180 likes | 441 Views
. Námssamningar og nemaleyfi í matvæla- og veitingagreinum. Um námssaminga. Reglugerð nr. 280/1997 er enn í gildi. Reglugerð nr. 697/2009 hefur verið frestað en unnið er að úrbótum á henni. Gert er ráð fyrir því að hún liggi fyrir í sumar.
E N D
. Námssamningar og nemaleyfi í matvæla- og veitingagreinum
Um námssaminga . • Reglugerð nr. 280/1997 er enn í gildi. • Reglugerð nr. 697/2009 hefur verið frestað en unnið er að úrbótum á henni. Gert er ráð fyrir því að hún liggi fyrir í sumar. • Ýmsar nýjungar koma fram t.d. að framhaldsskólar beri ábyrgð á að gerðir séu náms- og starfsþjálfunarsamningar í þeim greinum þar sem nám á vinnustað er hluti af starfsnáminu. • Heimilt að meta til styttingar á námstíma nám eða starfsreynslu sem nemandi hefur aflað sér áður en samningurinn var gerður og getur talist nýtast í hinu nýja námi, sbr. reglur menntamálaráðherra um raunfærnimat.
Nemaleyfisnefndir • Nemaleyfisnefndir í matvæla- og veitingagreinum. • Verkefni þeirra er samkvæmt erindisbréfi að ganga úr skugga um að iðnfyrirtæki eða meistari er óskar eftir að taka nema á námssamning uppfylli skilyrði 11. gr. reglugerðar nr. 280/1997 um námssamninga og starfsþjálfun. • Menntamálaráðuneytið, að fengnum tillögum starfsgreinaráðs, setur nánari reglur um hvaða aðstaða, búnaður og verkfæri þurfi að vera til staðar á vinnustað til þess að hann uppfylli framangreind skilyrði.
Skyldur fyrirtækis Fyrirtæki skuldbindur sig með gerð námssamnings til að veita nemanda kennslu í greininni og sjá svo um að hann hafi að námstíma loknum hlotið alhliða þjálfun í öllum störfum er viðkomandi starfsgrein tekur til og hafi tileinkað sér meðferð, hirðingu og beitingu þeirra efna, áhalda og tækja sem notuð eru í starfsgreininni. Þá skal þess gætt að nemandi hafi tamið sér virðingu fyrir starfi sínu og faglega sýn á þau viðfangsefni sem starfið tekur til.
Skilyrði fyrirtækja – 1997 • Meistari skal hafa fullgild meistararéttindi samkvæmt iðnaðarlögum nr. 42/1978 í þeirri iðngrein sem hann hyggst kenna. Á sama hátt skal iðnfyrirtæki hafa meistara í þjónustu sinni með þau réttindi er að framan greinir. • Meistari og/eða iðnfyrirtæki skal hafa með höndum nægilega fjölþætt verkefni í iðn sinni til að geta látið í té fullnægjandi kennslu samkvæmt námsreglum. iðngreinarinnar eða að mati starfsgreinaráðs, séu slíkar reglur ekki fyrir hendi. • Meistari og/eða iðnfyrirtæki skal hafa yfir að ráða vinnustað eða verkstæði með fullnægjandi aðstöðu ásamt vélum, tækjum, áhöldum og búnaði sem iðngreinin útheimtir
Skilyrði fyrirtækja • Matreiðslumeistari og matreiðslumaður/menn skulu starfa í fullu starfi hjá fyrirtæki sem fær nemaleyfi. Meistari eða fagmaður í greininni, í umboði hans, kennir verkþætti vinnustaðanáms • Verkþáttum vinnustaðanáms er lýst í námsferlibók í matreiðslu. Veitingastaður eða hótel sem óskar eftir nemaleyfi þarf að uppfylla kröfur um þjálfun nema í þeim verþáttum sem lýst er í námsferilbókinni. • Fyrirtæki sem óskar eftir nemaleyfi en hafa ekki tök á að þjálfa alla verkþætti námsferlibókar innan fyrirtækisins geta sótt um afmarkað leyfi, svokallað B-nemaleyfi og hafa þá heimild til þess að taka nema á samning og þjálfa tiltekna verkþætti í afmarkaðan tíma. Í slíkum tilvikum þarf að koma til samningur og samvinna á milli fyrirtækja um vinnustaðanám nemans til loka.
Fjöldi nema • .