1 / 51

efahyggja ( skeptisismi ) afstæðishyggja ( relatífismi )

efahyggja ( skeptisismi ) afstæðishyggja ( relatífismi ). Svavar Hrafn Svavarsson. spurningar. Hvað er efahyggja? Hvað kemur fólki til að efast? Hvert leiðir efinn? Skynsamleg og uppbyggileg? Hvað er afstæðishyggja? Hvaðan kemur hún og hvert leiðir hún?

barid
Download Presentation

efahyggja ( skeptisismi ) afstæðishyggja ( relatífismi )

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. efahyggja (skeptisismi)afstæðishyggja (relatífismi) Svavar Hrafn Svavarsson

  2. spurningar Hvað er efahyggja? Hvað kemur fólki til að efast? Hvert leiðir efinn? Skynsamleg og uppbyggileg? Hvað er afstæðishyggja? Hvaðan kemur hún og hvert leiðir hún? Óskynsamleg eða til merkis um víðsýni? Hver er munurinn á afstæðis- og efahyggju?

  3. efi Venjulegum efa er hægt að eyða eða staðfesta. Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa (Jh 20:25) Tómas efasemdarmaður snerti sár Krists og efanum var eytt. Sbr. Caravaggio:

  4. efahyggja • Heimspekileg efahyggja beinist að öllum fullyrðingum innan einhvers tiltekins sviðs, eða öllum fullyrðingum sem sagðar eru sannar. • Tómas var efasemdarmaður en ekki efahyggjumaður.

  5. efahyggja og þekking Efahyggjumaðurinn er gagnrýninn á þá hugmynd að við getum öðlast þekkingu. Hann gagnrýnir jafnvel hugmyndir okkar um þekkingu, til dæmis þá hugmynd að þekking sé a.m.k. sönn skoðun sem er nægilega réttlætanleg eða studd nægilega skynsamlegum rökum.

  6. þekkingarfræði og efahyggja Efahyggjumaðurinn: Er ástæða til að samþykkja nokkra réttlætingu fyrir skoðun; getur réttlæting nokkurn tíma úthýst öllum vafa? Efahyggja gerir ráð fyrir því að til sé hugmynd um þekkingu, og að sú hugmynd segi að hægt sé að öðlast þekkingu eftir tilteknum leiðum.

  7. efahyggja verður til Fyrst glíma menn við spurninguna hvernig heimurinn sé. Sú spurning leiðir til annarrar: hvernig hægt sé að öðlast þekkingu á heiminum. Til að svara henni verður að svara því hvort hægt sé að öðlast þekkingu á heiminum. Hér stígur efahyggjumaðurinn fram, sá sem dregur á einhvern hátt í efa eða hafnar því að hægt sé að öðlast þekkingu.

  8. Akademían og Pyrrhon Þegar heimspekin býr við kenningar um veruleikann og þekkinguna, þá verður til kerfisbundin atlaga að þeim, fyrst í vígi Platons, Akademíunni, síðar hjá þeim sem kenndu sig við Pyrrhon: akademísk og pyrrhonsk efahyggja.

  9. efahyggja á nýöld Efahyggjan gengur í endurnýjun lífdaga á 16du öld. Hafði þó verið öflug undir lok miðalda (án þess að skáka guðstrúnni). Efinn tekinn grafalvarlega.

  10. René Descartes (1596-1650) höfuðsmiður heimspekinnar á nýöld og forsprakki vísindabyltingarinnar, álítur nauðsynlegt að svara efahyggju áður en meira verði aðhafst: Við skulum ekki halda að efahyggjan sé löngu dauð; hún blómstar nú jafn vel og fyrrum.

  11. David Hume (1711-76): Hin ákafa skoðun þessara margbrotnu mótsagna og ófullkomleika mannlegrar skynsemi hafa leitað svo á mig og hitað heila minn svo mjög, að ég er reiðubúinn að hafna allri skoðun og rökræðu, og álíta ekkert sennilegra eða líklega en annað.

  12. Immanuel Kant (1724-1804): efahyggjumaðurinn ... hemur og heftir rökræður kennimannsins, svo hann þrói með sér örugga gagnrýni skilnings og skynsemi... En þó að aðferð efahyggjunnar geti ekki sjálf getið af sér nokkurt ásættanlegt svar við spurningum skynseminnar, þá ryður hún eigi að síður brautina ...

  13. jákvætt nöldur efahyggju • Þótt efahyggjan nöldri, er hún jákvæð: hún heldur fræðingum við efnið og hefur reynst megnug þess að fjarlægja bábiljur og skerpa skilning á því hvað telst þekking.

  14. hverfum til ársins 200 e.Kr. • Þá var uppi róttækur efahyggjumaður: Sextos Empeiríkos (þýddur á 16du öld). • Hann sagði: Það má aðgreina þrjár tegundir fræðinga eftir því hvaða viðhorf þeir hafa til fullyrðinga um heiminn.

  15. Sextos: Þegar menn rannsaka eitthvert viðfangsefni, er líkleg niðurstaða rannsókna þeirra sú að þeir finni það sem þeir leita, neiti því að það sé finnanlegt og viðurkenni að það sé óþekkjanlegt, eða haldi rannsókninni áfram.

  16. fyrsti flokkurinn telur að þekking sé möguleg. Hann er langfjölmennastar og telur velflesta heimspekinga og fræðinga.

  17. annar flokkurinn hafnar því að þekking sé möguleg: við getum ekki verið viss um neitt eða haft nægilega réttlætingu eða skynsamleg rök fyrir því að samþykkja nokkuð. Sextos kallaði hann akademíska efahyggjumenn; á síðari tímum hafa þeir kallast kartesískir efahyggjumenn, eftir Descartes (lat. Cartesius). Þetta er algeng efahyggja.Við skulum kalla hana neikvæða efahyggju.

  18. þriðji flokkurinn telst líka til efahyggju, þeirrar sem kallast pyrrhonsk efahyggja. Hana skulum við kalla róttæka efahyggju. Frekar óvinsæl.

  19. tvær tegundir efahyggju neikvæð og róttæk

  20. neikvæðni vs. róttækni Sextos róttæki: stanslaus rannsókn þess sem hefur ekki enn komist að sannleikanum (skepsis = rannsókn). Hinir neikvæðu: ekki eiginlegir efahyggjumenn (segir Sextos), því þeir þykjast jafn vissir um að þekking sé ekki möguleg eins og fyrsti hópurinn um að þekking sé möguleg.

  21. neikvæði efahyggjumaðurinn • telur að hægt sé að sýna fram á neikvæða efahyggju með góðum og gildum. • Róttæki efahyggjumaðurinn finnur að því að neikvæði kolleginn trúi rökvísi sinni.

  22. afstæðishyggja vs. efahyggju Segjum að sitt sýnist hverjum. Segjum að okkur sé ókleift að skera úr um hver hafi á réttu að standa.  Segja allir satt eða enginn? Afstæðishyggja veðjar á alla. Ekki efahyggja.

  23. afstæðishyggja getur afmarkast við einhver svið (t.d. siðferði), en líka verið almenn, eins og hjá Prótagórasi (5ta öld f.Kr.), sem sagði: Maðurinn er mælikvarði allra hluta, þeirra sem eru, að þeir séu, og þeirra sem eru ekki, að þeir séu ekki.

  24. vandi afstæðishyggju: (1) Þó að vitum ekki hvor hafi á réttu að standa, megum við álykta að báðir hafi rétt fyrir sér? (2) Ef allt er satt, er þá líka satt að afstæðishyggja sé ósönn? (3) Felst mótsögn í því að hún sé bæði sönn og ósönn? Kannski ekki. (4) Getur afstæðishyggja sagt að það sé (einfaldlega) satt að allur sannleikur sé afstæður?

  25. mótsögn? Látum p vera fullyrðingu: Ég held að p sé satt (p er satt fyrir mig). Þið haldið að p sé ósatt (p er ósatt fyrir ykkur). Er mótsögn á milli þess sem ég held og þið haldið?

  26. sami vandi, ólík viðbrögð (1) Skoðun mín segir p. (2) Skoðun ykkar segir ekki-p. (3) Við getum ekki valið á skynsaman hátt á milli p og ekki-p. Afstæðishyggja segir: (4a) p er satt fyrir mig, en ekki-p fyrir ykkur. Róttæk efahyggja segir: (4b) við skulum fresta dómi um hvort sé satt Neikvæð efahyggja segir: (4c) við getum ekki vitað hvort er satt Aðrir segja: (4d-e) p er satt / ekki-p er satt (og fyrir því eru færð rök)

  27. neikvæð efahyggja • Descartes „beitti“ henni, en honum tókst að sefa efann. • Skilningarvitin leika mig grátt (segir hann); því er engin ástæða til að treysta þeim (skynvillurökin). •  Get ekki verið viss.

  28. En sumu má treysta! • hér eru hendur mínar  við getum sefað efa sem hlýst af skynvillum • Descartes finnur alltaf svör, þangað til hann kemur að þessu:

  29. Descartes: ... ég mun ganga að því vísu að til sé ... máttugur og kænn illur andi [sem] neyti allra bragða til að blekkja mig. Ég mun gera ráð fyrir því að himinninn, loftið jörðin, litirnir, lögun hluta, hljóð og allur hinn ytri heimur séu einungis draumsýnir sem andinn bregður upp til að blekkja mig.(Fyrsta hugleiðing, þýð. Þorsteinn Gylfason)

  30. Ef þetta reynist satt vera, sem það gæti verið, þá hefur Descartes enga réttlætingu fyrir því að halda að umheimurinn sé eins og hann virðist vera. Vandinn er að hann getur ekki eytt þessum efa (gerir það reyndar síðar).

  31. efinn er lúmskur • Það mætti halda að sá sem segir að ekki sé hægt að vita neitt félli á eigin bragði, því hvernig getur hann vitað það, ef ekki er hægt að vita neitt. • Er neikvæð efahyggja sjálfskæð?

  32. Matrix-rök I (1) Ef ég veit að eitthvað er raunin, þá er engin ástæða til að efast um að sú sé raunin. (2) Ef ég get ekki treyst þeim tólum sem ég bý yfir til að komast að því hver sé raunin (gæti verið blekktur), þá hef ég ástæðu til að efast um að raunin sé eins og ég held að hún sé. (3) Þess vegna veit ég ekki að þessi er raunin. Ef tólunum er ekki treystandi, þá er ástæða til að efast. En hvers vegna ætti þeim ekki að vera treystandi?

  33. Matrix-rök II Ég segi „þið eruð fyrir framan mig“ (og þykja ekki tíðindi). (1) Ef ég hef nægilega réttlætingu fyrir því að fallast á þið séuð fyrir framan mig, og ef því fylgir að það sé engin ill tölva sem lætur mig halda að þið séuð fyrir framan mig, þá hef ég nægilega réttlætingu fyrir því að fallast á að það sé engin ill tölva sem lætur mig halda að þið séuð fyrir framan mig. (2) En ég hef ekki nægilega réttlætingu til að fallast á að það sé engin ill tölva sem lætur mig halda að þið séuð fyrir framan mig. (3) Þess vegna hef ég ekki nægilega réttlætingu til að fallast á að þið séuð fyrir framan mig. (Litlu skiptir hvort þið eruð fyrir framan mig eða ekki.)

  34. róttæk (pyrrhonsk) efahyggja Sextos: Jafnvel þó bæði Akademíumenn og [pyrrhonskir] efahyggjamenn segist trúa sumum hlutum, er munurinn á heimspeki þeirra öldungis ljós. Því „að trúa“ er margrætt; það merkir bæði að vera ekki á móti heldur einfaldlega fylgja án mikillar sannfæringar eða áherslu (eins og drengur er sagður trúa kennara sínum), og það merkir stundum að samþykkja eitthvað eftir eigin ákvörðun og eins konar samúð (eins og sá sem skortir sjálfstjórn trúir þeim sem hvetur til óhóflegs munaðarlífs). Sextos hefur skoðun í vissum skilningi, en þó aldrei þannig að hann hafi nokkuð fyrir satt.

  35. forsaga Sextosar Sextos skoðar mál í von um að komast að sannleikanum, en kemst að því að skynjun og skynsemi geti ekki skorið úr um hvað sé satt, a.m.k. ekki enn sem komið er, hvað sem síðar kann að gerast. Hann fellst því ekki á neitt, frestar bara dómi.

  36. ein aðferð róttæklingsins (1) x virðist vera F ákveðnu fólki og/eða við ákveðnar aðstæður (2) x virðist vera ekki-F öðru fólki og/eða við aðrar aðstæður (3) Við getum ekki skorið úr um hvort x sé raunverulega F eða ekki-F (4) Þess vegna frestum við dómi um hvort x sé F eða ekki-F Á eftir (3) gætum við ályktað eins og afstæðishyggjumaðurinn.

  37. aðrar aðferðir róttæklingsins (A) Vítarunurök: sönnun þarf sönnunar við, sem aftur þarf sönnunar við, ... Hvar endar þetta? (B) Bjargrök: þegar menn sjá fram á vítarunu, þá ákveða þeir að byrja á einhverjum stað; gefa sér grundvöll án sönnunar. Má það? (C) Vítahringsrök: þegar það sem á að sanna einhverja fullyrðingu þarfnast þess sjálft að fullyrðingin sé sönn. Hljómar ekki vel?

  38. skothelt? Menn geta fært rök fyrir máli sínu á þrjá vegu. Annað hvort hætta rökin einhvers staðar (á einhverju bjargi) eða ekki. Ef rökin hætta, þá gefur maður sér eitthvað sem öruggt. Ef þau hætta ekki, þá fer rökfærslan annað hvort í hring (misjafnlega stóran) eða hún heldur áfram endalaust. Ef það er ekki hægt að fallast á neitt af þessu, þá skal fresta dómi.

  39. efahyggju svarað? Neikvæður efahyggjumaður fellur á eigin bragði þegar hún segir að ekkert sé hægt að vita, því hvernig gæti hann vitað það? Á róttækur efahyggjumaður ekki að fresta dómi um hvort ætti að fresta dómi, því ef ekki, þá er dómi ekki frestað?

  40. betri gagnrýni? Ef róttæklingurinn frestar dómi og tekur aldrei afstöðu til nokkurra mála, hvernig getur hann þá gert nokkuð? Afvopnar róttæklingurinn ekki efahyggju sína með athöfnum sínum?

  41. Hume: • Mótbárur efahyggju … er annað hvort hversdagslegar eða heimspekilegar. Hversdagslegar mótbárur verða til af því mannlegur skilningur er eðli sínu samkvæmt veikburða; mótsagnakenndar skoðanir ólíkra tíma og þjóða; ólíkir dómar heilbrigðra og veikra, æsku og elli, velsældar og vansældar; stöðugar mótsagnir milli hvers manns skoðana og kennda; svo mætti lengi telja. Það er óþarfi að höggva í sama knérunn. Þetta eru veikar mótbárur. Því að eins og við beitum skynseminni dags daglega í málum er varða staðreyndir og tilvist, og megnum ekki að vera til án þess að rökræða á þennan hátt, hrökkva allar hversdagslegar mótbárur sem þaðan koma ekki til að hrekja þennan vitnisburð. Það sem leggur pyrrhonisma að velli, og alla ýkta efahyggju, er athöfn og breytni og hvunndagslífið sjálft.

  42. og: ... efahyggjukenningum getur vaxið fiskur um hrygg, og þær geta dafnað meðan þær halda sig innan veggja skólanna, þar sem það er erfitt ef ekki með öllu ómögulegt að hrekja þær. En um leið og efahyggjan hættir sér út og lendir í návígi við raunveruleg fyrirbæri sem kveikja ástríður vorar og hræra við tilfinningunum, þá rís allt það máttugasta í manneðlinu gegn henni og blæs efanum burtu sem reyk, svo hinn ákafasti efahyggjumaður verður rétt eins og fólk er flest.(þýð. Atli Harðarson)

  43. mótsögn? (1) Við getum ekki vitað að ekki sé verið að blekkja okkur. Neikvæði efahyggjumaðurinn: (2) Ef við vitum það ekki, þá vitum við næsta lítið (eða ekkert; sbr. Matrix II). (3) Þess vegna vitum við næsta lítið (eða ekkert). En við vitum heilmikið. (Alltént að við vitum næsta lítið!) Róttæklingurinn: (2‘) Ef við vitum ekki að ekki sé verið að blekkja okkur, þá getum við ekki sagt af eða á um nokkurn hlut.

  44. vandi efahyggjunnar Vandi efahyggju er ekki fræðilegur heldur praktískur. Það er allt í lagi að vera efahyggjumaður, annað hvort í öllum málum eða á sumum sviðum, því efahyggjan er einangruð frá lífinu. Þetta er alveg rétt, en þetta var einu sinni ekki alveg rétt.

  45. fornt og nýtt Efahyggjumaður fornaldar tók heimspeki sína svo alvarlega að hann varð að lifa í samræmi við hana og gera grein fyrir því hvernig það væri hægt þrátt fyrir efahyggju. Ef maður hefur ekkert fyrir satt, fer maður sér ekki að voða? Fornmenn sögðu ekki vera. Og reyndar héldu því sumir fram að með efahyggju sinni öðluðust þeir sálarfrið.

  46. efahyggja skynsamleg? Er efahyggja skynsamlegt viðhorf? Sá sem fylgir henni að málum má játast því sem hann telur sennilegt eða því sem honum virðist vera raunin, svo lengi sem hann segist ekki hafa fangað sannleikann. Hún afneitar ekki sannleikanum, heldur aðeins að það sé ekki vitað (og verði kannski ekki vitað) hver hann sé. Hollt viðhorf?

  47. afstæðishyggja skynsamleg? Menningarleg afstæðishyggja: ólíkir menningarheimar meta ólík verðmæti á ólíkan hátt; það sem er (metið) rétt hér er (metið) rangt annars staðar. Allir (a.m.k. margir) hafa á réttu að standa? Siðferðileg afstæðishyggja: réttmæti athafna miðast við aðstæður eða mat einstaklings eða hópa? Afstæðishyggja um sannleika: sannleiksgildi skoðana miðast við eitthvern ramma eða samhengi? Seiðandi viðhorf?

  48. siðferðileg afstæðishyggja Þessu fólki finnst rétt að umskera ungar stúlkur, en okkur finnst rangt að umskera ungar stúlkur. Er bæði rétt og rangt að umskera ungar stúlkur?

More Related