90 likes | 251 Views
Smán geðveikinnar og afleiðingar hennar. Fyrirlestur 17.08.07 Jón Knútur Ásmundsson, félagsfræðingur. Umræðuefni dagsins. Rannsóknarspurningin Kenningarrammi Gildi og markmið rannsóknarinnar. Rannsóknarspurningin. Var fyrst: Hvað táknar að vera geðveikur í litlu samfélagi?
E N D
Smán geðveikinnar og afleiðingar hennar Fyrirlestur 17.08.07 Jón Knútur Ásmundsson, félagsfræðingur
Umræðuefni dagsins... • Rannsóknarspurningin • Kenningarrammi • Gildi og markmið rannsóknarinnar
Rannsóknarspurningin • Var fyrst: Hvað táknar að vera geðveikur í litlu samfélagi? • Engin sérstök ástæða fyrir því að hugmyndir “úti á landi” séu öðruvísi en í þéttbýli. • Spurningin varð því: Hvað táknar það að vera geðveikur og hverjar eru afleiðingarnar.
Kenningarlegar forsendur • Rannsóknin byggist á kenningum um táknræn samskipti (symbolic interactionism). • Grunnforsenda kenningarinnar er að félagsveruleikinn sé háður túlkun og mati og sé í sífelldri mótun. • Við mótum þennan veruleika á sama tíma og hann mótar okkur. • Sumir sjúkdómar hafa merkingu sem nær langt út fyrir þá læknisfræðilegu (vísindalegu) þekkingu sem við höfum á þeim. Merking þeirra er í sífelldri mótun.
1. Samkvæmt Foucault (1965) eru geðsjúkdómar fyrirbæri sem öðlast merkingu vegna vensla við andstæðu sína. Í samfélagi þar sem orðræða skynseminnar er ráðandi lendir hinn geðsjúki í hlutverki hins óskynsama, sturlaða manns. 2. Bandaríska fræðikonan Susan Sontag (1991) lýsir því hvernig sumir sjúkdómar hafa “móralska” vídd þ.e. þeir eru ekki ekki einungis líkamlegur kvilli sem á sér eðlilegar orsakir heldur eru þeir líka dómur, oftast áfellisdómur, um hvernig manneskja þú ert. “Móralskir” sjúkdómar
Geðveiki er móralskur sjúkdómur • Geðveiki hefur merkingu sem nær langt út fyrir þá vísindalegu/hlutlægu þekkingu sem við höfum á eðli hennar og orsökum. • Í menningu okkar er að finna ýmsar hugmyndir um geðveiki, af hverju hún stafar og hvernig hægt sé að lækna hana. • Í menningu okkar eru líka hugmyndir um hvernig manneskjur geðveikt fólk sé. • Þessar hugmyndir hafa breyst í aldanna rás.
Smánarblettur geðveikinnar • Smánarblettur er þýðing á gríska orðinu “stigma” (stundum kallað brennimerking). • Hugtakið hægt að yfirfæra á ýmiss konar frávikshegðun. • Grundvallareiginleiki smánarblettsins er að hann aðgreinir “okkur” frá “þeim”. Hann aðgreinir þá eðlilegu frá hinum óeðlilegu. • Upphaflega notað í tengslum við geðveiki upp úr 1960 af Erving Goffman. • Athyglinni er beint að afleiðingum þess að geðveikjast. Fólk er ekki einungis að glíma við vanlíðunina sem beinlínis stafar af veikindunum sjálfum heldur er það líka að glíma við smánina af því að greinast með geðsjúkdóm.
Gildi og markmið rannsóknarinnar • Út á hvað snýst rannsóknin ekki? • Ég er ekki að fara leiðrétta hugmyndir fólks um geðsjúkdóma. • Það sem skiptir máli er að ákveðnar hugmyndir um geðsjúkdóma og geðveikt fólk eru yfir höfuð til. Skilgreining okkar á geðveiku fólki afmarkar það, gerir einstaklinga, sem ef til vill eiga ekkert sameiginlegt, að hópi.
Gildi og markmið rannsóknarinnar • Almenn trú er að fordómar hafi minnkað mikið á undanförnum áratugum vegna aukinnar þekkingar á geðsjúkdómum. Það er rangt. Markmið mín eru því eftirfarandi: • Í fyrsta lagi að varpa ljósi á hvernig hugmyndir okkar um geðsjúkdóma og geðsjúkt fólk, sem oft eru neikvæðar, móta framkomu okkarí garð þess. Slíkar hugmyndir geta þýtt, líkt og félagasamtök eins og Geðhjálp hafa bent á, að fólk sem greinst hefur með geðsjúkdóm fær ekki notið hæfileika sinna, menntunar og starfsorku. • Í öðru lagi mun þessi rannsókn vonandi varpa skýrara ljósi á aðstæður fólks sem glímir við geðsjúkdóma og hvernig það upplifir samfélag sem hefur ákveðnar hugmyndir um geðveiki og geðveikt fólk sem ef til vill er í engu samræmi við raunverulega reynslu geðveiks fólks. Hvernig er það að vera talinn eitthvað sem maður er ekki? • Í þriðja lagi er von rannsakanda að aukin þekking um eðli hugmynda okkar um geðsjúkdóma forsenda þess að hægt sé að breyta viðhorfum til geðsjúkra. Horfa ber á geðsjúkadóma sem sjúkdóma en ekki sem manngerðarlýsingu.