400 likes | 631 Views
33. Keynes og IS-LM-líkanið. Kjarninn í Keynes. Kjarninn í kenningu Keynes Efnahagslægðir og kreppur geta stafað af ónógri eftirspurn í hagkerfinu, of lítilli heildareftirspurn Keynes gagnrýndi klassísku þjóðhagfræðina
E N D
33 Keynes og IS-LM-líkanið
Kjarninn í Keynes • Kjarninn í kenningu Keynes • Efnahagslægðir og kreppur geta stafað af ónógri eftirspurn í hagkerfinu, of lítilli heildareftirspurn • Keynes gagnrýndi klassísku þjóðhagfræðina • Hún gat aðeins sagt fyrir um áhrif hagstjórnar á efnahagslífið til langs tíma litið • “Þegar til lengdar lætur, verðum við öll komin undir græna torfu. Hagfræðingar velja sjálfum sér of auðvelt og of gagnslítið verkefni, ef allt, sem þeir hafa að segja í stórsjó, er, að þegar storminn lægir, verður sjórinn sléttur á ný.”
Kjarninn í Keynes • Þjóðhagfræðilíkan Keynes gerir greinarmun á fyrirætlunum og atferli fólks og fyrirtækja • Kannski hyggstu spara €100 á mánuði, en ef þú missir aukavinnu, leggurðu kannski ekki nema €20 til hliðar á mánuði • Kartöfluframleiðandi ætlar sér kannski að hafa 50,000 poka í birgðageymslu, en ef sala dregst saman, aukast óseldar birgðir upp í 150,000 poka
Kjarninn í Keynes • Ef áætlanir heimila og fyrirtækja ganga ekki eftir ... • þ.e. ef t.d. fyrirhugaður sparnaður eða fyrirhugaðar birgðir reynast frábrugðnar raunverulegum sparnaði og raunverulegum birgðum • ... þá getur landsframleiðslan lent neðan við það framleiðslustig, sem mótsvarar fullri atvinnu á vinnumarkaði
Kjarninn í Keynes • Kenningu Keynes má lýsa á einfaldri mynd, þar sem 45o lína tengir alla punkta þar sem neyzla (= útgjöld) heimilanna er jöfn þjóðartekjum, þ.e. landsframleiðslu • E = Y
Mynd 1A. Lægðargapog hæðargap Hagkerfið er í jafnvægi, þegar útgjaldalínan sker 45o línuna. Ef jafnvægið (Y0) er neðan við fulla atvinnu: Lægðargap. C + I + G1 + NX Útgjöld Lægðargap C + I + G0 + NX Þjóðartekjur 0
Mynd 1B. Lægðargap og hæðargap Hagkerfið er í jafnvægi, þegar útgjaldalínan sker 45o línuna. Ef jafnvægið (Y1) er ofan við fulla atvinnu: Hæðargap. C + I + G1 + NX Útgjöld Hæðargap C + I + G0 + NX 1 0 Þjóðartekjur
Kjarninn í Keynes • Almannavaldið getur lokað hvort heldur lægðargapi eða hæðargapi með markvissum aðgerðum í ríkisfjármálum og peningamálum til að hafa áhrif á einstaka þætti heildareftirspurnar ... • C, I, G og NX • ... og færa þannig jafnvægið í þjóðarbúskapnum nær fullri atvinnu
Margfeldisáhrif • Með margfeldisáhrifum er átt við viðbótaraaukningu heildareftirspurnar, þegar aukin ríkisútgjöld eða lægri skattar auka þjóðartekjur og þar með einnig neyzlu heimilanna
Margfeldisáhrif • Aukin ríkisútgjöld hafa margfeldisáhrifá heildareftirspurn • Aukning ríkisútgjalda um€100 eykur heildareftirspurn um meira en €100 • Ef ríkisstjórnin byggir jarðgöng fyrir 100 makr., þá aukast tekjur þeirra, sem byggja göngin, og þeir verja auknum tekjum til að kaupa vörur og þjónustu af öðrum og þannig koll af kolli
Margfeldisáhrif: Einföld formúla Skoðum betur næst, þá útleiðum við formúluna • Margfeldisformúlan er Margfaldari = 1/(1 - MPC) • Lykilstærðin í formúlunni er markaneyzluhneigðin(MPC) • Markaneyzluhneigðin er það hlutfall tekjuaukningar, sem heimilin verja til aukinnar neyzlu frekar en sparnaðar
Margfeldisáhrif: Einföld formúla Skoðum betur næst, þá útleiðum við formúluna • Ef MPC is 3/4, höfum við Margfaldari = 1/(1 - 3/4) = 4 • Í þessu dæmi leiðir aukning ríkisútgjalda um 10 makr. til 40 makr. aukningar eftirspurnar eftir vörum og þjónustu
Meira um margfeldisáhrifin • Margfeldisáhrifin eiga ekki aðeins við um breytingu ríkisútgjalda, heldur einnig með líku lagi um allar breytingar á einstökum þáttum heildareftirspurnar • Neyzla C • Fjárfesting I • Ríkisútgjöld G • Hreinn útflutningur • Enda birtast þessar fjórar stærðir hlið við hlið í Y = C + I + G + NX
Meira um margfeldisáhrifin • Óháð útgjöld: Útgjöld, sem eru óháð tekjum • Sérhver aukning óháðra útgjalda hefur margfeldisáhrif á eftirspurn • Afleidd útgjöld: Viðbótarútgjöld, sem leiðir af margfeldisáhrifunum
Meira um margfeldisáhrifin • Margfaldarinn er mikilvægur, þar eð hann sýnir, hvernig hagkerfið magnar áhrif útgjaldabreytinga • Smábreyting á C, I, G eða NX getur haft mikil áhrif á landsframleiðslu Y • Hversu mikil áhrifin á Y verða fer eftir markaneyzluhneigðinni • Á ensku: marginal propensitytoconsume, MPC
Meira um margfeldisáhrifin • Í opnu hagkerfi með ríkisbúskap er viðbótartekjum heimilanna ekki aðeins varið annaðhvort til neyzlu eða sparnaðar, heldur einnig til kaupa á innfluttri vöru og þjónustu og til að greiða skatta til ríkisins • Féð, sem þannig er lagt til hliðar (W fyrir withdrawals á ensku), stendur í beinu hlutfalli við tekjur
Meira um margfeldisáhrifin • Halli útgjaldalínunnar fer eftir því, hversu miklu af viðbótartekjum upp á €1 er haldið eftir, þ.e. ekki eytt • MPT: markaskattahneigð • MPM: markainnflutningshneigð • MPS: markasparnaðarhneigð • MPT + MPS + MPM = MPW
Meira um margfeldisáhrifin • Margfaldarinn k er nú: k = 1/(MPS + MPT + MPM) k = 1/MPW
Meira um margfeldisáhrifin • Aukning markahneigðarinnar MPW til að leggja fé til hliðar minnkar margfaldarann og minnkar þannig áhrif aukningar óháðra útgjalda á eftirspurn og landsframleiðslu • Því hærri sem MPW er, þeim mun minni er margfaldarinn og þeim mun flatari er útgjaldalínan
Mynd 2A. halli útgjaldalínunnar og breytingar óháðra útgjalda Hér er útgjaldalínan frekar flöt, markahneigðin til að leggja til hliðar er frekar mikil, og margfeldisáhrifin eru frekar lítil. C + I + G1 + NX Útgjöld C + I + G0 + NX 0 Þjóðartekjur
Mynd 2B. halli útgjaldalínunnar og breytingar óháðra útgjalda Hér er útgjaldalínan frekar brött, markahneigðin til að leggja til hliðar er frekar lítil og margfeldisáhrifin eru frekar mikil. C + I + G0 + NX Útgjöld C + I + G1 + NX Þjóðartekjur
Meira um margfeldisáhrifin • Í jafnvægi eru fyrirhuguð útgjöld jöfn raunverulegum útgjöldum • Þetta nefnist jafnvægi á vörumarkaði • Réttar sagt: á vöru- og þjónustumarkaði • Höfum þegar skoðað jafnvægi á peningamarkaði (í 24. kafla) • Í kjölfar Keynes kom John Hicks og bjó til kenningu til að lýsa tengslunum milli þessara tveggja markaða • Þ.e. til að byggja brú á milli vörumarkaðs og peningamarkaðs
IS-kúrfan og LM-kúrfan • IS-LM-líkanið lýsir jafnvægi á vörumarkaði og peningamarkaði og hvernig það leiðir til almenns jafnvægis í þjóðarbúskapnum • IS – e. InvestmentogSaving • LM – e. Liquidityog Money • Stærðin, sem tengir vörumarkaðinn og peningamarkaðinn, er vextir, i • Hugsum okkur til einföldunar, að verðbólga sé engin, svo að i = nafnvextir = raunvextir
mynd 3. IS-kúrfan IS-kúrfan er leidd af myndinni af útgjaldalínunni og 45o línunni. Upphaflega er jafnvægi í punktinum a. Lækkun vaxta örvar fjárfestingu og lyftir útgjaldalínunni, svo að nýju jafnvægi er náð í punktinum b. C + I1+ G + NX Vextir Útgjöld C + I0+ G + NX Þjóðartekjur Þjóðartekjur
IS-kúrfan og LM-kúrfan • IS-kúrfan sýnir öfugt samband milli vaxta og landsframleiðslu • Halli IS-kúrfunnar fer eftir því, hversu næm neyzla og fjárfesting eru fyrir vaxtabreytingum og eftir stærð margfaldarans • Því næmari sem C and I eru fyrir vaxtabreytingum, þeim mun flatari er IS-kúrfan
IS-kúrfan og LM-kúrfan • IS-kúrfan hliðrast til í fletinum við breytingar á óháðum útgjöldum • Aukning ríkisútgjalda, óháð vaxtabreytingum, hliðrar IS-kúrfunni til hægri • Samdráttur útflutnings hliðrar IS-kúrfunni til vinstri
mynd 4. LM-kúrfan LM-kúrfan er leidd af myndinni af jafnvægi á peningamarkaði. Upphaflega er jafnvægi í punkti a. Aukning þjóðartekna eykur eftirspurn eftir peningum, svo að nýtt jafnvægi næst í punktinum b. Vextir Vextir Peningamagn Þjóðartekjur
IS-kúrfan og LM-kúrfan • LM-kúrfan hallar upp og sýnir, að aukning þjóðartekna helzt í hendur við hækkun vaxta og öfugt • Halli LM-kúrfunnar fer eftir því, hversu næm eftirspurn eftir peningum er fyrir breytingum á vöxtum
IS-kúrfan og LM-kúrfan • LM-kúrfan hliðrast til hægri, ef seðlabankinn eykur peningamagn í umferð • LM-kúrfan hliðrast til vinstri, ef seðlabankinn dregur úr peningamagni í umferð
ALMENNT JAFNVÆGI OGIS-LM-LÍKANIÐ • Jafnvægi næst í IS-LM-líkaninu þar sem IS-kúrfan sker LM-kúrfuna • Allir punktar á IS-kúrfunni lýsa jafnvægi á vörumarkaði • Allir punktar á LM-kúrfunni lýsa jafnvægi á peningamarkaði • Skurðpunktur IS-kúrfunnar og LM-kúrfunnar hlýtur því að lýsa jafnvægi á vörumarkaði og peningamarkaði samtímis
mynd 5. almennt jafnvægi Skurðpunktur IS og LM lýsir jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Bæði vörumarkaður og peningamarkaður eru í jafnvægi, þegar vextir eru ie og þjóðartekjur (þ.e. landsframleiðsla) eru Ye. Vextir Þjóðartekjur
Stjórn ríkisfjármála • Hugsum okkur, að ríkisstjórnin ákveði að auka ríkisútgjöld til að örva efnahagslífið • Slík aukning óháðra útgjalda hliðrar IS-kúrfunni til hægri • Af þessu leiðir aukningu þjóðartekna og einnig hækkun vaxta
mynd 6. áhrif aðgerða í ríkisfjármálum Aukning ríkisútgjalda hefur sömu áhrif og lækkun skatta. Vextir Þjóðartekjur
Stjórn peningamála • Ef seðlabankinn ákveður að auka peningamagn í umferð, hliðrast LM-kúrfan til hægri • Þjóðartekjur hækka, og vextir lækka
mynd 7. áhrif aðgerða í peningamálum Aukning peningamagns hliðrar LM-kúrfunni til hægri. Vextir Þjóðartekjur
Stjórn peningamála • Í reyndinni hegða seðlabankar sér ekki óháð ríkisstjórninni, þótt þeir eigi að heita sjálfstæðir • Seðlabankar fylgjast með stefnunni í ríkisfjármálum til að athuga, hvaða áhrif hún hefur t.d. á verðbólgu, og bregðast við
Stjórn peningamála • Hugsum okkur, að ríkisstjórnin lækki skatta til að örva þjóðarbúskapinn • IS-kúrfan hliðrast til hægri, svo að bæði þjóðartekjur og vextir hækka • Ef seðlabankinn vill halda vöxtum óbreyttum, þarf hann að auka peningamagn í umferð og hliðra LM-kúrfunni til hægri
mynd 8. að halda vöxtum föstum í kjölfar skattalækkunar Vextir Þjóðartekjur
frá IS-LM til heildareftirspurnar • Við eigum nú stutt ófarið frá IS-LM-líkaninu til líkansins af heildareftirspurn og heildarframboði (kemur næst, í 34. kafla) • Takið eftir: Þegar við höfum talað um peningamagn, höfum við átt við raunverulegt peningamagn, þ.e. kaupmátt peningamagnsins, M/P • Raunverulegt peningamagn er nafnvirði peningamagnsins M deilt með verðvísitölu landsframleiðslunnar P
frá IS-LM til heildareftirspurnar • Hækkun P veldur samdrætti M/P, svo að LM-kúrfan hliðrast til vinstri • Þjóðartekjur minnka, og vextir hækka • Y minnkar, i hækkar • Heildareftirspurnarkúrfan sýnir öfugt (þ.e. niðurhallandi) samband milli þjóðartekna (þ.e. landsframleiðslu) og verðlags • Öfugt samband Y og P P AD Y