160 likes | 335 Views
Samtök ferðaþjónustunnar The Icelandic Travel Industry Association. Umhverfisstefna SAF. Ábyrg nýting auðlinda Verndun lands og menningar.
E N D
Samtök ferðaþjónustunnarThe Icelandic Travel Industry Association
Umhverfisstefna SAF • Ábyrg nýting auðlinda • Verndun lands og menningar
Samtök ferðaþjónustunnar hafa mikilvægu hlutverki að gegna við að vernda umhverfið komandi kynslóðum til hagsbóta. Samtökin munu hvetja starfsmenn sína, aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að taka virkan þátt í þessu starfi með því að hafa eftirfarandi stefnumið að leiðarljósi.
Lög og reglur • Samtök ferðaþjónustunnar vilja tryggja að öll starfsemi samtakanna sé í samræmi við texta og tilgang laga, reglugerða, samninga og annarra samþykkta um verndun umhverfisins. Í þessari viðleitni verður einnig lögð áhersla á að fylgjast með væntanlegum breytingum á umhverfislöggjöf og taka tillit til þeirra við gerð langtímaáætlana fyrir samtökin. Samtökin munu hvetja aðildarfyrirtæki til að hafa einnig markmið þessarar greinar að leiðarljósi.
Umhverfisnefnd • Innan samtakanna starfar umhverfisnefnd. Nefndinni er ætlað veigamikið hlutverk í allri starfsemi og stefnumótun samtakanna. Samtökin munu tryggja henni grundvöll til að gegna hlutverki sínu. Umhverfisnefndin stendur vörð um hagsmuni ferðaþjónustunar sérstaklega hvað varðar varðveislu og vernd þeirrar auðleindar sem felst í náttúru Íslands.
Starfsmannamál • Samtökin munu stuðla að því að aðildarfyrirtæki hafi greiðan aðgang að þjálfun og fræðslu um umhverfismál fyrir starfsmenn sína. Markmið fræðslunnar er að auðvelda starfsmönnum að uppfylla kröfur og staðla á umhverfissviðinu, til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið, og að stuðla að stöðugum úrbótum á gæðum ferðaþjónustunnar. Samtökin munu hvetja og aðstoða aðildarfyrirtæki til að koma upp viðurkenningarkerfi í þeim tilgangi að örva skapandi starf starfsmanna að umhverfismálum.
Upplýsingar til almennings • Samtökin leggja áherslu á greiða miðlun upplýsinga um umhverfisstarf ferðaþjónustunnar og opin skoðanaskipti við alla hagsmunaaðila. Í þessum tilgangi munu samtökin árlega birta skýrslu um aðgerðir í umhverfismálum innan greinarinnar. Þar mun einnig koma fram mat á árangri samtakanna við að framfylgja umhverfisstefnu sinni. Þá munu samtökin hvetja og aðstoða aðildarfyrirtæki eða hópa þeirra til að gefa út sambærilegar skýrslur.
Fjárfestingar • Samtökin leggja áherslu á að náttúruvernd og umhverfismál séu höfð að leiðarljósi við ákvarðanir um fjárfestingar í ferðaþjónustu. Þetta er í samræmi við þá félagslegu ábyrgð sem birtist í umhverfisstefnunni.
Ábyrg nýting auðlinda • Samtökin munu af fremsta megni leitast við að nota endurnýjanlegar auðlindir í starfsemi sinni og hvetja aðildarfyrirtæki til hins sama. Lögð er áhersla á að nýta auðlindir með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Þar sem ekki verður komist hjá nýtingu óendurnýjanlegra auðlinda, verður gætt fyllsta aðhalds með ábyrga skipulagningu og áherslu á endurnýtingu og endurvinnslu að leiðarljósi. Samtökin leggja áherslu á rétt ferðaþjónustunnar til nýtingar auðlinda, svo sem þeirra sem felast í öræfum, almenningum og hafinu umhvefis Ísland, enda taki öll nýting mið af ákvæðum þessarar greinar um sjálfbæra og ábyrga nýtingu og þar með hámarksafrakstur svæðisins til framtíðar. Stuðlað verður að úrbótum þar sem þegar hefur verið gengið á auðlindir með starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja.
Verndun lífríkis • Samtökin leggja áherslu á verndun lífríkisins í öllum athöfnum ferðaþjónustunnar. Liður í þessu er að draga úr eyðslu efna og orku, og halda í lágmarki þeim úrgangi sem losaður er út í andrúmsloftið, vatn eða jarðveg. Sérstaka áherslu ber að leggja á varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni í þessu sambandi. Að sama skapi ber að leggja ríka almenna áherslu á verndun gróðurs, jarðvegs, sjávar, menningar og menningarminja.
Dæmi um umhverfisstefnu hótels • Hótelið okkar hefur mikilvægu hlutverki að gegna við að vernda umhverfið komandi kynslóðum til hagsbóta. Markmið hótelsins er að stuðla að sjálfbærri þróun náttúru, samfélags, menningar og efnahags. Þessu markmiði vill hótelið ná með því að:
1. hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við innkaup • 2. fylgjast vel með orkunotkun og leita leiða til að draga úr henni • 3. draga úr myndun úrgangs og leggja áherslu á endurnýtingu og endurvinnslu • 4. draga úr mengun lofts, láðs og lagar • 5. hvetja til notkunar almenningsfarartækja þar sem þess er kostur • 6. hvetja til ábyrgrar umgengni við land og líf • 7. taka mið af landslagi og menningararfi við hönnun, framkvæmdir og merkingar • 8. gefa öllu starfsfólki reglulega kost á fræðslu um umhverfismál • 9. miðla upplýsingum um umhverfismál til gesta og annarra viðskiptaaðila • 10. uppfylla öll ákvæði laga og reglugerða um umhverfismál
Dæmi um umhverfisstefnu veitingastaðar • 1. hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við innkaup • 2. fylgjast vel með orkunotkun og leita leiða til að draga úr henni • 3. draga úr myndun úrgangs og leggja áherslu á endurnýtingu og endurvinnslu • 4. draga úr mengun lofts, láðs og lagar • 5. nýta sem mest innlend og staðbundin hráefni, með aðaláherslu á gæði • 6. veita gestum aðgang að upplýsingum um uppruna og meðhöndlun hráefna • 7. taka mið af landslagi og menningararfi við hönnun, framkvæmdir og merkingar • 8. gefa öllu starfsfólki reglulega kost á fræðslu um umhverfismál • 9. miðla upplýsingum um umhverfismál til gesta og annarra viðskiptaaðila • 10. uppfylla öll ákvæði laga og reglugerða um umhverfismál
Dæmi um umhverfisstefnu bílafyrirtækis • 1. velja sparneytin farartæki með besta fáanlega mengunarvarnabúnað • 2. hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við innkaup eldsneytis og rekstrarvöru • 3. draga úr myndun úrgangs og leggja áherslu á endurnýtingu og endurvinnslu • 4. hvetja til ábyrgrar umgengni við land og líf • 5. skapa starfsfólki heilbrigð og örugg starfsskilyrði • 6. gefa öllu starfsfólki reglulega kost á fræðslu um umhverfismál • 7. miðla upplýsingum um umhverfismál til gesta og annarra viðskiptaaðila • 8. uppfylla öll ákvæði laga og reglugerða um umhverfismál
Dæmi um umhverfisstefnu flugfélags • 1. velja sparneytin farartæki með besta fáanlega mengunarvarnabúnað2. hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við innkaup eldsneytis og rekstrarvöru3. draga úr myndun úrgangs og leggja áherslu á endurnýtingu og endurvinnslu 4. hvetja til ábyrgrar umgengni við land og líf5. skapa starfsfólki heilbrigð og örugg starfsskilyrði6. gefa öllu starfsfólki reglulega kost á fræðslu um umhverfismál7. miðla upplýsingum um umhverfismál til gesta og annarra viðskiptaaðila8. uppfylla öll ákvæði laga og reglugerða um umhverfismál