90 likes | 1.03k Views
Myndagátur Gunnars Halldórssonar. Dularfull spor . Hvernig getur staðið á því að spor liggja burt frá bælinu í snjónum en engin spor liggja að því?. Fjársjóðskistan. Hvernig getur einn kafari komið henni í heilu lagi upp á
E N D
Dularfull spor Hvernig getur staðið á því að spor liggja burt frá bælinu í snjónum en engin spor liggja að því?
Fjársjóðskistan Hvernig getur einn kafari komið henni í heilu lagi upp á yfirborðið. Kistan er of þung til að hann geti dregið hana eftir hellisbotninum út úr hellinum og látið hífa hana upp.
Hengibrúin Fyrir rúmum hundrað árum var farið að brúa stórar ár á Íslandi. Hér er verið að byggja hengibrú yfir 20 metra breitt gljúfur. Nú þarf að koma vír yfir ána. Hver ætli sé fljótlegasta og þægilegasta aðferðin til að koma vírnum yfir?
Skilaboð um aðkallandi hættu Fólkið sem bjó sitt hvoru megin á þessari eyju var í meira en tvo klukkutíma að ferðast milli þorpanna. Og það hafði hvorki síma né talstöð. Samt var hægt að koma skilaboðunum um að skip nálgaðist eyjuna til hins þorpsins á örfáum mínútum. Hvernig?
Kapall gegnum ræsi Nú er illt í efni! Hvernig er hægt að koma kaplinum í gegnum ræsið?
Hvers konar mál? Geta nemendur sjálfir búið til svona myndagátur?