1 / 22

Kenning um úrvinnslu þekkingar

Kenning um úrvinnslu þekkingar. Nemandinn er virkur, framkvæmir og skiptir sér af áreitum áherslan er á samvirkni nemans og umhverfisins A) þekking verður til í þrepum að taka eftir áreiti að bera kennsl á áreitið umbreyta því hugræna mynd, bera saman við efni úr minni gefa því merkingu

daria
Download Presentation

Kenning um úrvinnslu þekkingar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kenning um úrvinnslu þekkingar • Nemandinn er virkur, framkvæmir og skiptir sér af áreitum • áherslan er á samvirkni nemans og umhverfisins • A)þekking verður til í þrepum • að taka eftir áreiti • að bera kennsl á áreitið • umbreyta því hugræna mynd, bera saman við efni úr minni • gefa því merkingu • bregðast við Biehler/Snowman, 9. kafli

  2. Kenning….frh. • B) aðeins er hægt að koma fyrir takmörkuðu magni af þekkingu á hverju þrepi • endanllegt magn sem hægt er að læra virðist takmarkalaust • þekking innbyrðist aðeins smám saman • C) úrvinnsla þekkingar er samvirkandi • skynjun verður fyrir áhrifum frá upplýsingum sem þegar eru til í minninu • þekking sem þegar er til í minninu verður fyrir áhrifum frá skynjun Biehler/Snowman, 9. kafli

  3. Kenn…..frh. • Það er mikilvægt að muna að mörg áreiti berjast um athygli nemandans á sama tíma. Því meir sem þú veist um hvernig nemendurnir vinna, geyma í minni og nota þekkingu, þeim mun skilvirkari geturðu orðið við að hafa áhrif á þessa samkeppni. Biehler/Snowman, 9. kafli

  4. Sjá flæðirit, bls.319(8.útg), 252(9.útg) • Minnishólfin þrjú eru skynminni (SR), skammtímaminni (STM) og langtímaminni (LTM) • hólfin hvað varðar geymsluþol, bæði magn uppl. og tíma • uppi eru tvær andstæðar skoðanir, annars vegar • aðhyllast sumir menn fjölhólfakenninguna, hins vegar aðhyllast aðrir einhólfakenningu, fjölhólfakenningin er enn ofan á og hentar kennurum • umkóðun upplýsinga og flæði milli hólfa er stjórnað af “control processes”sem hver um sig tengist sérstöku hólfi: að bera kennsl á, athygli, æfing til viðhalds minnis, merkingaræfing, líka kallað umkóðun merkingar, og endurheimt úr minni Biehler/Snowman, 9. kafli

  5. “Control processes” eru afar mikilvægir: • þeir ákvarða hve margar upplýsingar (hve mikil þekking) fara í vinnslu og hve vel unnið er úr þeim • sá/sú sem lærir ákveður hvernig og hvenær þekkingin skuli notuð Biehler/Snowman, 9. kafli

  6. Skynminnið og áhrifaferlar þess • Geymir upplýsingar í 1-3 sek. • Þá annað hvort týnist upplýsing eða fer í frekari vinnslu • eðli aðferða við að endurheimta úr minni • ef fyrirbærið er óljóst eða nema vantar nauðsynlega grunnþekkingu, þá líður frekari úrvinnsla fyrir það • hefur þá þýðingu að yngri börn þurfa meiri verkefnastýringu en eldri, þau hafa takmarkaðan forða þekkingar og einnig takmarkaðri ályktunarhæfni til að tengja áunna þekkingu nýju verkefni Biehler/Snowman, 9. kafli

  7. Skynminni…frh. • Þýðing athyglinnar, sem einungis beinist að einu atriði á kostnað annars • einstaklingsmunur með tilliti til einbeitingarhæfileika • það má að hluta skýra með SKEMUM sem gera okkur kleift að gera ráð fyrir upplýsingum, þekkingu. Þessi skemu, eða munstur hugsana sem byggja á nýrri þekkingu, viðhorfum og skoðunum, hafa langtímaverkan. Þannig hefur fyrri hugsun okkar um hvað var mikilvægt- áhrif á hvað okkur finnst mikilvægt nú eða í framtíðinni • því er nauðsynlegt að kennarinn sannfæri nemendur um gildi námsins til að ná athygli þeirra Biehler/Snowman, 9. kafli

  8. Skammtímaminni og áhrifaferlar þess • Um leið og athygli er vakin fer upplýsingin inn á STM • STM getur geymt í einu allt að 7 óskyld atriði (plús/mínus tvö) í 20 sek. • STM er stundum nefnt vinnsluminnið því það grípur upplýsingarnar hvenær sem er • Æfing; upplýsingar í STM hverfa fljótt ef ekki er unnið úr frekar • æfing ýmist kemur efninu fyrir í LTM eða til brúks á staðnum • viðhaldsæfing, endurtekning heldur uppl. í STM • merkingaræfing tengir nýjar upplýsingar gamalli þekkingu • val á aðferð fer eftir þörfum • leikskólabörn æfa sjaldan óbeðin, 7 ára börn endurtaka einstök atriði óbeðin, en 10 ára eru sem fullorðin, nota merkingaræfingar Biehler/Snowman, 9. kafli

  9. STM og…..frh. • Flokkun, sjá mynd bls. 324 • tvöfalt meiri upplýsingar komast fyrir í minni ef þær eru flokkaðar • einingarnar eru færri, auk þess sem þær tengjast innbyrðis og minna þannig hver á aðra • hefur þá þýðingu fyrir kennslu að vel skipulagt og flokkað námsefni hjálpar nemendum að halda í minni • þýðing/vægi námsefnis, í beinum tengslum viðhvort það tengist vitsmunagetu nemandans • lærist betur ef efnið getur tengst því sem nemar kunna fyrir • kennari þarf að hafa fyrir að hjálpa nemendum að tengja nýtt/gamalt Biehler/Snowman, 9. kafli

  10. Langtímaminni • Eðli LTM:margir trúa því að endalaust sé hægt að geyma í minni og að allt sé þar skráð. Þessi kenning er studd eftirfarandi rökum: • kanadískur taugaskurðlæknir, Penfield, gerði aðgerðir á heila á rúmlega 100 sjúklingum, áreitti yfirborð mismunadi hluta heilans og fékk fram löngu liðnar minningar frá sjúkl. • Tilraunir: sjá bls. 326 • minningar dregnar fram við dáleiðslu, þetta atriði er þó umdeilt • Hvernig geymast upplýsingar LTM?….:flokkun er mikilvæg m.t.t. hvernig við náum aftur efni frá LTM Biehler/Snowman, 9. kafli

  11. LTM…frh • Ein kennig er að efnið sé geymt í skemum, skylt hugtaki Piagets • væntingar eru taldar skipta máli. Ef upplifanir, ný reynsla fellur að væntingum okkar (skemum)þá skiljum við, að öðrum kosti getum við lent í vandræðumvarðandi skilning og minni, jafnvel einnig hegðun • við skiljum okkar skilningi og munum þannig, þarf ekki að vera eins og raunverulegur atburður var Biehler/Snowman, 9. kafli

  12. Þekking á eigin hugsunmetacognition • Eðli hennar og þýðing: • útskýrir hvers vegna, ef tvenns konar aðferðir við nám eru kenndar, önnur áhrifarík en hin síður, 7 ára barn velur handahófskennt aðferð en 10 ára barnið velur þá áhrifaríku. Þekkingin þroskast með aldrinum • Flavell heldur því fram að þessi þekking sé háð þekkingu almennt um eigin getu, og á hvernig verkefni eru ólík auk þekkingar á ólíkum námsaðferðum Biehler/Snowman, 9. kafli

  13. Þekking …… og aldur • Yngri börn meta ekki þyngd verkefna með nákvæmni • 6 ára veit að þekkt efni er auðlærðara en óþekkt, en áttar sig ekki á að hve mikla þekkingu þau muna í beinu framhaldi af námi fyrr en um 9 ára aldur • þekking barna á eigin hugsun varðandi lestur er í beinum tengslum við hvernig þau bera sig að við lesturinn • þannig veit 6 ára barn að lengd sögu hefur áhrif á skilning þess á sögunni, en er sér þess ómeðvitað að lestrsraðferðir hafa einnig áhrif á skilning. Sjöttu bekkingar eru sér fullmeðvitaðir um að lestrartækni, svo sem flokkun hugmynda, hefur áhrif á skilning og þau eru líklegri til að leasa að greinarskilum á meðan yngri börnin lesa gjarnan að punkti. • Eldri börn átta sig betur á minni sínu en þau yngri • þannig byggja yngri börn hugmyndir sínar um skilning á óraunhæfum persónulegum sérkennum,s.s. “ég er góður” þegar eldri börn beina athyglinni að hvernig þau leysa verkefni Biehler/Snowman, 9. kafli

  14. Þekking…..aldur • Yngri börn flokka ekki verkefni kerfisbundið, gera námsáætlanir, né nota þau aðferðir til að auka skilning og minni • með aldri og auknum þroska bregðast börn við flóknari verkefnum, átta sig smám saman á eigin hugsun og hvernig hún tengist náminu í skólastofunni Biehler/Snowman, 9. kafli

  15. Að kenna skipulögð vinnubrögð • Flestir eru óskipulagðir í námi, bæði börn og fullorðnir: tilraunir til að umskrá upplýsingar ná sjaldnast lengra en til einfaldra endurtekninga og einfaldrar flokkunar • námsáætlun er mikilvæg,- að stefna að markmiðum • námsaðferðir eru jafn mikilvægar, að þekkja hvaða leiðir eru færar og gefa besta raun • hvort tveggja þarf að leiðbeina nemendum með Biehler/Snowman, 9. kafli

  16. Námstækni • Tækni sem snýr að minni;nákvæmni við geymslu og endurheimtingu úr minni • æfing • minnishjálp • tækni sem snýr að skilningi; að skilja þýðingu og tengsl hugmynda • sjálfs-spurningar • glósur Biehler/Snowman, 9. kafli

  17. Æfing • Einfaldasta form æfingar er að endurtaka einstök atriði upphátt.Er nytsamlegra fyrir STM en LTM • fæst börn yngri en 6 ára nota þessa aðferð • byrja á einfaldan hátt um 7 ára aldur • um 8 ára æfa börn atriði í flokkum • safnæfing (cumulative rehearsal) er aðeins flóknari æfing, sleppa lærðum atriðum og bæta inn nýjum • unglingar eru færir um að flokka og skipuleggja upplýsingar og æfa þannig Biehler/Snowman, 9. kafli

  18. Minnishjálp • Hjálpar nema að umbreyta upplýsingum eða skipuleggja þannig að auðveldara verði að ná þeim úr minni • rímuð minnishjálp, s.s. a,b,c,d… • búa til orð úr fyrstu stöfumt.d. vatna, fjalla … • búa til setningu úr fyrstu stöfum • “loci” aðferðin (frb.lósæ), þýðir staður. Nota þekktan stað, kemur því fyrir sem þú vilt muna í hverju herberginu á fætur öðru og ferð í huganum í gegnum staðinn þegar þú vilt draga úr minni • lykilorð, dæmi úr tungumálanámi (motor car) Biehler/Snowman, 9. kafli

  19. Hvers vegna virka þessar aðferðir? • Gefa manni samhengi með annars óskyld atriði • þýðing hins nýja eykst við tengsl þekktra atriða • gefa vísbendingar sem hjálpa við endurheimt úr minni • nemandinn er virkur Biehler/Snowman, 9. kafli

  20. Að spyrja sjálfa/n sig • Að búa til spurningar er góð tækni • búa til svipaðar spurningar og maður býst við t.d. á prófi. Skilningsspurningar leiða til notkunar, greiningartengingar og mats • virkar vel frá fjórða bekk. Gagnsemi slíkra spurninga fer eftir eftirfarandi: • havð menn vita um efnið • hvaða þekkingu menn hafa um eigin hugsun • hve skýr fyrirmælin eru • vinnuaðferðin- best ef unnið er í hópum og gagnkvæmt mat • hve oft slík aðferð er notuð • hve langan tíma nemar fá til að vinna á þennan hátt Biehler/Snowman, 9. kafli

  21. Námsáætlun • Gerð námsáætlunar felur í sér eftirfarandi: • lágmarks þekkingu á eigin hugsun • geta skilgreint námsstöðuna • orðað námáætlun • kunna að nota mismunandi tækni • meta framfarir • aðlagað áætlun og breytt ef út af ber • vita hvernig, hvenær og hvers vegna þau nota hvert þessara atriða Biehler/Snowman, 9. kafli

  22. Biehler/Snowman, 9. kafli

More Related