110 likes | 310 Views
Geðklofi. Guðrún Helga. Barnageðklofi. Stafar að öllum líkindum eins og flestar þroskaraskanir, af því að heilinn þroskast eða starfar ekki eðlilega. Geðklofi er röskun sem að leggst á hugann og því hefur málleikni og vitsmunaþroski áhrif á það hvernig einkennin lýsa sér.
E N D
Geðklofi Guðrún Helga
Barnageðklofi • Stafar að öllum líkindum eins og flestar þroskaraskanir, af því að heilinn þroskast eða starfar ekki eðlilega. • Geðklofi er röskun sem að leggst á hugann og því hefur málleikni og vitsmunaþroski áhrif á það hvernig einkennin lýsa sér. • Það eru litlar líkur á því að börn á íslandi greinist með barnageðklofa samkvæmt yfirlækni á BUGL.
Helstu einkenni • Það sem einkum greinir á milli geðklofa í bernsku og gagntækra þroskaraskana eru einkenni á borð við ofskynjanir og brenglaða rökhugsun sem fylgja geðklofa. • Börn með geðklofa heyra oft eða sjá hluti sem eru ekki til staðar og geta haft undarlegar skoðanir eða svokallaðar hugvillur. Ofheyrnir hafa komið fram í 80 – 100% tilvika og hugvillur í 63 – 100% tilvika.
Börn geta haft ofsóknarhugmyndir – rétt eins og fullorðnir með geðklofa – en þær tengjast þá gjarnan reynsluheimi þeirra. Sum börn halda t.d. fram að það sé kvikmyndapersóna að elta þau. • Önnur einkenni eru athyglisbrestur, minnisraskanir, skortur á tilfinningalegum látbrigðum, stirð samskipti við aðra og þunglyndi.
Jákvæð og neikvæð einkenni • Jákvæð einkenni á borð við ofskynjanir (viðbætt einkenni). • Neikvæð einkenni er flatar tilfinningar eða óviðeigandi tilfinningaleg viðbrögð (vöntun á einhverju). • Samkvæmt viðamikilli bandarískri rannsókn verða jákvæðu einkennin meira áberandi eftir því sem barnið eldist en þau neikvæðu setja frekar mark sitt á börn meðan þau eru ung.
Tíðni • Geðklofi er jafn tíður hjá konum og körlum, en kemur þó að jafnaði fyrr fram hjá körlum, venjulega seint á táningsaldri eða snemma á tvítugsaldri. Hjá konum koma einkennin venjulega fram nokkrum árum seinna. • Börn geta þjáðst af geðklofa frá fimm ára aldri en það er afar sjaldgæft að sjúkdómurinn birtist svo snemma. Börn sem síðar greinast með geðklofa kunna að hafa virst frábrugðin öðrum börnum frá unga aldri en geðrofseinkenni, svo sem ofskynjanir og ranghugmyndir, koma nánast aldrei fram fyrr en á unglingsárum.
Orsakir og afleiðingar • Vitað er að erfðir hafa áhrif á líkurnar á því að fá geðklofa (eins og flestar alvarlegar geðraskanir). • Hugsanlegt er að umhverfi geti haft áhrif á það hvaða aldri röskunin brýst fram, en erfiðlega hefur gengið að sanna þátt umhverfis í þessu samspili. • Afleiðingin er enn frekari einangrun og bjargarleysi við að ná fram markmiðum sínum í samskiptum við annað fólk
Hvernig á að bregðast við? • Það þarf að taka mið af þroskastigi og aldri barns þegar greina á geðraskanir. • Almenningur virðist oft halda að fólk með geðklofa sé ofbeldishneigt, en rannsóknir sýna að tíðni slíkrar hegðunar er ekki meiri heldur en gengur og gerist á meðal almennings.
Markmið þjálfunar í félagslegri hæfni geðsjúkra er að rjúfa vítahring þar sem samskiptaerfiðleikar magna geðræn einkenni, en um leið að bæta líf þeirra almennt. Félagsleg hæfniþjálfun læknar ekki geðklofa en getur engu að síður gert skjólstæðinginn betur í stakk búinn til að takast á við sjúkdóminn og leitt til þess að neikvæð áhrif hans verða vægari en ella.
Annað • Remschmidt og félagar gerðu rannsókn á 113 unglingum sem voru greindir með geðklofa (58 piltar og 55 stúlkur, meðalaldur 18.3 ár). Í ljós kom að með tímanum dró úr jákvæðu einkennunum en hin neikvæðu urðu að sama skapi meira áberandi. Þetta má hugsanlega skýra á tvennan hátt: lyfjameðferð vinnur betur á jákvæðu einkennin eru ekki eins illvíg (en mun fleiri unglingar sem flokkuðust með jákvæðan geðklofa í upphafi rannsóknar sýndu batamerki.)