230 likes | 777 Views
14. Kafli: Blóð. Líffæra- og lífeðlisfræði 203 Guðrún Narfadóttir. Blóð (haema) . Blóð ásamt hjarta og blóðæðum myndar hringrásarkerfið Haematologia = fræðigrein sem fjallar um blóð. Hlutverk blóðs í líkamanum. 1. Flutningur
E N D
14. Kafli: Blóð Líffæra- og lífeðlisfræði 203 Guðrún Narfadóttir
Blóð (haema) • Blóð ásamt hjarta og blóðæðum myndar hringrásarkerfið • Haematologia = fræðigrein sem fjallar um blóð
Hlutverk blóðs í líkamanum 1. Flutningur • súrefnis, koltvísýrings, næringarefna, úrgangsefna, hormóna og varma 2. Stjórnun • á sýrustigi (pH), líkamshita og vökvavægi 3. Verndun • gegn blóðtapi (blóðstorknun), framandi efnum og sýklum
Eðliseinkenni blóðs • Seigara en vatn • 38°C heitt • pH gildi 7.35-7.45 • Er um 8% líkamsþyngdar • 5-6 lítrar í körlum • 4-5 lítrar í konum
Samsetning heilblóðs • Heilblóð er • 55% blóðvökvi (plasma) • 45% frumur • Myndun blóðfrumna (haemopoiesis) er út frá stofnfrumum í rauðum beinmerg: • Rauð blóðkorn (erythrocytes) (99%) • Hvít blóðkorn (leucocytes) • Blóðflögur (thrombocytes) • Haematocrit (Hct) er hlutfall rauðra blóðkorna í heilblóði
Blóðkornin falla til botns Blóðvökvi flýtur ofan á
Samsetning blóðvökva • 91.5% vatn og 8.5% uppleyst efni • Uppleyst efni blóðvökva: • Plasmaprótein • Næringarefni • Hormón • Lofttegundir • Jónir • Úrgangsefni • Blóðvökvi án storkupróteina kallast serum (blóðvatn / sermi)
Plasmapróteinin • Albúmín (54%) • viðhalda osmótískum þrýstingi í blóði • gegna flutningshlutverki • gera blóðið seigt • Glóbúlín (38%) • Mikilvægust eru immúnóglóbúlínin (Ig) sem eru byggingarefni mótefna (antibodies) • Fíbrínogen (7%) • Breytist í óleysanlegt fíbrín við blóðstorknun • Önnur prótein (1%)
Myndun blóðkorna • Blóðkornamyndun kallast haemipoiesis • Eftir fæðingu myndast blóðkorn aðeins í rauðum beinmerg • Rauður mergur er í flötum beinum og í köstum langra beina • Forverar allra blóðkorna eru fjölhæfar stofnfrumur í beinmerg • Fyrir tilstilli hormóna sérhæfast fjölhæfar stofnfrumur annað hvort í • Stofnfrumu eitilfrumna eða • Stofnfrumu annarra blóðkorna (fig 14.2)
Rauð blóðkorn (erythrocytes) • Tvíhvolf lögun (biconcave) • Um 8 m í þvermál • Hafa hvorki kjarna né frumulíffæri • Geta því hvorki skipt sér né haft efnaskipti • Innihalda blóðrauða (haemoglobin) sem flytur súrefni • Hafa sérstök glýkóprótein á yfirborði sem ákvarða blóðflokka • Fjöldi í míkrólítra er um 5 milljónir
Myndun og eyðing rauðkorna • Rauðkorn myndast eins og önnur blóðkorn í rauðum beinmerg • Rauðkornamyndun kallast erythropoiesis • Forsenda rauðkornamyndunar er járn, prótein, fólínsýra og B12 vítamín • Lítið súrefni í blóði (hypoxia) örvar losun á hormóninu erythropoietin (EPO) frá nýrum sem örvar rauðkornamyndun • Rauðkorn lifa í u.þ.b.120 daga • Rauðkornum er eytt með agnaáti í lifur, milta og beinmerg. Blóðrauðinn er endurnýttur
Hvít blóðkorn (leucocytes) • Hvítkorn hafa kjarna og frumulíffæri • Tveir meginflokkar: • Kornfrumur (granulocytes): • Neutrophil (ósæknar) • Eosinphil (eosinsæknar) • Basophil (basasæknar) • Kornleysingjar (agranulocytes). • Lymphocytes (eitilfrumur) • Monocytes (einkirningar) • Hvítkorn sjá um varnir líkamans
Hlutverk kornfrumna • Neutrophilar (60-70% hvítkorna) • Sýklaætur í vefjum líkamans. Öflugur bakteríubani, fyrstir á staðinn við bakteríusýkingar • Offjölgun bendir til sýkinga, bólgu eða hvítblæðis • Eosinphilar (2-4% hvítkorna) • Fara úr háræðum yfir í millifrumuvökvann • Vinna gegn áhrifum histamíns við ofnæmisviðbrögð • Agnaéta mótefnavaka sem eru bundnir mótefni • Eyða snýkjuormum • Offjölgun bendir til ofnæmis eða sníklasýkinga • Basophilar (0.5-1% hvítkorna) • Valda bólgu- og ofnæmisviðbrögðum • Mynda histamín, heparín og serotonin • Offjölgun bendir til ofnæmisviðbragða
Hlutverk kornleysingja • Monocytar (3-8% hvítkorna) • Stórætur (macrophagar) í vefjum líkamans • Lymphocytar (20-25% hvítkorna) • B-lymphocytar • þroskast í plasmafrumur sem mynda mótefni (antibody) • T-lymphocytar • ráðast beint á veirur, krabbameinsfrumur og framandi vefi • skiptast í marga undirflokka
Myndun og eyðing hvítkorna • Hvítkorn myndast í rauðum beinmerg, en sumar gerðir þeirra fullþroskast í hóstarkirtli (thymus) og eitlum • Lifitími hvítkorna er mjög breytilegur (nokkrar klst.- nokkur ár) • Fjöldi hvítkorna er 5-10.000 í hverjum míkrólítra heilblóðs • Fyrir hvert hvítkorn eru um 700 rauðkorn
Blóðflögur (thrombocytes) • Örsmá, disklaga, án kjarna og frumulíffæra • Mynduð út frá risakjarnafrumu (megakaryocyt) • Vinna að haemostasis (stöðvun blæðinga) • Fjöldi blóðflagna er 250.000-400.000 í hverjum míkrólítra heilblóðs • Lifitími er 5-9 dagar • Eyðast í milta og lifur
Haemostasis • Haemostasis (stöðvun blæðinga) er þríþætt: • Samdráttur í sléttum vöðvum æðaveggs sem dregur úr blæðingu • Blóðflögur safnast saman í sárið og mynda tappa • Blóðstorknun • fljótandi vefur verður að föstu efni
Blóðstorknun • Efnin sem taka þátt í blóðstorknun kallast storkuþættir • Blóðstorknun gerist við röð efnahvarfa sem má skipta í 3 stig: 1. myndun próþrombínasa, sem umbreytir 2. próþrombíni í þrombín, sem umbreytir 3. uppleysanlegu fíbrínógeni í óleysanlegt fíbrín • K-vítamín er nauðsynlegt fyrir blóðstorknun • Heparín hindrar blóðstorknun • Thrombus (blóðsegi) myndast ef blóð storknar í æð. Tappinn verður að embolus (blóðreka) ef hann fer af stað
Blóðflokkar • Í ABO blóðflokkakerfinu ákvarðast blóðflokkar af A og B mótefnavökum (antigens) á yfirborði rauðkorna • Í blóðvökva eru anti-A og anti-B mótefni (antibody) • Dæmi: maður í A flokki hefur A mótefnavaka á rauðkornum og anti-B mótefni í blóðvökva • Dæmi: maður í O flokki hefur hvorki A né B mótefnavaka á rauðkornum (getur því gefið öllum blóð), en bæði anti-A og anti-B mótefni í blóðvökva (getur því aðeins þegið O blóð) • Í Rhesus kerfinu eru þeir sem hafa Rh mótefnavaka á rauðkornum flokkaðir sem Rh+, en hinir eru Rh-