190 likes | 501 Views
Saga jarðarinnar. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6230. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=7251. Innræn og útræn öfl jarðarinnar gera það að verkum að yfirborð hennar er ekki slétt. Innrænu öflin eru af völdum óróans í iðrum jarðar og þau búa til ójöfnur í jarðskorpunni
E N D
Saga jarðarinnar http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6230 http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=7251
Innræn og útræn öfl jarðarinnar gera það að verkum að yfirborð hennar er ekki slétt. • Innrænu öflin eru af völdum óróans í iðrum jarðar og þau búa til ójöfnur í jarðskorpunni • Útrænu öflin vinna hins vegar í því að jafna þessar ójöfnur út með því að brjóta þær niður eða fylla upp í göt.
Innræn öfl • Innræn öfl jarðar gera yfirborð hennar ójafnt • Undir jarðskorpunni eru miklir kraftar sem brjótast út með eldgosum, jarðskjálftum og myndun fellingafjalla. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin
http://www.miniwiki.org/wiki/index.php?wiki=_content.is_version.presenting..J%25C3%25B6r%25C3%25B0inhttp://www.miniwiki.org/wiki/index.php?wiki=_content.is_version.presenting..J%25C3%25B6r%25C3%25B0in http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin
Þykkasti staður jarðskorpunnar • Hæsti tindur jarðarinnar er á Everestfjalli 8.848 m samkvæmt nýjustu mælingum (samþykkt af Kína og Nepal í apríl 2010 þ.e. með snjónum) • Everest er á landamærum Nepals og Kína og er hluti af Himalajafjallgarðinum
Þynnsti staður jarðskorpunnar • Maríanadjúpállinn er lægsti punktur jarðarinnar sem vitað er um 11.034 m undir sjávarmáli. • Maríanadjúpállinn er í Vestur-Kyrrahafi við Maríanaeyjar.
Alfred Wegener • Setti fram kenningu árið 1912 um að meginlöndin væru á hreyfingu • Hann taldi að meginlöndin hefðu einu sinni legið saman en síðan liðast í sundur. • Enginn trúði honum á þessum tíma en árið 1950-1970 komu fram sannanir um að þetta væri rétt hjá honum
Wegener hélt því fram að einu sinni hefði bara verið eitt meginland sem hann nefndi PANGEA • Í dag er hann talinn einn af frumkvöðlum nútíma jarðfræði.
Bergtegundir • Jarðskorpan er misþykk eða frá nokkrum km upp í 70 km. • Jarðskorpan er þynnst undir úthöfunum (meðaltal 8 km) en þykkst undir meginlöndunum (meðaltal 35 km). • Jarðskorpan er gerð úr mismunandi bergtegundum og skiptast þær í þrjá flokka: storkuberg, setberg og myndbreytt berg.
Storkuberg verður til þegar bráðið berg, bergkvika, storknar. Granít er dæmi um storkuberg og verður til djúpt í jarðskorpunni. Granít er algengt í frumbergsskildi Svíþjóðar og Finnlands.
Setberg verður til þegar storkuberg veðrast og molnar niður í möl, sand og leir sem berst svo til hafs. • Með tímanum þjappast sandurinn og leirinn saman og myndar fast berg, setberg • Dæmi um setberg er kalksteinn og sandsteinn. Kalksteinn með steingervingum http://is.wikipedia.org/wiki/Kalksteinn Doverklettarnir í Englandi (White Cliffs of Dover) eru dæmi um sandsteina http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6257
Ef storkuberg eða setberg verður fyrir miklum hita og þrýstingi umbreytist það og kallast þá myndbreytt berg. • Ef granít ummyndast þá verður til gneis. • Ef kalksteinn ummyndast þá verður til marmari. http://petro.uniovi.es/Docencia/myp/Macro/metamorficas.html http://is.wikipedia.org/wiki/Marmari
Landrek • Meginlöndin eru á mjög hægri hreyfingu. • Jarðskorpan er sett saman úr 18 flekum sem eru misstórir (sjá bls.24 í kennslubók). • Orkan í iðrum jarðar veldur þessari hreyfingu. • Talið er að eftir u.þ.b. 250 milljónir ára verði meginlöndin komin saman aftur. http://vulcan.wr.usgs.gov/Glossary/PlateTectonics/Maps/map_plate_tectonics_world.html
Gliðnunar- og samgengissvæði • Á gliðnunarsvæðum reka flekarnir hvor frá öðrum og við það kemst bergkvikan upp og myndar nýja jarðskorpu. • Þetta er algengast undir úthöfunum. • Lengsta fjallakeðja jarðarinnar er í Atlantshafi, Atlantshafshryggurinn http://www.washington.edu/burkemuseum/geo_history_wa/The%20Restless%20Eart%20v.2.0.htm
Á samgengissvæðum rekast flekarnir hvor á annan. Við það lyftist annar flekinn upp en hinn fer undir þar sem hann bráðnar og verður aftur að bergkviku. Sá sem lyftis verður hins vegar að fellingafjöllum. • Dæmi um samgengissvæði eru Himalajafjöll og Maríannadjúpállinn
Útræn öfl Útræn öfl brjóta yfirborð jarðar niður. Útræn öfl eru veðrun og rof auk aðgerða mannfólksins. Veðrun skiptist í 3 flokka: • Frostveðrun • Sólsprenging • Efnaveðrun Rof má einnig flokka í 3 flokka: • Vatnsrof • Jökulrof • Vindrof
Áhrif mannsins • Manneskjan hefur áhrif á jarðvegseyðingu. Við jarðvegseyðingu fýkur jarðvegurinn burt eða skolast í burtu. • Jarðvegseyðing er alvarlegust í löndum eins og Asíu og Afríku og bitnar mest á þeim sem eru nú þegar fátækir. • Huga verður vel að nýta þau svæði sem hentug eru til ræktunar og ofrækta ekki á þurrum svæðum. • Iðnríkin verða líka að sýna ábyrgð og gefa svæðum hvíld inn á milli þó það hafi áhrif á gróða fyrirtækja um tíma. • Með ræktun gróðurs, myndun skjóls og minnkun á búfénaði má hindra jarðvegseyðingu en einnig verður að huga að minnkandi mengun.