190 likes | 354 Views
Sögur, ljóð og líf Um kalda stríðið að stúdentaóeirðum Bls. 106-120. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Sagnagerð 1950-1970. Eftir mikið blómaskeið í skáldsagnaritun á 4. og 5. áratugnum hægir á ferðinni á þeim 6.
E N D
Sögur, ljóð og lífUm kalda stríðið að stúdentaóeirðumBls. 106-120 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Sagnagerð 1950-1970 • Eftir mikið blómaskeið í skáldsagnaritun á 4. og 5. áratugnum hægir á ferðinni á þeim 6. • Á milli 1950 og 1960 komu aðeins út örfáar skáldsögur sem til tíðinda voru taldar í blöðum og tímaritum. • Hluti skýringarinnar flest í því að skáldsagan hafði verið sjálfsagt tæki hinna róttæku rithöfunda meðan þeir trúðu á fyrirmyndarríkið og börðust fyrir því en nú komu vonbrigði kaldastríðsáranna í stað bjartsýninnar sem áður ríkti.
Sagnagerð 1950-1970 • Merkasta skáldsaga 6. áratugarins er vafalaust Gerpla Halldórs Laxness en hún kom út árið 1952. • Á yfirborðinu er hún endursögn eða skopstæling á Fóstbræðra sögu en undirniðri er hún ádeila á hernaðarbrölt og vopnaskak samtíðarinnar.
Sagnagerð 1950-1970 • Sjá brot úr Gerplu á bls. 107 og misjafna dóma manna um bókina á bls. 108-109. • Þjóðin tók Halldór Laxness endanlega í sátt þegar hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955.
Sagnagerð 1950-1970 • Næstu skáldsögur Halldórs Laxness voru: • Brekkukotsannáll 1957 • Paradísarheimt 1960 • Kristnihald undir jökli 1968 • Innansveitarkronika 1970
Sagnagerð 1950-1970 • Í þessum bókum kveður við nýjan tón hjá Laxness: • Burðarásar sagnanna, s.s. Björn bóndi í Brekkukoti, Steinar Steinsson og Jón prímus eru lítillátir menn ólíkt. t.d. Bjarti í Sumarhúsum. • Um leið verða sögurnar fremur heimspekilegar en félagslegar og standa að því leyti nær einstaklingshyggju en sósíalisma. • Nýjar rannsóknir á Kristnihaldi undir jökli benda til þess að sagan taki virkan þátt í uppreisn módernismans gegn hefðinni.
Sagnagerð 1950-1970 • Á lýðveldisárinu 1944 hóf Ólafur Jóhann Sigurðsson útgáfu sagnabálks sem fjallaði um lífsbaráttu og hugsjónir þeirrar kynslóðar sem hann hafði kynnst í bernsku: • Fjallið og draumurinn 1952 • Vorköld jörð • Eftir 1950, í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og inngöngu í NATO, virðist hins vegar sem höfundum hafi almennt fundist brýnna að snúa sér að samtímanum. Þetta má sjá í næstu bókum Ólafs Jóhanns: • Gangvirkið 1955 • Seiður og hélog 1977 • Drekar og smáfuglar 1983
Sagnagerð 1950-1970 • Á tímabilinu sem hér um ræðir komu fram á sjónarsviðið ýmsir merkir kvenrithöfundar: • Ragnheiður Jónsdóttir skrifaði nýstárlegar skáldsögur um Þóru frá Hvammi • Oddný Guðmundsdóttir skrifaði skáldsöguna Skuld þar sem hún beitti aðferð töfraraunsæis (sjá umfjöllun á bls. 117) sem þekktist lítt á Íslandi • Þessar konur hlutu þó ekki mikla athygli og segja má að verk þeirra hafi fallið í gleymsku mestalla 20. öldina.
Sagnagerð 1950-1970 • Indriði G. Þorsteinsson lagði mikilvægan skerf til lýsingar á aðstæðum og örlögum þeirrar kynslóðar sem fluttist úr sveit í borg með skáldsögum sínum: • 79 á stöðinni 1955 • Land og synir 1963 • Borgin er aðalsögusviðið; horft er til sveitarinnar úr fjarska.
Sagnagerð 1950-1970 • Thor Vilhjálmsson (f. 1925), einn Birtingsmanna, gaf árið 1950 út fyrstu bók sína, Maðurinn er alltaf einn. • Bókin er safn smásagna, ljóða og þátta með sterkum módernískum einkennum. • Fyrsta skáldsaga Thors var Fljótt, fljótt sagði fuglinn og kom út 1968. • Sjá brot úr sögunni á bls. 112 og brot úr ritdómi um hana á bls. 113.
Sagnagerð 1950-1970 • Guðbergur Bergsson (f. 1932) sendi frá sér fyrstu bækur sínar árið 1961: • Músin sem læðist (skáldsaga) • Endurtekin orð (ljóðabók) • Árið 1966 sendi hann frá sér skáldsöguna Tómas Jónsson. Metsölubók. Hún vakti mikla athygli ásamt þeim bókum Guðbergs sem fylgdu í kjölfar hennar. • Flestir hafa litið á sögur Guðbergs sem uppreisn gegn hefðbundnu skáldsöguformi og tilraun til að túlka í skáldsögu upplausn samtíðarinnar. • Sjá brot úr framhaldi af bókinni Tómas Jónsson. Metsölubók , þ.e. Ástir samlyndra hjóna, á bls. 114-115.
Sagnagerð 1950-1970 • Jakobína Sigurðardóttir (1918-94) fór allt aðrar leiðir en Thor og Guðbergur í leit að nýju frásagnarformi. • Jakobína sagði sögur sínar með raunsæislegum hætti og byggði á félagslegri og sálfræðilegri greiningu persónanna. • Punktur á skökkum stað 1964 (smásagnasafn) • Dægurvísa 1965 (skáldsaga; fyrsta hópsaga (kollektiv roman) á íslensku þar sem ekki er eins sögupersóna heldur sagt frá hópi fólks sem mætir svipuðum vanda en bregst við honum hver á sinn hátt). • Snaran 1968 (skáldsaga; framtíðarsaga sem greinir frá verkamanni í erlendu stóriðjuveri á Íslandi. Frásagnartæknin er hálft samtal, líkt og þegar hlustað er á mann sem talar í síma).
Sagnagerð 1950-1970 • Svava Jakobsdóttir (f. 1930) sendi frá sér tvö smásagnasöfn þar sem einkum er fjallað um stöðu konunnar í nútímasamfélaginu. Þar birtist ný frásagnaraðferð sem sumpart var í ætt við absúrdisma (fjarstæðubókmenntir, sjá bls. 116). • Tólf konur 1965 • Veisla undir grjótvegg 1969 • Fyrsta skáldsaga hennar var Leigjandinn (1969) sem á yfirborðinu lýsir venjulegum búskaparraunum ungra hjóna en undir yfirborðinu kraumar ádeila á sambúð Íslendinga og Bandaríkjahers. • Sjá brot úr Leigjandanum á bls. 117 og túlkun á sögunni á bls. 117-118.
Leikritun • Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950. Þar með höfðu Íslendingar eignast atvinnuleikhús og leikarar og leikstjórar fengu í fyrsta sinn tækifæri til að helga sig list sinni einvörðungu. • Leikfélag Reykjavíkur lagði þó ekki upplaupana heldur hófst nú blómaskeið í leiklistinni og brátt voru atvinnuleikhús höfuðborgarinnar orðin tvö: • Þjóðleikhúsið • Iðnó (sem síðar varð Borgarleikhúsið)
Leikritun • Við vígslu þjóðleikhússins voru sýnt 3 íslensk leikrit: • Nýársnóttin e. Indriða Einarsson • Fjalla-Eyvindur e. Jóhann Sigurjónsson • Íslandsklukkan, leikkerð eftir skáldsögu HKL. • Margar leikgerðir (11 talsins) hafa verið gerðar af skáldsögum Halldórs Laxness auk þess sem hann hefur skrifað sex leikrit sem sýnd hafa verið. Enginn íslenskur höfundur hefur átt jafnmörg verk á sviði Reykjavíkurleikhúsanna.
Leikritun • Mikið líf færðist í íslenska leikritun eftir stofnun Þjóðleikhússins og á 6. áratugnum voru sýnd 13 íslensk leikrit. • Fáir höfundar helguðu sig reyndar leikritun einni. • Meðal afkastameiri leikritahöfunda eru Jónas Árnason (1923-1998) og Agnar Þórðarson (f. 1917). • Meðal leikrita Jónasar eru söngleikir við tónlist Jóns Múla bróður hans.
Leikritun • Jökull Jakobsson (1933-1978) var afkastamesti leikritahöfundurinn á fyrstu áratugum atvinnuleikhúsanna og skrifaði einnig mörg merkileg útvarpsleikrit. • Mestrar hylli naut leikrit hans Hart í bak (1962). • Leikrit Jökuls eru yfirleitt raunsæisleg eða natúralísk að því leyti að lögð er rækt við sennilegar persónur og samræðustíll þeirra er mjög trúr veruleikanum. Efni og boðskapur sverja sig hins vegar í ætt módernismans. • Sjá umfjöllun Fríðu Á. Sigurðardóttur um Jökul á bls. 120.
Leikritun • Veruleg frávik frá hinu natúralíska leikhúsi er að finna í þremur leikritum Halldórs Laxness frá 7. áratugnum: • Strompleikurinn 1961 • Prjónastofan sólin 1962 • Dúfnaveislan 1966 • Þessi leikrit voru mjög táknræn og stóðu nær leikhúsi fáránleikans (absúrdleikhúsinu, sjá umfjöllun á bls. 116) en flest annað sem skrifað var á Íslandi um þessar mundir.
Leikritun • Á síðustu árum hefur Ólafur Haukur Símonarson (f. 1947) verið afkastamesta leikritaskáldið og skrifað raunsæisleg leikrit sem leitast við að varpa ljósi á líf og tilfinningar venjulegs fólks. • Sbr. t.d. Gauragang og Þrek og tár.