270 likes | 438 Views
4.3 Sameinuðu þjóðirnar. 4. hluti – Samastaður í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar ( bls . 187). SÞ voru stofnaðar árið 1945 af sigur-vegurum seinni heimsstyrjaldarinnar. Markmið: Að stríð á borð við seinni heimsstyrjöldina mætti aldrei endurtaka sig.
E N D
4.3 Sameinuðuþjóðirnar 4. hluti – Samastaður í heiminum
Sameinuðuþjóðirnar (bls. 187) • SÞ voru stofnaðar árið 1945 af sigur-vegurum seinni heimsstyrjaldarinnar. • Markmið: Að stríð á borð við seinni heimsstyrjöldina mætti aldrei endurtaka sig. • Taplöndin: Þýskaland, Ítalía og Japan.
Sameinuðuþjóðirnar (bls. 188) • Þríþætt markmið SÞ: • Að stuðla að friði í heiminum og koma í veg fyrir átök. • Að vinna að félagslegri og efnahagslegri þróun í heiminum. • Að standa vörð um almenn mannréttindi.
Sameinuðuþjóðirnar (bls. 188) • Fyrsti fundur Sameinuðu þjóðanna var haldinn í San Francisco árið 1945. • Nánast öll ríki veraldar eru nú meðlimir í samtökunum (um 200 ríki). • Ísland gekk í samtökin árið 1946.
Sameinuðuþjóðirnar (bls. 188) • Aðalstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru sex: • Allsherjarþingið • Öryggisráðið • Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna • Fjárhags- og félagsmálaráðið • Gæsluverndarráðið • Alþjóðadómstóllinn
Allsherjarþingið (bls. 188) • Fundir Allsherjarþingsins og Öryggisráðsins eru haldnir í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum. • Á Allsherjarþinginu hefur hvert aðildarríki eitt atkvæði. • Allsherjarþingið hefur lítil völd og getur bara samþykkt ályktanir.
Allsherjarþingið (bls. 188) • Samþykktir Allsherjarþingsins eru ekki bindandi fyrir aðildarríkin en hafa táknrænt gildi vegna þess að þær endurspegla heimsálitið. • Mikilvægasta hlutverk Allsherjarþingsins er að vera fundarstaður allra ríkja heims.
Skrifstofa SÞ (bls. 188) • Aðalframkvæmdastjórinn er æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna, skipaður af Allsherjarþinginu samkvæmt tillögu Öryggisráðsins til fimm ára í senn. • Aðalframkvæmdastjórinn hefur yfirumsjón með starfsemi samtakanna.
Skrifstofa SÞ (bls. 188) • Aðalframkvæmdastjórinn getur lagt fyrir Öryggisráðið hvers kyns vandamál sem hann telur að ógna kunni heimsfriðinum. • Starfslið skrifstofunnar vinnur að framkvæmd ákvarðana Sameinuðu þjóðanna. • Tengill á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna:http://www.utanrikisraduneyti.is/verkefni/althjoda-og-oryggissvid/un/
Öryggisráðið (bls. 188) • Meginmarkmið Öryggisráðsins er að við-halda friði í heiminum og rannsaka alla atburði sem gætu leitt til stríðs. • 15 lönd eiga sæti í Öryggisráðinu. • Fimm ríki eiga fastafulltrúa í Öryggisráðinu, það eru Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Bretland.
Öryggisráðið (bls. 188) • Tíu fulltrúar eru kosnir til tveggja ára í senn frá öðrum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. • Öryggisráðið er eina stofnun SÞ sem getur beitt þá sem rjúfa frið efnahagslegum og hernaðarlegum refsiaðgerðum. • Til að hægt sé að beita refsiaðgerðum verða fastafulltrúarnir fimm að vera sammála um að það skuli gert.
Öryggisráðið (bls. 188) • Neitunarvald: Refsiaðgerðum var sjaldan beitt á tímum Kalda stríðsins vegna þess að fastafull-trúarnir beittu neitunarvaldi sínu óspart til að stöðva ályktanir sem þeir töldu að gengju gegn hagsmunum sínum. • Ísland sóttist eftir sæti í Öryggisráðinu árið 2008 en fékk ekki.
Öryggisráðið (bls. 189) • Neitunarvald þýðir að hægt er að koma í veg fyrir að ákvörðun sé tekin eða að ákvörðun taki gildi. • Fastafulltrúar Öryggisráðs SÞ hafa neitunarvald. Ef einn eða fleiri fastafulltrúanna beitir neitunar-valdi getur Öryggisráðið ekki tekið ákvörðun um að beita þeim refsiaðgerðum sem það annars ræður yfir.
Öryggisráðið (bls. 189) • Kalda stríðið: Eftir að því lauk hefur Öryggis-ráðið átt mun auðveldara að sinna skyldum sínum og ná samkomulagi um refsiaðgerðir. • Öryggisráðið samþykkti samhljóma að beita Írak efnahagslegum refsiaðgerðum eftir innrásina í Kúveit árið 1990. Aðgerðirnar skiluðu litlu sem engu.
Öryggisráðið (bls. 189) • Persaflóastríðið: Sameinuðu þjóðirnar sendu herlið undir stjórn Bandaríkjamanna inn í Kúveit til að reka íraska innrásarliðið út úr landinu. • Stríðið, sem kallað var Persaflóastríðið, endaði með algjörum ósigri Íraka sem urðu að sætta sig við harðar refsiaðgerðir í kjölfarið. • Öryggisráðið samþykkti meðal annars að beita Íraka viðskiptaþvingunum.
Öryggisráðið (bls. 189) • Persaflóastríðið: Margir á Vesturlöndum glöddust yfir úrslitum stríðsins. • Mörg þróunarlönd höfðu áhyggjur og fullyrtu að Vesturlönd hefðu misnotað SÞ í því skyni að tryggja sér næga olíu og stjórn yfir olíumörkuðum. • Því fer fjarri að öll mál sem Öryggisráðið fjallar um endi með refsiaðgerðum.
Öryggisráðið (bls. 189) • Stundum nægir að senda sáttasemjara og/eða alþjóðlegar friðargæslusveitir á átakasvæði. • Friðargæslusveitir eru aldrei sendar inn á átakasvæði nema með samþykki yfirvalda á því svæði sem þær eiga að starfa á og þær mega bara beita vopnum í sjálfsvörn.
Öryggisráðið (bls. 189) • Friðargæslusveitir: Meginhlutverk þeirra er að halda stríðandi fylkingum hvorri frá annarri og að fylgjast með að vopnahlé sé haldið. • Hafa reynst vel við að vernda almenna borgara fyrir ofbeldi og valdbeitingu – eru líka öflugar við ýmiss konar líknarstarf á átakasvæðum. • Íslenska friðargæslan: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/fridargaeslan/UTN100608_fridargaesla_lowres.pdf
Öryggisráðið (bls. 190) • Íraksstríðið 2003: Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak og komu stjórn Saddams Husseins frá völdum. Innrásin var gerð án samþykkis Öryggisráðsins og því óljóst hvaða afleiðingar hún hefur, bæði fyrir framtíð Íraks og fyrir samstarf þjóða innan Öryggisráðsins. • Stríðið í Írak: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6000 • Myndir - Wikileaks: http://www.youtube.com/watch?v=KF2miwIWOE4
Öryggisráðið (bls. 190) • Friðargæsla: • Halda stríðandi öflum í skefjum og aðstoða við líknarstörf á átakasvæðum. • Fyrstu íslensku læknarnir og hjúkrunarfræðing-arnir hófu störf á vegum íslenskra stjórnvalda við friðargæslu í Bosníu-Hersegóvínu árið 1994. Eins voru íslenskir lögreglumenn sendir á svæðið.
Öryggisráðið (bls. 190) • Árásarher: • Sameinuðu þjóðirnar hafa í vaxandi mæli sent árásarherlið inn á átakasvæði til að viðhalda lögum og reglum. • Dæmi um ríki þar sem Öryggisráðið samþykkti valdbeitingu: Kúveit, Sómalía, Haíti.
Þurfumvið SÞ? (bls. 190-191) • Sameinuðu þjóðirnar eru dýrt bákn sem margir telja valdalaust. • Án SÞ væri meiri hætta á ringulreið og glundroða í samskiptum ríkja. • Fjármagn til SÞ kemur frá aðildarríkjunum en hvert þeirra borgar ákveðna upphæð á ári til rekstursins.
Þurfumvið SÞ? (bls. 191) • Sameinuðu þjóðirnar eru sérlega mikilvægar fyrir smáríki jarðar – uppbygging og réttarreglur sem SÞ byggja á eru mjög til hagsbóta fyrir þau. • Flestallar þjóðir heims eiga fastafulltrúa innan SÞ og það er ómetanlegt fyrir smáríki að geta náð skjótum tengslum við fulltrúa nánast hvaða ríkis sem er.
Þurfumvið SÞ? (bls. 191) • Jafnvel voldugustu ríki veraldar myndu hugsa sig tvisvar um áður en þau gengju þvert á ályktanir Allsherjarþingsins því þær endurspegla almennings-álitið í heiminum. • SÞ: http://www.youtube.com/watch?v=bHmXZXsABm0
Íslandog SÞ (bls. 191) • Dagur Sameinuðu þjóðanna er 24. október en þeim degi árið 1945 lauk með undirskrift sáttmála um stofnun Sameinuðu þjóðanna. • Þátttaka í starfi Sameinuðu þjóðanna var ein fyrsta ákvörðun hins unga íslenska lýðveldis og jafnframt fyrsta skrefið til þátttöku Íslendinga í alþjóðastjórnmálum. Ísland hefur, eins og önnur aðildarríki, fastafulltrúa starfandi innan samtakanna.
Kafla 4.3 erlokið • Hér lýkur glósum úr kafla 4.3 • Nú áttu bara eftir að svara spurningunum á bls. 192.