gildandi réttarreglna, óháð uppruna og skiptir þá engu hvort þær eru skráðar eða óskráðar.
Lög • Þegar talað er um lög í daglegri merkingu er jafnan átt við löggjöf sem löggjafinn setur. • Vísar einnig til heildarlöggjafar, löggjafar einstakra ríkja eða tiltekinn lagabálk. • Víða í erlendum tungumálum eru mismunandi orð fyrir heildarlög og lagabálk. • Latína: • Lex= einstakur lagabálkur • Jus= heildarlöggjöf
Lög • Í ensku er vísað til; TheLawþegar átt er við lögin í heild sinni en: a lawþegar átt er við einstök lög, lagabálk. • Í frönsku merkja orðin; droit og loi hið sama. • Í Þýsku er talað um um Recht og Gesetz.
Réttur • Í almennu málfari tölum við oft um að eiga rétt á einhverju, að eiga tilkalls til einhvers. • Réttur og réttindi hafa sömu merkingu. • Í lagaskilningi getur orðið, réttur, haft sömu merkingu hugtakið lög. • Getur vísað til heildarlöggjafar eins og íslenskur réttur (íslensk löggjöf) eða einstaks lagabálks t.d. skaðabótaréttur. • Oft notað í sögulegri merkingu sbr. rómverskur réttur.
Réttur • Réttur getur einnig vísað til einstaklings-bundinna réttinda. • Dæmi um þetta eru heimildir og aðild. • Réttur og réttindi tákna í því samhengi eitt og hið sama. • Einstaklingur getur átt kröfuréttindi á hendur öðrum en um það t.d. fjallar kröfuréttur sem er sérstakt réttarsvið innan lögfræðinnar.
Réttur • “Réttur er settur” hljómar kunnuglega og vísar til þess að dómhald er hafið. • Réttur getur því vísað til dómstóla sbr. hæstiréttur.
Hvernig eiga lög að vera? • 1. Lög eiga að vera almenn, þannig að þau taki allra. (Jafnræðis sé gætt). • 2. Lög eiga að vera framvirk, en ekki afturvirk. • 3. Lög verður að birta, svo að hægt sé að kynna sér efni þeirra. • 4. Lög þurfa að vera stöðug, forðast tíðar eða skyndilegar lagabreytingar.
Hvernig eiga lög að vera? • 5. Lög þurfa að vera afdráttarlaus, skýr og sett fram með skiljanlegum hætti. • 6. Í lögum mega ekki vera mótsagnir sem valda því að með því að fylgja einum séu önnur brotin. • 7. Lög vera vera þannig úr garði gerð að hægt sé að fara eftir þeim.
Hvernig eiga lög að vera? • 8. Lög verða ganga jafnt yfir valdastofnanir sem þegnana. Athafnir framkvæmdarvalds mega ekki stríða gegn lögunum.
Hlutverk dómstóla í þessu ferli • 1. Dómstólar verða að vera sjálfstæðir og óháðir bundnir að engu nema lögunum. • 2. Þinghöld verða að vera opin og hlutlaus. • 3. Dómstólar verða að hafa vald til þess að endurskoða lög- og reglur sem löggjafinn og stjórnvald setur. • 4. Rúmur aðgangur verður að vera að dómstólum svo miklar tafir eða kostnaður rýri ekki gildi laga eða leiðsagnargildi þeirra.
Hlutverk löggæslunnar í þessu ferli • Löggæslan verður að fylgja eftir ákveðnum föstum reglum til þess að tryggja að lögin verði ekki að öðru en þeim er ætlað að vera í meðförum þeirra.
Tímaverkefni III • Vinnið saman 3-4 í hóp • Leggið út frá hverju atriði fyrir sig í umfjölluninni um hvernig lög eigi að vera, komið með skýringar og dæmi. • Gerið það sama í umfjölluninni um dómstóla og löggæsluna.
Grundvöllur réttarríkisins • Þau atriði sem við fórum yfir í hvernig eiga lög að vera? Getum við kallað grundvöll réttarríkisins, þ.e.a.s. Þau verða að vera til staðar í ríki til þess að ríkið geti kallast réttarríki.
Hugtakið • Fræðimenn hafa í gegnum tíðina fært rök fyrir mismunandi skilningi á réttarríkinu. • Þær forsendur sem við notuðum að framan eru efnislegar lúta að innihaldi laganna. • Önnur kenning heldur fram sjónarmiðum formsins. Ef öllum formskilyrðum laga er framfylgt þá er réttarríkið til staðar. • Í þeim tilvikum skiptir eðli laganna og innihald engu máli.
Meira um réttarríkið.... • Réttarríkið tengist mannréttindum órjúfanlegum böndum. • Þau leggja kvaðir á ríkisvaldið til ákveðinna verka sbr. félagsleg ákvæði Mannréttindasáttmála Sameinu þjóðanna. • Á 18. og 19. öld laut réttaríkið meira að því að binda hendur valdhafa og tryggja réttindi þegnanna gegn þeim. • Réttarríkið var andsvar við gerræði og íhlutun einveldisstjórna. • Sjálfstæði dómsvaldsins var mikilvægt skref í að tryggja framgöngu réttaríkisins.
Til einföldunar.... • Réttarríkinu er ætlað að binda hendur valdhafanna, takmarka vald þeirra. • Þeir eru bundnir lögum og lögin verða að efni og innihaldi samræmast hugmyndum um réttlæti.
Dæmi um þjóðfélag þar sem réttarríkið er ekki til staðar • Ríkisvaldið fer sínu fram og virðir ekki lögin. • Lögin brjóta á viðurkenndum alþjóðlegum skilgreiningum um rétt manna (náttúruréttur). • Dómstólar eru háðir ríkisvaldinu, s.s. ekki óháðir í ákvörðunum sínum. • Löggæslan brýtur gegn lögum eða skilgreinir þau að vild.
Umræðuverkefni • Getur þú nefnd ríki sem þú telur uppfylla skilyrðið um réttarríki? • Af hverju? • Getur þú nefnt ríki sem þú telur brjóta gegn skilyrðunum um réttarríkið? • Hvernig?
Um réttarríkið og réttlætið • Hvað er réttlæti? Annað hugtak sem býður upp á ótal skilgreiningar. • Það er enda eðli heimspekinnar að ræða hugtök af þessum toga. • Réttur og réttlæti verða ekki sundurslitinn. • Réttlát málsmeðferð fyrir dómstólum eða stjórnvöldum er einn af hornsteinum réttarríkisins. • Að hver maður sé saklaus þangað til sekt hans er sönnuð. • Að allir séu jafnir fyrir lögunum.