370 likes | 498 Views
Opnum kennslustofuna Áhrif námsumsjónarkerfis á námið í kennslustofunni. Meistaraverkefni Okt óber 2008 Pr ófessor: Jón Torfi Jónasson. Hafd ís Ólafsdóttir. Viðfangsefni ranns óknarinnar.
E N D
Opnum kennslustofunaÁhrif námsumsjónarkerfis á námið í kennslustofunni MeistaraverkefniOktóber 2008Prófessor: Jón Torfi Jónasson Hafdís Ólafsdóttir
Viðfangsefni rannsóknarinnar • Viðfangsefni rannsóknarinnar var áhrif námsumsjónarkerfisins Moodle á starfið í kennslustofum tveggja framhaldsskóla á Íslandi • Markmiðið var að kanna viðhorf kennara og nemenda til kerfisins; hvað þeir telji að hindri og hvernig þeir telji að hugbúnaðurinn eigi möguleika á að bæta námið.
Rannsóknarspurningar • Hvaða kosti telja kennarar og nemendur helsta við að nota Moodle í kennslustofunni? • Hvaða rök nota kennarar til að útskýra að Moodle bæti námið? • Hvað hindrar það helst að kennarar noti Moodle í kennslustofunni? • Í hverju felst sá stuðningur sem þarf að vera til staðar að mati kennara til að innleiða upplýsingatæknina í kennslustofuna?
Upplýsinga- og samskiptatæknin • Í ráðuneyti menntamála hefur undanfarin áratug verið lögð mikil áhersla á að upplýsinga- og samskiptatæknin verði tekin í notkun í menntastofnunum • Nýtt til að breyta námsaðferðum í skólum með í huga að auðga og bæta námið
Stefnur í menntamálum • Í krafti upplýsinga, 1996Þar var gert ráð fyrir miklum breytingum á meginþáttum skólastarfs með að leiðarljósi að nýta kosti upplýsingatækninnar til hins ýtrasta • Forskot til framtíðar, 2001Áhersla á netið sem upplýsingaveitu • Áræði með ábyrgð,2005 Áhersla á breytta kennsluhætti og stafrænt námsefni • Netríkið Ísland, 2008Áhersla á að notkun upplýsingatækni í námi og kennslu verði efld (Menntamálaráðuneytið, 1996; 2001; 2005; Forsætisráðuneytið, 2008)
Menntun og þjálfun Menntun og þjálfun, 2008 - 2010 Nýjar áherslur í mati á námi • Færni, hæfni- og þekkingarmarkmið • Stuðst við samþykktir landa sem eiga aðild að Evrópusambandinu • Kennarar nái betur að nýta sér verkfæri sem stuðla að sveigjanlegu skólastarfi og að nemendur líti fremur á upplýsingatækni sem eðlilegan hluta námsins í stað sérstakrar tækni(Menntamálaráðuneytið, 2007)
Námsumsjónarkerfi • Námsumsjónarkerfi er hugbúnaður sem er ætlaður til að halda utan um nám og kennslu • Oliver og Herrington setja fram þriggja flokka líkan sem sýnir hvernig námsumsjónarkerfi er skipulagt og getur haldið utan um verkþætti á aðgreinandi hátt (Oliver og Herrington, 2003) Mynd: Oliver og Herrington, skipulag námsumsjónarkerfis
Moodle • Aðalhönnuður Moodle er Martin Dougiamas • Dougiamas telur mikla möguleika felast í að hugsa nám og kennslu út frá kenningum hugsmíðahyggjunnar sem gerir ráð fyrir að nemendur séu virkir þátttakendur í eigin námi og kennsla feli í sér að afla nemendum tækifæra til að rannsaka, byggja upp, vinna saman og ræða um það sem áunnist hefur (Dougiamas, 1998)
Hugsmíðahyggjan • Hugsmíðahyggjan leggur áherslu á upplifun og þátttöku einstaklingsins í námi. Mikilvægi kennarans og samnemenda felst í að styðja við, örva og hvetja • Félagsleg hugsmíðahyggjaleggur áherslu á félagslega og menningarlega þætti við miðlun og uppbyggingu þekkingar • Vygotsky leggur áherslu á að til staðar sé viðeigandi stuðningur við að ná þar til ætluðum árangri. Þennan stuðning kallar hann vinnupalla (e. scaffolding) og getur hann verið frá samnemendum, kennara eða hlutum í umhverfinu.(Duffy og Cunningham, 1996)
Skipulag kennslu • Mikilvægt er að upplýsinga- og samskiptatæknin sé inni í skipulagi kennslu • Ekki utanaðkomandi þáttur aðgreindur frá innihaldi og kennslufræði • Notkun námsumsjónarkerfa krefst undirstöðuþekkingar í upplýsinga- og samskiptatækni og þekkingar á hvernig hægt sé að tengja saman fagþekkingu, kennslutækni og tölvutækni • Innleiðing tækninnar geri kröfur til kennara um að endurhugsa kennslufræðiþáttinn (Koehler og Mishra, 2008; Urwin, 2007)
Samþætting upplýsinga- og samskiptatækni við fagþekkingu og kennslufræði TPCK líkanið Mishra og Koehler • Mynd: Samþætting upplýsinga- og samskiptatækni við fagþekkingu og kennslufræði • (T: technology, P: pedagogical, C: content knowledge) (Mishra og Koehler, 2008)
Kennarinn • Kennarinn er áhrifavaldur að öllum breytingum sem verða innan kennslustofa • Án þátttöku hans fer tæknin ekki inn fyrir dyr skólastofunnar • Það er til lítils að kunna vel á forrit ef þekking á nýtingu er ekki til staðar • Til að geta nýtt upplýsinga- og samskiptatæknina í skólastarfi þarf aðgang, hæfni og hvatningu(Vihera og Nurmela, 2001; Empirica, 2006)
Aðgangur HæfniHvatning • Aðgengi að tölvum og samskiptakerfum • Hæfni færni eða kunnátta í notkun hugbúnaðar og netsins með markmið kennslunnar í huga • Hvatning vísar til viðhorfs eða áhuga á að nota tölvur í kennslustofunni til að auðga námið • Mynd: Aðgangur – Hæfni – Hvatning (Vihera og Nurmela, 2001)
SjónvarpiðÚtvarpiðKvikmyndirTölvur • Mörg af þeim tækjum sem ætlunin var að færi inn í stofuna á síðastliðnum 50 árum enduðu inni í skáp Kennarar tölu að; Tækin virkuðu illa Þeim var ekki treystandi þau væru flókin Of langan tíma tæki að koma þeim í gang Þau væru of fá • Sjónvarpið, útvarpið og kvikmyndirnar hafa ekki náð mikilli útbreiðslu en krítartaflan og skjávarpinn hafa komist hjá að fara inn í skápana • Cuban og Tyackhafa áhyggjur af að tölvurnar séu ekki notaðar til að auðga námið (Tyack og Cuban, 1995)
Breytingastarf • Til að nýta upplýsingatæknina í skólaumhverfinu þarf skólinn að skilja og skilgreina þann ábata sem af notkuninni hlýst • Skólar þurfa að marka sér stefnu um stöðu og leiðir í upplýsingatækni Þekking á viðfangsefninu Sannfæring Ákvörðun Framkvæmd Staðfesting (Wilson, Sherry, Dobrovolny, Batty, og Ryder, 2000)
Kennaramenntun • Árangursrík leið til að breyta kennsluháttum og efla áhuga kennara á að nota stafrænt kennsluumhverfi sem byggi á hugsmíðahyggju er að gefa þeim færi á að vera sjálfir nemendur í slíku námsumhverfi (Maor, 1999; Urwin, 2007) • Endurmenntunaraðferðir í upplýsinga- og samskiptatækni þurfa að breytast og nauðsynlegt er að beina athyglinni meira að kennslufræðiþættinum
Kennaramenntun • Í rannsókn Guðrúnar Geirsdóttur kemur fram að þær kennsluaðferðir sem kennarar venjast í skóla hafa mikil áhrif á kennsluhætti síðar meir: „Ég kenni á sama hátt og mér var kennt“ eru orð háskólakennara við Háskóla Íslands. • Fáir háskólakennarar hafa nægan kennslufræðilegan bakgrunn og þar af leiðandi illa undirbúnir að nálgast margbreytileika nútíma kennsluhátta. • Kennarar kvarta yfir óvirkum nemendum og margir segja að tæknin passi ekki inn í þeirra kennslu (Guðrún Geirsdóttir, 2008).
Gagnasöfnun • Þátttakendur voru kennarar og nemendur við Borgarholtsskóla og Fjölbrautarskólann í Breiðholti • Þátttakendur í rannsókninni voru níu kennarar, 5 kenna við BHS og 4 við FB • Nemendur tóku þátt í þremur rýnihópum, 2 hópar frá FB og 1 frá BHS • Gögnum um fjölda notenda var safnað úr gagnagrunnum Moodle
Þátttakendur • Við val á kennurum og nemendum var haft í huga að þeir hefðu góða reynslu í að nota Moodle • Ætla má að þessi hópur geti lagt til þekkingu og miðlað reynslu til þeirra sem á eftir koma Kennarar
Gagnagreining Aðferðir grundaðar kenningar voru notaðar við að koma skipulagi á gögnin og skilja megináhrifaþætti
Niðurstöður: Fjöldi notenda • Skoðað var hvenær notandur komu síðast inn í kerfið • Á 10 daga tímabili hafa 30% kennara frá BHS og 37% frá FB komið inn • 641 nemandi frá BHS og yfir 1000 nemendur frá FB
Niðurstöður: Fjöldi notenda • Um það bil þriðjungur notenda skráður inn síðustu 5 daga frá mælingu • Niðurstöður sýna að þeir sem hafa farið af stað hafa flestir haldið áfram
Kostir Niðurstöður • Dæmi um breytingar sem bæta námið Betra skipulag Vinnusparnaður Ljósritun hefur minnkað Virkari nemendur Minni glærunotkun - Meiri tími til samskipta Aukinn aðgangur að námsefni Nemendur skila verkefnum betur Aukin ábyrgð nemenda Meiri sveigjanleiki Verkefni nemenda eru sýnilegri Samskipti utan kennslustunda
Niðurstöður Hindranir • Moodle er ætlað að styðja við nýja starfshætti en það gerist ekki sjálfkrafa • Hætta er á að þeir sem hafa haft veg og vanda og metnað til að kerfið þróist á þann veg að það stuðli að bættu námi missi áhugann ef skólamenningin er ekki mótuð til að taka á móti nýrri hugsun • Moodle gæti fest hefðbundna kennsluhætti enn frekar í sessi en til þess að það gerist ekki þarf stuðning skólamenningarinnar • Námsumsjónarkerfi sem notuð eru án ígrundunar, án tilgangs, eða eingöngu til mötunar á efni geta haft gagnstæð áhrif, þ.e.a.s. gert námið verra en ekki betra
Hindranir Niðurstöður • Áhersla var lögð á að námsumsjónarkerfið væri markvisst tekið með við skipulag og stefnumótun skólanna, enda byði það upp á mikla möguleika við innleiðingu upplýsinga- og samskiptatækninnar í skólasamfélagið • Stefnuleysi í málefnum UST var talin helsta orsök þess að fleiri væru ekki að nota kerfið og stæði frekari þróun á þessu sviði fyrir þrifum • Hvatning var bæði nefnd sem hindrun og sem drifkraftur • Vöntun á færni í upplýsinga- og samskiptatækni var talin heftandi, bæði hjá nemendum og kennurum
Hindranir Niðurstöður Kennarar telja helstu hindranir vera: Vöntun á markvissri stefnu Skortur á hvatningu Ónógt aðgengi að tölvum Vandamál við innskráningar Léleg tölvufærni Ónóg tækniaðstoð Grunnmenntun og endurmenntun kennara í UST ekki nægjanleg Nemendur koma inn í framhaldskólana með of litla þekkingu í UST Fjárskortur Nemendur telja helstu hindranir vera: Hefðir og venjur Tölvufærni kennara Að kennarar nenni þessu ekki Vöntun á stuðningi við fartölvunotendur
Niðurstöður Stuðningur við Moodlenotendur • Þau atriði sem oftast voru nefnd í tengslum við endurmenntun kennara voru: Námskeið í upphafi anna Aðgengi að umsjónaraðila Kennsluefni á vef Litlir kennslupakkar Stoðteymi Almenn námskeið í notkun upplýsingatækni
Niðurstöður: Endurmenntun kennara • Endurmenntun kennara virðist ekki vera nægilega markviss og ekki skipulögð í samræmi við markmið námsskráa • Endurmenntun kennara þarf að vera hluti af þeirra starfi • Ef nýrri menntastefnu á að takast betur til en þeim sem hafa komið fram síðasta áratug, þarf að leggja áherslu á tíma, tíma til samvinnu, umræðna og endurmenntunar
Skapandi vinna Að lokum • Ég vil einnig sjá skapandi vinnu sem fer fram án þess að tölvan komi þar nærri • Ég vil sjá meiri áhersla á tjáningu og skapandi vinnu • Ég vil ekki sjá alla vinnu í skólastofunni hverfa inni í tölvur
Rannsóknin hefur skilað niðurstöðum sem nýta má til áframhaldandi þróunar á innleiðingu námsumsjónarkerfa
Kví • KVÍ er fræðslusetur fyrir Moodle og upplýsingatækni í skólastarfi á Íslandi • KVÍ leggur áherslu áað samþættafagþekkingu, kennslufræði og tækni • KVÍ fékk styrkur úr þróunarsjóði framhaldsskóla 2007 • KVÍer samstarfsverkefni 4 starfsmanna Borgarholtsskóla • Þeir sem standa að KVÍeru: Hlynur Helgason, Hafdís Ólafsdóttir, Ari Halldórsson og Kristján Ari Arason
TAKK FYRIR http://www.bhs.is/hafdis/opnumkennslustofuna/
Heimildir Dougiamas, M. (2008) Dougimas. Sótt 2. ágúst 2008 af http://dougiamas.com Duffy, T. M. og Cunningham, D. J. (1996). Constructivism; implications for the design and delivery of Instruction. Í D. H. Jonassen (ritstjóri), Educational Communications and Technology (bls. 170-198). New York, NY: Simon & Schuster MacMillan. Empirica. (2006). Use of Computers and the Internet in Schools in Europe 2006. Country briefs: Iceland. Sótt 30. júlí 2008 af: http://europa.eu.int/information_society/eeurope/i2010/docs/studies/learnind_countrybriefs_pdf.zip Forsætisráðuneytið. (2008). Netríkið Ísland: Stefna ríkisstjórnar Íslands um upplýsinga-samfélagið 2008 – 2012. . Sótt 11. ágúst 2008 af: http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettamyndir/NETRIKID_ISLAND_stefnuskra.pdf Guðrún Geirsdóttir. (2008). We are caught up in our own world: Conceptions of curriculum within three different disciplines at the University of Iceland. Doktorsritgerð. Kennaraháskóli Íslands. Koehler, M. J., & Mishra, P. (2008) Í Handbook of technological pedagogical content knowledge (TPCK) for educators. Introducing TPCK. (bls. 3 – 25). Routledge, NY og London. Maor, D. (1999). A teacher professional development program on using a constructivist multimedia learning environment. Learning Environments Research, 2(3), 307-330. Menntamálaráðuneytið. (2005). Áræði með ábyrgð: Stefna menntamálaráðuneytis um upplýsingatækni í menntun, menningu og vísindum 2005–2008. Sótt 16. ágúst af: http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/aredi.pdf Menntamálaráðuneytið. (2001). Forskot til framtíðar: Verkefnaáætlun mennta-málaráðuneytisins í rafrænni menntun 2001-2003. Sótt 16. ágúst 2008 af: http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/forskot.pdf Menntamálaráðuneytið. (2007). Menntun í mótun: Þróun menntastefnu á Íslandi í evrópsku samhengi. Sótt 20. ágúst 2008 af: http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/menntun_i_motun.pdf Menntamálaráðuneytið. (1996). Í krafti upplýsinga: Tillögur menntamálaráðuneytisins um menntun, menningu og upplýsinga. Sótt 18. ágúst 2008 af: http://menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/utgefin-rit-og-skyrslur/HTMLrit/nr/2024.pdf Menntamálaráðuneytið. (2007). Menntun í mótun: Þróun menntastefnu á Íslandi í evrópsku samhengi. Sótt 20. ágúst 2008 af: http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/menntun_i_motun.pdf Oliver, R. og Herrington. J. (2003). Exploring technology-mediated learning from a Pedagogical Perspective. Journal of Interactive Learning Environments, 11(2), 111-126. Tyack, D. og Cuban, L. (1995). Tinkering towards utopia:A century og public school reform. cambridge: Harward University Press. Urwin, A. (2007). Online task design on the master of teaching. Í J. Pickering, C. Daly og N. Pachler (ritstjórar), New designs for teachers’ professional learning (bls. 174-191). Institute of Education: University of London. Viherä, M. L og Nurmela, J. (2001). Communication capability is an intrinsic determinant for information age. Futures, 33 (3-4), 245-265. Wilson, B., Sherry, L., Dobrovolny, J., Batty, M., og Ryder, M. (2000). Adoption of learning technologies in schools and universities. Í H. H. Adelsberger, B. Collis, og J. M. Pawlowski (ritstjórar). Handbook on Information Technologies for Education and Training. New York: Springer-Verlag.