1 / 18

Rafræn viðskipti hjá Reykjavíkurborg: Áskoranir og tækifæri

Rafræn viðskipti hjá Reykjavíkurborg: Áskoranir og tækifæri. Aðalfundur ICEPRO 26/2 2013 Jónas Skúlason Deildarstjóri bókhaldsdeildar. Reykjavíkurborg handhafi EDI bikars 2012. Mikil viðurkenning á því starfi sem hófst 2009 varðandi undirbúning á móttöku rafrænna reikninga

magda
Download Presentation

Rafræn viðskipti hjá Reykjavíkurborg: Áskoranir og tækifæri

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Rafræn viðskipti hjá Reykjavíkurborg: Áskoranir og tækifæri Aðalfundur ICEPRO 26/2 2013 Jónas Skúlason Deildarstjóri bókhaldsdeildar

  2. Reykjavíkurborg handhafi EDI bikars 2012 • Mikil viðurkenning á því starfi sem hófst 2009 varðandi undirbúning á móttöku rafrænna reikninga • Erum stolt af þessari viðurkenningu • Vinnuhópur aðila frá mismunandi deildum og sviðum Reykjavíkurborgar og með mismunandi þekkingu kom að verkefninu (FMS, UTM, IKS) • Aðkoma ráðgjafa og þjónustuaðila s.s. Agresso • Umtalsverður sparnaður og hagræðing sem fylgt hefur því verkefni í heild sinni – peningalegur sparnaður, stór græn skref stigin o.fl.

  3. Aðstæður hjá Reykjavíkurborg • 220.000 til 230.000 mótteknir reikningar frá birgjum á ári • 5.000 – 6.000 birgjar • Um 800 kostnaðarstaðir • 1.100-1.200 starfsmenn annast innkaup

  4. Þróun rafrænna viðskipta hjá Reykjavíkurborg

  5. Ákvörðun um rafræna reikninga • Í desember 2009 hófst verkefnið við innleiðingu rafrænna reikninga formlega hjá Reykjavíkurborg • Tekið var á móti fyrstu rafrænu reikn. sumarið 2010 • Hafist var handa við að senda innri reikninga á rafrænu formi seinni hluta árs 2011 • Hafist handa við að senda rafræna reikninga til viðskiptavina seinni hluta árs 2011 • Reykjavíkurborg ákvað að ryðja brautina og styrkja þriggja ára verkefni í staðlagerð hjá Fagstaðlaráði um upplýsingatækni og hóf jafnframt samstarf innan/við ICEPRO 2010.

  6. Sparnaður af innleiðingu rafrænna reikninga í árslok 2012 • 75.000-80.000 af um 220.000 reikningum mótteknir rafrænt • Árlegur sparnaður á fjármálasviði um 60-70 mkr • Meðhöndlun og geymsla pappírs • Skráningar • Afstemmingar • Fækkun starfsfólks • Húsnæðissparnaður • Réttari og tímanlegri reikningar, skilvirkara eftirlitsferli, mikill tímasparnaður hjá mörg hundruð starfsmönnum • Samanlagður sparnaður 1.000 krónur á reikning?

  7. Sparnaður í bókhaldi undanfarin ár • “Sparnaður” í bókhaldi undanfarin ár liggur í ýmsum verkefnum: • Miðlæg bókhaldsdeild 2007 (6 deildir í eina miðlæga deild) - lykilatriði • Farið yfir verklag og vinnubrögð, samlegðaráhrif, samræmd vinnubrögð ofl. • Betri nýting á tækjum og búnaði • Betri þekking og reynsla • Bætt kennsla s.s. VSK ofl. – færri villur • Rafrænir reikningar • Fækkun starfsmanna úr 40 í 32 – ekki ráðið fyrir þá sem hafa hætt • Þörf á minna húsnæði ofl. fyrir starfsemi FMS (sparnaður um 20 millj./ári) • -> Sparnaður 60 - 70 millj. kr. á ári. Ekki afleiðing af rafrænum reikningum heldur var undirbúningur s.s. miðlæg bókhaldsdeild, breytt verklag og vinnubrögð ofl. og síðast rafrænir reikningar sem leiddu til sparnaðar í mannskap og voru forsenda sparnaðar. Engum sagt upp. • Mannskapur nú getur sinnt verkefnum sem ekki var hægt að sinna áður s.s. afstemmingum ofl.

  8. Ávinningur af innleiðingu rafrænna reikninga • Reikningar berast á réttan stað og innihalda réttar upplýsingar • Kostnaður er rétt bókaður (réttur lykill, kostn.staður, ofl) • Hætta á innsláttarvillum tilheyrir að mestu sögunni • Réttur reikningur fer strax í samþykktarferli til réttra aðila • Eftirlitsferill með reikningum og bókun kostnaðar er skilvirkari • Stóraukið öryggi (í móttöku, skráningu, greiðslum ofl.) • Afstemmingar eru "einfaldari” • Reikningar greiddir á réttum tíma - dráttarvextir liðin tíð • Upplýsingar aðgengilegar m.a. til að gera innkaupaáætlanir • Mikill vinnusparnaður m.v. innslátt gagna áður eða skönnun gagna; mikill tímasparnaður • Óverulegur kostnaður vegna pappírsnotkunar og póstburðar • „Grænir" og umhverfisvænir viðskiptahættir • Allir græða !

  9. Þurftum mikinn undirbúning í upphafi • Rafrænir reikningar eru ekki lausn á öllum vanda í bókhaldi! • Undirbúningur gríðarlega mikilvægur • Aga þarf til vinnubrögð og fara yfir ferli • Prófanir eru aldrei of miklar! Menn taki sér góðan tíma í prófanir. • Einbeita sér að einum birgja í einu í upphafi • „Misflóknir“ birgjar – mismunandi uppfærslur í bókunarvél og hægt að fara mismunandi langt með bókanir eftir birgjum • Góður undirbúningur, miklar prófanir, samstarf við skeytamiðlara og sendendur getur skilað sér í gríðarlegum sparnaði fyrir alla. • Nú er þjónusta skeytamiðlara og hugbúnaðarhúsa þannig að ferlið er nánast „plugandplay“

  10. Markviss skref til að auka hagræði • Upptaka rafrænna reikninga er langhlaup – þurfum að hugsa allt ferlið í upphafi, skipulag bókhalds, verklag, vinnubrögð, þekkingu, tækni o.s.frv. • Taka eitt skref í einu og einn birgja í einu! • Draga að fólk með ólíka nálgun á verkefnið FMS, UTM, IKS og ráðgjafa (Georg Birgisson, Eyjólfur Eyjólfsson) • Rafrænir reikningar geta sparað umtalsverðar upphæðir EF vel tekst til og undirbúningur er góður

  11. Forsendur frekari árangurs • Allir helstu viðskiptaaðilar á Íslandi taki upp rafræn viðskipti með innleiðingu rafrænna reikninga • Mikilvægt að staðlar, stílsnið, reglugerðir ofl. verði kláraðir sem fyrst. • Ríkið komi af mun meiri krafti inn í þessi mál og gefi út dagsetningu um móttöku rafrænna reikninga (1.jan. 2014) • Á á einhverjum tímapunkti að hætta að taka á móti reikningum á pappír og fá einungis rafrænt? • Skeytamiðlarar klári „roaming“ sín á milli • Allir helstu viðskiptaaðilar á Íslandi byggi á sömu stöðlum (UNSPSC-staðall) s.s. varðandi skeytasendingar og vöruflokkun til að tryggja hnökralaus innbyrðis viðskipti

  12. Markaðurinn er tilbúinn • Hugbúnaðarfyrirtæki eru í dag flest tilbúin með lausnir til þess að innleiða rafræna reikninga á skömmum tíma • Fjölbreytt þjónusta skeytamiðlara er á markaðnum en eftir er að klára „roaming“ þeirra á milli • Fyrirtæki og sveitarfélög sem hefja nú móttöku rafrænna reikninga geta reiknað með ná jafnvel 40% reikninga á aðeins nokkrum mánuðum. Mörg sveitarfélög hafa náð góðum árangri (Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur ofl.)

  13. Næstu skref - Rafræn innkaup • Reykjavíkurborg er með Agresso fjárhagsbókhaldskerfi. Í því er gert ráð fyrir rafrænum innkaupum. • Nú er verið að kanna hvernig innkaupakerfi Agresso verður virkjað og tilraunaverkefni hefur verið í gangi um markaðstorg með skilgreindum birgjum • Þegar innkaupakerfið verður tilbúið verða rafrænar innkaupapantanir tengdar við móttöku rafrænna reikninga, bókunarkerfi og greiðsluáætlanir – uppruni og endir pantana í sama kerfi

  14. Sparnaður með notkun innkaupakerfa • Fyrirlestur á UT-messunni 7.- 8.feb. sl.

  15. Tími rafrænna viðskipta er kominn Tækifærin eru til staðar! Fylkjum liði um framtíðarsýn rafrænna viðskipta. Við þurfum sterka sýn, úthald og ákveðni til að fylgja málinu til enda

  16. … en tíminn líður hratt … Hver mánuður sem ríki, sveitafélög og fyrirtæki draga að innleiða rafræn viðskipti er tapað fé í hagræðingu og lækkun kostnaðar! Förum að koma okkur í gang! Það eru allar forsendur fyrir hendi. Hættum að bíða!

  17. … og minn tími hér er liðinn!! .. en vonandi kemur tími rafrænna viðskipta fyrr en síðar af meiri krafti en hingað til! Takk fyrir!

More Related