250 likes | 398 Views
Félagsþjónustan og efling sveitarstjórnarstigsins. Flutt á málþinginu Félagsþjónusta sveitarfélaga. Nýir tímar, hvert stefnir? Haldið á Grand Hótel í Reykjavík 25. október 2007 Dr. Grétar Þór Eyþórsson prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. Erindið.
E N D
Félagsþjónustan og efling sveitarstjórnarstigsins Flutt á málþinginu Félagsþjónusta sveitarfélaga. Nýir tímar, hvert stefnir? Haldið á Grand Hótel í Reykjavík 25. október 2007 Dr. Grétar Þór Eyþórsson prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst
Erindið • Áhrif sameiningar sveitarfélaga á félagsþjónustuna • Einkanlega í dreifbýlum landsbyggðarsveitarfélögum • Rannsókn mín frá 2002 • Könnun Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Bifröst á viðhorfum alþingismanna og sveitarstjórnarmanna til framtíðar sveitarstjórnarstigsins frá 2006 • Hér rýnt í vilja þeirra til að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga • Hvaða verkefni? • Fleira
Áhrif sameininganna • Athugun RHA 2000-2001 á 7 sameiningum 1994 og 1998 • Árborg, Borgarfjarðarsveit, Dalabyggð, Fjarðabyggð, Skagafjörður, Snæfellsbær, Vesturbyggð • Umfangsmiklar kannanir meðal íbúa • Kannanir meðal kjörinna fulltrúa og embættismanna • Yfir 50 viðtöl • Önnur gögn Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri 2002
Félagsþjónusta • Hafði vart verið til staðar í litlu sveitahreppunum • Við sameiningar með stærri sveitarfélögum komu gjarnan félagsleg úrlausnarefni upp á yfirborðið í kjölfar sameiningar þegar fjarlægð við stjórnkerfið eykst • Fólk virðist þá tilbúnara en áður að leita eftir aðstoð félagsþjónustu sem hefur yfir að ráða fagfólki. • Fámenn svæði verða hluti af stærri heild og fólk ”hverfur” í fjöldann • Faglegri úrlausn mála stóðu nú öllum til boða Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri 2002
Félagsþjónusta • Fullyrða má því að þjónustustig félagsþjónustu hefur víðast aukist, einkanlega í smærri dreifbýlum sveitarfélögunum. • Því fela sameiningar í sér mestar breytingar á félagsþjónustu þar sem þéttbýli og dreifbýli sameinast. • Þessar breytingar sjást jafnframt gjarnan í því formi að kostnaðarhækkanir verða í málaflokknum Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri 2002
Áhrif sameiningar Mat sveitarstjórnarmanna á þróun félagsþjónustu eftir sameiningu Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri 2002
Könnun frá árinu 2001 Tafla 4. Mat íbúa 7 sveitarfélaga á þróun félagsþjónustu frá sameiningunni (%) Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri 2002
Dæmi úr nokkrum sveitarfélögum • Dalabyggð • Félagsþjónusta í Dölum hefur eftir sameiningu verið efld mjög og meiru kostað til. Þetta staðfesta bæði reikningar sveitarfélagsins sem og viðtöl okkar við sveitarstjórnarmenn. • Útgjöld til félagsþjónustu hækkuðu um 20 prósent þegar eftir sameiningu og síðan verulega milli 1995 og 1997. Árið 2000 voru útgjöldin fjórföld miðað við árið 1993. Ljóst er að umfang þjónustunnar var takmarkað í dreifbýlinu fyrir sameininguna og skýrir það líklega þennan vöxt. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri 2002
Dæmi úr nokkrum sveitarfélögum • Vesturbyggð • Starfsemi félagsþjónustu var færð undir eina og sömu nefnd, en félagsráðgjöf er öll aðkeypt. Ekki er til staðar félagsmálastjóri, en formaður nefndarinnar virðist sinna slíku hlutverki að einhverju leyti. Enda þótt á sumum sveitarstjórnarmönnum megi skilja að lítil félagsleg vandamál séu í sveitarfélaginu, er ekki allsstaðar ánægja með félagsþjónustuna. Hvort það er til marks um efnislega óánægju eða hvort það er angi af almennri óánægju með sameininguna verður ekki dæmt um hér. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri 2002
Áhrif sameininga • Hafa mjög greinilega eflt félagsþjónustuna víða • Frekari styrking sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og verkefnayfirfærslu ætti því að þýða enn öflugri félagsþjónustu • En er frekari efling sveitarstjórnarstigsins í sjónmáli? • Er vilji fyrir frekari sameiningum og verkefnayfirfærslu til staðar? Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri 2002
Viðhorf til framtíðar sveitarstjórnarstigsins • Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst vann könnun á viðhorfum sveitarstjórnarmanna og alþingismanna til eflingar sveitarstjórnarstigsins árið 2006 • Núverandi sveitarstjórnarmenn • Þáverandi þingmenn • Byggir á svörum 379 sveitarstjórnarmanna og 26 alþingismanna • Heildarsvörun í könnun var 58% • Þó einungis 41% meðal þingmanna
Telur þú æskilegt að sveitarfélögin taki yfir fleiri verkefni frá ríkinu?
Telur þú æskilegt að sveitarfélögin taki yfir fleiri verkefni frá ríkinu?
Sveitarfélögin eru í dag nægilega öflug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum Sveitarfélögin eru í dag nægilega öflug til að sinna núverandi lögbundnum verkefnum sínum
Sveitarfélögin eru í dag nægilega öflug til að sinna lögbundnum verkefnum sínum
Meginniðurstöður • Fylgi við eflingu sveitarstjórnarstigsins er mikið meðal þingmanna og sveitarstjórnarmanna • Sveitarfélögin ekki nægilega öflugar einingar • Sveitarstjórnarstigið er of veikt • Það á að flytja verkefni til sveitarfélaganna • Fyrst og fremst málefni aldraðra og fatlaðra • Verulegt fylgi við lög um hækkaða lágmarksstærð • Flestir nefna lágmarkstölur um og yfir 1000 íbúa • Engu að síður telur vænn meirihluti að sameiningar eigi að leggja í dóm kjósenda!
Framtíðin • Lagasetning um hækkun á lágmarksstærð sveitarfélaga er mun líklegri kostur en áður • Þ.e.a.s. að fylgi við hana er breitt og líklega breiðara en áður • Andstaðan er þó enn og aftur til staðar í minnstu sveitarfélögunum • Flutningur á málefnum aldraðra og fatlaðra til sveitarfélaganna virðist standa fyrir dyrum • En eru öll sveitarfélögin í stakk búin fyrir það?
Framtíðin • En er ekki lagasetning um verulega hækkun lágmarksstærðar sveitarfélaga nauðsynleg til að sveitarfélögin ráði við þessi verkefni? • Eða verður það ofaná að flytja verkefnin fyrst og sjá svo til hverjir gefast upp og sameinast? • Verður það ekki of dýr tilraunastarfsemi að láta minni sveitarfélögin þrjóskast við í einhvern tíma, áður en þau gefast svo upp? • Er ekki betra að taka skrefið til sameiningar strax svo nægilega öflug sveitarfélög taki við verkefnunum?