1 / 23

14. Kafli: Blóð

14. Kafli: Blóð. Líffæra- og lífeðlisfræði 203 Guðrún Narfadóttir. Blóð (haema) . Blóð ásamt hjarta og blóðæðum myndar hringrásarkerfið Haematologia = fræðigrein sem fjallar um blóð. Hlutverk blóðs í líkamanum. 1. Flutningur

lequoia
Download Presentation

14. Kafli: Blóð

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 14. Kafli: Blóð Líffæra- og lífeðlisfræði 203 Guðrún Narfadóttir

  2. Blóð (haema) • Blóð ásamt hjarta og blóðæðum myndar hringrásarkerfið • Haematologia = fræðigrein sem fjallar um blóð

  3. Hlutverk blóðs í líkamanum 1. Flutningur • súrefnis, koltvísýrings, næringarefna, úrgangsefna, hormóna og varma 2. Stjórnun • á sýrustigi (pH), líkamshita og vökvavægi 3. Verndun • gegn blóðtapi (blóðstorknun), framandi efnum og sýklum

  4. Eðliseinkenni blóðs • Seigara en vatn • 38°C heitt • pH gildi 7.35-7.45 • Er um 8% líkamsþyngdar • 5-6 lítrar í körlum • 4-5 lítrar í konum

  5. Samsetning heilblóðs • Heilblóð er • 55% blóðvökvi (plasma) • 45% frumur • Myndun blóðfrumna (haemopoiesis) er út frá stofnfrumum í rauðum beinmerg: • Rauð blóðkorn (erythrocytes) (99%) • Hvít blóðkorn (leucocytes) • Blóðflögur (thrombocytes) • Haematocrit (Hct) er hlutfall rauðra blóðkorna í heilblóði

  6. Samsetning heilblóðs

  7. Blóðkornin falla til botns Blóðvökvi flýtur ofan á

  8. Samsetning blóðvökva • 91.5% vatn og 8.5% uppleyst efni • Uppleyst efni blóðvökva: • Plasmaprótein • Næringarefni • Hormón • Lofttegundir • Jónir • Úrgangsefni • Blóðvökvi án storkupróteina kallast serum (blóðvatn / sermi)

  9. Plasmapróteinin • Albúmín (54%) • viðhalda osmótískum þrýstingi í blóði • gegna flutningshlutverki • gera blóðið seigt • Glóbúlín (38%) • Mikilvægust eru immúnóglóbúlínin (Ig) sem eru byggingarefni mótefna (antibodies) • Fíbrínogen (7%) • Breytist í óleysanlegt fíbrín við blóðstorknun • Önnur prótein (1%)

  10. Myndun blóðkorna • Blóðkornamyndun kallast haemipoiesis • Eftir fæðingu myndast blóðkorn aðeins í rauðum beinmerg • Rauður mergur er í flötum beinum og í köstum langra beina • Forverar allra blóðkorna eru fjölhæfar stofnfrumur í beinmerg • Fyrir tilstilli hormóna sérhæfast fjölhæfar stofnfrumur annað hvort í • Stofnfrumu eitilfrumna eða • Stofnfrumu annarra blóðkorna (fig 14.2)

  11. Rauð blóðkorn (erythrocytes) • Tvíhvolf lögun (biconcave) • Um 8 m í þvermál • Hafa hvorki kjarna né frumulíffæri • Geta því hvorki skipt sér né haft efnaskipti • Innihalda blóðrauða (haemoglobin) sem flytur súrefni • Hafa sérstök glýkóprótein á yfirborði sem ákvarða blóðflokka • Fjöldi í míkrólítra er um 5 milljónir

  12. Myndun og eyðing rauðkorna • Rauðkorn myndast eins og önnur blóðkorn í rauðum beinmerg • Rauðkornamyndun kallast erythropoiesis • Forsenda rauðkornamyndunar er járn, prótein, fólínsýra og B12 vítamín • Lítið súrefni í blóði (hypoxia) örvar losun á hormóninu erythropoietin (EPO) frá nýrum sem örvar rauðkornamyndun • Rauðkorn lifa í u.þ.b.120 daga • Rauðkornum er eytt með agnaáti í lifur, milta og beinmerg. Blóðrauðinn er endurnýttur

  13. Hvít blóðkorn (leucocytes) • Hvítkorn hafa kjarna og frumulíffæri • Tveir meginflokkar: • Kornfrumur (granulocytes): • Neutrophil (ósæknar) • Eosinphil (eosinsæknar) • Basophil (basasæknar) • Kornleysingjar (agranulocytes). • Lymphocytes (eitilfrumur) • Monocytes (einkirningar) • Hvítkorn sjá um varnir líkamans

  14. Hlutverk kornfrumna • Neutrophilar (60-70% hvítkorna) • Sýklaætur í vefjum líkamans. Öflugur bakteríubani, fyrstir á staðinn við bakteríusýkingar • Offjölgun bendir til sýkinga, bólgu eða hvítblæðis • Eosinphilar (2-4% hvítkorna) • Fara úr háræðum yfir í millifrumuvökvann • Vinna gegn áhrifum histamíns við ofnæmisviðbrögð • Agnaéta mótefnavaka sem eru bundnir mótefni • Eyða snýkjuormum • Offjölgun bendir til ofnæmis eða sníklasýkinga • Basophilar (0.5-1% hvítkorna) • Valda bólgu- og ofnæmisviðbrögðum • Mynda histamín, heparín og serotonin • Offjölgun bendir til ofnæmisviðbragða

  15. Hlutverk kornleysingja • Monocytar (3-8% hvítkorna) • Stórætur (macrophagar) í vefjum líkamans • Lymphocytar (20-25% hvítkorna) • B-lymphocytar • þroskast í plasmafrumur sem mynda mótefni (antibody) • T-lymphocytar • ráðast beint á veirur, krabbameinsfrumur og framandi vefi • skiptast í marga undirflokka

  16. Myndun og eyðing hvítkorna • Hvítkorn myndast í rauðum beinmerg, en sumar gerðir þeirra fullþroskast í hóstarkirtli (thymus) og eitlum • Lifitími hvítkorna er mjög breytilegur (nokkrar klst.- nokkur ár) • Fjöldi hvítkorna er 5-10.000 í hverjum míkrólítra heilblóðs • Fyrir hvert hvítkorn eru um 700 rauðkorn

  17. Blóðflögur (thrombocytes) • Örsmá, disklaga, án kjarna og frumulíffæra • Mynduð út frá risakjarnafrumu (megakaryocyt) • Vinna að haemostasis (stöðvun blæðinga) • Fjöldi blóðflagna er 250.000-400.000 í hverjum míkrólítra heilblóðs • Lifitími er 5-9 dagar • Eyðast í milta og lifur

  18. Haemostasis • Haemostasis (stöðvun blæðinga) er þríþætt: • Samdráttur í sléttum vöðvum æðaveggs sem dregur úr blæðingu • Blóðflögur safnast saman í sárið og mynda tappa • Blóðstorknun • fljótandi vefur verður að föstu efni

  19. Blóðstorknun • Efnin sem taka þátt í blóðstorknun kallast storkuþættir • Blóðstorknun gerist við röð efnahvarfa sem má skipta í 3 stig: 1. myndun próþrombínasa, sem umbreytir 2. próþrombíni í þrombín, sem umbreytir 3. uppleysanlegu fíbrínógeni í óleysanlegt fíbrín • K-vítamín er nauðsynlegt fyrir blóðstorknun • Heparín hindrar blóðstorknun • Thrombus (blóðsegi) myndast ef blóð storknar í æð. Tappinn verður að embolus (blóðreka) ef hann fer af stað

  20. Blóðflokkar • Í ABO blóðflokkakerfinu ákvarðast blóðflokkar af A og B mótefnavökum (antigens) á yfirborði rauðkorna • Í blóðvökva eru anti-A og anti-B mótefni (antibody) • Dæmi: maður í A flokki hefur A mótefnavaka á rauðkornum og anti-B mótefni í blóðvökva • Dæmi: maður í O flokki hefur hvorki A né B mótefnavaka á rauðkornum (getur því gefið öllum blóð), en bæði anti-A og anti-B mótefni í blóðvökva (getur því aðeins þegið O blóð) • Í Rhesus kerfinu eru þeir sem hafa Rh mótefnavaka á rauðkornum flokkaðir sem Rh+, en hinir eru Rh-

More Related