160 likes | 283 Views
verðbréfa- markaður. lánamarkaður. vátrygginga- markaður. lífeyris- markaður. Núverandi fyrirkomulag og lagaákvæði vegna eftirlits með vátrygginga-samstæðum/fjármála-samsteypum Sigurður Freyr Jónatansson 28. febrúar 2008. Þróun í Evrópurétti.
E N D
verðbréfa- markaður lánamarkaður vátrygginga- markaður lífeyris- markaður Núverandi fyrirkomulag og lagaákvæði vegna eftirlits með vátrygginga-samstæðum/fjármála-samsteypumSigurður Freyr Jónatansson 28. febrúar 2008
Þróun í Evrópurétti • Tilskipun 98/78/EC fjallar um viðbótareftirlit með vátryggingafélögum í samstæðu • Helstu nýmæli: • Samræming á aðferðum við að reikna gjaldþolskröfur á samstæður • Gjaldþolskrafa á eignarhaldsfélög • Kröfur um samstarf á milli eftirlita • Koma í veg fyrir tví- eða margnýtingu gjaldþolsliða (double gearing of capital) • Eftirlit með viðskiptum innan samstæðu • Áfram lögð megináhersla á eftirlit með einstökum félögum
Helstu hugtök • Samstæða (group): Hópur fyrirtækja sem samanstendur af móðurfélagi, dótturfélagi þess og þeim fyrirtækjum sem móðurfélagið eða dótturfélög þess eiga hlutdeild í... • Aðildarríki (member country): Ríki innan EES, Sviss eða Færeyjar • Þriðja ríki (non-member country): Ríki sem ekki er aðildarríki • Viðskipti innan samstæðu (intra-group transactions): Hvers konar millifærslur þar sem eftirlitsskyldir aðilar innan samstæðu eru um efndir beint eða óbeint háðir öðrum fyrirtækjum innan samstæðunnar eða einstaklingum eða lögaðilum sem mynda náin tengsl við fyrirtæki innan samstæðunnar, hvort sem þær eru samkvæmt samningi eða ekki og hvort sem þær eru gegn greiðslu eða ekki.
Helstu hugtök (2) • Samráðshópur (coordination committee): Nefnd sem stofnuð er samkvæmt samstarfssamningi eftirlita innan EES (Helsinki protocol) og er skipuð lögbærum eftirlitum með öllum félögum innan samstæðu • Eignarhaldsfélag á vátryggingasviði (insurance holding company): Móðurfélag vátryggingafélags, þar sem meginstarfsemin er að eiga hluti í dótturfyrirtækjum sem eru annaðhvort eingöngu eða aðallega vátryggingafélög • Blandað eignarhaldsfélag á vátryggingasviði (mixed-activity insurance holding company): Fyrirtæki þar sem að minnsta kosti eitt dótturfélag er vátryggingafélag
Hverjir falla undir viðbótareftirlit? • Vátryggingafélög sem eiga annað hvort dóttur- eða hlutdeildarfélög • Vátryggingafélög þar sem móðurfélag er eignarhaldsfélag á vátryggingasviði • Vátryggingafélög þar sem móðurfélag er blandað eignarhaldsfélag á vátryggingasviði • Vegna 2. og 3. liðar þýðir tilskipunin að í raun eru öll vátryggingafélög sem eiga móðurfélag hluti af samstæðu og falla undir viðbótareftirlit
Viðbótareftirlit nær til: • Dóttur- og hlutdeildarfélaga vátryggingafélags sem eru vátryggingafélög • Móðurfélaga • Annarra dóttur- og hlutdeildarfélaga móðurfélags
Viðskipti innan samstæðu • Eftirlit með viðskiptum innan samstæðu nær til allrar samstæðunnar • Þó er skilyrði að a.m.k. annar mótaðilinn sé eftirlitsskyldur • Dæmi um viðskipti innan samstæðu: • Lán • Liðir sem teljast mega til gjaldþols • Ábyrgðir og viðskipti utan efnahags • Fjárfestingar • Endurtryggingar • Samningar um skiptingu kostnaðar
Aðlagað gjaldþol • Reikna skal aðlagað gjaldþol fyrir: • Vátryggingafélög í samstæðu • Eignarhaldsfélag á vátryggingasviði • Þrjár aðferðir skilgreindar í viðauka: • Deduction and aggregation method (staðalaðferð skv. reglugerð 954/2001) • Requirement deduction method • Samstæðuuppgjörsaðferðin (accounting consolidation-based method)
Fjármálasamsteypur • Tilskipun 2002/87/EC fjallar um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og fjárfestingarfélögum í fjármálasamsteypu • Fjármálasamsteypa er samstæða sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði: • Eftirlitsskyldur aðili fer fyrir samstæðunni, eða a.m.k. eitt af dótturfélögunum er eftirlitsskyldur aðili • Þegar enginn eftirlitsskyldur aðili fer fyrir samstæðunni (móðurfélag er blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi) og starfsemi samstæðunnar fer aðallega fram á fjármálamarkaði (40% reglan) • A.m.k. einn aðili í samstæðunni starfar á vátryggingasviði og a.m.k. einn aðili starfar á fjármálasviði • Samanlögð umsvif aðila á vátryggingasviði annars vegar og fjármálasviði hins vegar teljast mikilvæg (10% reglan)
Nýmæli í tilskipun um fjármálasamsteypur (FCD) • Eftirlit með samþjöppun áhættu • Áhættustýring og innra eftirlit • Nánari ákvæði um samstarf eftirlita og hlutverk samræmingaraðila • Kröfur um hæfi stjórnenda blandaðra eignarhaldsfélaga í fjármálastarfsemi • Samskipti við lögbær eftirlit þriðju ríkja
Innleiðing FCD • FME skal setja reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum • Drög að reglum voru kynntar í umræðuskjali nr. 7/2007 • Svör til umsagnaraðila eru í vinnslu • Í kjölfarið verða breytingar á reglunum kynntar hagsmunaaðilum • Reglurnar taka gildi við birtingu í Stjórnartíðindum
Gjaldþol vátryggingasamstæðna og fjármálasamsteypa • Í drögum að reglum FME er gert ráð fyrir að samstæðuuppgjörsaðferðin verði staðalaðferð • Til að gæta samræmis þarf sú aðferð að verða staðalaðferð í útreikningi aðlagaðs gjaldþols vátryggingasamstæðna • Skv. væntanlegu lagafrumvarpi til nýrra laga um vátryggingastarfsemi skal FME setja reglur um útreikning aðlagaðs gjaldþols vátryggingasamstæðna sem koma munu í stað reglugerðar nr. 954/2001
Endurskoðun FCD • Er á dagskrá á árinu 2008 • Meðal annars skal endurskoða: • Skilgreiningar á hugtökum með tilliti til þróunar á fjármálamörkuðum og nauðsynlegrar samræmingar • Nánari skilgreiningar á útreikningi gjaldþols • Ákvæði um samþjöppun áhættu og viðskipti innan samstæðu • Líklegt er að sú þróun sem orðið hefur í CRD og Solvency II hafi áhrif
Ársreikningar samstæðufélaga sem ekki eru undir eftirliti FME • Hér er átt við samstæðu í hefðbundnum skilningi, þ.e. án hlutdeildarfélaga • Markmiðið er að ná sem bestri mynd af starfsemi og fjárhagsstöðu samstæðunnar sem og tengslum á milli aðila • Viðvarandi eftirlit með skilyrðum um að teljast fjármálasamsteypa
Viðskipti við tengda aðila • Skv. 3. og 4. mgr. 54. gr. laga um vátryggingastarfsemi skal FME fylgjast með viðskiptum við tengda aðila • Á eyðublaði FME skal gera grein fyrir sérstökum og umtalsverðum viðskiptum • CEIOPS vinnur um þessar mundir að samræmdu formi vegna viðskipta við tengda aðila