160 likes | 305 Views
Frelsi eða höft?. Staðgöngumæðrun og staða kvenna. Tvenns konar viðhorf til kvenna I:.
E N D
Frelsi eða höft? Staðgöngumæðrun og staða kvenna
Tvenns konar viðhorf til kvenna I: • Það er mikilvægt að konur eigi rétt á að fá aðstoð við að eiga barn og gera það á þann máta sem þær kjósa sjálfar. Konur ráða sjálfar líkama sínum og geta með fullum rétti ráðstafað honum til að ganga með barn fyrir aðra konu ef þær kjósa svo. • með þessum möguleika er konum í fátækt og erfiðri stöðu gert auðveldara fyrir að vinna sig út úr aðstæðum sínum og slíkt getur valdeflt þær
Tvenns konar viðhorf til kvenna II • Barneignir geta aldrei verið réttur nokkurs manns. Boð konu eða sala á líkama sínum til að ganga með barn fyrir aðra konu er siðferðilega rangt þar sem konan hlutgerir sjálfan sig og jafnvel markaðsvæðir viðkvæmt og dýrmætt ferli. • Með þessum möguleika hefur bæst við enn ein leið til að niðurlægja og kúga konur í erfiðum aðstæðum.
Skilgreiningar • Kynfrumugjöf (Gamet donation) • Staðgöngumæðrun • Hefðbundin staðgöngumæðrun (e.traditional or partial surrogacy) • Staðgöngumeðganga eða full staðgöngumæðrun (gestational surrogacy, full surrogacy, IVF surrogacy) • 40 mismunandi samsetningarleiðir til að búa til barn með leiðum tækninnar
Foreldrahugtakið • Móðir og faðir • Erfðafræðileg móðir • Meðgöngugmóðir • Félagasleg móðir • Erfðafræðilegur faðir • Félagslegur faðir • Tvær mæður • Ein móðir • Tveir feður • Einn faðir
Hvaða vanda er verið að leysa með tækninni? • Barnleysi: • Getur haft mikil áhrif á hjón og sambúð þeirra. • Getur valdið skömm, fólk forðast aðra sem eiga barn • Getur valdið þunglyndi og kvíða • Þráin eftir barni er sterk. Að eiga barn hluti af sjálfsmynd margra og hugsunin um að geta ekki átt eigið barn getur haft djúpstæð áhrif á líðan þeirra. (Sjá The “Kinder Egg” bls. 202)
Staða staðgöngumóðurinnar • a.Kona sem kýs að ganga með barn fyrir aðra konu í þeim tilgangi að láta gott af sér leiða (velgjörð). Oft er hún í skyld parinu sem elur upp barnið eða náinn vinur þeirra. • b.Kona sem kýs að ganga með barn fyrir aðra konu (par) vegna fjárhagslegs ávinnings eða í hagnaðarskyni.
Hagnaður • Kona er í fullum rétti án utanað komandi afskipta til að gera það sem hún vill við eigin líkama • Hvað mælir gegn því: • Viðskipti með börn • Konan útsett fyrir kúgun • Konan hlutgerð
velgjörð • Jákvætt fyrir alla aðila, staðgöngumóðir er þar gerandi og nýtur virðingar • Hvað mælir gegn þessu: • Erfitt að greina að velgjörð og hagnað • Kúgun/þrýstingur getur verið til staðar • Sömu vandamál í samskiptum staðgöngumóður og verðandi foreldra geta komið upp í báðum tilvikum. Deilur verða oft erfiðari viðfangs ef þær eru innan fjölskyldu eða milli náinna vina
Hverjir fá aðgang að þjónustunni? • Barnleysipars (konuogkarls) • Læknisfræðilegarástæður • Hvaðasjúkdómsgreiningareiga að liggjatilgrundvallar? • Samkynhneigtpar (tveirkarlar) • Einhleypurkarlmaður? • Barnleysivegnaaldurs (konaeldri en 50 áraogmistekst að verðaófrísk) eðafélagslegaraðstæður (krefjandistarf)
Lækningatend ferðaþjónusta • Ísland og umheimurinn • Þjónusta sem er almennt ekki veitt í okkar nágrannalöndum • Gætum trúlega ekki takmarkað þessa þjónustu við íslenska ríkisborgara • Greiddar bætur fyrir meðgöngu gætu orðið háar þegar kraftar um framboð og eftirspurn takast á
Tilvitnunúrkanadískalæknablaðinu • Eftirerfiðanmorgun á skurðstofunniáttubókaðantímameðnýjumsjúklingi; konu á upphafimeðgöngu. Húner í sinniþriðjumeðgönguoghefurfætttvisvar, komin 6 vikur á leið. Þaðeruþríreinstaklingarsembíðaframmi: konansemgengurmeðbarniðogforeldrarnirsemlögðutileggiðogsæðið. Sérhvertþeirrahefurspurningarogvæntingarvarðandiþessameðgöngu. Sérhvertþeirraóskareftir að fá að verameðogvilleigaþáttþeimákvörðunumsemhugsanlegaþarf að taka D.R.Reilly, “Surrogate pregnancy: a guide for Canadian prenatal health care providers”, CMAJ, 4(2007):483-485
Mannréttindi kvenna á meðgöngu • Þungi konu á meðgöngu er hluti af líkama hennar • Kona hefur fullan yfirráðarétt yfir líkama sínum, gildir þar einu hvort hún gengur með barn sem er komið frá hennar eigin eggi eða gjafaeggi • Mæðravernd og ákvarðanir sem taka þarf á meðgöngu slíkrar kona eru í engu frábrugðnar ákvörðunum sem taka þarf í annarri mæðravernd • Staðgöngumóðir hefur þar nákvæmlega sama rétt og hver önnur móðir
Bindandi samningur? • verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldugir til að gera með sér bindandi samkomulag um staðgöngumæðrun. • Réttindi verðandi foreldra þarf einnig að tryggja með samningi milli aðilanna, þ.m.t. að staðgöngumóðir geti ekki hætt við að afhenda barnið við fæðinguna. Á sama hátt þarf að tryggja að foreldrar geti ekki neitað að taka við barni eða börnum, svo sem vegna veikinda, þroska- eða sköpulagsfrávika hjá barninu eða ef um fjölbura er að ræða. • Sú sem elur barnið skal þá ekki teljast móðir þess í skilningi barnalaga, nr. 76/2003 Tillaga til þingsályktunar um staðgöngumæðrun
Staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni • Ekki mögulegt að gera bindandi samning fyrir fæðingu barns sem getur verið grundvöllur lögsóknar • Slíkt á við á sviði viðskipta ekki á sviði fjölskyldu og mannhelgi • Talið mikilvægt að staðgöngumóður geti snúist hugur • Ekki ráðlagt að víkja frá þeim lagalega skilningi að kona sem fæðir barn sé móðir þess þar til hún lætur barnið frá sér (UK: 6 vikur)
Mikilvæg verkefni ef staðgöngumæðrun yrði leyfð • Skýrar verklagsreglur innan heilbrigðisþjónustu þar sem mannréttindi staðgöngumóður eru virt • Setja upp sérstakt stuðningskerfi fyrir þátttakendur. • Gera ráðstafanir til að uppfylla mannréttindi þeirra einstaklinga sem fæðast • Mikilvægt að fylgja verkefni eftir með rannsóknum.