120 likes | 325 Views
Endurreisn í Evrópu. III.6. Endurreisn. Hugtakið endurreisn (Renaissance)vísar í áhuga Evrópumanna á 15. og 16. öld að endurreisa menningu Grikkja og Rómverja til forna. Vaxandi borgarastétt á Norður-Ítalíu tók að fjárfesta í list.
E N D
Endurreisn í Evrópu III.6
Endurreisn • Hugtakið endurreisn (Renaissance)vísar í áhuga Evrópumanna á 15. og 16. öld að endurreisa menningu Grikkja og Rómverja til forna. • Vaxandi borgarastétt á Norður-Ítalíu tók að fjárfesta í list. • Áður hafði kaþólska kirkjan verið nær eini kaupandi að henni. • Myndefnið varð fjölbreytilegra og myndirnar raunsærri.
Medici ættin • Medici ættin í Flórens var stórkaupandi að list. • Meðal frægra málara og myndhöggvara endurreisnarinnar voru: • Sandro Botticelli (+1510): Fæðing Venusar • Leonardo da Vinci (+1519): Mona Lisa • Michelangelo Buonarroti (+1564): Hvelfingin í sixtínsku kapellunni í Vatekaninu • Rafael (+1520): Dísin Galatea [Skoðið myndir bls. 198-201]
Húmanismi • Húmanismi var einn angi sem spratt upp af hugmyndum endurreisnarinnar. • Í stað þess að horfa á æviskeið mannsins sem undirbúning fyrir lífið eftir dauðann eins og kirkjan boðaði lögðu húmanistarnir áherslu á að dvölin hér jörð hefði einnig gildi í sjálfu sér. • Aukinn áhugi á gömlum ritum, textarannsóknum og menntun almennt. • Húmanistarnir trúðu því að menntun gerði menn að betri mönnum.
Frægir endurreisnarmenn… • Erasmus frá Rotterdam (+1536). Á meðal verka hans var þýðing Nýja testamentisins úr frummálinu, grísku, og Lof heimskunnar þar sem hann gagnrýndi kirkjuna fyrir spillingu. Erasmus hélt þó tryggð við kaþólsku kirkjuna. • Marteinn Lúter flokkast líka undir húmanista og þýðing Biblíunnar yfir á þýsku er gott dæmi um það. • Niccolo Machiavelli (+1527) skrifaði Furstann, og má lesa það rit sem gagnýni á stjórnendur sem hugsa um að skara eld að eigin köku.
Endurreisnin- Renaissance • Hvaða áhrif haldið þið að það hafi haft á líf fólks þegar endurreisnarmenn fóru að boða þá kenningu að lífið á jörðinni hefði gildi í sjálfu sér? Á hvaða hátt fór fólk að haga sér öðruvísi en það hafði gert á miðöldum? (Sjá aftast í k. II.1)
Húmanismi á Íslandi III.7
Endurreisn á Íslandi • Á Íslandi birtist húmanisminn einkum í miklum áhuga á fornsögum og annálaritun. • Arngrímur lærði Jónsson (+1648) gaf út varnarrit á latínu til þess að leiðrétta ranghugmyndir útlendinga um Ísland. • Útlendingar höfðu skrifað skrípa lýsingar á landi og þjóð – fólk ruddalegt, þótti vænna um hundana sína en börn, sóðar, trúleysingjar o.s.frv. • Árið 1609 skrifaði hann fyrstu samfelldu Íslandssöguna á latínu: Crymogæa
Handrit • Erlendis vaknaði mikill áhugi á gömlum íslenskum handritum. • Árni Magnússon (+1730) safnaði handritum um gjörvallt Ísland. • Flutti til Kaupmannahafnar þar sem stór hluti þess varð eldi að bráð 1728
Í kaflanum segir frá því þegar Danir féllust á að afhenda Íslendingum verulegan hluta íslenskra miðaldahandrita sem voru varðveitt í Kaupmannahöfn. Hvað finnst ykkur rétt og sanngjarnt í því máli? Skoðið t.d. eftirfarandi atriði: • a)Áttu Íslendingar einhvern rétt á að krefjast handritanna? Árni Magnússon hafði jú gefið Kaupmannahafnarháskóla þau. • b) Áttu Íslendingar að sætta sig við að hluti handritanna yrði eftir í Kaupmannahöfn eða heimta þau öll? • c) Áttu Danir að láta handritin af hendi? • d) Í kaflanum segir að Danir eigi hugsanlega eftir að fá meiri heiður af eftirlátssemi sinni í handritamálinu en Íslendingar af handritunum sjálfum. Þetta er ögrandi staðhæfing sem þið skuluð taka afstöðu til frekar en læra og trúa. Hvað finnst ykkur?