1 / 26

Þjóðhags- reikningar

Þjóðhags- reikningar. 23. kafli. Þjóðhagfræði. Þjóðhagfræði leitar svars við spurningum eins og þessum: Hvers vegna eru tekjur manna háar sums staðar og lágar annars staðar? Hvers vegna hækkar verðlag ört á sumum skeiðum, en hægt á öðrum?

deo
Download Presentation

Þjóðhags- reikningar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Þjóðhags-reikningar 23. kafli

  2. Þjóðhagfræði • Þjóðhagfræði leitar svars við spurningum eins og þessum: • Hvers vegna eru tekjur manna háar sums staðar og lágar annars staðar? • Hvers vegna hækkar verðlag ört á sumum skeiðum, en hægt á öðrum? • Hvers vegna aukast framleiðsla og atvinna sum ár og skreppa saman önnur?

  3. Til að leggja mat á, hvort vel gengur í efnahagslífinu eða ekki, þurfum við að skoða heildartekjur manna og leggja þær saman til að finna þjóðartekjur Tekjur og gjöld í hagkerfinu

  4. Tekjur og gjöld í hagkerfinu Í hagkerfinu í heild eru tekjur jafnar gjöldum, af því að • Öll viðskipti ganga þannig fyrir sig, að kaupandi skiptir við seljanda • Kaup = sala • Útgjöld eins eru tekjur annars • Tekjur = gjöld

  5. Tekjur Gjöld Seld vara og þjónusta Keypt vara og þjónusta Aðföng til framleiðslu Vinnuafl, land og fjármagn Laun, vextir og arður Tekjur Hringrás efnahagslífsins Markaður fyrir vörur og þjónustu Fyrirtæki Heimili Markaður fyrir framleiðsluþætti

  6. Verg landsframleiðsla • Verg landsframleiðsla (VLF) er mælikvarði á tekjur og gjöld í hagkerfinu • VLF (e. GDP) • Hún er markaðsvirði allrar vöru og þjónustu, sem framleidd er til endanlegra nota innan lands á tilteknu tímabili

  7. Verg landsframleiðsla Verg landsframleiðsla (VLF) er • markaðsvirði • allrar • vöru og þjónustu, • sem framleidd er • til endanlegra nota • innan lands • á tilteknu tímabili

  8. Verg þjóðarframleiðsla Vergþjóðarframleiðsla(VÞF) er • markaðsvirði • allrar • vöru og þjónustu, • sem framleidd er • til endanlegra nota • af þegnum ákveðins ríkis • á tilteknu tímabili

  9. Verg þjóðarframleiðsla VÞF = VLF + tekjur erlendis frá • VLF er það, sem landiðframleiðir • VÞF er það, sem þjóðin framleiðir • Tyrkland: VÞF > VLF • Hluti tyrknesku þjóðarinnar vinnur erlendis og sendir tekjurnar heim • Ísland: VÞF < VLF • Íslendingar eru skuldugir í útlöndum – og senda hluta tekna sinna úr landi sem vaxtagjöld til erlendra lánardrottna

  10. Að mæla VLF Höfum sagt: VLF(e. GDP)er markaðsvirði allrar vöru og þjónustu, sem framleidd er til endanlegra nota innan lands á tilteknu tímabili

  11. Að mæla VLF • Framleiðslan er mældá markaðsverði • Tekur aðeins til framleiðslu vöru og þjónustu til endanlegra nota, en tekur ekki tilaðfanga(virðisaukinn er talinn aðeins einu sinni, hann er ekki tvítalinn) • Teljum brauðið með, ekki hveitið • Tekur bæði til áþreifanlegs varnings (matur, föt, bílar) ogóáþreifanlegrar þjónustu(klipping, bílþvottur, læknishjálp)

  12. Að mæla VLF • VLF nær yfir vörur og þjónustu framleiddar áyfirstandandi tímabili, ekki í fortíðinni, þ.e. á líðandi stund, ekki á liðnum tíma • VLF er virði framleiðslunnarinnan landamæra tiltekins lands • VLF er virði framleiðslunnará afmörkuðu tímabili, yfirleitt einu ári eða einum ársfjórðungi

  13. VLF nær yfir alla framleiðslu í hagkerfinu, sé hún seld löglega á markaði Hvað er talið með í VLF?

  14. Hvað er ekki talið með í VLF? • VLF nær ekki yfir flest af því, sem er framleitt og notað á heimilum og fer því aldrei á markað • T.d. grænmeti sem þið ræktið sjálf á heimili ykkar er ekki tekið með í VLF. • VLF nær ekki heldur yfir varning, sem er seldur ólöglega, t.d. eiturlyf eða mútur

  15. Samsetning VLF VLF (Y) er summa þessara stærða: • Neysla (C) • Fjárfesting (I) • Ríkisútgjöld (G) • Hreinn útflutningur (NX) Y = C + I + G + NX

  16. Samsetning VLF • Neysla (C) • Útgjöld heimila til kaupa á vörum og þjónustu, en þó ekki til húsakaupa • Fjárfesting (I) • Útgjöld til kaupa á framleiðslutækjum, birgðum og einnig til húsnæðiskaupa • Birgðabreytingar eru yfirleitt taldar með fjárfestingu til einföldunar

  17. Samsetning VLF • Ríkisútgjöld (G) • Útgjöld ríkis og byggða til kaupa á vörum og þjónustu, eða samneysla • Hreinn útflutningur(NX) • Útflutningur vörum og þjónustu að frádregnum innflutningi: NX = X - Z

  18. Önnur tekjuhugtök • Verg þjóðarframleiðsla (VÞF) • Hrein þjóðarframleiðsla (HÞF) • Ráðstöfunartekjur

  19. Verg þjóðarframleiðsla, aftur • Verg þjóðarframleiðsla (VÞF) er samanlagðar tekjur fastra íbúa lands, þ.e. þegna landsins • VÞF er frábrugðin VLF að því leyti, að VÞF telur með tekjur, sem þegnar landsins vinna sér inn erlendis, og telur ekki með tekjur, sem útlendingar vinna sér inn hér heima VÞF = VLF + TE

  20. Hrein þjóðarframleiðsla • Hrein þjóðarframleiðsla (HÞF)er samanlagðar tekjur þegnanna (VÞF) að frádregnum afskriftum • Afskriftir (A) eru slit og úrelding fjármuna og framleiðslutækja í hagkerfinu

  21. Ráðstöfunartekjur Ráðstöfunartekjureru tekjur heimila og fyrirtækja að greiddum sköttum og skyldum til ríkisins

  22. VLF • Tvær ástæður geta legið að baki aukningu í VLF milli ára • Aukning í framleiddu magni af vörum og þjónustu í hagkerfinu • Verð á vörum og þjónustu hefur hækkað Hagfræðingar vilja vita hvort framleiðslan hefur aukist þegar verið er að skoða VLF yfir tíma (þ.e. magnið en ekki verð)

  23. VLF á raunvirði og nafnvirði • Nafnvirði VLF er virði framleiðslunnar á verðlagi hvers árs • Raunvirði VLFer virði framleiðslunnar á föstu verðlagi • VLF á nafnvirði eykst ef • Magn framleiðslunnar eykst eða • Verð framleiðslunnar hækkar • Þurfum að geta greint magnbreytingar frá verðbreytingum • Skilja raunvirði frá nafnvirði

  24. VLF og velferð • VLF er skásti einstaki mælikvarðinn á hagræna velferð • VLF á mannsýnir tekjur og gjöld meðalmanns í hagkerfinu

  25. VLF og hagræn velferð • Meiri VLF á mann er til marks um meiri velferð miðað við önnur lönd eða fyrri ár • VLF er þó ekki fullkominn mælikvarði á hamingju manna og lífskjör

  26. VLF og hagræn velferð • Sumt af því, sem eykur velferð, er ekki reiknað með í VLF • Gildi tómstunda • Gildi hreins umhverfis • Gildi nær allrar utanmarkaðsstarfsemi • Gildi tímans, sem foreldrar eyða með börnum sínum og öfugt • Gildi sjálfboðastarfs

More Related