1 / 24

Nýtt stórveldi Austurlanda

Nýtt stórveldi Austurlanda. Veldi íslamstrúar og krossferðirnar. Uppgangur í arabaheiminum. Á 7. öld varð til nýtt stórveldi í við Miðjarðarhafið, í kjölfar eingyðistrúar sem upp kom á Arabíuskaganum í upphafi aldarinnar

caitir
Download Presentation

Nýtt stórveldi Austurlanda

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Nýtt stórveldi Austurlanda Veldi íslamstrúar og krossferðirnar

  2. Uppgangur í arabaheiminum • Á 7. öld varð til nýtt stórveldi í við Miðjarðarhafið, í kjölfar eingyðistrúar sem upp kom á Arabíuskaganum í upphafi aldarinnar • Á ríflega einni öld hafði þessi trú breiðst út alla norðurströnd Afríku, norður eftir botni Miðjarðarhafs og í austur allt að Indlandi • Með trúnni breiddist út sameiginleg ritmenning, heimsmynd og vísindi sem áttu rætur í hellenisma fornaldar • Trúarbrögðin nefnast íslam og eru í dag næst fjölmennustu trúarbrögð heims Valdimar Stefánsson 2006

  3. Íslömsk trú • Nafnið íslam er dregið af arabískri sögn fyrir að gefa sig (guði) á vald en orðið yfir fylgjendur hennar, múslima, er af sömu rót • Íslam deilir með kristinni trú og gyðingdómi þeim kjarna að hinn eini almáttugi guð, skapari alheimsins, hafi birt mönnum vilja sinn með milligöngu spámanna • Á meðal spámanna íslam eru Abraham, ættfaðir gyðinga, sem arabar líta líka á sem ættföður sinn, Móses, meginspámaður gyðinga, og Jesú Kristur Valdimar Stefánsson 2006

  4. Múahmeð spámaður • Múslimar trúa því að Múhameð hafi verið sá spámaður sem lauk boðun guðs til manna og að í boðskapnum sem Kóraninn, helgirit múslima, geymir sé að finna óspillta boðun guðs til manna • Múhameð fæddist árið 570 í borginni Mekka, sem liggur á gömlum verslunarleiðum frá frjósamasta hluta Arabíuskagans og Indlandshafi til Miðjarðarhafs • Um þrítugt, þegar hann var orðin efnaður kaupmaður í Mekka, tók hann að berjast gegn vaxandi ójöfnuði og skurðgoðadýrkun jafnframt því að boða trú á einn almáttugan guð Valdimar Stefánsson 2006

  5. Múahmeð spámaður • Ráðandi öfl í Mekka tóku boðskap Múhameðs afar illa enda mátti líta á hann sem beina árás á valdakerfi, siði og trú borgarbúa. • Nokkur fjöldi fólks tók trú en þar kom að hann þurfti að flýja til nágrannaborgarinnar Medína til að bjarga lífi sínu • Þar var stofnað nýtt samfélag undir forystu Múhameðs og miðast tímatal múslima við þann atburð, árið 622 • Tæpum áratug eftir flótta Múhameðs frá Mekka féll borgin í hendur hins ört vaxandi safnaðar múslima • Múhameð lést sama ár, 632 Valdimar Stefánsson 2006

  6. Kóraninn • Múslimar trúa því að Kóraninn hafi orðið til með þeim hætti að engill guðs birtist Múhameð og skipaði honum að læra og hafa yfir óbreytt orð guðs og bera þau til manna • Þess vegna eru öll orð Kóransins hrein orð guðs • Múslimar hafa ekki átrúnað á Múhameð og gera því ekki af honum myndir • Lög múslima eru byggð á Kóraninum en einnig á ummælum, dómum og siðum sem með beinum hætti mátti rekja til Múhameðs og nánustu samferðamanna hans Valdimar Stefánsson 2006

  7. Eftirmenn spámannsins • Eftir dauða spámannsins tóku nánustu fylgismenn hans við veraldlegu hlutverki hans og stýrðu samfélaginu og ört vaxandi ríki múslima • Það náði innan fárra áratuga yfir Arabíuskagann, Egyptaland, Mesópótamíu, Palestínu og Persíu • Fjórði eftirmaður (kalífi) spámannsins var Alí, tengdasonur hans, en hann var myrtur í innbyrðis valdabaráttu við Umayad-ættina árið 661 • Fylgismenn Alís, (Shi' at Ali á arabísku) tóku þá Hussain, son Alís, sér til foringja en í lokauppgjöri Umayada og fylgismanna Alís, árið 680, var Hussain felldur Valdimar Stefánsson 2006

  8. Klofningur múslima • Eftir þessi úrslit klufu fylgismenn Alís sig endanlega frá meginþorra múslimasamfélagsins • Fylgismenn Alís teljast í dag vera Shíta-múslimar (15% múslima) en fylgismenn andstæðinga hans eru nefndir Súnní-múslimar (85% múslima) • Shíta-múslimar telja að réttmætir andlegir arftakar Múhameðs, imam, búi yfir sérstakri náð til að túlka Kóraninn rétt en Súnní-múslimar hafna því að nokkur maður búi yfir guðlegri náð sem öðrum er ekki veitt Valdimar Stefánsson 2006

  9. Umayad-kalífadæmið • Eftir uppgjörið við fylgismenn Alís festi Umayad-ættin sig í sessi og var kalífadæmið undir hennar stjórn fram á miðja 8. öld • Umayadar fluttu miðstöð veldisins frá Arabíuskaganum til Damaskus í Sýrlandi en það land höfðu þeir náð af Býsansríkinu nokkru fyrr • Þar blandaðist hin arabíska menning býsanskri og persneskri menningu á frjóan máta • Klettamoskan í Jerúsalem, einn mesti helgidómur múslima, er reist á tímum Umayad-ættarinnar Valdimar Stefánsson 2006

  10. Veldi Íslam Valdimar Stefánsson 2006

  11. Abbasíta-kalífadæmið • Árið 747 var gerð uppreisn gegn Umayad-ættinni sem lyktaði með sigri uppreisnarmanna af ætt Abbasíta • Kalífadæmi Abbasíta stóð að nafninu til fram á 13. öld er mongólar lögðu það af velli en þá höfðu Seldsjúkar, tyrkneskur þjóðflokkur, í raun stýrt kalífadæminu um allnokkurt skeið • Abbasítar gerðu Bagdad að höfuðborg sinni og þar með var hin forna Mesópótamía orðin þungamiðja stórveldisins Valdimar Stefánsson 2006

  12. Abbasíta-kalífadæmið • Fyrri hluti valdatímabils Abbasíta var mikið blómaskeið íslamskrar menningar • Bagdad varð þá ein stærsta borg heims og tvímælalaust ein sú glæsilegasta • Í ríkulegu menningarlífi borgarinnar runnu saman grísk, arabísk og persnesk vísindi, heimspeki, bókmenntir, listir og guðfræði • Frjálsræði borgaranna skilaði sér í margvíslegum nýungum t. d. á sviði stærðfræðinnar, læknavísinda heimspeki og lögfræði Valdimar Stefánsson 2006

  13. Máraríkið á Spáni • Er Umayad-ættin tapaði völdunum voru flestir fulltrúar hennar drepnir en einn ungur maður náðu að flýja til Spánar, sem múslimar nefndu Al-Andalus • Þar komst á nýtt, sjálfstætt Umayad-kalífadæmi árið 756 og var þá stjórnarfarsleg eining múslima rofin • Í höfuðstað þeirra, Kordóvu, blómstraði menningin ekki síður en í Bagdad, einkum í listgreinum Valdimar Stefánsson 2006

  14. Hámiðaldir í Vestur-Evrópu • Á 11. og 12. öld tók hin arabíska menning að streyma yfir til Evrópu • Þær menningarlegu nýjungar áttu mikilvægan þátt í þeim sköpunarkrafti sem tók þá að endurmóta evrópska menningarhefð • Hinir nýju háskólar álfunnar tóku fjölmargt úr arabískum fræðum til gagngerðrar skoðunar og úr varð hreyfing sem á komandi öldum breytti heiminum Valdimar Stefánsson 2006

  15. Krossferðir • Krossferðir voru í grunninn herferðir og stríð háð undir merkjum krossins gegn þeim sem rómversk-katólska kirkjan skilgreindi sem óvini trúarinnar • Þeirra á meðal voru heiðnir Slavar við Eystrasalt, Márar á Spáni, Tyrkir á Balkanskaga og villutrúarhópar (kaþarar) í Suður-Frakklandi • Langmikilvægastu krossferðirnar voru þó þær sem farnar voru til Palestínu til að frelsa landið helga úr klóm heiðingjanna Valdimar Stefánsson 2006

  16. Fyrsta krossferðin • Alexíus Comnenus (1084-1118) keisari Býsansríkisins brá á það ráð, er flest sund virtust honum lokuð og Mikligarður að falla í hendur múslima, að senda eftir aðstoð páfans í Róm • Urbanus páfi II (d. 1099) brást skjótt við ákalli Býsansmanna og hét á aðalsmenn um alla álfuna að fylkja sér undir krossinn í herför til landsins helga • Árið 1095 hélt síðan hátt í hundrað þúsund manna her til Jerúsalem Valdimar Stefánsson 2006

  17. Fyrsta krossferðin • Þessi fyrsta krossferð var sú eina sem fór svona nokkurn veginn samkvæmt áætlun • Eftir nokkrar orrustur og stofnun smáríkja komust krossfararnir að Jerúsalem sumarið 1099 og sátu um hana í mánaðartíma áður en þeir réðust inn í hana og tóku á sitt vald • Sjónarvottar hafa lýst blóðbaðinu þannig að menn hafi vaðið blóðið í hné og höggvið allt kvikt, menn, konur, börn og skepnur Valdimar Stefánsson 2006

  18. Sundrung meðal múslima • Ástæðan fyrir velgengni fyrstu krossfaranna virðast einkum vera tvíþættar • Í fyrsta lagi kom innrásin múslimum í opna skjöldu og voru þeir því lengi að bregðast við á viðunandi hátt • Í öðru lagi var sundrung meðal múslima um stjórn kalífadæmisins á þessum tíma en Seldsjúkar sem þá höfðu ríkt um skeið voru á fallanda fæti og innbyrðis átök meðal ýmissa þjóðflokka veruleg Valdimar Stefánsson 2006

  19. Kristna ríkið Jerúsalem • Krossfararnir stofnuðu nokkur ríki fyrir botni Miðjarðarhafs og var Jerúsalem þeirra mikilvægasta • Nokkrar nýjar krossferðir voru farnar næstu öldina en gengu ekki eins vel og sú fyrsta og smátt og smátt misstu krossfararnir völd sín • Það var ekki síst vegna nýs leiðtoga múslima Salah-ad-Din (Saladín), sem tókst loks að vinna Jerúsalem á nýjan leik, árið 1187 Valdimar Stefánsson 2006

  20. Fjórða krossferðin Í upphafi 13. aldar hófst fjórða krossferðin og átti hún að beinast gegn Egyptalandi Feneyskir kaupmenn komu því hins vegar svo fyrir að herinum var snúið gegn Miklagarði og börðust þeir þar af heift við trúbræður sína í austri auk þess að láta greipar sópa um gersemar borgarinnar Páfinn mótmælti framferðinu ákaflega en fékk þó engu ráðið Valdimar Stefánsson 2006

  21. Fleiri krossferðir • Þegar kom fram á 13. öld voru krossferðirnar farnar að snúast um flest annað en kristni, hafi þær nokkru sinni gert það • Innbyrðis átök krossfaranna, árásir þeirra á Býsansríkið, ítök og deilur kaupmanna frá Feneyjum og Genúa, allt stuðlaði það að sneypulegum herförum og dræmum áhuga Evrópubúa á tiltækinu • Árið 1291 féll síðasta vígið, borgin Akra í Palestínu, og múslimar höfðu þar með unnið fullnaðarsigur á innrásarliðinu Valdimar Stefánsson 2006

  22. Afleiðingar krossferðanna • Krossferðirnar höfðu lítil áhrif á þróun hins múslimska heims en í Evrópu voru hins vegar beinar og óbeinar afleiðingar miklar • Krossfararnir sjálfir kynntust framandi menningarheimi þar sem munaðurinn var ofar draumum þeirra og þeir voru fljótir að ánetjast ýmis konar fæðutegundum og kryddum svo dæmi séu tekin • Eftir að þeir sneru heim vildu þeir áfram njóta þessara lystisemda og því tók verslun með alls kyns munaðarvöru stóran kipp Valdimar Stefánsson 2006

  23. Afleiðingar krossferðanna • Sá fjörkippur sem hljóp í verslun og viðskipti í Evrópu á krossferðatímanum var mikilvæg forsenda fyrir stækkun og fjölgun borga í álfunni • Þannig má rekja rætur endurreisnarinnar, sem hefst í verslunarborgum Ítalíu á 14. öld, beint aftur til krossferðanna Valdimar Stefánsson 2006

  24. Afleiðingar krossferðanna Auk þess opnuðu krossferðirnar farveg fyrir margvíslega menningarstrauma, s. s. í listum, vísindum og ekki síst í heimspeki Stofnaðar voru riddarareglur í krossferðunum og eru musterisriddararnir þeirra þekktust en nokkrar þessara reglna urðu síðar öflugar í hringiðu evrópskra stjórnmála Valdimar Stefánsson 2006

More Related