100 likes | 222 Views
Fjármagnsflæði sem orsakavaldur. Gylfi Zoega Ráðstefna tileinkuð Jónasi H. Haralz 8. október, 17-19. Kynni af Jónasi Haralz: Frjálst, haftalaust, markaðshagkerfi. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi. Þátttaka í GATT, WTO, IMF, WB, EFTA og EU í stað tvíhliða viðskiptasamninga. Ábyrg hagstjórn
E N D
Fjármagnsflæði sem orsakavaldur Gylfi Zoega Ráðstefna tileinkuð Jónasi H. Haralz 8. október, 17-19
Kynni af Jónasi Haralz: Frjálst, haftalaust, markaðshagkerfi. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi. Þátttaka í GATT, WTO, IMF, WB, EFTA og EU í stað tvíhliða viðskiptasamninga. Ábyrg hagstjórn Ritstýrði bók um hagstjórn frá 1930-1960 („Frá kreppu til viðreisnar“). Fyrirlestur um „Viðbrögð við kreppu – fyrr og nú,“ 19. febrúar 2010. Velsæmi og traust í viðskiptum. Siðferðisreglur kjölfesta markaðshagkerfisins. (Blaðagrein með Jóhanni J. Ólafssyni í Mbl. árið 2005 um hættur í íslensku viðskiptalífi). Markaðshagkerfið spratt upp úr siðbótinni. Voðinn vís þegar siðbrestur verður í viðskiptalífi. Regluverk kemur ekki í stað siðferðis. Traust peningakerfi. Í opnu hagkerfi nútímans felast hættur á sveiflukenndum óstöðugleika. Aðild að ESB og evrusamstarfi mikilvæg. Traust staða Íslands í alþjóðlegu umhverfi viðskipta, fjármála og stjórnmála ekki tryggð utan Evrópusambandsins.
Peningakerfið: Hvernig getur þetta gengið upp? Flæði erlends fjármagns inn í krónuna og síðan út úr henni aftur veldur sveiflum gengis, einkaneyslu, fjárfestingar og viðskiptajöfnuðar. 2001-2002 2009-2014 Viðskipta- jöfnuður 0 Viðskipta- jöfnuður 0 1996-2001 2004-2007 Fjármagnshöft draga úr falli gengisins Landsframleiðsla Landsframleiðsla Kaupmáttur fluttur út með endurgreiðslu lána og með því að hleypa öðrum eigendum krónueigna út úr krónunni – gengislækkun. Kaupmáttur fluttur inn með lántökum og vaxtarmunarviðskiptum – gengishækkun. Keynes (1919): The Economic Consequences of the Peace
Afleiðingar fyrir raunhagkerfið Flæði fjármagns veldur fyrst gengishækkun en svo gengislækkun sem getur verið skyndileg. Raungengi fór hækkandi fyrir 2008 (2001) en hefur verið lágt síðustu ár (2001-2003). Innlend framleiðsla var þannig dýr fyrir 2008 en er nú tiltölulega ódýr. 2004-2008 Verslun, fjármálafyrirtæki og verktakastarfsemi blómstra. 2009-2014 Ferðaþjónusta vex ört en þærgreinar sem áður uxu hratt skreppa saman. Atvinnuleysi verður til á meðan fólk flyst úr greinum sem dragast saman í vaxandi atvinnugreinar.
Innflæði og útflæði gjaldeyris hefur valdið hagsveiflu hér á landi. • Uppsveifla til loka 2008, síðan neikvæður hagvöxtur, viðsnúningur um mitt ár 2010. • Sveiflur atvinnustigs, fjárfestingar og einkaneyslu. • Sveiflukennd verðbólga. • Sveiflur kaupmáttar.
Veikleikar peningakerfisins án hafta • Flæði fjármagns inn og úr krónunni veldur sveiflum gengis, verðlags, kaupmáttar og höfuðstóls verðtryggðra fasteignalána. • Hagsveiflan stjórnast að miklu leyti af aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. • Viðskiptaafgangur í öðrum löndum, t.d. í Þýskalandi fyrir 2008, veldur þrýstingi á gengi krónunnar sem síðan veldur viðskiptahalla hér á landi. • Skyndilegt útstreymi fjármagns vegna breyttra aðstæðna erlendis veldur gengisfalli krónu og stökkbreytingu kaupmáttar og höfuðstóls fasteignalána. Fjármagnshöft í núverandi mynd? Fjármagnshöft eru skaðleg til langs tíma vegna þess að þau • koma í veg fyrir áhættudreifingu í fjárfestingu lífeyrissjóða, • hafa í för með sér að ýmsir arðbærir fjárfestingakostir fá ekki fjármögnun vegna þess að innlendur sparnaður er ekki nægilegur, og • rekstur alþjóðlegra fyrirtækja, sem helst eru líklegt til þess að geta búið til góð störf (Marel, CCP o.s.fr), gerður erfiður.
En miklar gengissveiflur valda óhagkvæmri dreifingu framleiðsluþátta og áhættu fyrir fjármálastöðugleika. • Peningastefna sem miðar að því að minnka gengissveiflur. Leiðir til að draga úr sveiflum krónukerfis eftir losun fjármagnshafta Komið í veg fyrir gjaldmiðlamisvægi í efnahagsreikningum fyritækja, sveitarfélaga og heimila. • Möguleikar sveitarfélaga. fyrirtækja og einstaklinga til skuldsetningar í öðrum gjaldmiðlum takmörkuð með kröfu um hærri veðhlutföll ef lán í erlendri mynt, auknar eiginfjárkröfur eða með því að banna t.d. sveitarfélögum og heimilum alfarið að taka slík lán.
Gjalddagamisræmi efnahagsreikningum fjármálastofnana í erlendum gjaldmiðlum takmarkað. • Bankar geta notað skammtímafjármögnun í krónum til þess að fjármagna útlán en ekki í erlendum myndum vegna skorts á lánveitanda til þrautarvara. Reglur settar sem tryggja að fjármálastofnanir geti staðist lokun erlendra fjármálamarkaða í nokkur ár án þess að gengið sé á gjaldeyrisforða landsins. • Komið í veg fyrir að íslenskir bankar geti safnað innstæðum erlendis með hárri bindiskyldu. Reynt að tryggja eignarhald norrænna banka (30%!) í íslensku bönkunum þremur (sbr. Eystrasaltsríkin). • Dregur úr áhrifum kunningjasamfélagsins. • Aukin þekking á bankarekstri. • Áhættudreifing.
Beitingu stjórntækja peningastefnu breytt: • Seðlabanki dregur úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði með beinum inngripum. • Seðlabanki safnar gjaldeyrisforða (sem veldur kostnaði vegna vaxtamunar!). • Kaupir gjaldeyri þegar fjármagnsinnflæði verður til þess að koma í veg fyrir styrkingu krónunnar. • Selur gjaldeyri þegar takmarkað útflæði verður. • Ef innflæði fjármagns verður mikið þá verði lagt gjald á slíkt innflæði, skattur á gjaldeyrisviðskipti (Tobin skattur!) og/eða bindiskylda sett á erlenda fjármögnun viðskiptabanka. • Óhóflegum vexti útlána og hækkun eignaverða mætt með hærri eiginfjárkröfu fjármálastofnana og/eða auknum kröfum um veðrými. • Vaxtastig tryggi hvata til sparnaðar og sé breytt til þess að draga úr eða auka eftirspurn ef miklar sveiflur eftirspurnar verða en tekið tillit til áhrifa vaxtastigs og vaxtamunar á fjármagnsflæði. • Fylgst reglulega með peningalegum eignum og skuldum atvinnuvega, banka og sveitarfélaga. Hallalaus fjárlög yfir hagsveifluna. Slíkt kerfi væri þá til frambúðar eða í þeirri aðlögum sem þyrfti að verða áður en Ísland gæti orðið þátttakandi í evrusamstarfi.
Þátttaka í evrusamstarfi krefðist einnig þjóhagsvarúðartækja sem ekki taka mið af hættu á gjaldeyriskreppu heldur miða að því að; • halda skuldsetningu hóflegri, • minnka hættu áeignaverðbólum, og • viðhalda samkeppnishæfi atvinnulífs. Endir