180 likes | 405 Views
Maðurinn, orkan og umhverfið. Orka á Íslandi (bls. 352 – 359). Orka á Íslandi. Ísland er vel sett hvað varðar orkulindir Vatnsafl og jarðhiti eru okkar mikilvægustu orkulindir og um leið mikilvægar auðlindir Aðrar mikilvægar auðlindir eru gjöful fiskimið og hreint umhverfi
E N D
Maðurinn, orkan og umhverfið Orka á Íslandi (bls. 352 – 359)
Orka á Íslandi • Ísland er vel sett hvað varðar orkulindir • Vatnsafl og jarðhiti eru okkar mikilvægustu orkulindir og um leið mikilvægar auðlindir • Aðrar mikilvægar auðlindir eru gjöful fiskimið og hreint umhverfi • Um 71% af orkunotkun landsins framleiðum við sjálf en einnnig flytjum við inn mikið magn af jarðeldsneyti (29% orkunotkunar: um 90% þess í sjávarútveg og samgöngur) • Orkunotkun Íslendinga er mjög mikil, raforkunotkun á mann sú næstmesta í heiminum, aðeins Noregur er þar fyrir ofan Valdimar Stefánsson 2006
Orsakir jarðhitans • Ísland liggur á flekaskilum og kvika úr iðrum jarðar á greiða leið upp í berggrunninn • Varmaorkan frá kvikunni er gífurleg og hitar upp grunnvatn sem liggur í berggrunninum • Með því að bora ofan í berggrunninn er hægt að sækja þetta vatn og síðan nýta varma þess ýmist til húshitunar eða raforkuframleiðslu Valdimar Stefánsson 2006
Orsakir vatnsorkunnar • Landið er byggt upp af gosefnum og smám saman hefur hlaðist upp hálendi • Úrkoma sem fellur á hálendið myndar annars vegar jökla og hins vegar ár og vötn • Strax og úrkoman fellur hefst ferð hennar til sjávar • Þar sem ár falla um brattlendi geta verið staðir sem hentugir eru til vatnsaflsvirkjunar • Þar er hreyfiorku vatnsins breytt í raforku Valdimar Stefánsson 2006
Orkunotkun á Íslandi • Mikil orka fer hér á landi í húshitun, sérstaklega yfir vetrartímann • Einnig þarf mikla orku til að reka skipaflotann og til samgangna í lofti og á landi • Þriðji stóri þátturinn í orkunotkun hér á landi er orkufrekur iðnaður Valdimar Stefánsson 2006
Orka á Norðurlöndunum • Í Svíþjóð er enn numinn mór úr jarðlögum til að brenna í orkuverum og framleiða þannig rafmagn • Einnig eru þar kjarnorkuver • Í Danmörku er hluti orkunnar framleiddur úr vindorku en annars þurfa þeir að flytja inn mikið af orku • Noregur hefur vatnsorku, svipað og við, en að auki miklar olíulindir í Norðursjónum Valdimar Stefánsson 2006
Vatnsorka á Íslandi • Fyrsta vatnsaflsstöðin var reist í Hafnarfirði 1904 og næstu áratugi voru reistar smáar virkjanir víða um land • Elliðaárvirkjun komst í gagnið um 1930 og síðar Sogsvirkjun • Búrfellsvirkjun var fyrsta virkjunin sem reist var með orkufrekan iðnað í huga og er virkjunin nú sú næst öflugasta á landinu Valdimar Stefánsson 2006
Vatnsorka á Íslandi • Árið 1999 voru 84% af allri raforkunotkun landsmanna komin frá vatnsaflsvirkjunum en í árslok 2005 var sú tala komin niður í 80% • Stærstu virkjanirnar voru við Þjórsá, Tungná og Blöndu en með Kárahnjúkavirkun er sú stærsta nú við Jökulsá á Dal • Talið er að hagkvæmt sé að virkja um 40 teravattstundir/ári en með Karahnjúkavirkjun er þegar búið að virkja tæplega þriðjung þeirrar orku eða um 12 teravattstundir/ári Valdimar Stefánsson 2006
Orka á Íslandi • Í dag eru 28 vatnsaflsvirkjanir og fimm jarðhitavirkjanir sem framleiða rafmagn • Til að nýta betur fallorku í vatnsföllum og jafna út misrennsli í ánum eru búin til miðlunarlón • Þannig er unnt að tryggja jafna orkuframleiðslu sem er nauðsynlegt fyrir stóriðjuna • Þessi miðlunarlón eru mörgum þyrnir í augum Valdimar Stefánsson 2006
Jarðhiti á Íslandi • Eldsumbrot eru að meðaltali á fjögurra ára fresti á Íslandi • Meiri hluti kvikunar storknar neðanjarðar og myndar innskot sem eru hitagjafar jarðhitasvæðanna • Regnvatn sem fellur til jarðar sígur niður í jarðskorpuna og myndar grunnvatn sem sytrar um glufur og sprungur í berginu Valdimar Stefánsson 2006
Jarðhiti á Íslandi • Jarðhitasvæðum á Íslandi er skipt í tvo flokka: háhitasvæði og lághitasvæði • Háhitasvæðin eru innan gosbeltanna og er hiti í slíkum jarðhitakerfum yfir 200°C ofan við 1000 m dýpis • Lághitasvæðin eru utan gosbeltanna og er hiti í þeim yfirleitt innan við 150 °C á 1000 m dýpi • Eðli og yfirborðsummerki þessara svæða eru talsvert mismunandi Valdimar Stefánsson 2006
Háhitasvæði Íslands Valdimar Stefánsson 2006
Háhitasvæði á Íslandi • Um það bil 20 háhitasvæði eru á landinu og raunar gætu þau verið fleiri • Hiti í jarðhitakerfum svæðanna hefur mælst allt upp í 300°C í borholum • Á yfirborði kemur heita vatnið fram í vatns-, leir- eða gufuhverum • Ýmis efni ná upp á yfirborð háhitasvæða í formi gastegunda • Áætlað magn brennisteinsvetnis (H2S) • frá Námafjalli: 2200 t á ári • frá landinu öllu: 13900 t á ári Valdimar Stefánsson 2006
Lághitasvæði á Íslandi • Á lághitasvæðum rennur vatnið yfirleitt fram sem vatnshverir eða laugar og má oftast nýta það beint til neyslu • Mun minna er af gasi og útfellingum á lághitasvæðum en háhitasvæðum • Áætlað er að á landinu séu laugar og laugasvæði á um 300 stöðum og einstakar laugar eru a. m. k. 700 • Frá lághitasvæðum renna á náttúrulegan hátt um 2000 l/s Valdimar Stefánsson 2006
Nýting jarðvarma • Hitaveitur eru stærsti orkunotandi jarðvarma og nær 85% landsmanna njóta nú hitaveitu frá jarðvarma • Raforkuvinnsla úr jarðvarma fer vaxandi og árið 2006 var um 25% raforkuframleiðslunnar komin frá jarðhita; Hellisheiðarvirkjun, Nesjavellir, Reykjanes, Svartsengi og Krafla • Aðrir stórir notendur jarðvarma eru ylræktin, fiskeldi og ýmis efnaiðnaður Valdimar Stefánsson 2006
Orka jarðhitans • Erfitt er að meta orku jarðvarmans á Íslandi þar sem bæði skortir rannsóknir á mörgum svæðum og óljóst við hvað á að miða í nýtingu • Út frá þeim rannsóknum sem fram hafa farið má gera ráð fyrir að háhitasvæðin gætu gefið af sér 28 teravattstundir/ári í 50 ár ef miðað er við enga endurnýjun • Ef tekin eru saman bæði lág- og háhitasvæðin á öllu landinu er áætlað að einungis 1,5% orkunnar hafi verið virkjuð Valdimar Stefánsson 2006
Orka jarðhitans • Til framtíðar felast helstu möguleikar okkar á nýtingu jarðhitans í húshitun, raforkuframleiðslu og ferðamannaþjónustu • Ef háhitasvæðin verða í vaxandi mæli nýtt til raforkuframleiðslu er ljóst að mannvirki, vegir, leiðslur og línur koma til með að valda breytingum á umhverfinu • Stærsti kosturinn við raforkuframleiðslu frá háhitasvæðum er þó tvímælalaust sá að framkvæmdin er afturkræf Valdimar Stefánsson 2006
Óendurnýjanlega orkulindir • Vegna þess hve landið er ungt finnst hér ekki nein olía, gas né kol; ekki heldur geislavirk efni til kjarnorkuvinnslu • Af óendurnýjanlegum orkulindum er einungis um að ræða lítilsháttar surtarbrand (brúnkol) og mó en hvorttveggja er af litlum gæðum og óhentugt til vinnslu • Ljóst er því að á meðan þjóðin þarfnast óendurnýjanlegrar orku, til samgangna og veiða, þá verður að flytja hana alla inn Valdimar Stefánsson 2006