290 likes | 475 Views
Ríkisvald á árnýöld. Stjórnarhættir í Evrópu og á Íslandi 1500 – um 1650 (bls. 275 – 290). Samþjöppun ríkisvaldsins. Miðaldirnar í Evrópu einkennast af valdamikilli aðalsstétt sem alla tíð náði að setja völdum konungs skýr mörk
E N D
Ríkisvald á árnýöld Stjórnarhættir í Evrópu og á Íslandi 1500 – um 1650 (bls. 275 – 290)
Samþjöppun ríkisvaldsins • Miðaldirnar í Evrópu einkennast af valdamikilli aðalsstétt sem alla tíð náði að setja völdum konungs skýr mörk • Þótt konungsvald styrktist nokkuð á síðmiðöldum var það ekki fyrr en með siðaskiptum sem aðallinn tók að missa völd sín að ráði • Á fyrstu tveimur öldum nýaldar festir einveldisfyrirkomulagið sig síðan í sessi í flestum ríkjum álfunnar og eru þrír stjórnspekingar gjarnan nefndir sem fyrirrennarar einveldisins Valdimar Stefánsson 2008
Jean Bodin (1530 – 1590) • Franskur stjórnmálaheimspekingur, Jean Bodin, gaf út rit, árið 1576, sem fjallar um óskorað fullveldi konungs • Þá höfðu heiftarlegar trúarbragðastyrjaldir geisað í Frakklandi um árabil og markaðist umfjöllun hans um ýmis stjórnarform af því • Hann taldi að guðleg forsjón hefði skapað ríkisvaldið og því ættu þegnarnir ekki að hafa neitt um það að segja en þessi hugmyndafræði varð síðan einkennandi fyrir einveldisfyrirkomulagið Valdimar Stefánsson 2008
Thomas Hobbes (1588 – 1679) • Árið 1651, þremur aldarfjórðungum eftir að Bodin gaf út rit sitt, kom út í Englandi bókin Leviathan eftir Thomas Hobbes • Um það leyti hafði geisað borgarastríð í landinu og líkt og Bodin var Hobbes sannfærður um að þegnar ríkisins væru ófærir um að stýra sér sjálfir og sterkt einveldi þess vegna eina stjórnarfyrirkomulagið sem gæti virkað • Því yrðu þegnarnir að sýna einvaldinum skilyrðisausa hlýðni, annars yrði algjör upplausn Valdimar Stefánsson 2008
Jacques-Bénigne Bossuet (1627 – 1704) • Bossuet biskup þróaði öðrum fremur kenninguna um að vald konungs væri komið frá Guði einum og konungur því aðeins ábyrgur gagnvart Guði • Það varð síðan kjarninn í einveldiskenningunni • Rétt er þó að taka það fram að Bossuet lagði áherslu á að konungur yrði að virða venjur og lög ríkisins • Bossuet biskup var einn af kennurum sona Lúðvíks 14. og meðal annars þess vegna höfðu kenningar hans mikil áhrif Valdimar Stefánsson 2008
Stjórnarhættir einveldisríkja • Stjórnarhættir einveldisríkja einkenndust af miðstýringu og reglufestu en stjórn ríkisins var grundvölluð á störfum ráðgjafa konungs og embættismanna hans sem meðal annars unnu að samræmdri löggjöf og víðtækri skattheimtu • Einvaldurinn tók flestar mikilvægar ákvarðanir sjálfur, oftast í samráði við ráðgjafa sína en jafnan taldi hann sig ekki æðri lögunum • Hernaðaruppbygging var einn af hornsteinum einveldisins og undantekningalaust var komið á fót öflugum fastaher í einveldisríkjum Valdimar Stefánsson 2008
Hnignun aðalsvaldsins • Stuðningur borgarastéttar við einveldið gerði konungi kleift að halda niðri háaðlinum • Borgarar hlutu nú ýmis forréttindi og konungur skipaði þá gjarnan í embætti ríkisins enda reyndust þeir oftast konunghollari en aðalsmenn • Skipaðir voru héraðsstjórar sem sáu um stjórn í einstökum héruðum en við þá skipan missti háaðallinn tengslin við héruð sín sem vald þeirra hafði áður byggst á • Líf háaðalsmanna snerist í æ ríkari mæli um hirðlífið en þeir voru þó áfram valdamesta og auðugasta þjóðfélagsstéttin Valdimar Stefánsson 2008
Frakkland verður einvaldsríki • Á síðari hluta 16. aldar geisaði borgarastríð í Frakklandi sem á yfirborðinu var trúarbragðastríð á milli kaþólikka og húgenotta (kalvínista) en var í raun valdabarátta æðstu aðalsmanna landsins • Hinrik 4. tók við völdum árið 1594 og batt enda á trúarbragðaátökin með Nantes-tilskipuninni sem veitti húgenottum svæðisbundið trúfrelsi • Síðan hófst hann handa við að styrkja konungsvaldið og tókst að koma á innanlandsfriði með því móti Valdimar Stefánsson 2008
Frakkland verður einvaldsríki • Sonur Hinriks, Lúðvík 13. átti því láni að fagna að hafa afar hæfan ráðgjafa sér við hlið, Richelieu kardínála • Richelieu var í raun stjórnandi ríkisins um áratugaskeið og vann ötullega að því að efla miðstýringu þess • Hann nam Nantes-tilskipunina úr gildi, ekki af trúarlegum ástæðum, heldur vegna þess að honum þótti húgenottar full óháðir konungsvaldinu Valdimar Stefánsson 2008
Frakkland verður einvaldsríki • Árið 1643 féll Lúðvík 13. frá og fjögurra ára sonarsonur hans, Lúðvík 14., tók þá við • Móðir konungs, Anna af Austurríki, varð ríkisstjóri en valdamesti ráðgjafi hennar, Mazarin kardínáli fylgdi stefnu Richelieus • Þegar Mazarin féll frá, árið 1661, tilkynnti Lúðvík konungur að hér eftir tæki hann öll völd í sínar hendur og sæi sjálfur um öll stjórnarmálefni ríkisins • Næstu hálfa öld ríkti síðan Lúðvík 14. yfir Frakklandi sem mesti einvaldskonungur Evrópu, fyrr og síðar Valdimar Stefánsson 2008
Lúðvík 14. • Lúðvík 14. var í flesta staði hæfur konungur og styrkti verulega stöðu Frakklands í valdatafli álfunnar • Hann var dugnaðarforkur og vann dag hvern langan vinnudag, ásamt ráðgjöfum sínum, við stjórn ríkisins • Hirð sólkonungsins, en svo nefndu þegnar hans hann, varð fyrirmynd annarra konungshirða Evrópu og franskir hirðsiðir breiddust út um alla álfuna • Franska varð alþjóðamál í stjórnmálum og frönsk menning naut alþjóðlegrar hylli • Veldi Lúðvíks 14. endurspeglast í fleygum orðum hans: Ríkið, það er ég! Valdimar Stefánsson 2008
Miðaldaríkið Pólland • Um miðja 17. öld var Pólland stærsta ríki Evrópu og teygði sig yfir Hvíta-Rússland og stærsta hluta Úkraínu auk Litháens • Landeigendaaðallinn hélt þar öllum sínum völdum sem hann hafði öðlast á miðöldum og náði að viðhalda auði sínum með kornsölu til Vestur-Evrópu • Konungur Póllands var nánast alveg valdalaus og kjörinn af aðlinum með tilheyrandi nýjum valdatakmörkunum • Vegna sundrungar aðalsins var það nánast regla að útlendingur var kjörinn konungur Valdimar Stefánsson 2008
Miðaldaríkið Pólland • Svæðisbundin þing aðalsins voru um 50 talsins og völdu þau fulltrúa á ríkisþingið en aðrir þegnar áttu þar enga fulltrúa • Ríkisþingið var nánast óstarfhæft þar sem allir þingmenn höfðu neitunarvald í öllum málum og gátu því stöðvað þingstörf með því að lýsa því yfir að þeir myndu ekki samþykkja neitt • Á 18. öld skiptu Austurríki, Prússland og Rússland ríkinu á milli sín og Pólland hvarf af landakortinu í meira en 120 ár Valdimar Stefánsson 2008
Einveldi verður ráðandi stjórnarform • Á tímum Lúðvíks 14. varð Frakkland fremsta ríki Evrópu og átti það stóran þátt í því að önnur ríki tóku upp einveldisfyrirkomulag hjá sér • Rússland, Prússland, Austurríki og Danmörk eru öll dæmi um ríki sem fóru einveldisleiðina og styrktust þau ríki öll á því • Undantekningar á einveldisfyrirkomulaginu voru samt nokkrar áhugaverðar, í Hollandi réðu efnaðir borgarar ríkinu og í Englandi þróaðist þingbundin konungsstjórn eftir áratuga baráttu Valdimar Stefánsson 2008
Ríkisvald á Íslandi fyrir einveldistímann: Framkvæmdavald • Fram að einveldistíma á Íslandi var hirðstjóri (höfuðsmaður) æðsti fulltrúi konungs og æðsti handhafi framkvæmdavalds á landinu • Þeirri stöðu gegndu oftast útlendingar og alltaf eftir siðaskipti en hirðstjórar dvöldu hér jafnan aðeins yfir sumartímann og sátu þá Alþingi • Fógeti var næstráðandi og aðstoðarmaður hirðstjóra og dvaldi hér jafnan allt árið • Hirðstjórar höfðu landið oftast á leigu og greiddu þá konungi ákveðið gjald en gátu hirt allar hans tekjur Valdimar Stefánsson 2008
Ríkisvald á Íslandi fyrir einveldistímann: Framkvæmdavald • Sýslumenn voru undirmenn hirðstjóra og höfðu sýslur sínar á leigu fyrir ákveðna upphæð sem þeir greiddu hirðstjóra • Stundum voru sýslur boðnar upp og fékk sá er hæsta leigu bauð • Aðalstarf þeirra var innheimta konungstekna en einnig fóru þeir með lögregluvald í sýslum sínum og fóru þar einnig með dómsvald • Næstum allir sýslumenn voru Íslendingar, jafnan úr stórlandeigendastétt Valdimar Stefánsson 2008
Ríkisvald á Íslandi fyrir einveldistímann: Dómsvald • Neðsta dómstig landsins voru héraðsdómar sem sýslumenn stýrðu og nefndu bændur í dóma en héraðsdómum mátti áfrýja til lögrétti á Alþingi • Fundum lögréttu stýrðu æðstu menn dómskerfisins, lögmenn, og voru þeir tveir og jafnan íslenskir • Lögréttumenn (bændur) sátu í dómum Alþingis og kusu þeir lögmenn • Árið 1593 var stofnaður yfirdómur á Alþingi og skipaði hirðstjóri dómendur í hann • Fjórða dómstigið var síðan konungur sjálfur Valdimar Stefánsson 2008
Ríkisvald á Íslandi fyrir einveldistímann: Löggjafarvald • Engar ákveðnar reglur voru til um hver hefði rétt til að setja landinu lög en Jónsbók, lögbók Íslendinga, gilti hér öldum saman lítið breytt • Breytingar á lögum, eða ný lög, voru nefndar réttarbætur eða tilskipanir ef þær komu frá konungi en alþingisdómur eða alþingissamþykktir ef þær komu frá Íslendingum • Íslendingar tóku jafnan réttarbætur konungs góðar og gildar án þess að Alþingi hefði formlega samþykkt þær og dæmdu eftir eigin alþingisdómum þótt konungur hefði aldrei undirritað þá Valdimar Stefánsson 2008
Ríkisvald á Íslandi fyrir 1662 Valdimar Stefánsson 2008
Ágóði konungs af siðaskipum • Áhrif Danakonungs jukust verulega eftir siðaskiptin á Íslandi en í kjölfar þeirra sló hann eign sinni á allar klaustureignir landsins • Að auki tók hann til sín jarðeignir biskupanna Ögmundar Pálssonar og Jóns Arasonar en báðir höfðu þeir verið stórlandeigendur • Þar með átti konungur rúmlega 16% allra jarðeigna landsins og margar þeirra voru útvegsjarðir sem konungur gat haft umtalsverðar tekjur af • Jörðunum fylgdu einnig fast leigubúfé sem enn jók á tekjur konungs af landinu Valdimar Stefánsson 2008
Sérstaða Íslands í Danaveldi • Þrátt fyrir vaxandi ítök konungs á Íslandi var landið um margt sérstök eining í Danaveldi • Ísland hafði sín eigin lög og embættismannastéttin var að mestu leyti innlend • Það leiddi aftur til þess að íslensk tunga lifði áfram sem embættismannamál þeirra á milli, þótt samskiptin við yfirboðarana færu auðvitað fram á dönsku • Dómsstörf á Alþingi fóru t. d. öll fram á íslensku þótt sjálfsagt hafi hirðstjóri haft þar túlk fyrir sig Valdimar Stefánsson 2008
Íslenskt lénskerfi? • Danskt ríkisvald fór vaxandi á Íslandi á 16. og 17. öld og varð til muna skilvirkara • Ennþá var stjórnkerfi landsins þó í grundvallaratriðum lénskerfi fremur en embættismannakerfi • Æðstu stjórnendurnir, hirðstjóri og sýslumenn höfðu landsvæði að léni frá konungi sem tekjulind • Þeir voru því hvorki settir sem embættismenn til að uppfylla þarfir íbúanna né, ef út í það er farið, þarfir konungs, en það átti eftir að breytast næstu öldina Valdimar Stefánsson 2008
Einokunarverslun hefst • Á síðari hluta 16. aldar fór konungur að selja einstökum kaupmönnum einkaleyfi til að versla á ákveðnum höfnum á Íslandi • Einnig tók hann að áskilja sér ákveðna þætti í verslun við Ísland, s. s. brennisteinsverslun og fálkaútflutning • Árið 1602 var borgurum í Kaupmannahöfn, á Helsingjaeyri og í Málmey veitt einkaleyfi á öllum íslenskum verslunarstöðum • Árið 1619 gaf konungur nákvæm fyrirmæli um verð á öllum algengustu vörutegundum og giltu slík fyrirmæli konungs um verslun næstu tvær aldirnar Valdimar Stefánsson 2008
Verðlag konungs • Verðlagsskrár konungs héldust óbreyttar jafnvel áratugum saman, hvað sem leið markaðsvirði erlendis • Jafnan var leitast við að halda verði á útlendum neysluvörum í lágmarki, einkum á korni • Til að bæta kaupmönnum tapið á korninnflutningnum var útflutningsverð á fiski langt undir markaðsvirði • Þannig gátu kaupmenn hagnast vel á versluninni, sérstaklega þegar fiskafli var mikill Valdimar Stefánsson 2008
Umdæmaverslunin • Útboðum á Íslandsversluninni var ýmist háttað þannig að eitt stórt verslunarfélag sá um alla verslunina eða að henni var skipt niður á smærri verslunarfélög sem sáu þá hvert um tvær hafnir: umdæmaverslun • Árið 1683 var landinu skipt upp í tuttugu verslunarumdæmi og var landsmönnum stranglega bannað að stunda verslun utan síns umdæmis að viðlögðum ströngum refsingum • Kaupmönnum var hins vegar aldrei refsað fyrir að kaupa af mönnum utan síns svæðis Valdimar Stefánsson 2008
Endalok einokunarverslunarinnar • Jafnan kom það betur út, bæði fyrir kaupmenn og landsmenn, þegar eitt félag sá um alla verslunina • Hins vegar hrundu slík samtök fljótt þegar harðæri geisuðu og um miðja 18. öld var svo komið að engir buðu lengur í Íslandsverslunina • Eftir það rak konungur sjálfur verslunina fram til ársins 1787 • Móðuharðindin (1783 – 1785) leiddu hins vegar af sér slíkt afhroð verslunarinnar að konungur sá sér ekki annar fært en að leggja einokunarverslunina niður 1788 og innleiða takmarkað verslunarfrelsi Valdimar Stefánsson 2008
Kostir einokunarverslunarinnar • Einokunarverslunin hafði bæði sínar góðu og slæmu hliðar, þótt sagan hafi fellt yfir henni harðan dóm • Hún skyldaði kaupmenn til að sigla öll ár á allar verslunarhafnir landsins (þótt þeir hafi ekki alltaf staðið við það) og það bætti efalaust hag fátækustu byggðarlaganna • Hún tryggði líka landsmönnum lágt verð á korni og nokkuð hátt verð á búfjárafurðum, sérstaklega á ull • Allt fram á tíma sjálfstæðisbaráttunnar, um miðja 19. öld, virðast flestir landsmenn hafa verið þeirrar skoðunar að einokunin væri besti kosturinn Valdimar Stefánsson 2008
Gallar einokunarverslunarinnar • Einokunarverslunin tryggði stöðugleika og kyrrstöðu á Íslandi og það þótti flestum landsmönnum eftirsóknarverðasta ástand samfélagsins • Eftir á að hyggja er líklegt að kyrrstaðan hafi ekki hentað eins vel og ætlað var • Lágt verð fyrir útfluttan fisk olli því að sjávarútvegur var rekin hér sem aukabúgrein frá landbúnaðinum allt fram undir lok 19. aldar • Einnig lokaði einokunarverslunin landsmenn frá umheiminum og heimsmynd þeirra varð um margt þrengri en hún hafði verið á miðöldum Valdimar Stefánsson 2008