110 likes | 248 Views
Að uppgötva hið heilaga í náttúrunni. - Hugleiðingar um Hvítbókina og friðlýsingar. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.Sc. Umhverfisfræðingur o g ráðgjafi í umhverfismálum. Mengun á Everestfjalli. Magn kadmíums og arseniks í snjónum á toppi Everestfjalls er yfir öryggismörkum.
E N D
Að uppgötva hið heilaga í náttúrunni - Hugleiðingar um Hvítbókina og friðlýsingar. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.Sc. Umhverfisfræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum
Mengun á Everestfjalli • Magn kadmíums og arseniks í snjónum á toppi Everestfjalls er yfir öryggismörkum. • Háloftavindar eru taldir hafa borið mengunina frá iðnaðarborgum Asíu. • Bakgrunnsgildi mengunar á ósnortnum svæðum jarðar eru að hækka smám saman. • Öll Jörðin er að mengast – ekkert landsvæði er óhult.
Af hverju skiptir það okkur máli? • Ósnortin náttúra er að verða afskaplega verðmæt svo verðmæt að ekki er hægt að meta hana til fjár. • Náttúra Íslands er verðmæti sem við eigum í dag, en sem við gætum auðveldlega glatað á morgun. • Náttúruvernd á Íslandi er fyrst og fremst fyrirbyggjandi í eðli sínu. • Ekki er hægt að laga eyðilögð svæði eftir á sbr. ofauðgun stöðuvatna.
Íbúar jarðar glíma við vaxandi vatnsskort • Bandaríkjamenn er farið að skorta vatn • Kínverja skortir nú þegar vatn • Jöklarnir í Himalaja eru að bráðna • Stórfljótin Ghanges og Brahmaputra gætu þornað upp • Umhverfisflóttamenn í leit að drykkjarvatni!
Af hverju skiptir það okkur máli? • Jöklar og ósnortin víðerni Íslands eru vatnsforðabúr sem verða æ verðmætari sé horft til framtíðar. • Boutros Boutros-Ghali sagði að samkeppni um vatnsauðlindir jarðar gæti valdið styrjöldum í framtíðinni. • Ekki skrýtið að erlendir aðilar vilji eignast vatnsauðlindir á Íslandi. • Verðum að sýna fyrirhyggju og horfa a.m.k. 500 ár fram í tímann!
Hvítbókin, friðlýsingar og náttúruverndaráætlun • Tímamótaverk í umhverfismálum á Íslandi • Náttúruvernd á Íslandi er skoðuð út frá alþjóðlegum sjónarhóli og með hliðsjón af löggjöf á hinum Norðurlöndunum • Siðferðilegt mat er tekið með og málin skoðuð frá mörgum hliðum • Til hamingju með hvítbókina! • Ýmsar hugsanir koma upp við lestur bókarinnar! • Er hægt að friðlýsa vistkerfi sem maðurinn er í beinum samskiptum við? • Af hverju hafa svona fá búsvæði verið friðlýst? • Hugmyndir um net verndarsvæða eru mjög mikilvægar. Forðast skal að vernda einangruð svæði.
Hvítbókin, friðlýsingar og náttúruverndaráætlun • Rannsóknir eru nauðsynleg forsenda friðlýsinga en það þarf að flýta þeim. Það liggur á að friðlýsa mörg svæði á Íslandi. Undirbúningur friðlýsinga er brýnt viðfangsefni sem þarf að hafa forgang á hinum stjórnmálalega vettvangi. • Að friðlýsa náttúruvé er afar brýnt. Veitir sterka vernd. • Sérstakur flokkur – óbyggð víðerni er mikilvægur. Þó má ekki gleyma náttúruvættum/véum í byggð. • Fagna skal áætlunum um sérstaka landslagsvernd. • Munu friðlýsingar halda, eða verður hægt að breyta þeim í framtíðinni?
Á þetta ekki að vera dæmi um náttúruvætti eða náttúruvé í byggð? URRIÐAFOSS
Mannhyggja / Umhverfishyggja • Mannleg samfélög eru gjörsamlega háð vistkerfum og þjónustu náttúrunnar • Engar tæknilegar lausnir geta komið í staðinn fyrir þá þjónustu sem náttúran veitir t.d. við miðlun og hreinsun grunnvatns. • Meira að segja út frá sjónarhóli mannhyggjunnar er óráðlegt að ganga of nærri náttúrunni. • Ef ekkert er heilagt verður allt leyfilegt!
Niðurstaða: Heimsmynd okkar þarfnast endurskoðunar Faðir vor og móðir vor Þú sem ert á himni og jörðu Helgist þitt nafn og til komi þitt ríki... • Hvernig við hugsum um heiminn og hverju við trúum skiptir máli! • Allt sem við hugsum skiptir máli!
En það sem skiptir mestu máli er það sem við gerum! Við getum umbreytt veröldinni: með því að breyta hegðun okkar og lífsstíl, með því að gefa meira en við þiggjum, með því að rækta allt sem lifir, vökva, næra og gefa öllu lífi framtíð og von. Man must cease attributing his problems to his environment, and learn to exercise his will - his personal responsibility. - Albert Schweitzer