430 likes | 1.1k Views
Atferlisstefnan: Erindi hennar við kennara nú á tímum. Dr. Anna-Lind Pétursdóttir, lektor annalind@hi.is 29. september 2008. Dagskrá. Hvað er atferlisgreining? Hvaða erindi á hún við kennara nú á timum? Grunnhugtök Aðdragandi - hegðun - afleiðingar Jákvæð styrking - neikvæð styrking
E N D
Atferlisstefnan: Erindi hennar við kennara nú á tímum Dr. Anna-Lind Pétursdóttir, lektor annalind@hi.is 29. september 2008
Dagskrá • Hvað er atferlisgreining? • Hvaða erindi á hún við kennara nú á timum? • Grunnhugtök • Aðdragandi - hegðun - afleiðingar • Jákvæð styrking - neikvæð styrking • Slokknun - refsing • Hagnýtar útfærslur • SOS – Hjálp fyrir foreldra • Hvatningarkerfi • PMT • PBS – SMT • ART
Atferlisgreining (behavior analysis) • Vísindagrein sem fæst við rannsóknir og hagnýtingu á lögmálum hegðunar • Meginmarkmið: að skilja, spá fyrir og hafa áhrif á hegðun einstaklinga og lífvera • Fjölbreytt viðfangsefni • fjallar um alla hegðun í víðasta skilningi þess hugtaks, þ.á m. mál, hugsun og tilfinningar • t.d. frumrannsóknir, hagnýting í klínísku starfi, kennsla og stjórnun fyrirtækja • Lausnamiðuð: Áhersla á að leysa vandamál með velferð einstaklinga í fyrirrúmi
“Erindi nú á tímum”? • Grunnurinn að árangursríkri kennslu • bekkjarstjórnun, kennsluhættir, mat • Viðurkennda leiðin fyrir börn með sérþarfir • hegðunarfrávik (sbr. lög: IDEA 1997, 2004) • einhverfu og önnur þroskafrávik (sbr. heilbrigðisyfirvöld NY, landlækni BNA) • námserfiðleika (sbr. NCLB, RTI, CBM) – sjá www.morningsideacademy.org • Vaxandi eftirspurn eftir atferlisfræðingum og námi í atferlisgreiningu • Sterk og vaxandi vísindagrein • t.d. fjöldi meðlima tvöfaldast á s.l. 10 árum • Sjá grein Ragnars (2001) og Dunlap o.fl. (2001)
Hagnýting grunnrannsókna • Grunnrannsóknir s.l. 110 ár hafa leitt af sér fjölda aðferða sem nýtist vel við kennslu • Jákvæð styrking (positive reinforcement) • Neikvæð styrking (negative reinforcement) • Klassísk skilyrðing (classical conditioning) • Virknimat (functional behavioral assessment) • Afmarkaðar kennsluæfingar (discrete trials) • Hnitmiðuð færniþjálfun (precision teaching) • Námsskrártengdar mælingar (curriculum based measurement) • Hlítarnám (mastery learning) • Hvatningarkerfi (token systems) • Verkgreining (task analysis) • Keðjun (chaining)
Hagnýting grunnrannsókna, frh. • Aðferðir byggðar á atferlisgreiningu, frh. • Alhæfing (generalization) • Mótun (shaping) • Stýringar (prompting) • Fjörun (fading) • Þynning styrkingar (thinning) • Styrkingarhlé (time-out) • Kerfisbunding ónæming (systematic desensitization) • Meðferðarflæði (flooding) • Eyðuglósur (guided notes) • Sjálfsnámskennsla (programmed instruction) • Svarspjöld (response cards) og fleira, og fleira...
Grundvallarhugtök • Hegðun er lærð og tengist aðstæðum • Margir þættir sem hafa áhrif á hegðun: • koma af stað • styrkja /viðhalda • ýta undir að hegðun eigi sér stað Hegðun Bakgrunns-áhrifavaldar Aðdragandi Afleiðingar Tilgangur
Hegðun tengist aðstæðum • Margir þættir sem hafa áhrif á viðeigandi hegðun • koma af stað • styrkja /viðhalda • ýta undir að viðeigandi hegðun eigi sér stað Viðeigandi hegðun Bakgrunns-áhrifavaldar Aðdragandi Afleiðingar Tilgangur
Hegðun tengist aðstæðum • Margir þættir sem hafa áhrif á erfiða hegðun • geta komið af stað • styrkt/viðhaldið • ýta undir að erfið hegðun eigi sér stað Erfið hegðun Bakgrunns-áhrifavaldar Aðdragandi Afleiðingar Tilgangur
Aðdragandi (antecedents) • Það sem gerist rétt áður en hegðun á sér stað – (einstaklingsbundið!) • Aðdragandi viðeigandi hegðunar • Ýtir undir viðeigandi hegðun • t.d. skýr fyrirmæli, leiðbeiningar, aðstoð • Þegar Axel fær fyrirmæli um að ganga frá setur hann dótið sitt ofan í tösku • Aðdragandi erfiðrar hegðun • kemur hinni erfiðu hegðun af stað, “kveikja” • t.d. stríðni, fyrirmæli, verkefni, áreiti... • Þegar Jón á að reikna dæmi hendir hann bókinni í gólfið og blótar • Þegar Gunna stríðir Páli slær hann til hennar seeds
Afleiðingar (consequences) • Það sem gerist strax á eftir hegðun og hefur áhrif á hvort hún eigi sér stað aftur við sömu aðstæður (sama aðdraganda) • Styrkjandi afleiðingar (“styrkjar”) • atburðir/áreiti sem auka hegðun, sbr. tilgang hegðunar • Geta styrkt viðeigandi hegðun • Þegar Axel setur dótið í töskuna hrósar kennarinn honum (og Axel fær að fara út í frímínútur) • ...eða erfiða hegðun • Þegar Jón hendir bókinni á gólfið og blótar, fer kennarinn til hans og aðstoðar hann • Þegar Páll slær til Gunnu hættir hún að stríða honum
Afleiðingar, frh. • Slokknun (extinction) • Það sem styrkir hegðun er fjarlægt • Dæmi: Virk hunsun: athygli sem styrkti hegðun er ekki lengur veitt • t.d. kennari hættir að sinna þeim sem kalla á aðstoð yfir bekkinn Ókostir: • Slokknunartoppur: erfið hegðun eykst áður en hún slokknar • Ef notuð ein og sér, gæti önnur erfið hegðun (sem þjónar sama tilgangi) komið í staðinn • => verður að styrkja viðeigandi hegðun (með sama tilgangi) samhliða
Afleiðingar, frh. • Refsandi afleiðingar • atburðir eða áreiti sem fylgja strax í kjölfar hegðunar og minnka líkur á að hegðun eigi sér stað aftur við sömu aðstæður • Viðbót á einhverju óþægilegu (t.d. skammir) • Brottnám á einhverju eftirsóknarverðu (t.d. sekt) Varúð: • Krefst mikillar lagni að nota mildar refsingar rétt • Kennir ekki viðeigandi hegðun • Getur vakið neikvæð tilfinningaviðbrögð og andúð á þeim sem beitir • Getur haft slæm áhrif á sjálfsmynd • Getur hætt að virka => stigmagnandi viðbrögð
Bakgrunnsáhrifavaldar • Aðrir, einstaklingsbundnir þættir sem ýta undir að hegðun eigi sér stað (setting events) • Geta ýtt undir viðeigandi hegðun • t.d. ná athygli áður en fyrirmæli eru gefin, tryggja að nemendur kunni grundvallaratriði vel áður en flóknari hlutir eru lagðir inn, ná góðum tengslum við nemendur... • ...eða erfiða hegðun • t.d. svefnleysi, rifrildi á leið í skóla, svengd, lítil kunnátta í námsefni, meðfæddar tilhneigingar, s.s. ADHD... • Mikilvægt að huga að bakgrunnsáhrifavöldum við kennslu
Jákvæð styrking • Jákvæð styrking • Hegðun leiðir til, flýtir fyrir eða eykur eitthvað eftirsóknarvert... • Hegðun viðheldur einhverju eftirsóknarverðu... • …þannig að líkur á hegðun aukast við svipaðar aðstæður Dæmi:
Neikvæð styrking • Neikvæð styrking • Hegðun fjarlægir, seinkar eða minnkar eða forðar einstaklingi frá einhverju óþægilegu... • …þannig að líkur á hegðun aukast við svipaðar aðstæður Dæmi:
Hagnýtar útfærslur á Íslandi Dæmi: • SOS! Hjálp fyrir foreldra • Hvatningarkerfi • PMT foreldrafærni - SMT skólafærni • PBS – Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun • ART þjálfun – Lærum á lífið
SOS! Hjálp fyrir foreldra • Viðurkennd tækni í barnauppeldi • Sett fram af Clark (1985) • Byggir á rannsóknum í atferlisgreiningu, s.s. Skinner, Baer, Patterson og kenningum mannúðarsálfræði, s.s. Adler, Rogers og Gordon • Hjálpar foreldrum/fagfólki að bæta hegðun 2-12 ára barna og stuðla að félagslegri og tilfinningalegri aðlögun • Námskeið á íslensku byrjuðu 1999 • Nú haldin af Félagsvísindastofnun HÍ • www.fel.hi.is/page/SOS%20namskeid
Helstu áherslur SOS • Virðing fyrir barni og mikilvægi þess að nota ekki niðurbrjótandi aðferðir við uppeldi, s.s. líkamlegar refsingar, háð, niðurlægjandi tiltal eða gagnrýni • Skýr skilaboð um hvaða hegðun er viðeigandi /kemur sér vel fyrir barn • Virk hlustun til að hjálpa barni að lýsa tilfinningum sínum • Leiðir til að styrkja viðeigandi hegðun, s.s. hrós, hvatningarkerfi, samningar • Leiðir til að draga úr óæskilegri hegðun, s.s. rökréttar afleiðingar, einvera
Helstu áherslur SOS, frh. 3 uppeldisreglur: • Umbunaðu fyrir æskilega hegðun (fljótt og oft) • Jákvæð styrking • Umbunaðu ekki óvart fyrir óæskilega hegðun • Slokknun á óæskilegri hegðun • Dragðu úr slæmri hegðun með mildri refsingu • t.d. hlé frá athygli (einvera) í kjölfar mjög óæskilegrar hegðunar
Helstu áherslur SOS, frh. 4 mistök í uppeldi sem ber að forðast: • Að umbuna ekki fyrir æskilega hegðun • Að refsa fyrir æskilega hegðun • Að umbuna óvart fyrir óæskilega hegðun • Að refsa ekki fyrir mjög óæskilega hegðun
Áhrif SOS • Fjöldi rannsókna hefur sýnt árangur af námskeiðum sem kenna foreldrum að styrkja viðeigandi hegðun og draga úr óæskilegri með mildum hætti • Því fyrr sem byrjað er, þeim mun meiri árangur • Markviss innleiðing meðal foreldra og fagfólks skóla getur dregið úr fjölda tilvísana til sérfræðinga • t.d. í Reykjanesbæ – sjá grein Gylfa Jóns (2005)
Hvatningarkerfi • Gerir skýrt til hvers er ætlast af nemanda/um • Skýr, hlutlæg lýsing með dæmum • Minnir kennara á að styrkja viðeigandi hegðun markvisst • Formleg styrking/viðgjöf veitt reglulega • s.s. stimpill, límmiði, tákn, kvittun • stutt tímabil í fyrstu, síðan lengd smám saman • Byrja með hóflegar kröfur • Umbun í boði aðeins ef markmiði dags (eða viku) er náð • Verður að vera fylgt eftir 100%
Áhrif hvatningarkerfis • Rannsókn Gabrielu Sigurðardóttur og Önnu-Lindar Pétursdóttur (2000) • 5 nemendur með ADHD (og aðrar greiningar) og langa sögu um erfiða hegðun • 1.-5. bekk • Hvatningarkerfi framkvæmd í samvinnu við foreldra • Truflandi og árásargjörn hegðun minnkaði • Þátttaka í bekkjarstarfi jókst • Einkunnir bötnuðu
Áhrif hvatningarkerfis á þátttöku K. í bekkjarstarfi (námsástundun)
Áhrif hvatningarkerfis á truflandi hegðun K. í kennslustundum
PMT – (Parent Management Training) • Þróað af Patterson, síðar með Forgatch • við Oregon háskóla og OSLC rannsóknarstofnun • Byggir á atferlisgreiningu og afleiddri kenningu Pattersons um félagsnám (1982) • Að hluta til svipaðar aðferðir og í SOS • PMT-foreldrafærni byrjaði 2000 hjá Hafnarfjarðarbæ (sjá grein Margrétar Sigmarsd.) • Fyrirbyggjandi foreldranámskeið • PMT meðferð í alvarlegri málum • PMT fagmenntun, fræðsla fyrir starfsfólk • www.hafnarfjordur.is/pmt_forsida/
PMT - aðferðir • Helstu “verkfæri” PMT meðferðar: • Fyrirmæli og jákvæð samskipti • Hvatning við kennslu nýrrar hegðunar • Að setja mörk til að draga úr/stöðva óæskilega hegðun • Lausn vanda – uppbyggileg samskipti • Eftirlit með hegðun innan og utan heimilis • Tengsl heimilis og skóla • Stjórnun neikvæðra tilfinninga
Áhrif PMT • Rannsóknir s.l. 30 ár í BNA á PMT meðferð hafa sýnt: • meiri árangur en af öðrum nálgunum (s.s. leik-, fjölskyldu- eða tengslameðferð) • í um 70% tilvika dregur verulega úr hegðunarerfiðleikum barns á heimili • jákvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldu • jákvæð áhrif á námsframmistöðu barns • árangur fyrir börn með margvíslegar greiningar, s.s. andstöðuþrjóskuröskun, þroskahömlun, einhverfu – og líka fyrir unglinga sem sýna andfélagslega hegðun • langtímaárangur (tékk 3-14 árum síðar)
SMT - SkólafærniPBS-Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun • Byggir á rannsóknum atferlisgreiningar um kennslu á viðeigandi hegðun í stað erfiðrar (positive behavior support) • Útfært fyrir skóla í heild: SW-PBS, SMT • Byrjaði 2002-2003 á Íslandi • Áhersla á að fyrirbyggja erfiða hegðun með því að kenna viðeigandi hegðun í öllum aðstæðum og styrkja markvisst • Árangur metinn með skráningum á hegðun og aðferðir endurskoðaðar í þeim aðstæðum þar sem þörf er á • Sjá bókina Til fyrirmyndar, Luiselli (2005) og www.pbis.org
Stigskiptar aðferðir til að stuðla að viðeigandi hegðun • Öflug einstaklingsinngrip • Fyrir einstaka nemendur - 1-5% • Byggð á virknimati • Margþætt og árangursrík • Sértæk inngrip • Fyrir nemendur í áhættu - 5-10% • Skilvirk – einföld • t.d. almennt hvatningarkerfi • Almennar aðferðir • Fyrir alla nemendur • Í öllum aðstæðum • Fyrirbyggjandi – virka fyrir 80-90% • t.d. aðferðir við bekkjarstjórnun Sugai, 2006
Áhrif PBS - SMT • PBS hefur verið innleitt í fjölmörgum skólum í BNA, Noregi og víðar • Rannsóknir sýna að í flestum tilvikum: • fækkar tilvísunum vegna agabrota • verður skólabragurinn jákvæðari • batnar námsárangur, s.s. í lestri og stærðfræði • Jákvæð áhrif á Íslandi: • Starfsfólk nálgast nemendur á jákvæðari hátt og skráðum hegðunarfrávikum innan skólans sem og tilvísunum í sérfræðiþjónustu fækkar (Margrét Sigmarsdóttir, 2007)
ART þjálfun – (Aggression Replacement Training) • Þróað við Syracuse háskólann í BNA • á stofnun fyrir afbrotaunglinga með margþættan vanda auk árásarhegðunar • af Goldstein (1987), og síðar í samvinnu við Glick (1988) og Gibbs (1998) • Byggir á • Félagsnámsgreiningu á árásargjarnri hegðun (Bandura, 1973) • Þjálfun í streitustjórnun (Meichenbaum o.fl.) • Siðfræðiþroskalíkani Kohlberg (1968) • Fyrsta námskeiðið á Íslandi 2004 • Hefur verið kallað “Lærum á lífið” í Miðgarði
Námsefni í þremur þáttum • Hegðunarþáttur: Félagsfærniþjálfun (Skillstreaming) • 40-60 hæfniþættir þjálfaðir skref fyrir skref • Tilfinningaþáttur: Reiðistjórnun • átta sig á aðdraganda (“kveikjum”) og afleiðingum reiði og árásarhegðunar • Hugrænn þáttur: Siðgæðisþjálfun • æfingar í að setja sig í spor annarra og tileinka sér samfélagsvænni siðgæðisvitund • Kennt með sýnikennslu, hlutverkaleik og æfingum í raunverulegum aðstæðum
Árangur af ART þjálfun • Bandarískar og norrænar rannsóknir sýna að ART-þjálfun dregur úr líkamlegu og andlegu ofbeldi (t.d. Goldstein & Glick, 1994) • ART-þjálfun eflir félagsfærni, sjálfstraust og siðferðisþroska. • Þátttakendur geta tekið á aðstæðum sem ollu vanlíðan eða leiddu til vandræða áður • Þeir verða öruggari með sig, sjálfstæðari og ánægðari eftir markvissa ART-þjálfun • Áhrifin yfirfærast á nýjar aðstæður • Sjá McGinnis (2003)
Samantekt • Atferlisstefnan á fullt erindi við kennara nú á tímum • Grunnrannsóknir í atferlisgreiningu hafa leitt af sér fjölda árangursríkra aðferða til að bæta hegðun • Hagnýtar útfærslur, s.s. SOS, PMT, PBS og ART hafa gefið góða raun á Íslandi • Meira um atferlisgreiningu í námskeiðum á Menntavísindasviði: • Stuðningur við jákvæða hegðun • Nemendur með hegðunar- og tilfinningaörðugleika: Viðbrögð og úrræði skólasamfélagsins