180 likes | 333 Views
Einstaklingsbundinn lífeyrir . Tryggvi Þór Herbertsson. Ráðstefna Seðlabanka Íslands í tilefni 50 ára afmælis Fjármálatíðinda 18.-19. nóvember 2004. Inngangur. Reynsla annarra þjóða bendir til þess að fólk muni í ríkari mæli fara fyrr á eftirlaun í framtíðinni.
E N D
Einstaklingsbundinn lífeyrir Tryggvi Þór Herbertsson Ráðstefna Seðlabanka Íslands í tilefni 50 ára afmælis Fjármálatíðinda 18.-19. nóvember 2004
Inngangur • Reynsla annarra þjóða bendir til þess að fólk muni í ríkari mæli fara fyrr á eftirlaun í framtíðinni. • Jafnhliða þessu aukast lífslíkur jafnt og þétt. • Þannig mátti 65 ára gamall karlmaður búast við því að lifa í um 15 ár í viðbót á fyrri hluta áttunda áratugarins en jafnaldri hans í dag 17,7 ár. • Sambærilegar tölur fyrir konur voru 17,8 ár á áttunda áratugnum en 20,5 ár í dag. • Ljóst er að þennan stöðugt lengri tíma fólks utan vinnumarkaðar þarf að fjármagna.
Inngangur • Ef horft er framhjá almennum sparnaði fer fjármögnun eftirlaunaáranna í megin atriðum fram á þrennan hátt: • Með ellilífeyri almannatrygginga • Með eftirlaunum greiddum úr lífeyrissjóði • Með séreignasparnaði ýmiss konar • Skipulag erindis: • Staða eldri starfsmanna á Íslandi (skoðanakönnun) • Leiðir sem hægt er að velja hvað varðar eftirlauna-sparnað og vandamál sem upp geta komið. • Niðurstöður
Þeir sem gera ráð fyrir því að fara á eftirlaun eldri en 67 ára (34%) gera það af eftirfarandi ástæðum.
Leiðir • Fyrirkomulag einkalífeyris getur tekið á sig mörg form. • Í megin atriðum má flokka séreignasparnað í tvennt: • Viðbótarlífeyrissparnaður • Sparnaðarlíftryggingar • Bæði formin eru vel þekkt hér á landi. • Þannig nýtti um fjórðungur aðspurðra sér viðbótarlífeyrissparnað árið 2000 (er komið upp í um 2/3 nú) og um 15% höfðu keypt sér sparnaðarlíftryggingu. • Með innreið opinna lífeyrissjóða, tryggingafélaga og fjármálafyrirtækja hafa skapast ný vandamál.
Markaðssetning og dreifing • Vegna vandamála tengdum ósamhverfum upplýsingum milli kaupenda fjármálavara og seljenda þeirra eru þeir fyrrnefndu sérstaklega illa staddir þegar kemur að ákvörðunum tengdum séreignasparnaði. • Ýmsar þær leiðir sem hægt er að velja eru flóknar og ill skiljanlegar fyrir fólk sem ekki er sérmenntað í fjármálum. • Þetta hefur boðið heim hættunni á að mis-heiðarlegir sölumenn, sem eru oftar en ekki á “front-loaded” sölulaunum, beini fólki inn á ranga braut hvað varðar séreignasparnað. • Vísbendingar um að þetta hafi átt sér stað hér á landi. • Þessi vandamál hafa kallað á aukna neytendavernd en gallinn við hana er að of íþyngjandi reglugerðir hækka kostnað seljendanna sem bitnar aftur á kaupandanum.
Viðskiptakostnaður • Allur kostnaður sem tengdur er lífeyrissjóðum lækkar óhjákvæmilega eftirlaun í framtíðinni og þ.a.l. neyslumöguleika eftirlaunaþegans. • Ef kostnaðurinn er t.d. 1 prósentustig á ári þá minnkar lokaniðurstaða sjóðsins um allt að 21% miðað við 40 ára inngreiðslutíma. • Fjölmargar rannsóknir liggja orðið fyrir á umsýslukostnaði lífeyrissjóða í ýmsum löndum, sjá t.d. Olivia Mitchell, Annika Sunden, og Ping-Lung Hsin (1994), Salvador Valdes (1994) og Olivia Mitchell og Annika Sunden (1994), Murthi et al. (2004). • Niðurstöður þessara rannsókna benda í þá átt að rekja megi mismunandi kostnað til ólíkra laga og reglna og markaðsfyrirkomulags. • Þannig er t.d. gríðarlega mikill munur á kostnaði í löndum eins og Bólivíu, Svíþjóð og hér á landi og landa eins og Bretlands, Chile og Argentínu.
Umsýslukostnaður • Kostnaður við að bjóða lífeyrisreikninga og söfnunarlíftryggingar er venjulega til kominn af þrennu (Murthi, Orszag and Orszag (1999)): • Öflun viðskiptavina – auglýsingar, sala, þóknanir. • Umsýsla – bókanir, samskipti við aðila, upplýsingakerfi, bókhald. • Eignastjórnun. • Í Bretlandi er meira en helmingur kostnaðar til kominn vegna öflunar viðskiptavina. • Líklegt er að þetta sé svipað fyrir líftryggingarfyrirtæki sem starfa á Íslandi. Hins vegar má gera ráð fyrir að kostnaður við öflun viðskiptavina sé mun lægri fyrir lífeyrissjóði sem bjóða einnig lífeyrisreikninga og þurfa ekki að auglýsa eða greiða þóknanir til sölumanna.
Umsýslukostnaður • Bankar geta einnig aflað nýrra viðskiptavina með hlutfallslega lágum kostnaði þar sem ekki er til staðar lögboðin skylda til að veita ráðgjöf eða hafa þjálfaðra ráðgjafa. • Auk þess sjá bankarnir um fjárfestingar margra starfsgreinabundnu lífeyrissjóðanna og í sumum tilfellum reka þeir einnig viðkomandi sjóði. • Í Bretlandi hafa Murthi og félagar metið að umsýslukostnaðurinn minnki lokastöðu lífeyrissjóðsins um allt að 40%. • Hér á landi er kostnaðurinn aftur á móti einungis 2,5% til 12% eftir því hvaða umsýsluaðili á í hlut
Niðurstaða • Líklegt að Íslendingar muni fara fyrr á eftirlaun í framtíðinni og að framboð ýmisskonar fjármálavöru sem tengist eftirlaunaárunum muni aukast. • Mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim vandamálum sem stafa af ósamhverfum upplýsingum milli neytenda og seljenda. • Mis–heiðarlegir sölumenn geta beint fólki að röngum leiðum og þar með stefnt eftirlaunasparnaði í voða. • Mikilvægt að fylgjast vel með kostnaði fjármála- og tryggingafyrirtækja sem bjóða upp á valfrjálsan eftirlaunasparnað. • Hlutverk virks fjármálaeftirlits sem hugar að neytendavernd enn mikilvægara en áður. • Hafa verður í huga að ákveðið traust verður að ríkja því of mikið reglugerðarfargan hækkar kostnað sem kemur á endanum niður á eftirlaunum.