150 likes | 382 Views
Kenningar um hugrænt, vitsmunalegt nám cognitive learning theories. Hugmyndir Bruners hugmyndir Ausubel constructivism - nálgun út frá forsendum nemenda. Bruner. Taldi að nám hefði þá fyrst þýðingu (meaningful learning) þegar:
E N D
Kenningar um hugrænt, vitsmunalegt námcognitive learning theories • Hugmyndir Bruners • hugmyndir Ausubel • constructivism - nálgun út frá forsendum nemenda Biehler/Snowman, kafli 10
Bruner • Taldi að nám hefði þá fyrst þýðingu (meaningful learning) þegar: • nemendur hafa skilið samsetningu/formgerð þess (structure) , skilja hvernig hver hugmynd tengist annarri- • hafa uppgötvað hvernig hugmyndir tengjast innbyrðis og og geta tengt eigin kunnáttu það sem þau eru að fást við (discovery learning) Biehler/Snowman, kafli 10
Bruner…frh. • Að læra þannig að námið hafi þýðingu er að nota “það sem þú þegar veist og komast frammúr hugsun þinni ” Bruner, 1983, bls. 183, því: • eigin hugsun og hugtök barna er þeim skiljanlegri en hugsun annarra • umbun er ekki nauðsynleg sem hvatning til að komast til botns í því sem er örlítið flókið Biehler/Snowman, kafli 10
Bruner..frh. • Þegar börn þjálfast í að leita eigin lausna, þá læra þau að læra um leið og þau læra • þau verða leiknari í að leysa verkefni • þau öðlst trú á eigin getu • þau þróa verklagni sína sem gerir þau hæfari síðar í lífinu að leysa úr hvers kyns vanda Biehler/Snowman, kafli 10
Bruner…frh. • Discovery learning/teaching • þýðir ekki að börnin þurfi að uppgötva allt sjálf og á eigin spýtur, heldur: • að þau skilji á hvern hátt hugmyndir tvinnast/tengjast á einn eða annan hátt • verði sjálfstæð við lausn verkefna • átti sig á hvernig sú þekking sem þau þegar búa yfir gagnist þeim (dæmi: landakort án borga og vega- börnin fylli út út frá eigin þekkingu og ályktun) Biehler/Snowman, kafli 10
Ausubel • Hágæða kennsla: kynna fyrir neandanum í endanlegu formi það sem hann á að læra. Þrepanám sbr. aðferðir Skinners • tengja nýjar hugmyndir/þekkingu við þekkingu sem nemandinn býr yfir þá þegar • merkingarlaust nám á sér stað ef nýjar hugmyndir tengjast ekki fyrri þekkingu nemans Biehler/Snowman, kafli 10
Ausubel…frh • Andstætt hugmyndum margra hugmyndafræðinga, telur Ausubel að uppgötvunarnám þurfi ekki endilega að vera þýðingarfullt og á móti sé heldur ekki allt nám, þar sem nemandinn tekur við fyrirmælum merkingarlaus. Biehler/Snowman, kafli 10
Ausubel…frh. • Tveir þættir skera úr um hvort nám er merkingarlaust eða ekki fyrir nemandann • eðli verkefnisins (t.d. illa skipulagt eða endurtekningar) • ætlan nemandans, hugsun hennar/hans gagnvart verkefninu , hvað nemandinn veit og hvernig hann/hún er undirbúinn fyrir verkið Biehler/Snowman, kafli 10
Bruner-Ausubel • Samanburður, það sem er líkt með þeim: • Báðir • telja mikilvægt að nám hafi þýðingu • sjá ástæðu til að nota vandaðan texta og fyrirmæli • telja gagn af uppgötvunarnámi Biehler/Snowman, kafli 10
Bruner-Ausubel • Þá greinir á um: • áherslu á uppgötvunarnám og þróun hæfileika til að leysa verkefni (síðar vandamál, deilur, erfiðleika, sbr. Bruner) • þörf hve mikilvægt fyrirfram tilbúið og skipulegt kennsluefni er til að virkt og gæfuríkt nám eigi sér stað (sbr. Ausubel og Skinner) Biehler/Snowman, kafli 10
Nálgun út frá forsendum nemendaconstructivism • Þessi nálgun gerir ráð fyrir að þekking einnar manneskju yfirfærist ekki til annarrar, þar sem þekking sé að hluta til afleiðing persónulegrar túlkunar, sá sem nemur byggi á eigin reynslu. Andstæð skoðun, “objectivism”telur þekkingu óháða fólki • þessi nálgun gerir fortakslausa kröfu á að nemendum séu búin skilyrði sem geri ráð fyrir persónulegri túlkun þeirra á lykil upplýsingum og reynslu Biehler/Snowman, kafli 10
skilyrði “constructivisma” • Nemandi er í læri (vitsmunalegu) hjá kennara sínum. Kennarinn er fyrirmynd en smám saman færist ábyrgð yfir til nemandans, er honum/henni vex fiskur um hrygg • nemandi þarf að fást við raunveruleg verkefni þar sem hann/hún leysir verkefni sem hafa þýðingu og reyna á reyna á margháttuð vinnubrögð • nemandinn þarf að fá þjálfun í að sjá hugmyndir og verkefni sem margþætt. Hvert verkerfni lífsins er í raun margþætt, að sjá marga margbreytileikann er nauðsyn • (sbr. starf kennara) Biehler/Snowman, kafli 10
Verkefni • Þrjár algengar gerðir verkefna: • formgerð verkefna skýr (t.d. stærðfræði) • sett fram á augljósan hátt • hægt að leysa með reglubundinni aðferð • hægt að bera útkomuna við gefna laus • formgerð verkefna óskýr (t.d. sálfræði) • verkefnin eru flókin/óljós • fáar skýrar hugmyndir um bestu lausn • ekki alltaf ljóst hvenær lausn er náð • umfjöllunarefni/ágreiningsefni (issues) • valda gjarnan tilfinningalegu róti • lausnin er að finna skynsamlegustu leiðina Biehler/Snowman, kafli 10
Að leysa verkefni • Átta sig á mál þarfnast lausnar • skilja eðli málsins • taka saman upplýsingar sem skipta máli • gera tillögu að lausn og prófa hana • meta niðurstöðuna Biehler/Snowman, kafli 10
Að gera tillögu að lausn og …. • Hvaða aðferð líst þér best á? • Athuga hvernig aðrir hafa leyst svipuð verkefni • virðist augljóst, en oft yfirsést okkur einfaldar leiðir • leysa skylt en einfaldara verkefni fyrst • (t.d. arkitekt með módelvinnu, eða tilraun á stofu) • hluta verkefnið niður. Því betur sem þú þekkir verkið þeim mun auðveldara er þetta, sjá bls. 382 • að vinna afturábak, góð leið ef markmiðið er augljóst en upphafið er óskýrt • leysa hliðstætt verkefni Biehler/Snowman, kafli 10