210 likes | 421 Views
1997-2011. Úthlutun félagslegra húsnæðisúrræða á vegum Reykjavíkurborgar 1989-2010. Félagsleg húsnæðisúrræði Reykjavíkurborgar 1989-2010. Leigusalar í Reykjavík. Stofnun, eignarhald og fjöldi íbúða.
E N D
Úthlutun félagslegra húsnæðisúrræða á vegum Reykjavíkurborgar 1989-2010
Stofnun, eignarhald og fjöldi íbúða • Félagsbústaðir eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, stofnað 8. apríl 1997 og hóf starfsemi 1. september sama ár. • Félagið keypti allar almennar félagslegar leiguíbúðir borgarinnar 828 talsins á markaðsverði 16.júní 1997. • Félagsbústaðir áttu 2154 íbúðir í árslok 2010, þar af 1842 almennar íbúðir og 312 þjónustuíbúðir fyrir aldraða. • Fjöldi almennra íbúða félagsins í árslok 2010 svaraði til 16 íbúða á hverja 1000 íbúa í Reykjavík en var á sama mælikvarða 8 íbúðir á stofnári félagsins 1997. • Eftir að starfsemi Húsnæðisnefndar Reykjavíkur var lögð niður í maí 2001 var félaginu falið að taka yfir og ljúka verkefnum nefndarinnar varðandi kaupleiguíbúðir og kaupskyldu borgarinnar vegna félagslegra eignaríbúða
Tilgangur • Félagsbústaðir hf. eru þjónustufyrirtæki á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Megintilgangur félagsins er að eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík, sem úthlutað er af Velferðarsviði borgarinnar. • Með stofnun hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegra leiguíbúða í borginni var reksturinn aðgreindur frá borgarkerfinu og kostnaður, árangur og ábyrgð gerð sýnilegri en áður. • Hlutverk borgarinnar breyttist þannig úr því að vera beinn aðili að eignarhaldi og rekstri félagslegra leiguíbúða í það að hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar og veita nauðsynlegt aðhald að rekstri og fjárhagsstöðu rekstraraðila.
Markmið • Breyting á rekstri félagslegs leiguhúsnæðis í borginni í líkingu við það sem tíðkast í sambærilegum rekstri í Vestur-Evrópu. • Að beita í rekstrinum faglegum vinnubrögðum í þeim tilgangi að halda leiguverði í lágmarki og bæta þjónustu við leigjendur. • Að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni til þess að mæta húsnæðisþörf þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum • Félagsbústaðir hf. starfa í þágu almannaheilla og skal öllum hagnaði einungis ráðstafað í þágu þessa markmiðs félagsins. • Rekstur Félagsbústaða hf. verði sjálfbær og skal ákvörðun leigu taka mið af því markmiði.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórn Félagsbústaða hf. • Þröstur Ólafsson, formaður • Benedikt Bogason, meðstjórnandi • Auðunn Freyr Ingvarsson, ritari • Framkvæmdastjóri er Sigurður Kr. Friðriksson
Áherslur í rekstri • Innheimta efld • Vanskil leigjenda voru 25% árið 1998 en 3,6% 2010 • Viðhaldsþjónusta bætt • Betri umgengni • Færri viðhaldsbeiðnir • Lægri viðhaldskostnaður til framtíðar • Bætt umhverfi • Ánægðari leigjendur • Orkueftirlit • Betri orkunýting = lægri orkukostnaður • Húsreglum framfylgt • Færri alvarlegar kvartanir um brot á húsreglum þrátt fyrir tvöfalt fleiri íbúðir • Bætt samskipti við bæði leigjendur og meðeigendur • Öryggismál / brunavarnir • Aðgengi fyrir alla er haft að leiðarljósi bæði að því er varðar framkvæmdir á eldra húsnæði og hönnun nýbygginga á vegum félagsins • Gerðar eru auknar kröfur til leigjenda • Leigjendur gera meiri kröfur til Félagsbústaða sem leigusala • Leigjendur eru viðskiptavinir - ekki skjólstæðingar
Fjölgun almennra félagslegra íbúða * Þar af 57 þjónustuíbúðir aldraðra á Lindargötu 62-66
Fjöldi íbúða í eigu Félagsbústaða hf. 1997-31.12.2010
Félagslegar leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu Samanburður sveitarfélaga 1.1. 2011 • Reykjavík: 118.326 íbúar /1.842 *almennar félagslegar leiguíbúðir • Kópavogur: 30.357 íbúar /313 almennar félagslegar leiguíbúðir • Hafnarfjörður: 25.913 íbúar /239 almennar félagslegar leiguíbúðir • Garðabær: 10.643 íbúar / 8 almennar félagslegar íbúðir *Þjónustuíbúðir aldraðra ekki meðtaldar
Efnahagur 31.12. 2010 Eiginfjárhlutfall 16.6. 1997 ......... 37% Eiginfjárhlutfall 31.12. 2010……. 18%