1 / 20

Leyndardómur þéttbýlismyndunar

Búsetuskilyrði á landsbyggðinni og starfsskilyrði fyrirtækja 21. mars 2003. Leyndardómur þéttbýlismyndunar. Ásgeir Jónsson Hagfræðistofnun. Lykilatriði þéttbýlismyndunar felst í þeim samlegðaráhrifum sem nálægðin skapar. Það þýðir að 1+1 eru stærri en tveir. Þéttbýliskraftarnir þrír

yen
Download Presentation

Leyndardómur þéttbýlismyndunar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Búsetuskilyrði á landsbyggðinni og starfsskilyrði fyrirtækja 21. mars 2003 Leyndardómur þéttbýlismyndunar Ásgeir Jónsson Hagfræðistofnun

  2. Lykilatriði þéttbýlismyndunar felst í þeim samlegðaráhrifum sem nálægðin skapar. Það þýðir að 1+1 eru stærri en tveir. Þéttbýliskraftarnir þrír Stærðarhagkvæmni (economies of scale) Breiddarhagræði (economies of scope) Flutningskostnaður (transportation costs) Máttur nálægðarinnar

  3. innri stærðarhagkvæmni einstakra fyrirtækja Lækkun meðalkostnaðar með aukinni framleiðslu hjá einu fyrirtæki. => skýrir ekki þéttbýlismyndun ytri stærðarhagkvæmni innan einstakra atvinnugreina Hópefli myndast vegna nálægðar og þekkingarflakks á milli þeirra sem hafa sömu vandamál og hugðarefni til lausnar. Fyrirtæki geta betur nýtt sinn eigin mannauð auk þess að njóta mannauðs annarra fyrirtækja. => skýrir myndun sérhæfðra kjarna. ytri stærðarhagkvæmni á milli ólíkra atvinnugreina. Umsvif í einni grein smita yfir í aðrar. Fyrirtækin þurfa að kaupa ýmiss konar vörur og þjónustu á staðnum. Saman skapa þau stóran markað: “Hér lifir hvað á öðru” => skýrir myndun stórra fjölþættra borga. 1) Stærðarhagkvæmni

  4. Þegar þéttbýlis-myndun er komin af stað heldur hún áfram af sínu eigi afli. Á sama hátt ef fólksfækkun er komin af stað getur hún líka haldið áfram af sama afli. Sjálfnærandi hringrás

  5. Stærð borga ræðst af ytri stærðarhagkvæmni, einkum í tengslum við þann mannauð, sem er til staðar. Byggðin er að þéttast um allan heim vegna þess að framleiðslan hefur sífellt orðið mannauðsfrekari. Ytri stærðarhagkvæmni – einkum í tengslum við menntun og þekkingarflakk – skiptir æ meira máli fyrir verðmætasköpun. Þýðir þó ekki að ein risaborg muni breiða vængi sína yfir alla íbúa landsins, heldur að borgir og byggðarkjarnar séu að mynda nánara og þéttara net. Yfirvöld geta haft áhrif á þéttbýlismyndun í gegnum mannauðsmyndun, svo sem menntun og rannsóknir. Stærðarhagkvæmni og þéttbýlismyndun

  6. Breiddarhagræði skapast vegna fjölbreytni og er forsenda fyrir nýsköpun og sérhæfingu. Stórborgir eru kjörstaður fyrir þá starfsemi sem krefst fjölbreyttra framleiðsluþátta, en smærri bæir eru aftur á móti ákjósanlegir staðir fyrir staðlaða framleiðslu. Breiddarhagræði er einnig forsenda fyrir nýsköpun sem leiðir saman ólíkar hugmyndir og verklag. Til þess að finna ódýrustu framleiðsluaðferð og söluhæfustu hönnunina þarf að leita fanga víða. Loks þegar lausn er fundin er hægt að bregða stöðlum á framleiðsluna og fjöldaframleiða hana. Duranton og Puga (2001) kalla stórar fjölþættar borgir móðurstöðvar (e. nursery cities) þar sem nýjar vörur og iðngreinar fæðast. 2) Breiddarhagræði

  7. Í öllum löndum myndast sérhæfingarmynstur á milli borga þar sem viðfangsefni þeirra fara eftir stærð þeirra. Reykjavík ætti að vera aflvél hagvaxtar á Íslandi og allir aðrir staðir hagnast betur á sterkri höfuðborg en veikri. Staðir á áhrifasvæði borgarinnar ættu einkum að geta vaxið við hlið hennar með í krafti ýmisskonar sérhæfingar. Fyrirtæki hafa í auknum mæli aðskilið starfsemi sína. Höfuðstöðvarnar, með rannsóknum, markaðssetningu og stjórnun, eru staðsettar í stórborgum. Framleiðslan sjálf fer fram í minni og sérhæfðari kjörnum. Fjölbreytni og breiddarhagræði skiptir höfuðmáli fyrir vöxt og viðgang Akureyrar og annarra héraðsmiðstöðva í næstu framtíð. Breiddarhagræði og þéttbýlismyndun

  8. Borgir myndast til þess að spara flutnings- og samskiptakostnað hjá fólki og fyrirtækjum Lækkun flutningskostnaðar dreifir úr atvinnulífi borga og minnkar vægi miðbæja. Borgir geta aðeins myndast ef flutningskostnaður til og frá þeim er nægilega lágur svo þær geti þjónað umhverfi sínu og átt viðskipti við önnur borgarsvæði. Lækkun flutningskostnaðar með tilkomu sjósamgangna eftir 1880 var forsenda fyrir þéttbýlismyndun á Íslandi. Borgir hafa ákveðið áhrifasvæði sem afmarkast af flutningskostnaði. Lækkun flutningskostnaðar styrkir þjónustuhlutverk stærri þéttbýlisstaða á kostnað þeirra minni, en gefur jafnframt rúm fyrir sérhæfingu. 3) Flutningskostnaður

  9. Þéttbýlismyndun hérlendis komst verulega af stað með tilkomu strandsiglinga árið 1876. Strandsiglingar komu í stað járnbrauta sem tíðkuðust í öðrum og þéttbýlli löndum. Margir staðir á kjálkum og annesjum, sem áður töldust afskekktir, lentu þá í þjóðbraut og komust í hringiðu hagvaxtar og framfara á Íslandi. Reykjavík byggðist upp sem miðstöð sjósamgangna með góð tengsl við útlönd og sjávarbyggðir. Aftur á móti hafði borgin nær engin tengsl við nærumhverfi sitt á landi vegna skorts á vegasamgöngum. Flutningskostnaður og þéttbýlismyndun

  10. Á síðari helming tuttugustu öld gerðist tvennt: Sjósamgöngur lögðust nær alveg af og sjávarbyggðirnar losnuðu úr tengslum við Reykjavík og urðu allt í einu afskekktar í nýju kerfi landflutninga. Bættir vegir og lægri aksturskostnaður hefur orðið til þess að tengja Reykjavík betur við nærumhverfi sitt. Afleiðingarnar eru tvíþættar: Fólki hefur fækkað verulega í sjávarbyggðum og á ystu oddum vegakerfisins. Búseta í sveitarfélögum í 1-2 klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík hefur vaxið hægt og sígandi. Flutningskostnaður og þéttbýlismyndun

  11. Hlutfall landsmanna í hafnarbyggðum og í byggðum við alfaraleið utan höfuðborgarsvæðisins.

  12. Hlutfall verslunar í heildarársverkum eftir fjarlægð frá Reykjavík

  13. Hlutfall verslunar í heildarársverkum eftir fjarlægð frá Akureyri

  14. Setjum upp einfalt líkan með stærðarhagkvæmni og flutningskostnaði. Skiptum landinu upp í 12 svæði, líkt og klukku. Skiptum atvinnugreinum í tvennt: Iðnaður sem nýtur stærðarhagkvæmni. Landbúnaður sem er háður staðbundnum þáttum. Gefum okkar að öll svæði byrji með jafnmikið af fólki og fyrirtækjum. Lækkum síðan flutningskostnað. Skoðum nú þéttbýliskraftana þrjá, saman.

  15. Iðnaðurinn safnast fyrir á tveim stöðum, andspænis hvorum öðrum. En lega og fjarlægð kemur í veg fyrir að annar kjarninn nái að yfirtaka þjónustuhlutverk hins. Á endanum gerist það …

  16. Breytingar á búsetu 1980–2000ef landinu er skipt niður eins og klukku

  17. Jaðarbyggðir eru byggðir sem eru fjarri öðru þéttbýli, einkum þéttbýlis-ásunum tveim á Suðvesturlandi og Norðurlandi. Fjarlægðin er sá drösull sem jaðarbyggðir þurfa að draga í samkeppni við önnur byggðarlög um fólk og fyrirtæki. Þessi samkeppni er háð á tvennum vígstöðvum. Á grundvelli atvinnu, launa og kostnaðarhagræðis, en einnig á sviði félagslegra aðstæðna, tækifæra og lífskjara. Jaðarbyggðirnar risu á sínum tíma vegna einhvers hagræðis í nýtingu staðbundinna framleiðsluþátta, s.s. nálægðar við góð fiskimið eða blómleg landbúnaðarhéröð. Bættar samgöngur hafa dregið úr þjónustuhlutverki smærri byggðarkjarna og vægi staðbundinna aðfanga hefur minnkað í landsframleiðslu. Sumar greinar, s.s. sjávarútvegur, eru heldur ekki eins staðbundnar og þær voru hér í eina tíð. Jaðarbyggðir samkvæmt klukkulíkaninu

  18. Framfærslukostnaður er yfirleitt hærri í borgum. En vegna fólksfæðar hérlendis hefur höfuðborgarsvæðið ekki náð þeirri stærð að miklir fráhrindikraftar hafi myndast. Raunar hefur framfærslukostnaður verið lægri á Reykjavíkursvæðinu vegna stærðar- og breiddarhagræðis í framleiðslu og þjónustu. Ýmis teikn eru þó á lofti um að framfærslukostnaður sé að vaxa á höfuðborgarsvæðinu umfram landsbyggðina. Það gerist vegna hækkandi húsnæðisverðs og aukins umferðarþunga og ýmissa annarra kvilla er fylgja borgum. Það gæti ef til vill orðið til þess að bæði fólk og fyrirtæki tækju sig upp og flyttu út á land. En hversu langt frá Reykjavík er fólk tilbúið að fara? Fráhrindikraftar

  19. Fólkflutningar síðustu ára eru eru ekki orsök heldur afleiðing af mjög djúpstæðu ferli. Þéttbýliskraftarnir þrír: breiddarhagræði, stærðarhagkvæmni og flutningskostnaður hafa aukið framleiðni og bætt lífskjör hraðar á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Ef fólksflutningar ættu sér ekki stað kæmu kraftarnir fram sem svæðisbundinn mismunur á tekjum og myndun fátækrasvæða. Ef ráðist er í víðtækar aðgerðir til launajöfnunar skapar það hættu á atvinnuleysi ef launum á svæðum með lága framleiðni er haldið of háum. Fólksflutningar eru betri kostur lág laun eða atvinnuleysi! Niðurstaða

  20. Framtíðarstefnumörkun í byggðamálum hlýtur að miðast við vinna með en ekki á móti þessum þremur þéttbýliskröftum. En ef gengið er í berhögg við þessa þrjá sterku krafta mun það óheyrilegum kostnaði sem kæmi fyrir lítið. Markmiðin verða þó að vera skýr og raunsæ. Hvernig er hægt að skapa stærðar- og breiddarhagræði á landsbyggðinni? Hvernig getur landsbyggðin skapað meðvægi við höfuðborgarsvæðinu og orðið eftirsóknarverð til búsetu og framleiðslu? Hið opinbera getur haft áhrif ef það beitir sér rétt og beinir kröftum sínum á rétta staði. Niðurstaða

More Related