230 likes | 356 Views
Svæðaskipting , fjarlægðir , árgangasvæði , hvíldartími og flutningur. Guðbergur Rúnarsson, Landssamband fiskeldisstöðva. Efnistök. Þróunin í Noregi Stefna Norðmanna Gullestad nefndin Norsku strandsvæðin Verklagsreglur Fiskeldissvæði Fjarlægðir og hvíld. Þróunin í Noregi.
E N D
Svæðaskipting, fjarlægðir, árgangasvæði, hvíldartímiogflutningur Guðbergur Rúnarsson, Landssamband fiskeldisstöðva
Efnistök • Þróunin í Noregi • Stefna Norðmanna • Gullestad nefndin • Norsku strandsvæðin • Verklagsreglur • Fiskeldissvæði • Fjarlægðir og hvíld
Þróunin í Noregi • Ótrúleg þróun fiskeldis í Noregi s.l. 40 ár • frá 531 tonni 1971 í u.þ.b. 1 milljón tonna 2010 • ein mikilvægasta atvinnugrein strandsvæðanna • Norskt fiskeldis hefur mikla hæfileika til að leysa þau vandamál sem upp hafa komið: tækni, rekstur, heilbrigði, eldi, fóður og markaðssetningu • Það er grundvöllur þess að fiskeldi verður mikilvægasta útflutningsgreinin í Noregi þegar olíuævintýrinulýkur • Einstakar aðstæður fyrir eldi í sjó er helsta samkeppnisforskot Norðmanna • Nú er svo komið að lítið er eftir af heppilegum svæðum og þau er helst í Norður Noregi
Stefna Norðmanna um umhverfisvænt og sjálfbært fiskeldi frá 2009 • Sjúkdómar í fiskeldi hafi ekki áhrif á villtan fisk, og stærsti hluti eldisfisksins vaxi í sláturstærð með lágmarks lyfjanotkun. • Eldi í sjó hafi ekki áhrif á breytingar á erfðaeiginleikum villtra fiskstofna. • Allar eldisstöðvar í rekstri uppfylli reglur um ásættanlegt umhverfisástand, og losa ekki næringarsölt og úrgang umfram þolmörk viðtaka. • Skipulag fiskeldis í sjó og svæðanotkun þess minnki umhverfisáhrif og hættu á sjúkdómasmiti. • Þörf fiskeldisins fyrir fóður er mætt án þess að ógna villtum sjávardýrastofnum.
Norska nefndin- Gullestad nefndin • Þrjár forsendur nefndarinnar um þróun fiskeldis í Noregi: • Strandsvæði Noregs verði skipt upp í aðskilin framleiðslusvæði með tilheyrandi útsetningarsvæðum • Aðgerðar á eldissvæðum skulu stjórnast af skilgreindum vísum (indikatorum) og verklagsreglum (handlingsregler) • Eldisfyrirtækin á einstökum eldissvæðum fái meira hlutverk og samfélagsábyrgð við að lausn viðfangsefna.
Gullestad nefndin • Engin ný eldisleyfi eða aukning á hámarks lífmassa (MTB) þar til að framleiðslusvæði hafa verið skilgreind • Auðvelda eldismönnum að hefja matfiskeldi á landi og eldi í lokuðum fljótandi eldiseiningum (ATH tók út tvær setningar) • Hækka mörk þyngdar á seiðum fyrir útsetningu upp fyrir 250 gr. • Styrkja og auka umhverfisvöktun hjá stórum eldisstöðvum • Setja í forgang umsóknir um stofnun eða stækkun seiðaeldisstöðva.
Gullestad nefndin • Ráðleggur eldisfyrirtækjunum að skipuleggja sameiginleg verkefni á framleiðslusvæðunum • Nefndin leggur til að ríkið kom fram með væntingar um svæðaskipulag í fiskeldi • Gerð verði “pilot” eldistöð fyrir sjálfbært eldi • Gerð verði vegvísir um skipulag fiskeldisins • Þörf á R&Þ verkefnum: lokuð kerfi, sjúkdómar, sníkjudýr, fóður, flutningar, áhrif á umhverfi og velferð fiska svo eitthvað sé nefnt.
Norsk strandsvæði • Norsk strandsvæði er stærsti almenningur í Noregi. Þar er öllum frjáls för, tómstundaveiði heimil og aðgangur fyrir alla. Aðgangur er þó takmarkaður nálægt við fiskeldissvæði • Með nýtingu á strandsvæðanna, vali milli ólíkra hagsmuna koma fram ýmis vandamál sem eru aðkallandi og þarf að takast á við og leysa • Hvar eiga áherslurnar að liggja? Ríkið, fylki, landshlutar og sveitarfélög standa frammi fyrir þeirri áskorun að stýra nýtingu stórra strandsvæða • Fiskeldi í Noregi er stór iðnaður. Eldislaxinn er sigurvegarinn með ákjósanlegum framleiðslu- og markaðskostum • Í mörgum tilvikum fellur stjórnsýsla undir nokkur sveitarfélög. Í slíkum tilfellum er þörf á sameiginlegu átaki sveitarfélaganna í skipulagsmálum.
Norsk strandsvæði fr.h. Framleiðslusvæði, árgangasvæði, branngater: • Ein aðal áhersla er á að skipta strandsvæði Noregs í “soner” framleiðslueldissvæði sem síðan er skipt niður í útsetningarsvæði fyrir vorfisk (sone 1) og svæði fyrir haustfisk (sone 2) • Með slíku fyrirkomulagi er hugsunin sú að allur fiskur fari í/úr kvíum á sama/(svipuðum) tíma. Eftir slátrun eru svæði hvíld til að minnka áhættu t.d. af völdum vírusa, sníkjudýra o.fl. • Hugtakið “branngater” eru aðliggjandi eldisfrí svæði, hugsuð til að hindra að smit berist á milli svæða • 1000 svæði eru fyrir lax. 600 eru í rekstri. Svæði í hvíld eftir slátrun.
Dæmi um verklagsreglur • Bannað verði að flytja seiði, tæki og búnað milli eldissvæða • Mikil afföll eða töp í eldisrekstri á ákveðnu svæði er merki um slæma nýtingu þess strandsvæðis: • Minnka lífmassa á svæðum með mikið tap • Stuðla að flutningi til svæða með lítið tap.
Smáar og stórar eldisstöðvar • Stærðaraukning í sjókvíum eykur ekki líkur á sjúkdómum, en • afleiðingarnar af sjúkdómum eru mun meiri • gerir kröfu um áreiðanlegt verklag og mikla tækni • Stærri stöðvar • er forsenda þess að bæta nýtingu svæða.
Heilbrigðisástand í laxeldi í Noregi • Gott eftirlit með bakteríusjúkdómum - leiðir til minni lyfja- og efnanotkun. • Áskoranirnar eru enn – “gömlu og nýju” vírussjúkdómarnir • Laxalúsin er núna stærsta áskorunin • Hlutfallslega er mikið tap sem stafar af sjúkdómum.
Ástæður fyrir framleiðslutapi í fiskeldi • Tap er mismunandi eftir fylkjum í Noregi • Noregi að meðaltali í kringum 20% • Um 80% þess er fiskdauði • Framleiðslutap í öðrum löndum • Í Færeyjum liggur tap milli 5-10% • og Skotlandi allt að 28% • Mikilvægir áhættuþættir taps: • Vatnsgæði í seiðaeldi og gæði seiða • Staðsetningar og rekstur sjókvíastöðva • Fjöldi fiska í sjókví • Gæði eldissjávar og umhverfisþættir í staðsetningu.
Framleiðslusvæði • Fjórar norskar stofnanir vilja taka upp svæðaskipulag og skilgreina framleiðslusvæði og verklagsreglur til að bæta svæðanýtingu með lágmarks umhverfisáhrifum • Norsku stofnanirnar eru sammála um: • skipuleggja framleiðslusvæði í fiskeldi, aðskilin með svæðum með engu fiskeldi – branngater • skilgreina verklagsreglur og vísbendingar/kennitölur (indikatora) sem sýna góða nýtingu svæðis í fiskeldi á viðunandi hátt • Nauðsynlegt er að kortleggja strandsvæði rækilega, kanna upplýsingar um strauma til að hafa besta vísindalegan grunn til að staðsetja fiskeldi miðað við umhverfi og smithættu • Taka meira tillit til umhverfisins en nú er gert en einnig heilbrigði fisks og velferð fiska.
Umhverfisáhrif frá fiskeldi • Losun á lífrænum úrgangi og næringarsöltum • Losun á lyfjaleyfum og ýmsum efnum • Áhrif á villta laxfiskastofna • Áhrif á sjávardýrastofna, fisk, skeldýr og lindýr • Áhrif á fugla og spendýr
Helstu varnaraðgerðir fyrir sjúkdóma og smit í nágrannalöndum • Skipulag ferðaleiða brunnbáta • Bólusetning seiða fyrir útsetningu • Neyðarslátrun – fækka einstaklingum og minnka smit • Fiskeldisfrí svæði
Smits breiðist út með vatn • Smit breiðist út með vatni milli fiska • Vatnið/sjórinn er áhrifamesta smitleiðin fyrir flesta sjúkdóma ásamt flutningi á lifandi fiski • Rannsóknir sýna að fjarlægð milli stöðva er mikilvægur áhættuþáttur • Straumhraði, botnlandslag, straumátt og fjarlægð milli stöðva • Fjarlægð notuð sem aðalforsenda • Straumfræðimódel er stundum notað – Það er mikilvægt verkfæri við mat á smitáhættu.
Hvíld svæða • Hvíld svæða minnkar smit í umhverfinu • áhrifin eru háð mörgum þáttum • Hvíld er notað sem fyrirbyggjandi aðgerð • staðsetningar minnst 2 mánuðir • Kappkosta hvíla svæði í 1 mánuð • Framkvæmdin er misjöfn • Hvíld búnaðar og svæða er framkvæmd til að koma í veg fyrir að útbreiðslu sjúkdóma í fiskeldi.
Viðmiðanir um fjarlægðir eldisstaða í Noregi • Eldi matfisks í sjó allt að 2700 tonn MTB, fjarlægðir • 5 km frá sláturaðstöðu, hrognastöðvum, frárennsli seiðastöðva í landi, klakfiskstöðva, hreinsistöðvum fyrir nætur, hópa fiskeldisstaðsetninga og stærri matfiskastöðva (> 3120 tonn MTB) • 2,5 km milli annarra sjókvíaeldisstöðva, landeldisstöðva, skel (þó ekki bláskel) og laxáa. • 1,5 km frá losunarstöðum (låssettingsplasser), bláskel, hafbeit og mikilvægum siglingaleiðum fyrir lifandi eldisfisk.
Reglur um fjarlægðir eldisstaða í Færeyjum • 5 km fjarlægð á milli: • Klakfiskastöðva • Klakfiskastöðva og seiða-/matfisk eða sláturaðstöðu • Matfiskastöðva á milli fjarða • 2,5 km fjarlægð á milli: • Matfiskastöðva í sama firði • 1 km fjarlægð á milli: • Seiðastöðva • Seiðastöðva og matfiskastöðva/sláturaðstöðu • Matfiskastöðva og sláturaðstöðu
Hvíld sjókvíastaðsetninga • Noregur, gildir frá 1. jan 2010 • 2 mánuðir eftir hverja eldislotu • Lengri hvíld ef grunur er um smit eða sjúkdóm • Hvíldartími byrjar þegar stöðin hefur verið tæmd af fiski, nót tekin upp og stöðin hreinsuð. • Færeyjar • 1 vika í eldi á landi • 2 mánuðir fyrir sjókvíar • 1 mánuðir fyrir matfiskastöðvar með fjarlægðarmörk 5 km
Ísland- reglugerðardrög • 3. gr. Fjarlægð milli sjókvíaeldisstöðva 5 km • Styttri fjarlægðir í samráði við Mast og Hafró • Hvíld – 60 dagar eftir slátrun hverrar kynslóðar • 7. gr. Heimild til að skylda umsækjanda á eigin kostnað að rannsaka hvort starfsemin auki hættu á fisksjúkdómum • neikvæð vistfræðileg áhrif • mati á göngu laxfiska • 26.gr. Hreinsa netpoka á 20 mánaða fresti