120 likes | 285 Views
Versalasamningarnir. Evrópa eftir heimsstyrjöld 1918 – 1920 Bls. 71-73. Ástæður ósigursins.
E N D
Versalasamningarnir Evrópa eftir heimsstyrjöld 1918 – 1920 Bls. 71-73
Ástæður ósigursins • Einfaldasta ástæða ósigurs Miðveldanna var sú að þau voru höfðu talsvert minni íbúafjölda en Bandamenn samanlagt strax í upphafi stríðs; Miðveldin: mannfjöldi 118 milljónir og her 3,5 milljónir, Bandamenn: 258 milljónir og her 5,7 milljónir • En meginástæðan fyrir ósigri Miðveldanna var framlag Bandaríkjanna sem sendu Bandamönnum mikið magna af vopnum og öðrum birgðum frá upphafi stríðsins auk þess sem þeir, á síðasta ári stríðsins, styrktu liðsveitir Bandamanna með óþreyttum hermönnum Valdimar Stefánsson 2007
Fjórtán punkta tillögurnar • Í janúar 1918 kynnti Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti svo nefndar fjórtán punkta tillögur sínar um frið • Í meginatriðum snerust þær einkum um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, þ. e. að hver þjóð hefði rétt til að mynda sjálfstætt ríki • Að auki voru þarna tillögur um opinbera friðarsamninga, frelsi á heimshöfunum, frelsi í alþjóðaviðskiptum og lágmarksvígbúnað ríkja • Síðast en ekki síst setti Wilson fram tillögu um almennt bandalag þjóða í þeim tilgangi að gefa gagnkvæmar tryggingar fullveldi og sjálfstæði ríkja bæði smárra og stórra Valdimar Stefánsson 2007
Samið um frið • Það var einmitt með vísan til fjórtán punkta tillagna Wilsons sem Miðveldin lögðu niður vopn • En fljótlega sýndi sig að Bretum og sérstaklega Frökkum var ekkert í mun að fylgja þessum tillögum forsetans eftir • Við gerð friðarsamninganna mæddi því mikið á þeim Clemenceau, forsætisráðherra Frakka og Wilson Bandaríkjaforseta að ná sáttum um friðargerðina • Það féll síðan í hlut Loyd George, forsætisráðherra Bretlands að miðla málum og hálfu ári eftir að stríðinu lauk voru friðarsamningarir loks tilbúnir til undirskriftar Valdimar Stefánsson 2007
Afdrif Miðveldanna • Samkvæmt friðarsamningnum var keisaradæmið Austurríki-Ungverjaland afnumið og þrjú ný ríki stofnuð þess í stað, Austurríki, Ungverjaland og Tékkóslóvakía • Auk þess fengu Ítalía, hið nýja sambandsríki Júgóslavía, Rúmenía og hið nýja Pólland hluta af gamla keisaraveldinu • Búlgaría missti þá landshluta til Grikklands sem byggð voru Grikkjum og til hins nýja sambandsríkis Júgóslavíu sem byggð voru Júgóslövum Valdimar Stefánsson 2007
Afdrif Miðveldanna • Tyrkjaveldi, sem komið var að fótum fram fyrir stríðið, var endanlega úr sögunni sem stórveldi með friðarsamningunum • Litla-Asía sem var eini hluti hins forna veldis sem byggður var Tyrkjum varð Tyrkland en nær öll lönd sem þeir áður réðu og byggð voru öðrum þjóðum voru tekin af þeim • Ekki hlutu þessar þjóðir þó sjálfstæði eins og íbúar þeirra höfðu vonað heldur skiptu Bretar og Frakkar þeim á milli sín þannig að Frakkar fengu það svæði þar sem Sýrland og Líbanon eru í dag en Bretar flest önnur svæði Miðausturlanda Valdimar Stefánsson 2007
Afdrif Miðveldanna • Þjóðverjum var gert að láta af hendi Elsass-Lothringen til Frakka, Norður-Slésvík til Danmerkur og Vestur-Prússland og Posen til hins nýstofnaða Póllands • Til að tryggja að Þjóðverjar efndu ekki til styrjaldar aftur urðu þeir að láta af hendi flota sinn, þeim var bannað að hafa flugher og landherinn mátti ekki vera fjölmennari en 100.000 hermenn • Nýlendur Þjóðverja í Afríku voru teknar af þeim og skiptu Frakkar og Bretar þeim á milli sín • Japanir slógu eign sinni á yfirráðasvæði Þjóðverja í Kína og á Kyrrahafi Valdimar Stefánsson 2007
Afdrif Miðveldanna • Einnig var Þjóðverjum gert að greiða Frökkum og Belgum gríðarlegar stríðsskaðabætur • Verst fannst Þjóðverjum þó að í samningnum var kveðið á um að þeir einir bæru ábyrgð á styrjöldinni en sú fullyrðing var vægast sagt afar vafasöm • Nokkrum sinnum varð að fresta undirritun friðarsamninganna við Þjóðverja sökum þess að þýskir ráðherrar sögðu frekar af sér embætti en að skrifa undir þessa samninga • Þeir voru loks undirritaðir þann 28. júní er nákvæmlega fimm ár voru liðin frá morðinu á Frans Ferdinand erkihertoga Valdimar Stefánsson 2007
Nýju ríkin í Evrópu • Þótt ekki væri farið að fjórtán punkta tillögum Wilsons nema að litlu leyti þá er ljóst að reynt var að veita þjóðum Evrópu sjálfsákvörðunarrétt • Þannig varð Pólland loksins til aftur og Ungverjar hlutu sjálfstæði sem ein þjóð • Tékkar og Slóvakar urðu hins vegar að slá sér saman um ríki og laun Serba fyrir einarða baráttu gegn Miðveldunum var Stór-Serbía, eða Júgóslavía eins og landið nefndist en þar sameinuðust Slóvakar, Króatar, Serbar, Bosníumenn og Makedóníumenn í eitt ríki Valdimar Stefánsson 2007
Nýju ríkin í Evrópu • Eftir byltingarnar í Rússlandi 1917 og svik kommúnista við Bandamenn með friðarsamningi sínum við Þjóðverja var Rússum refsað með stórfelldum landtökum í vestri • Pólland var að mestu leyti tekið frá Rússlandi og Bessarabía (Moldavía) lögð undir Rúmeníu • Stærstu landssvæðin sem Rússland tapaði voru við Eystrasaltið en Finnland, Eistland, Lettland og Litháen urðu öll sjálfstæð ríki árið 1918 • Í nafni sjálfsákvörðunarréttar þjóða var ein og hálf milljón Grikkja fluttar frá Tyrklandi til Grikklands og tæp hálf milljón Tyrkja flutt frá Makedóníu til Tyrklands • Ísland varð sjálfstætt ríki í konungssambandi við Dani Valdimar Stefánsson 2007
Þjóðabandalagið • Síðasti punktur Wilsons í fjórtán punkta tillögunum um stofnun bandalags sjálfstæðra ríkja varð að veruleika með friðarsamningunum • En vonbrigði Wilsons urðu mikil þegar Bandaríkjaþing neitaði að samþykkja tillögu hans að inngöngu í bandalagið og urðu Bandaríkin aldrei meðlimur þessa bandalags • Þrátt fyrir að hafa hlotið slæm eftirmæli sagnfræðinga var Þjóðarbandalagið ekki alveg eins gagnslaust og af er látið • Sem undanfari Sameinuðu þjóðanna voru þau bráðnauðsynleg og hægt var að forðast fjölmörg mistök sem gerð voru með Þjóðarbandalaginu þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar Valdimar Stefánsson 2007
Mistök friðarsamningsins • Sagt hefur verið að stærstu mistök friðarsamningsins hafi verið þau að taka of hart eða of vægt á Þjóðverjum; of hart til að þeir gætu sæst við andstæðinga sína og of vægt til að knésétja þá • Í annan stað reyndist einangrun Rússlands eftir byltinguna þar mistök þar sem með því varð til svarinn andstæðingur Vesturlanda sem hefði ekki þurft að vera • Einnig átti ásókn Breta og Frakka í lendur Tyrkjaveldis eftir að reynast Vesturlöndum dýrkeypt og segja má að í dag séu afleiðingar þess að sýna sig svo um munar Valdimar Stefánsson 2007