190 likes | 401 Views
Byggingarreglugerð 2012. 8. hluti Burðarþol og stöðugleiki. 8.1 Markmið og almennar kröfur 8.2 Burðarvirki 8.3 Sement og steinsteypa 8.4 Stál og ál 8.5 Timbur og gler. 8. hluti Burðarþol og stöðugleiki. Erindisbréf ráðherra Áhersla á að skapa örugg skilyrði fyrir börn
E N D
8. hlutiBurðarþol og stöðugleiki 8.1 Markmið og almennar kröfur 8.2 Burðarvirki 8.3 Sement og steinsteypa 8.4 Stál og ál 8.5 Timbur og gler
8. hlutiBurðarþol og stöðugleiki • Erindisbréf ráðherra • Áhersla á að skapa örugg skilyrði fyrir börn • Grunnkrafa í lögum um mannvirki
8. hlutiBurðarþol og stöðugleiki • 8.1 Markmið og almennar kröfur - Hús og önnur mannvirki skulu ávallt gerð úr haldgóðum byggingarefnum, þola íslenskt veðurfar og þá áraun sem ætla má að þau verði fyrir. Burðarvirki mannvirkis skal vera fullnægjandi að gerð, þannig að mannvirkið sjálft eða einstakir berandi hlutar þess hvorki sígi óeðlilega né hrynji og komið sé í veg fyrir að formbreytingar verði umfram heimil mörk.
8. hlutiBurðarþol og stöðugleiki • 8.1 Markmið og almennar kröfur – frh. • Tryggja skal fullnægjandi stöðugleika allra þátta mannvirkja á byggingartíma og koma skal í veg fyrir möguleg skaðleg áhrif á mannvirki af völdum veðurs. • Skilgreint er hvernig og hvenær hönnuðum ber að staðfesta fullnægjandi burðarþol eldri bygginga þegar gerðar eru breytingar á þeim eða starfsemi innan þeirra breytt.
8. hlutiBurðarþol og stöðugleiki • 8.2 Burðarvirki • Tilvísun er í evrópska þolhönnunarstaðla (Eurocodes) og íslenska þjóðarviðauka við þá. • Ítarlegri kröfur til festinga, m.a. fjallað um efnisval og hættu á tæringu. • Formbreytingakröfur – ítarlegri ákvæði auk smávægilegra breytinga. • Hegðun bygginga vegna titrings á að vera ásættanleg með þægindi notenda í huga. • Slagregnsprófun glugga til að tryggja að þeir henti við íslenskar aðstæður.
8. hlutiBurðarþol og stöðugleiki • 8.3 Sement og steinsteypa • Alkalívirkni steinefna, tekin upp tilvísun til RILEM prófunaraðferða auk ASTM staðla. • Frostþol steinsteypu, tekin upp tilvísun í sænskan staðal. • Heimild steypustöðvar til framleiðslu á steinsteypu til notkunar í mannvirkjum er háð því að viðkomandi rekstraraðili hafi jákvæða umsögn óháðrar rannsóknarstofu, sem Mannvirkjastofnun viðurkennir, um að starfsemi og framleiðsla stöðvarinnar uppfylli ákvæði reglugerðar þessarar og viðeigandi staðla.
8. hlutiBurðarþol og stöðugleiki • 8.3 Sement og steinsteypa – frh. • Leyfisveitandi skal gæta þess að jákvæð umsögn um steypustöð liggi fyrir vegna mannvirkjagerðar í hans umdæmi. • Ef steinsteypa uppfyllir ekki kröfur gæðamats skal leyfisveitandi banna notkun hennar uns úr hefur verið bætt og tilkynna það til Mannvirkjastofnunar.
8. hlutiBurðarþol og stöðugleiki • 8.4 Stál og ál • Áhersla á tæringarvarnir. • 8.5 Timbur og gler • Gagnvörn timburs, vísað til staðals og kerfis Norræna timburverndarráðsins. • Nýjar kröfur vegna glers, m.a. vísað í norskan staðal og nýútgefin rb-blöð um glerþykktir og val glergerða við mismunandi aðstæður.
11. hlutiHljóðvist • Erindisbréf ráðherra • Bætt hljóðvist m.a. í umhverfi barna • Áhersla á að skapa örugg skilyrði fyrir börn • Grunnkrafa í lögum um mannvirki 11.1 Varnir gegn hávaða
11. hlutiHljóðvist • Kröfustig aukið og kröfur gerðar skýrari með því að taka upp viðmið við staðal (ÍST 45). Þar með eru kröfur til hljóðvistar í húsum á Íslandi orðnar sambærilegar þeim kröfum sem almennt gilda á Norðurlöndum. • 11.1 Varnir gegn hávaða • Byggingar og önnur mannvirki skulu þannig hönnuð og byggð að heilsu og innra umhverfi sé ekki spillt af völdum hávaða og óþægindum af hans völdum sé haldið í lágmarki. Hávaði sem fólk í mannvirki eða næsta nágrenni skynjar skal vera viðunandi og ekki hærri en svo að það geti sofið, hvílst og starfað við eðlileg skilyrði.
11. hlutiHljóðvist • 11.1 Varnir gegn hávaða – frh. • Þess skal gætt sérstaklega að hljóðvist sé góð í umhverfi barna, s.s. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og öðrum stöðum þar sem börn dvelja. Jafnframt skal gæta sérstaklega að hljóðvist m.h.a. þörfum heyrnarskertra. • Byggingar skulu þannig hannaðar að óþægindi vegna hávaða innan rýma, frá aðliggjandi rýmum, lögnum, tæknibúnaði og umferð séu takmörkuð. Þessar kröfur skulu uppfylltar í samræmi við fyrirhugaða notkun. • Ákvæði um staðfestingu á fullnægjandi hljóðvist vegna breytinga á þegar byggðum mannvirkjum.
13. hlutiOrkusparnaður og hitaeinangrun 13.1 Almennt um orkusparnað 13.2 Heildarorkuþörf, ákvörðun U-gilda og heildarleiðnitap 13.3 Mesta leiðnitap byggingarhluta 13.4 Raka- og vindvarnir 13.5 Loftþéttleiki húsa
13. hlutiOrkusparnaður og hitaeinangrun • Markmiðsákvæði laganna • Að stuðla að vernd umhverfis með því að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við hönnun og gerð mannvirkja • Að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga • Grunnkrafa í lögum um mannvirki
13. hlutiOrkusparnaður og hitaeinangrun • Kröfur um einangrun eru auknar með orkusparnað og vistvænni byggingar í huga. Í þessum áfanga færum við okkur nær norrænum kröfum, en kröfur reglugerðarinnar eru þó ennþá talsvert vægari en þær norrænu. • 13.1 Almennt um orkusparnað • Við ákvörðun einangrunar í mannvirkjum ber að tryggja hollustu og þægindi innan mannvirkja jafnframt því að orkunýting sé hagkvæm og náttúruauðlindir nýttar á sjálfbæran hátt.
13. hlutiOrkusparnaður og hitaeinangrun • 13.2 Heildarorkuþörf, ákvörðun U-gilda og heildarleiðnitap • Heildarorkuþörf byggingar skal ákvarðast að teknu tilliti til heildarleiðnitaps, loftskipta byggingar og lofthita úti og inni. • Útreikningur U-gilda byggingarhluta skal gerður í samræmi við ÍST EN ISO 6946 og ÍST 66. • Heildarleiðnitap skal reiknað fyrir allar nýbyggingar.
13. hlutiOrkusparnaður og hitaeinangrun • 13.3 Mesta leiðnitap byggingarhluta • Kröfur eiga annars vegar við um nýbyggingar og viðbyggingar og hins vegar um viðhald mannvirkja. • Heimilt er að U-gildi einstakra byggingarhluta í nýbyggingum sé allt að 20% hærri en fram kemur í reglugerðinni, en þá skal auka einangrunarþykktir annarra byggingarhluta tilsvarandi til að heildarleiðnitap byggingarinnar hækki ekki. • Á svæðum þar sem orkukostnaður vegna húshitunar er hár á íslenskan mælikvarða er mælt með að leiðnitap nýbygginga sé a.m.k.10% lægra en reglugerðin kveður á um. Við viðhald og endurnýjun byggingarhluta á þessum svæðum er mælt með að U-gildi fyrir þak, útveggi og gólf taki mið af kröfum til nýbygginga.
13. hlutiOrkusparnaður og hitaeinangrun • 13.4 Raka- og vindvarnir • Við hönnun og útfærslu á einangrun húsa skal þess gætt að raka- og vindvarnir séu fullnægjandi svo raki og lofthreyfing hafi ekki óæskileg áhrif á einangrunargildi byggingarhluta og ekki geti orðið uppsöfnun raka í byggingarhlutanum. • 13.5 Loftþéttleiki húsa • Tryggja skal að hús séu nægjanlega loftþétt til að koma í veg fyrir orkutap og að dragsúgur valdi ekki óþægindum.