1 / 38

3.2 Lýðræði og vald

3.2 Lýðræði og vald. 3. hluti – Hverjir ráða. Lýðræði og vald ( bls . 105). Stjórnmál snúast um völd, þau gefa ákveðnum hópum vald til að úthluta réttindum og skyldum í samfélaginu.

alden
Download Presentation

3.2 Lýðræði og vald

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 3.2 Lýðræðiogvald 3. hluti – Hverjirráða

  2. Lýðræðiogvald (bls. 105) • Stjórnmál snúast um völd, þau gefa ákveðnum hópum vald til að úthluta réttindum og skyldum í samfélaginu. • Á Íslandi og í öðrum lýðræðisríkjum gilda lög sem eiga að vernda íbúana gagnvart valdbeitingu stjórnvalda. Við aðhyllumst mannréttindi sem segja að allir séu jafngildir.

  3. Hvaðerlýðræði? (bls. 105) • Grikkir voru fyrstir til að nota hugtökin stjórnmál og lýðræði. Lýðræði þýðir að lýðurinn, það er fólkið, ræður. • Lýðræðið í Aþenu til forna var ekkert líkt því sem tíðkast nú. Aþena var þrælasamfélag og eingöngu frjálsir menn máttu taka þátt í stjórnun ríkisins – það er karlar 18 ára og eldri.

  4. Hvaðerlýðræði? (bls. 106) • Þegar átti að taka ákvarðanir í borgríkinu Aþenu voru karlar boðaðir á þjóðfund þar sem málin voru rædd og teknar ákvarðanir. • Þeir karlar sem mættu ekki til þjóðfunda voru kallaðir ídíótar – en það þýddi einstaklingur sem var svo upptekinn af sjálfum sér að hann nennti ekki að mæta.

  5. Hvaðerlýðræði? (bls. 106) • Leiðin að lýðræði hefur verið löng og ströng á Íslandi sem annars staðar. • Almúginn fékk ekki að lifa eins og hann vildi. Á 19. öld urðu vinnuhjú hér á landi, sem voru um 40% þjóðarinnar, að ráða sig í vist til eins árs í einu og máttu ekki flytja milli sveitarfélaga eða landa.

  6. Hvaðerlýðræði? (bls. 106) • Mestallur vinnutími fólks á 19. öld fór í að vinna fyrir húsbændurna. • Alþýða manna um alla Evrópu var ómenntuð því enginn hafði áhuga á að kenna henni að lesa eða skrifa. Ráðamenn töldu best að fólk kynni sem minnst. • Þekking getur alið af sér hættulegar hugmyndir.

  7. Vistarskylda (bls. 106) • Hér á landi ríkir ferðafrelsi og þegar þú verður 18 ára ræður þú hvar þú býrð. • Á 19. öld var veruleikinn annar. Landið var erfitt yfirferðar og almenningur ferðaðist yfirleitt ekki langt frá heimilum sínum.

  8. Vistarskylda (bls. 106) • Ströng lög giltu um vinnuhjú. Allir sem voru orðnir 16 ára og bjuggu ekki í foreldrahúsum eða stóðu fyrir eigin heimili urðu að ráða sig í ársvist hjá bændum og máttu ekki flytja á samningstímanum. • Þessi lög voru kölluð vistarskylda eða vistarband.

  9. Vistarskylda (bls. 106) • Hvergi annars staðar í Vestur-Evrópu var hlutfall vinnufólks jafn hátt á 19. öld og hér í landi. • Um miðja 19. öldina töldust 40% allra Íslendinga, 16 ára og eldri, vinnuhjú.

  10. Lýðræðiogvald (bls. 107) • Hugmyndir í Evrópu um almenn mannrétt-indi komu fram fyrir um 200 árum og leiddu til byltinga. • Fyrri byltingin varð í Norður-Ameríku, en þar varð borgarastyrjöld gegn yfirráðum breta 1776 og sú síðari í Frakklandi (franska byltingin) 1789.

  11. Lýðræðiogvald (bls. 107) • Árið 1874 fengu Íslendingar fyrstu stjórn-arskrána frá Dönum en hún var stórt skref í átt til lýðræðis hér á landi. • Við endurreisn Alþingis árið 1845 var kosningaréttur innleiddur með ströngum skilyrðum. Bara karlar 25 ára og eldri, sem áttu eignir, fengu að kjósa.

  12. Lýðræðiogvald (bls. 107) • Kosningarétturinn frá 1845 náði ekki til kvenna og fátæklinga. • Við fyrstu kosningarnar hafði innan við 5% þjóðarinnar kosningarétt en fáir nýttu sér hann því landið var strjálbýlt og samgöngur lélegar. • Nú eiga allir Íslendingar 18 ára og eldri rétt á að kjósa í Alþingis-, sveitarstjórnar- og forsetakosningum.

  13. Lýðræðiererfitthugtak(bls. 107) • Lýðræði merkir að fólkið stjórni. Lengra nær skilgreiningin ekki. • Á Vesturlöndum er gengið út frá að lýðræði eigi að miðast við frjálsar kosningar, almennan kosningarétt og fleiri en einn stjórnmálaflokk í framboði.

  14. Lýðræðiererfitthugtak(bls. 107) • Menn eru enn þá ekki á eitt sáttir um hvað sé átt við með fólkið þegar verið er að ræða lýðræði. • Er fólkið allir þegnar þjóðfélagsins? • Hvernig er hægt að komast að hver sé vilji fólksins meðal hinna ólíku einstaklinga og skoðana þeirra?

  15. Lýðræðiererfitthugtak(bls. 108) • Hér á landi og í öðrum vestrænum löndum er málið um vilja fólksins leyst með reglu-bundnum kosningum. • Vilji meirihlutans ræður, en er það lýðræði að virða ekki skoðanir minnihlutans?

  16. Lýðræðiererfitthugtak(bls. 108) • Reynt að koma í veg fyrir að meirihlutinn kúgi minnihlutann, t.d. með því að skilgreina borgaraleg réttindi sem stjórnvöld og aðrir ráðamenn verða að virða. • Dæmi: eignaréttur, tjáningafrelsi, félagafrelsi.

  17. Lýðræðiererfitthugtak(bls. 108) • Hver er munurinn á beinu og óbeinu lýðræði? • Í beinu lýðræði eru málefni borin beint undir alla þegnana sem kjósa um hvaða leið þeir vilji fara.

  18. Lýðræðiererfitthugtak(bls. 108) • Í óbeinu lýðræði, sem stundum er líka kallað fulltrúalýðræði, velur fólkið nokkra fulltrúa sem taka pólitískar ákvarðanir fyrir hönd þess.

  19. Lýðræðiererfitthugtak(bls. 108) • Þjóðaratkvæðagreiðsla er skilgreind sem beint lýðræði því að í henni kýs fólk beint um eitthvert tiltekið mál. • Á Íslandi eru þjóðaratkvæðagreiðslur sjaldgæfar og niðurstöður úr þeim ekki bindandi fyrir stjórnvöld.

  20. Lýðræðiererfitthugtak(bls. 108) • Í mörgum ríkjum heims, hvort sem þau telja sig lýðræðisríki eða ekki, eru réttindi íbúanna fótum troðin.

  21. Austur-Kongó (bls. 109) • Næststærsta landið í sunnanverðri Afríku. • Íbúafjöldi um 60 milljónir. • Stríðsástand hefur ríkt þar í rúman áratug og talið er að allt að 5 milljónir manna hafi látist frá 1998.

  22. Austur-Kongó (bls. 109) • Um ein milljón manna á vergangi eða í flóttamannabúðum eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna stríðsins. • Enn er talið að um 40.000 manns deyi í hverjum mánuði vegna stríðsástandsins, úr næringarskorti og sjúkdómum. • Dánartíðni er 57% hærri þarna en í öðrum löndum sunnan Sahara; lífslíkur í dag eru um 46 ár.

  23. Mannréttindi í Kína(bls. 109) • Kínversk yfirvöld sviku gefin loforð um umbætur í mannréttindum í aðdraganda Ólympíuleikanna 2008 en miklar vonir voru bundnar við að leikarnir hefðu jákvæð áhrif.

  24. Áhersluatriði (bls. 109) • Amnesty International fóru fram á verulegar umbætur á fjórum sviðum vegna leikanna, en þau voru: • Fækkun dauðarefsinga. • Varðhaldsvist án réttarhalda sem stjórnvöld kölluðu endurmenntun gegnum vinnu. • Ritskoðun á Netinu. • Tjáningarfrelsi.

  25. LýðveldiðÍslandnú á dögum (bls. 110) • Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi? • Lýðveldi er afbrigði af lýðræði vegna þess að þar kýs fólkið líka æðsta embættismann þjóðarinnar, forsetann. • Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Bretland eru dæmi um lýðræðisríki en ekki lýðveldi vegna þess að þar kýs almenningur þingmenn á þing en ekki æðsta embættismanninn.

  26. LýðveldiðÍslandnú á dögum (bls. 111) • Hvað er fulltrúalýðræði? • Þjóðin kýs ákveðna einstaklinga til að taka ákvarðanir fyrir sig. • Á Alþingi mæta 63 þingmenn, eða allir þeir sem hafa verið kosnir til að stjórna Íslandi í umboði þjóðarinnar.

  27. LýðveldiðÍslandnú á dögum (bls. 111) • Hvað er þingræði? • Kosningar til Alþingis eru að öllu jöfnu á fjögurra ára fresti, en stundum líður styttri tími á milli vegna reglna um þingræði.

  28. LýðveldiðÍslandnú á dögum (bls. 111) • Hvað er þingræði? • Þingræði þýðir að meirihluti þingmanna á Alþingi ræður. Ríkisstjórn verður að hafa meirihluta þingmanna á Alþingi á bak við sig. Ef hún missir stuðning meirihluta þingmanna verður hún að segja af sér og fara frá völdum. Í kjölfarið er svo boðað til nýrra kosninga og ný ríkisstjórn mynduð.

  29. Valdogvaldnotkun (bls. 111) • Vald er eitt af þessum hugtökum, eins og lýðræði, sem ekki er hægt að skilgreina á einn ákveðinn hátt. • Beint vald er þegar einstaklingur eða hópur getur þvingað fram vilja sinn þrátt fyrir greinilega mótstöðu.

  30. Valdogvaldnotkun (bls. 111) • Óbeint vald er þegar einstaklingur eða hópur nær fram vilja sínum með óbeinum hætti. • Alþingi, ríkisstjórn og dómstólar eru dæmi um stofnanir sem hafa skilgreind völd. Í lögum stendur hvaða völd þær hafa og hvaða aðferðum þær geti beitt til að fá aðra til að lúta vilja þeirra.

  31. Valdogvaldnotkun (bls. 111) • Orðabókarskilgreining: Vald er máttur, forræði eða yfirráð. • Stjórnmálafræðin: • Vald er að ná fram óskum sínum. • Vald er að þvinga fram vilja sinn, þrátt fyrir andstöðu frá öðrum.

  32. Löglegtvald (bls. 112) • Í lögum er skilgreint hverjir megi beita valdi hér á landi og við hvaða aðstæður. • Lögreglan hefur leyfi til að beita valdi þegar hún er að handtaka afbrotamann sem sýnir mótþróa.

  33. Löglegtvald (bls. 112) • Í flestum fyrirtækjum og stofnunum er valdadreifingin eins og í píramída. • Foreldrar þínir hafa forræði yfir þér – sem þýðir að þeir hafa vald yfir þér. Vegna valdsins getur myndast spenna á milli þín og þeirra.

  34. Ólöglegtvald (bls. 113) • Glæpaklíkur eða einstaklingar sem þvinga og hóta fólki, beita ólöglegu valdi. • Ofbeldi er augljósasta valdbeitingin sem til er. • Ef einhver sem ekki hefur til þess leyfi hefur haft í hótunum við þig eða beitt þig líkamlegu ofbeldi, þá hefur þú orðið fyrir ólöglegri valdbeitingu.

  35. Ólöglegtvald (bls. 113) • Oft er erfitt að greina á milli löglegs og ólöglegs valds og vita hvar mörkin liggja. • Margir telja að umferðin sé ofbeldisfull vegna þess að hún rýrir möguleika gangandi vegfarenda til að ferðast um nánasta umhverfi og hún limlestir og deyðir fjölda fólks árlega. • Er raunhæft að banna eða takmarka bílaumferð hér á landi?

  36. Í borðstofunniheima(bls. 113) • Út á hvað ganga umræðurnar í sögunni á bls. 113-114? • Hvern myndir þú styðja í umræðunum, hvaða skoðanir komast næst þínum eigin?

  37. Þúgetur haft áhrif (bls. 115) • Á hverjum degi eru stór og smá málefni rædd og tekin um þau ákvarðanir. Mörg þessara mála snerta þig beint og þess vegna eru skoðanir þínar mikilvægar. • Lýðræðið byggist á þeirri hugmynd að allir eigi að hafa möguleika á að taka þátt í ákvörðunum – og það á við bæði þig og mig!

  38. Kafla 3.2 erlokið • Hér lýkur glósum úr kafla 3.2 • Nú áttu bara eftir að svara spurningunum á bls. 116.

More Related