1 / 25

Orkan

Orkan. Eðli orkunnar. Orku má skilgreina sem hæfni til þess að framkvæma vinnu. Ef hlutur eða lífvera framkvæmir vinnu (beitir orku til þess að færa hlut úr stað) notar hluturinn eða lífveran orku. Hlutir geta tekið til sín orku t.d. kúlu sem er kastað. Myndir orkunnar.

baka
Download Presentation

Orkan

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Orkan

  2. Eðli orkunnar • Orku má skilgreina sem hæfni til þess að framkvæma vinnu. • Ef hlutur eða lífvera framkvæmir vinnu (beitir orku til þess að færa hlut úr stað) notar hluturinn eða lífveran orku. • Hlutir geta tekið til sín orku t.d. kúlu sem er kastað.

  3. Myndir orkunnar • Orka birtist í margvíslegum myndum • 6 helstu orkumyndirnar: • Hreyfiorka = breytum efnaorku fæðuefna í hreyfingu og efni sem er á hreyfingu býr til orku. • Stöðuorka = hlutur býr yfir orku sem ræðst af því hvar hann er staðsettur. • Varmaorka = hreyfiorka sem breytist í varmaorku (hreyfing einda) • Efnaorka = kraftar sem halda saman frumeindum. • Rafsegulorka = t.d. ljós • Kjarnorka = samþjappaðasta mynd orkunnar. Í miðju frumeinda er kjarni þar sem kjarnorkan á upptök sín; hún losnar úr læðingi sem varma- og rafsegulorka þegar kjarninn klofnar. Losnar einnig þegar léttir kjarnar rekast saman á miklum hraða og sameinast.

  4. Hvað er varmi? • Varmi er í daglegu tali notað sem annað orð yfir hita eða yl. • Menn héldu fyrst að varmi væri sérstakt efni sem þeir kölluðu ylefni. • 1798 sannaði BenjaminThomson (Rumford greifi) að varmi er ekki efni. • Tilgáta Thomsons byggðist á því að varmi grundvallaðist á hreyfingu efnisins þ.e. hlutir á hreyfingu skapa varma

  5. Hvað er varmi? • 40 árum síðar staðfesti JamesPrescottJoule tilgátu Thompson og komst jafnframt að því að eftir því sem hreyfingin var meiri þeim mun meiri varmi myndaðist. • Varmi er því ein mynd orkunnar og tengist á einhvern hátt hreyfingu sameinda. • http://phet.colorado.edu/en/simulation/states-of-matter-basics

  6. Varmaflutningur • Varmaorka flyst frá heitum hlutum til þeirra sem kaldari eru. • Þessi tilfærsla á varma kallast varmaflutningur. • Varmi flyst á milli hluta með: • Varmaleiðingu • Varmaburði • Varmageislun varmaleiðing varmaburður geislun

  7. Varmaflutningur • Varmaleiðing: • Þegar varmi flyst frá einu efni til annars með beinni snertingu milli sameinda, þ.e. orkan berst frá einni sameind til annarrar. • Á sér stað í föstu efni, vökvum og lofttegundum. • Sum efni leiða betur og hraðar en önnur og kallast góðir varmaleiðarar t.d. silfur og kopar. Sum efni leiða varma illa og eru þá notuð á stöðum þar sem varmi á ekki að leiða hratt, t.d. skaft á steikarpönnur.

  8. Varmaflutningur • Varmaburður: • Þegar varmi berst með straumi straumefnis, þ.e. lofttegundum og vökvum. • Þegar straumefni hitnar taka sumar sameindir þess að hreyfast hraðar og lengra verður á milli þeirra en áður. Þegar þetta gerist verður eðlismassi þessa hluta straumefnisins minni. Þá verða sameindirnar ekki eins þéttar. • Vegna þess að heiti hluti straumefnisins er eðlisléttari en straumefnið í kring stígur það upp og skapar strauma sem bera með sér varma.

  9. Varmaflutningur • Varmageislun: • Orkuflutningur í formi ósýnilegra, innrauðra geisla. • Varmi berst til jarðar frá sólu með varmageislun.

  10. Varmaleiðni, varmaburður og varmageislun

  11. Hiti og varmi • Hiti og varmi er ekki það sama! • Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameindanna. • Varmi er ein mynd orku. Hversu mikil orkan er fer ekki bara eftir því hversu hluturinn er heitur, heldur líka eftir því hve mikið er af honum.

  12. Í heilu baðkari af 40°C heitu vatni er miklu meiri varmaorka en í einum bolla af 70°C heitu kaffi. 40° 70° Bollinn er heitari en...... Baðið býr yfir meiri varma

  13. Hiti mældur • Hitamælir er tæki sem mælir hita. • Hvers vegna rís súlan í hitamælinum eftir því sem hitinn er meiri? • Eftir því sem vökvinn í súlunni hitnar meira, þeim mun hraðar hreyfa sameindir vökvans sig og því meira verður rúmmál hans og því hærra stígur súlan í pípunni. • Hitamælar sýna hitann oftast í Celsíusgráðum en eining fyrir hita í alþjóðlega SI-kerfinu er þó Kelvin og er þá talað um Kelvinkvarðann. • Þegar við breytum gráðum á Celsíus yfir í Kelvin þá bætum við alltaf 273 við. • Við hvaða hitastig á Kelvin sýður vatn? • 373 K • Lægsti hiti sem til er nefnist alkul og er 0 K. Hversu margar gráður er það á Celsíus? • -273°C • Hvað heldur þú að eigi sér stað við alkul? • Hreyfing sameinda stöðvast og hreyfiorka þeirra jafngildir núlli.

  14. Hitaþensla • Flestir hlutir þenjast út þegar þeir hitna og verða eðlisléttari, þ.e. sami massi tekur þá meira pláss

  15. Vatn og eðlismassi • Undantekning frá þessu er vatn sem er eðlisþyngst við 4°C og byrjar þá að þenjast lítillega út þrátt fyrir kælingu. • Vatn verður því eðlisléttara við kælingu undir 4°C. • Hvaða áhrif hefði það á líf á jörðinni ef ís væri eðlisþyngri en vatn? • http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1386

  16. Þrautalausnir • Málmtappi er svo fastur á tómatsósuflösku að þú nærð ekki að skrúfa hann lausan. Hvernig gætir þú notfært þér þenslu og/eða samdrátt efna til þess að losa um tappann? • Tvö glös eru föst saman, hvort ofan í öðru. Hvernig gætir þú notfært þér þenslu og/eða samdrátt efna til þess að losa um glösin? • Hvers vegna er reglulegt bil milli eininga í járnbrautarteinum og steinsteyptum gangstéttum og götum?

  17. Hitamælingar • Varmi er oft mældur í einingum sem kallast Kaloríur (eða hitaeiningar). • 1 kaloría er sá varmi sem þarf til að hita 1 gramm af vatni um 1°C. • Einingin Júl er notað fyrir orku og vinnu og er sú orka sem matvæli gefa oftast gefin upp bæði í kílókaloríum (Kcal) og kílójúlum (kjúl) • 1 júl = 0,24 kaloríur og 1 kaloría = 4,2 júl. • Athugið næringargildismiða á nokkrum matvælum

  18. Eðlisvarmi efna • Efni taka misjafnlega vel við varma og sami varmi veldur mismikilli hitabreytingu hjá mismunandi efnum. Það, hversu vel efni taka til sín varma; nefnist eðlisvarmi. Sjá töflu bls. 39 • Eðlisvarmi efnis er sá varmi sem þarf til þess að hita 1 gramm efnisins um 1°C og er mældur í kaloríum (eða júlum). • Eðlisvarmi vatns er 1 kal/g°C

  19. Hæfnisþjálfun • Skv. töflunni bls. 39 er eðlisvarmi áls 0,22 kal/g°C og kvikasilfurs 0,03 kal/g°C. Hvort er ál eða kvikasilfur fljótara að hitna? • Kvikasilfur þar sem það þarf einungis 0.03 kaloríur til að hita 1 g af kvikasilfri um 1°C • Hversu margar kaloríur taka 10 g af vatni til sín þegar það hitnar um 5°C? • Varmi = 10g •5°C •1,0 kal/g°C = 50 kaloríur • Hversu margar kaloríur taka 10g af áli til sín þegar það hitnar um 5°C? • Varmi = 10g •5°C • 0,22 kal/g°C = 11 kaloríur

  20. Lögmálið um varðveislu orkunnar • Heildarmagn orkunnar í alheimi breytist ekki. Orka breytist úr einni mynd í aðra en hana er hvorki hægt að skapa né eyða. • Dæmi: Plöntur breyta orku sólarljóssins í efnaorku í sameindum sínum. Dýr éta plönturnar og breyta efnaorkunni í hreyfiorku þegar þau færa sig úr stað og í varmaorku sem heldur líkamanum heitum.

  21. Hitun, kæling og einangrun • Maðurinn getur nýtt þekkingu sína á eðli varmans til að stjórna hitastiginu í vistarverum okkar. • Hita- og kælikerfi byggja á varmaflutningi og breytingu orkunnar úr einni mynd í aðra. • Helstu varmagjafar sem notaðir eru til upphitunar eru: • Eldsneyti (kol, olía og timbur) • Rafmagn • Jarðvarmi (Hér á landi eru langflest hús hituð upp með jarðvarma)

  22. Jarðhitasvæði á Íslandi • Jarðhitasvæðum er skipt í lághitasvæði og háhitasvæði. Skiptingin fer eftir hitastigi vatnsins á 1000 metra dýpi. • <150°C = Lághitasvæði • >150°C = Háhitasvæði • Jarðhitaorka er endurnýjanleg orkulind sem hægt er að virkja með sjálfbærum hætti. • Sjá myndbönd og verkefni frá OR http://fraedsla.or.is/vatn/heittvatn/hahitasvaedi/ http://fraedsla.or.is/vatn/heittvatn/laghitasvaedi/ http://fraedsla.or.is/media/PDF/Vatn_7__Saga_hitaveitu.pdf - heimaverkefni http://fraedsla.or.is/vatn/heittvatn/hofudborgarsvaedid/ - heimaverkefni

  23. Jarðhiti á Íslandi Jarðhiti á Íslandi á rætur að rekja til úrkomu sem kemst í snertingu við heitan berggrunn líkt og gerist á flekamótum víðast annars staðar á jörðinni. Tengslin við eldvirknina eru þó mismikil, mest á háhitasvæðum sem eru öll tengd virkum eldstöðvum eða kvikuinnskotum. http://www.os.is/jardhiti/

  24. Jarðhiti á Íslandi • Íslendingar hafa nýtt sér jarðhita frá upphafi landnáms http://www.os.is/jardhiti/jardvarmanotkun/nr/39

  25. Einangrun og kælikerfi • Með einangrun má draga úr varmatapi sem verður vegna varmaleiðingar. Til einangrunar eru notuð efni sem leiða varma illa t.d.einangrunarplast, glerull og steinull. • Í kælikerfum er raforka notuð til að fjarlægja varmaorku úr vistarverum fólks eða t.d. út kæliskápum.

More Related