420 likes | 714 Views
Námstækni. Vinnubrögð í námi Skipulagning náms. Dagskrá. Námshringurinn Skipulagning náms - dagbókarskráning Lestrartækni Minnistækni Skipulagning náms - gerð tímaáætlunar Glósutækni Aðalatriði – vísbendingar Undirbúningar fyrir próf – próftaka
E N D
Námstækni Vinnubrögð í námi Skipulagning náms
Dagskrá • Námshringurinn • Skipulagning náms - dagbókarskráning • Lestrartækni • Minnistækni • Skipulagning náms - gerð tímaáætlunar • Glósutækni • Aðalatriði – vísbendingar • Undirbúningar fyrir próf – próftaka • http://www.kvenno.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1889
Námshringurinn • Hvar var stigagjöfin hæst? • Hvar var stigagjöfin lægst?
Rafrænt efni GardnerFjölgreindirhttp://www.nams.is/klarari_klb/index.htmNámsaðferðirhttp://vark-learn.com/english/index.asp
Námstækni-1 • Skipulagning náms - dagbókarskráning • Lestrartækni Minni Skipulagning Glósutækni Lestur Próftaka Aðalatriði
Skipulagning náms-dagbók • Halda skrá yfir daglegar athafnir í 5 daga. • Skrá t.d. kennslustundir, heimanám (sundurgreina námsgreinar), tómstundir, tíma sem fór í að ,,gera ekki neitt”, svefn o.s.frv. • Draga saman í lokin og skrá í hvað mesti/minnsti tíminn fór.
Þriggja þrepa lestrarlíkan 1 Að líta yfir námsefnið „Skima” 2 Lestur á texta 3 Upprifjun HG
Lestrartækni • Skimun • Lestur á texta (djúplestur/nákvæmnislestur) • Upprifjun • Verkefni: Notið námsbók t.d.í sögu til að vinna verkefnið. Lesið 3-4 bls. með ofangreindri lestraraðferð. Notið meðfylgjandi eyðublað til upprifjunar.
Muna! • Dagbókarskráningu heima. • Æfa sig í að nota þriggja þrepa lestrarlíkan: skimun/lestur á texta/upprifjun.
Námstækni næst: • Minni • Gerð vikuáætlunar • Glósutækni
Námstækni-2 • Minnistækni • Skipulagning náms-gerð tímaáætlunar • Glósutækni Minni Skipulagning Glósutækni Lestur Próftaka Aðalatriði
Minni • Skammtímaminni • Langtímaminni • Minnisaðferðir
Skammtímaminni/langtímaminni • Nýjar upplýsingar fara í skammtímaminnið (STM). Geymum þær aðeins í stuttan tíma (u.þ.b. 7-9 ný atriði geymast í um 20 sekúndur). • Verðum að færa atriði úr STM í langtímaminni (LTM) til að muna í lengri tíma. • Grundvallaratriði að tengja nýjar upplýsingar (nýtt námsefni) fyrri reynslu og þekkingu (námi).
Skammtímaminni/langtímaminni • Notum ákveðnar minnisaðferðir til að setja og geyma upplýsingar í langtímaminni. • Minnistæknina notum við síðan til að endurheimta úr langtímaminninu þegar við þurfum á því að halda, t.d. í prófi. • Með skipulagi og reglu má ná stjórn á LTM og tryggja skjóta upprifjun þegar á þarf að halda.
Verkefni • Lesið texta merktan A í 1 mínútu og leggið hann á minnið. • Rifjið upp textan með því að skrifa hann aftan á blaðið. Þið fáið 1 mínútu til verksins. • Hvað munduð þið mörg orð?
Verkefni • Lesið texta B í 1 mínútu og leggið hann á minnið. • Rifjið upp textann með því að skrifa hann aftan á blaðið eins og áðan. Þið fáið aftur 1 mínútu. • Hvað munduð þið mörg orð?
Minnisaðferðir • Hvaða aðferðir notið þið? • Dæmi um minnisaðferðir: skilja efnið glósa strika undir sjá innihaldið fyrir sér (sjónminni) búa til sögu hugarkort þylja atriðin o.s.frv.
Minnisaðferðir • Viðhorf skiptir máli. Neikvætt viðhorf hamlar, jákvætt hvetur. • Finndu einhvern tilgang með náminu. Afhverju er nauðsynlegt að kunna þetta? • Lærðu frá hinu almenna til hins sérstæða. Sjáðu heildarmyndina fyrst. • Búðu til tengingar (við fyrra nám, reynslu eða bara að ímynda þér eitthvað).
Minnisaðferðir • Afslappaður nemandi man frekar. • Dragðu úr truflun. Sá sem er að gera margt í einu er ekki með fulla athygli á neinu og man því síður. • Gott að dreifa námsefninu, þrepa námið, og taka hlé. • Lærðu aðeins meira en nauðsynlega þarf um ákveðið efni, þú manst það frekar.
Minnisaðferðir • Hættu að nota einungis skammtímaminnið með því að frumlesa fyrir próf. • Próflestur felst í upprifjun á áður lesnu/lærðu efni. Meiri líkur á að geta munað og sótt flókið efni í langtímaminnið. • Lærðu með því að framkvæma (Learning by doing/John Dewey). • Nýttu það áður en þú týnir því.
Nota myndræntákn Koma skipulagi á gögnin svo þú skiljir
Teiknaðu-miðjumynd -greinar Skrifaðu-grunnhugtökin Byrjun Númeraröð 123 Stigveldi Bættu við-greinum-undirgreinum Uppsetning Notaðu áherslu! Aðalatriðið Notaðu tengingar örvar-litir-tákn Eiginn stíll Aðferðir Hægt að nota MindManager Vertuskýr Prentstafir-línulengd o. fl.
Gerð tímaáætlunar • Setjið fyrst inn fasta liði og daglegar athafnir, t.d. kennslustundir, íþróttir/tómstundir, matartíma, svefn o.s.frv. • Gerið ráð fyrir ,,smáu” hlutunum sem taka samt tíma (kaupa hitt og þetta). • Tími fyrir afslöppun og eitthvað skemmilegt.
Gerð tímaáætlunar • Raunhæf markmið (það sem tekur 4 klst. tekur ekki 2 klst.). • Sveigjanleiki. Óvæntir hlutir geta komið upp. Gerið ráð fyrir þeim í tímaáætluninni (opinn tími). • Áætlið 2 klst. heimanám fyrir hverja kennslustund. Árangurinn kemur fram á prófi.
Gerð tímaáætlunar • Ekki gera maraþonáætlun í námi. Þrepa námið niður og vinna í styttri lotum. • Gerið ráð fyrir ,,pásu”. • Skýrir upphafs- og endatímar. • Gerið ráð fyrir því óvænta. Bílar bila, börn veikjast, tölvan frýs o.s.frv. Þá er gott að hafa varadekk og eiga einhvern bakhjarl.
Næst: • Aðalatriði • Próftaka • Prófkvíði
Næst • Aðalatriði • Undirbúningur fyrir próf • Próftaka
Prófkvíði Hvað er til ráða?
Dagskrá • Kvíði og kvíðaviðbrögð • Hugsanir • Tilfinningar • Vinnubrögð • Slökun • Atriði sem getið aukið kvíða
Kvíði og kvíðaviðbrögð - einkenni • Hugsun: Ég get þetta ekki; mér tekst aldrei að klára; þetta er hræðilegt; ég fell o.s.frv. • Tilfinningar: kvíði, vanlíðan o.s.frv. • Líkamleg einkenni: líkamleg spenna, óþægindi í maga, ógleði, skjálfti, sviti, aukinn hjartsláttur o.fl. • Hegðun: truflun á einbeitingu, getur ekki lesið fyrir próf, erfitt með að stija kyrr, skipuleggur ekki próflestur, hættir við að taka próf (veik/ur).
Kvíði og kvíðaviðbrögð • Hugsun: Ég segist vera veik(ur); ég sleppi prófinu; ég geri þetta seinna; ég læri allt utanbókar; stöðugar áhyggjur af prófunum. • Tilfinningar: Kvíði, óróleiki, reiði. • Líkamlegt: Vöðvabólga, þreyta, svefnleysi, höfuðverkur o.fl. • Hegðun: Hliðrun; dregur sig í hlé; kemur sér undan kröfum; einbeitir sér að því að læra betur, læra allt.
Hugsanir • Hugsanir einkennast af neikvæðni og rökvillum. • Alhæfingar – dæma sjálfan sig útfrá einstaka atburðum eða hegðun. • Bjögun í vali á upplýsingum – einblína á veikleika; gleyma styrkleika. • Allt eða ekkert hugsun – sjá heiminn annað hvort svartan eða hvítan, gleyma gráa svæðinu. Dæmi: Ég næ prófinu aldrei hvort sem er.
Hugsanir • Persónulegir hlutir – taka inn á sig hluti; taka á sig of mikla ábyrgð • Draga fljótfærnislegar ályktanir – vera með forspár og fordóma sem eiga ekki við rök að styðjast; dæma sig út frá ímynduðum forsendum. Dæmi: Ég er ekki nógu klár til að leysa formúlur.
Hugsanir-hvað er til ráða? • Fáðu skýra mynd af þessum hugsunum. Hvenær birtast þær? Talaðu um þær; skrifaðu þær niður. • Hugsaðu á gagnrýninn hátt um slíkar fullyrðingar. Reyndu að sundurgreina hvað eru raunhæfar hugsanir og hverjar eru ímyndun.
Rangar hugsanir – 6 góð ráð • 1. Stopp – ef þú finnur fyrir því að slíkar hugsanir eru að taka völdin, segðu stopp. • Fylltu hugann af jákvæðum hugsunum, það dregur úr kvíðahugsunum. Láttu þig dreyma um eitthvað jákvætt. • Sjáðu fyrir þér í huganum góðan árangur. Sjáðu þig sem sigurvegara.
Rangar hugsanir – 6 góð ráð • Beindu athyglinni að einhverjum hlut í umhverfinu. Skoðaðu hann í smáatriðum, t.d. mynd á vegg. • Hrósaðu sjálfum/sjálfri þér í huganum. Talaðu jákvætt við þig í huganum (eins og þú myndir tala við vin). • Hugleiddu hvað er það versta sem gæti gerst. Er heimsendir í nánd?
Tilfinningar – Slökun - 7 góð ráð • Beindu athyglinni að andardrættinum – andaðu djúpt 2-3 sinnum. • Beindu athyglinni að líkamanum. Segðu vöðvunum að slaka á. Farðu yfir öll svæði líkamans (slökun). • Spenntu og slakaðu á vöðvum til skiptis (auðveldara að finna slökunina). • Notaðu ímyndunaraflið og ferðastu í huganum á stað sem þér líður vel á.
Tilfinningar – 7 góð ráð • Lýstu tilfinningunum (verkjunum) fyrir þér í huganum. Hvar eru þær, hvernig eru þær á litinn og í laginu o.s.frv. • Stundaðu líkamsrækt. Eitthvað sem fær hjartað til að slá örar. • Leitaðu aðstoðar ef þessi ráð duga ekki. Sérstaklega ef þú finnur fyrir depurð, þunglyndi eða finnst þú félagslega einangruð/einangraður.
Atriði sem geta aukið kvíða • Hreyfingarleysi. • Tímaskortur – lélegt skipulag. • Aðgerðarleysi. • Fresta/ýta frá sér verkefnum. • Óreglulegur svefn. • Óhollar matarvenjur (sykur, kaffi o.fl.). • Óhóf t.d. í mat, tóbaki og áfengi • Vosbúð eða kuldi (sérstaklega ef þú ert þreytt/ur).
Atriði sem geta aukið kvíða • Þröng og óþægileg föt (sérstaklega úr gerviefnum). • Mikið áhorf á ofbeldis- og hryllingsmyndir. • Hlustun á háværa og skerandi tónlist. • Mannmargir, háværir staðir og fráhrindandi umhverfi s.s. verksmiðjur, flugvellir, skemmtistaðir. • Umgengni við fólk sem er neikvætt, dómhart og tillitslaust.