150 likes | 270 Views
Risaveldin á 8. og 9. áratugnum. 1968 – 1985 Bls. 142-147. Umbótasinnar í Tékkóslóvakíu. Tékkóslóvakía hafði, ólíkt öðrum Austur-Evrópulöndum, búið við lýðræðislega stjórnarhætti á millistríðsárunum og almenningur þar sætti sig aldrei við ok kommúnismans
E N D
Risaveldin á 8. og 9. áratugnum 1968 – 1985 Bls. 142-147
Umbótasinnar í Tékkóslóvakíu • Tékkóslóvakía hafði, ólíkt öðrum Austur-Evrópulöndum, búið við lýðræðislega stjórnarhætti á millistríðsárunum og almenningur þar sætti sig aldrei við ok kommúnismans • Árið 1962 sprengdu andófsmenn í loft upp gríðarstóra styttu af Stalín sem reist hafði verið í skemmtigarði í Prag og gáfu þannig til kynna hug fólksins til stjórnvalda • Árið 1966 komust umbótasinnar, undir forystu Alexanders Dubceks til valda í Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu og höfðu þar betur í baráttunni við gömlu stalínistana Valdimar Stefánsson 2007
Vorið í Prag • Umbótasinnarnir vildu koma á sósíalisma sem væri í senn mannlegur og lýðræðislegur með umbætur í efnahagsmálum efst á blaði • En gæta þurfti þess að styggja ekki Sovétríkin og því skyldi fylgja þeirra stefnu í utanríkis- og varnarmálum • Vorið 1968 var slakað á ritskoðun í landinu og umræður um áður óleyfileg mál blómstruðu, sérstaklega í höfuðborginni Prag þar sem listamenn og skáld nutu tjáningafrelsisins • En Sovétmenn og fleiri leiðtogar austantjaldsríkja höfðu illan bifur á umbótunum og óttuðust að valdamenn landsins myndu missa á þeim tökin með skelfilegum afleiðingum Valdimar Stefánsson 2007
Innrásin í Tékkóslóvakíu • Í ágústmánuði 1968 réðust hersveitir frá öllum Varsjárbandalagsríkjunum, nema Rúmeníu, inn í Tékkóslóvakíu • Ríkistjórn landsins með Dubceks í broddi fylkingar var neydd til að segja af sér og við völdum tóku sovéthollir kommúnistar undir forystu Gustavs Husaks • Næstu tvo áratugina máttu tékkneskir mennta- og andófsmenn þola handtökur og lögregluríki alræðisstjórnar kommúnistaflokksins • Vorið í Prag og innrásin í kjölfarið varð enn til að breikka bilið á milli sósíalista í Vestur-Evrópu og kommúnistastjórnar Sovétríkjanna Valdimar Stefánsson 2007
Þíða í samskiptum stórveldanna • Árið 1972 heimsótti Nixon Bandaríkjaforseti Sovétríkin og var þetta fyrsta heimsókn bandarísks forseta frá síðari heimsstyrjöldinni • Þessi heimsókn varð upphafið að þíðu í samskiptum stórveldanna þar sem markmiðið var að stunda friðsamlega sambúð, leysa deilumál og koma í veg fyrir gjöreyðingarstríð • Hafnar voru viðræður um fækkun kjarnavopna, svokallaðar SALT I viðræður og árið 1975 var undirritað Helsinkisamkomulagið um öryggi og samvinnu í Evrópu • Annað SALT-samkomulag var undirritað 1979 en reyndar samþykkti Bandaríkjaþing aldrei það samkomulag Valdimar Stefánsson 2007
Stríðið í Afganistan • Árið 1978 steyptu vinstrisinnaðir herforingjar forseta Afganistan af stóli og stofnuðu alþýðulýðveldi undir stjórn Tarakis forseta • Sovétmenn voru að sjálfsögðu reiðubúnir til aðstoðar enda mikil þörf á endurbótum í löngu stöðnuðu þjóðlífi Afganistans • En múslimskir trúarleiðtogar voru lítt hrifnir af kommúnismanum og brátt tóku skæruliðasamtök að berjast við stjórnarherinn • Taraki forseti var myrtur árið 1979 og stjórnin kallaði eftir hernaðaraðstoð frá Sovétríkjunum Valdimar Stefánsson 2007
Stríðið í Afganistan • Í árslok 1979 réðust sovéskar hersveitir inn í Afganistan og komu á leppstjórn undir forystu Babraks Karmals • Styrjöldin stóð í tíu ár og börðust Sovétmenn þar við skæruliða bókstafstrúaðra múslima • Þrátt fyrir að beita allri sinni hernaðartækni tókst Sovétmönnum ekki að sigra skæruliðana sem nýttu sér fjalllendi og vegleysur landsins • Sovéskir ráðamenn uppgötvuðu loks að þeir höfðu flækst inn í stríð sem þeir gætu ekki unnið og árið 1989 hurfu þeir á brott úr landinu án þess að hafa náð neinum árangri í tíu ára átökum • Fljótlega eftir brottförina náðu hersveitir Talibana svo undirtökunum í Afganistan Valdimar Stefánsson 2007
Bréshnev-tímabilið • Tímabilið í sögu Sovétríkjanna frá 1964 til 1982 er gjarnan kennt við leiðtoga ríkjanna á þessum tíma og kallað Bréshnev-tímabilið • Leoníd Bréshnev þótti harður í horn að taka og leyfði enga andstöðu við stefnu kommúnistaflokksins innanlands né frávik frá stefnu Varsjárbandalagsins meðal austantjaldsríkjanna • Mikil stöðnun ríkti í sovésku efnahagslífi á Bréshnev-tímanum og spilling gróf um sig meðal forréttindastéttarinnar rússnesku Valdimar Stefánsson 2007
Bréshnev-tímabilið • Vopnakapphlaupið og hernaðaruppbyggingin tóku til sín svo mikið fjármagn að lítið varð eftir handa neysluvöruiðnaðinum • Viðvarandi skortur var á almennum neysluvörum og áætlunarbúskapurinn reyndist þungur í vöfum ef breyta þurfti stefnunni • Mikil óánægja almennings kraumaði undir niðri en brugðist var við því með því að herða enn tökin á andófsmönnum og þjóðernishreyfingum • Mjög lítil endurnýjun varð í leiðtogasveit Kommúnistaflokksins þar sem Bréshnev starfaði samkvæmt þeirri reglu að allar breytingar væru af hinu illa og þegar kom fram á 9. áratuginn var meðalaldur Kremlverja svipaður og á elliheimili Valdimar Stefánsson 2007
Eftirmenn Bréshnevs • Júrí Andropov tók við völdum að Bréshnev látnum en hann hafði áður verið yfirmaður leyniþjónustunnar KGB • Á Vesturlöndum áttu fáir von á nokkurri breytingu en Andropov brá þó við nokkuð skjótt og kallaði til starfa yngri menn og í þeirra hópi voru Eduard Shevardnadse, Boris Jeltsín og Míkhaíl Gorbatsjov • Andropov lést árið 1984 og Konstantín Chernenko tók þá við völdum, 82 ára að aldri, en hann lést síðan árið eftir og Gorbatsjov tók við völdunum Valdimar Stefánsson 2007
Niðurlæging Bandaríkjanna • Áttundi áratugur 20. aldar er eitt mesta niðurlægingaskeið Bandaríkjanna í alþjóðamálum • Ósigurinn í Vietnam, Watergate-hneykslið og afsögn Nixons forseta voru aðeins upphafið að slæmum áratug • Forsetatíð Fords og Carters þótti ekki tilþrifamikil og lok áratugarins með byltingunni í Íran og töku bandaríska sendiráðsins þar telst líklega vera botninn í bandarískri utanríkisstefnu á 20. öldinni • Árið 1980 tekur síðan nýr forseti við völdum í Hvíta húsinu en það var leikarinn fyrrverandi Ronald Reagan Valdimar Stefánsson 2007
Hægrisveifla í vestrænum ríkjum • Ronald Reagan þótti íhaldsamur í meira lagi en hann var ekki eini hægri sinnaði íhaldsmaðurinn sem tók við völdum í hinum vestræna heimi um þetta leyti • Margaret Thatcher varð forsætisráðherra Bretlands árið 1979 og kristilegi demókratinn Helmut Kohl kanslari Þýskalands árið 1982 • Sósíalistinn Mitterand Frakklandsforseti lagði af hina sjálfstæðu utanríkisstefnu gaulista og batt sitt trúss við hægri stjórnir annarra Vesturvelda • Þessi breyting í stjórnmálum Vesturlanda verður síðan á sama tíma og leiðtogakreppa gerir vart við sig í Sovétríkjunum Valdimar Stefánsson 2007
Hægrisveifla í vestrænum ríkjum • Spenna milli risaveldanna jókst á ný og Bandaríkjamenn undir stjórn Reagans margfölduðu framlög sín til hermála • Í kjölfarið stigu fjölmennar friðarhreyfingar fram í Vestur-Evrópu sem kröfðust fækkunar kjarnorkuvopna og nýttu Sovétmenn sér þær óspart í áróðri sínum • Reagan var hins vegar harður á því að byggja upp vopnabúr Bandaríkjanna, 1983 kynnti hann til sögunnar nýtt varnarkerfi sem átti að fara að vinna að og hlaut nafnið „stjörnustríðsáætlunin“ • Áætlunin var gagnrýnd harkalega bæði í Austur- og Vestur-Evrópu enda fór það svo að hún varð aldrei að veruleika Valdimar Stefánsson 2007
Hægrisveifla í vestrænum ríkjum • Ráðamenn í Bandaríkjunum blésu þó á alla gagnrýni og var ætlunin meðal annars að sýna heiminum fram á að þeir hefðu vel efni á að viðhalda fælingunni, endurnýja vopnabirgðir og standa við stóru orðin • Sovétmönnum skyldi refsað fyrir innrásina í Afganistan, skoðannakúgun heima fyrir og stuðning við óvinveittar ríkisstjórnir • Bann var sett við sölu á tölvu- og hátæknibúnaði til Sovétríkjanna og átti með því að þrengja enn kosti þeirra til uppbyggingar Valdimar Stefánsson 2007
Hægrisveifla í vestrænum ríkjum • En nú tóku ýmsir stjórnmálaleiðtogar í Vestur-Evrópu að mótmæla stefnu Bandaríkjanna og bentu á að þrátt fyrir allt væri Sovétríkin nágrannaríki þeirra sem þeir vildu eiga vinsamleg viðskipti við • Flest Evrópuríki vildu fylgja friðsamlegri stefnu gagnvart Austur-Evrópu, hinni svo kölluðu Ostpolitik sem þýski jafnaðarmaðurinn Willy Brandt hafði komið fram með á áttunda áratugnum • Svo virtist sem kalda stríðið væri að ná fyrra spennustigi á nýjan leik og lítið mátti út af bregða svo að ekki færi allt í bál og brand Valdimar Stefánsson 2007