210 likes | 402 Views
Sögur, ljóð og líf Frá Kreppuárum að köldu stríði Bls. 58-64. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Bækur og tímarit. Athugið töfluna á bls. 59: Alger bylting í útgáfu fagurbókmennta á tímabilinu 1900-1996.
E N D
Sögur, ljóð og lífFrá Kreppuárum að köldu stríðiBls. 58-64 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Bækur og tímarit • Athugið töfluna á bls. 59: Alger bylting í útgáfu fagurbókmennta á tímabilinu 1900-1996. • Fyrstu ár aldarinnar eru gefnar út 28,3 bækur að meðaltali á ári. • Á 9. áratugnum eru gefnar út 206 bækur að meðaltali árlega. • Hér er um að ræða byltingu sem jafna má við búsetubyltinguna!
Bækur og tímarit • Það sem hér er átt við með „fagurbókmenntum“: • Frumort ljóð • Frumsamin skáldrit • Þýdd skáldrit
Bækur og tímarit • Athyglisverðar staðreyndir: • Hvorugur hinna miklu ljóðaþýðenda aldarinnar, Magnúsar Ásgeirssonar (1901-1955) eða Helga Hálfdanarsonar (f. 1911) lagði nokkra áherslu á að þýða nýjungar í samtíðarbókmenntum heldur lögðu alla áherslu á hið hefðbundna í erlendri ljóðlist.
Bækur og tímarit • Athyglisverðar staðreyndir, frh. • Bækur með frumortum ljóðum eru lengstum fleiri en frumsömdu lausamálsritin. Mögulegar skýringar: • Ljóðabækur eru smærri í sniðum og því ódýrari í útgáfu en skáldsögur. • Áhugi þjóðarinnar á ljóðum er mjög rótgróinn. • Íslendingar virtust um tíma hafa meiri metnað til að gefa út ljóðabækur en skáldsögur.
Bækur og tímarit • Athyglisverðar staðreyndir frh. • Einkaútgáfur höfunda á ljóðabókum eru jafnframt tíðari en á skáldsögum. • Þar á móti kemur að mun fleiri eintök eru gefin út af hverri skáldsögu en ljóðabók.
Bækur og tímarit • Bókaútgáfa tekur mjög stórt stökk á 5. áratug 20. aldar. • Í því sambandi er gjarnan bent á aukinn kaupmátt þjóðarinnar samfara almennum vöruskorti á stríðsárunum. • Einnig vaxandi áhuga á bókum í kjölfar líflegra deilna um bókmenntastefnuna. • Fjölgun starfandi höfunda.
Bækur og tímarit • Á síðustu áratugum hefur hlutur fagurbókmennta farið minnkandi í heildarútgáfu bókmennta. • „Þekkingarsprengingin“ leiddi af sér stóraukna útgáfu hvers konar fræðslurita, einkum fyrir almenning.
Bækur og tímarit • Tímarit hafa alla tíð skipt milu máli fyrir þjóðina. • Mikilvægustu tímaritin á 19. öld voru gefin út í Kaupmannahöfn. • Á 20. öld færist tímaritaútgáfan heim.
Bækur og tímarit • Skírnir, tímarit hins íslenska bókmenntafélags, var gefið út í Reykjavík frá 1905. Þá hætti það að segja fréttir og varð einvörðungu menningartímarit sem flutti einkum greinar og ritgerðir um sögu, tungu og bókmenntir.
Bækur og tímarit • Eimreiðin hóf göngu sína í Kaupmannahöfn 1895 en fluttist til Íslands og birti mikið af bókmenntatengdu efni. Í tímaritinu fór fram virk bókmenntaumræða. • Iðunn kom út 1915-1937, síðustu árin undir ritstjórn Árna Hallgrímssonar.
Bækur og tímarit • Vaka kom út árin 1927-1929. Tímaritið var gefið út og ritstýrt af „framvörðum menningarinnar“: • Ágúst H. Bjarnason • Árni Pálsson • Ásgeir Ásgeirsson • Guðmundur Finnbogason • Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi • Kristján Albertsson • Ólafur Lárusson • Páll Ísólfsson • Sigurður Nordal
Bækur og tímarit • Rauðir pennar var tímarit sem gefið var út af róttækum rithöfundum. • Þeir höfðu stofnað með sér Félag byltingarsinnaðra rithöfunda 1933. Kunnastir félagsmanna voru: • Halldór Laxness • Jóhannes úr Kötlum • Halldór Stefánsson • Steinn Steinarr
Bækur og tímarit • Einnig má þó nefna: • Ólaf Jóhann Sigurðsson • Halldóru B. Björnsson • Guðmund Daníelsson • Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Kristinn E. Andrésson gagnrýnandi. • Félagið starfaði fram um 1940.
Bækur og tímarit • Tímaritið Rauðir pennar kom út 1935-38 og birti róttækar bókmenntir og róttæka bókmenntagagnrýni á þess tíma mælikvarða. • Stefna tímaritsins byggði á skilgreiningu stéttabaráttunnar, þ.e.a.s að efla byltingarstefnu íslenskra bókmennta og innleiða sósíalíska skáldskaparstefnu.
Bækur og tímarit • Það var þó ekki aðeins byltingarandinn sem semeinaði hina róttæku höfunda, heldur einnig óttinn við hina öfgafullu þjóðernis- og kynþáttastefnu nasismans á meginlandi Evrópu.
Bækur og tímarit • Árið 1937 stóð Félag byltingarsinnaðra rithöfunda að stofnun bókmenntafélagsins Máls og menningar. • Með stofnun þessa félags, auk Menningar og fræðslusambands alþýðu, hófst starfsemi bókaklúbba á Íslandi.
Félagslegt raunsæi • Félagslegt raunsæi (sósíalískt raunsæi) einkennir íslenskar bókmenntir í lausu máli á árunum 1930-1950.
Félagslegt raunsæi • Höfundar reyndu að skrifa raunsæislegar („sennilegar“) samtíðarsögur. • Athygli beinist að því sem kalla má félagslega greiningu: • Lögð er áhersla á að láta uppruna og félagslegt baksvið persónanna varpa ljósi á þær, oft með fróðlegri blönd af sósíalískum þjóðfélagsskilningi og sálfræði. • Samfélagið með reglum sínum er dregið til ábyrgðar og persónur sagnanna sýndar í uppreisn gegn aðstæðunum.
Félagslegt raunsæi • Félagslega sinnuð raunsæisskáld létu sér annt um lágstéttarfólk og smælingja, lýstu kjörum þeirra á gagnrýninn hátt og reyndu að fletta ofan af félagslegu misrétti. • Ýmsum öðrum stéttum eða hópum þótti þá oft harkalega að sér vegið. Ollu því bókmenntir þessa skeiðs oft harkalegum deilum sem snérust oft ekki minna um pólitík en bókmenntir.
Félagslegt raunsæi • Bréf til Láru vakti harkaleg viðbrögð um miðjan þriðja áratuginn. • Sjálfstætt fólk olli einnig uppnámi þegar hún kom út á árunum 1935-35. • Jónas Jónsson frá Hriflu og Guðmundur Friðjónsson á Sandi gagnrýndu þessar bókmenntir harkalega en til varnar voru Kristinn E. Andrésson og fleiri liðsmenn rótttækra höfunda.