310 likes | 558 Views
Kvikmyndir. Listform 20. aldarinnar. Upphaf kvikmyndatækni. Kvikmyndin er uppfinning 19. aldar Undir aldamótin 1900 voru ýmsir uppfinningamenn að vinna við hreyfimyndatækni Í Bandaríkjunum tókst T. A. Edison að hanna tæki sem nefndist kinetoscope
E N D
Kvikmyndir Listform 20. aldarinnar
Upphaf kvikmyndatækni • Kvikmyndin er uppfinning 19. aldar • Undir aldamótin 1900 voru ýmsir uppfinningamenn að vinna við hreyfimyndatækni • Í Bandaríkjunum tókst T. A. Edison að hanna tæki sem nefndist kinetoscope • Í Berlín héldu bræðurnir Max og Emil Skladonovsky 15 mínútna langa kvikmyndasýningu árið 1895 Valdimar Stefánsson 2006
Upphaf kvikmyndatækni • Fyrsta kvikmyndasýningin er þó yfirleitt talin vera sýning frönsku Lumière-bræðranna, Louis og Auguste, 28. desember 1895 • Þá voru sýndar tíu myndir sem hver var um einnar mínútu löng • Árið 1897 hófu þeir að selja kvikmyndatökuvélar sínar og þá gátu aðrir hafist handa við kvikmyndagerðina Valdimar Stefánsson 2006
Georges Méliès • Frakkinn Georges Méliès (1861 – 1938) var fyrsti kvikmyndagerðarmaðurinn sem sló í gegn á alþjóðavettvangi • Ein frægasta mynd hans er Ferðin til tunglsins sem kom út 1902 og er talin fyrsta vísindaskáldsögukvikmyndin • Méliès hafði gert rúmlega 500 myndir þegar hann hætti kvikmyndagerð árið 1912 Valdimar Stefánsson 2006
Kvikmyndagerð kemst á legg • Á upphafsárum 20. aldar var Frakkland í fararbroddi í kvikmyndagerð heimsins • Ítalía stóð sig einnig vel, opnaði fjölmörg kvikmyndahús í stað þess að vera með farandsýningar og ljóst að tæknidýrkun fútúristanna ýtti undir nýjungagirni þjóðarinnar • Dönsk kvikmyndagerð blómstraði einnig á þessum árum og fyrirtækið Nordisk sérhæfði sig í gerð glæpamynda og dramatískra kvikmynda Valdimar Stefánsson 2006
Bandarísk kvikmyndahús • Í Bandaríkjunum fjölgaði kvikmyndahúsum mikið á árabilinu 1905 – 1907 • Mörg þeirra voru í verkamannahverfum og sóttu konur og börn kvikmyndahúsin ekki síður en karlar • Siðapostular tóku að berjast fyrir lokun húsanna vegna ósiðlegs efnis margra kvikmynda og 1908 var öllum húsunum lokað þar til komið var á fót vísi að kvikmyndaeftirliti Valdimar Stefánsson 2006
Bandarísk kvikmyndaframleiðsla • Á árum fyrri heimsstyrjaldar náðu Bandaríkjamenn síðan yfirburðastöðu á mörkuðum víða um heim • Frakkar og Ítalir gáfu eftir í hörmungarástandi stríðsins og árið 1916 eru Bandaríkin komin með forystuna í framleiðslu kvikmynda • Þekktasti leikstjóri Bandaríkjanna á þessum árum var D. W. Griffith en frægustu myndir hans eru The Birth of a Nation og Intolerance Valdimar Stefánsson 2006
Þýski expressjónisminn • Þjóðverjar settu bann á innflutning erlendra kvikmynda í fyrri heimsstyrjöldinni og stóð það bann allt til ársins 1920 • Árið 1921 voru um 300 kvikmyndafyrirtæki starfandi í Þýskalandi • Kvikmyndin Sýning doktors Caligaris frá árinu 1920 er jafnan talin marka upphaf expressjónisma í kvikmyndagerð • Hryllingsmyndin Nosferatu gerð af F. W. Murnau og Niflungahringur Fritz Laing eru einna þekktustu myndir þýska expressjónismans Valdimar Stefánsson 2006
Þýski expressjónisminn • Expressjónisminn átti upphaf sitt í málaralist og kom upp sem andsvar við raunsæisstefnu 19. aldar • Í stað þess að leggja áherslu á að höndla hinn ytri veruleika leitaðist expressjónisminn við að höndla hinn tilfinningalega innri veruleika • Ýktir litir, undarleg sjónarhorn og hvassar útlínur einkenndu málverkin, sem og afmyndaðar fyrirmyndir Valdimar Stefánsson 2006
Þýski expressjónisminn • Í kvikmyndum komu expressjónísk áhrif m. a. fram í leikmyndinni sem var oft öll á skjön, hurðir skakkar og hallandi hús • Til að ná fram sterkum skuggaáhrifum voru skuggarnir oft málaðir á leikmyndina • Leikstíllinn var einnig ýktur og ofsafenginn og fjarri öllu eðlilegu látbragði • Annað framlag Þjóðverja til kvikmyndagerðar á þessum tíma var hreyfanleg tökuvél Valdimar Stefánsson 2006
Sovésk kvikmyndagerð • Eftir valdatöku kommúnista ákvað Lenín, leiðtogi þeirra, að kvikmyndalistin væri mikilvægust allra listforma og ríkisrekin kvikmyndafyrirtæki voru sett á stofn • Kvikmyndaformið skyldi nýta til að breiða út hugmyndafræði kommúnismans meðal ólæsrar þjóðar • Þekktasti leikstjóri Sovétríkjanna var Sergei Eisenstein (1898 – 1948) Valdimar Stefánsson 2006
Sovésk kvikmyndagerð • Eisenstein tók listgrein sína mjög alvarlega og gengu kenningar hans m. a. út á að kvikmyndin ætti ekki að miðla hefðbundinni sögu heldur túlka afstæðar hugmyndir, líkt og ritgerð • Önnur nýjung sovéskrar kvikmyndagerðar var klippitæknin (montage) sem varð lykilatriði kvikmyndagerðar Sovétmanna á þessum tíma og töldu þeir list kvikmyndarinnar felast í henni Valdimar Stefánsson 2006
Sovésk kvikmyndagerð • Fyrsta sovéska myndin sem náði verulegri athygli var Beitiskipið Pótemkin, gerð af Sergei Eisenstein árið 1925 • Sú mynd er gjarnan enn í dag talin með þeim bestu sem gerðar hafa verið • Frumkvöðlastarf Sovétmanna í klippitækni kvikmynda hafði varanleg áhrif á þróun listgreinarinnar og margar nýjungar þeirra í þessari tækni þykja sjálfsögð vinnubrögð í nútíma kvikmyndagerð Valdimar Stefánsson 2006
Hljóðvæðing kvikmynda • Með tilkomu hljóðrásar í kvikmyndagerð skiptust menn mjög í tvö horn varðandi áhrif hljóðs í kvikmyndum • Sumir töldu að samræður leikara myndu skyggja á hina sönnu list kvikmyndarinnar, tökunnar og klippinganna • Aðrir bentu á að nú væru áhrifshljóðin ekki lengur í hendi misgóðra hljóðfæraleikara heldur kvikmyndagerðamannanna sjálfra Valdimar Stefánsson 2006
Hljóðvæðing kvikmynda • Fyrsta myndin með hljóði var Jazzsöngvarinn frá árinu 1927 með söngvaranum Al Jolson í aðalhlutverki • Smám saman urðu talmyndir yfirgnæfandi og kvikmyndahús sem ekki höfðu fjárfest í hljóðkerfum urðu illa úti í samkeppninni á fjórða áratug 20. aldar • Með tilkomu talmynda varð kvikmyndin enn vinsælli en áður Valdimar Stefánsson 2006
Hljóðvæðing kvikmynda • Tilkoma tals í kvikmyndum leiddi einnig til vandamála • Þar sem hægt var að sýna þöglar myndir um allan heim urðu kvikmyndaframleiðendur nú að fást við tungumálavandamál ef þeir hugðu á útflutning kvikmynda • Sumir framleiðendur reyndu að taka myndirnar upp á fleiri en einu tungumáli en slíkt reyndist of kostnaðarsamt til lengdar Valdimar Stefánsson 2006
Hljóðvæðing kvikmynda • Talmyndir höfðu einnig þau áhrif að kvikmyndagerð hinna ýmsu þjóða jókst mikið því áhorfendur vildu sjá myndir á móðurmáli sínu • Í mörgum ríkjum Mið-Evrópu og Suður-Ameríku komst á öflugur kvikmyndaiðnaður í kjölfar talmynda • Nýlenda Breta á Indlandi var þó líklega sá staður sem kvikmyndagerðin náði sér mest á flug Valdimar Stefánsson 2006
Indversk kvikmyndagerð • Þegar á þriðja áratugnum voru framleiddar um 100 myndir á ári á Indlandi, fleiri en t. d. Englendingar og Frakkar framleiddu • Með talmyndum á fjórða áratugnum tvöfaldaðist framleiðslan • Vinsældir myndanna byggðust ekki síst á tilkomumiklum tónlistaratriðum sem var að finna í öllum gerðum indverskra kvikmynda • Af þeim 2500 talmyndum sem framleiddar voru á Indlandi fyrir 1945 er aðeins vitað um eina sem er algerlega án söngs Valdimar Stefánsson 2006
Eftirstríðsárin • Á meðan að síðari heimsstyrjöldin geisaði barst minna af bandarískum kvikmyndum til Evrópu en áður • Er styrjöldinni lauk reyndu Bandaríkjamenn að auka markaðshlutdeild sína á ný og fjárhagsaðstoð til Evrópu var ekki síst veitt til að tryggja markað fyrir amerískar kvikmyndir • Árið 1953 voru bandarískar myndir um helmingur allra mynda í kvikmyndahúsum í flestum Evrópulöndum Valdimar Stefánsson 2006
Ítalskt nýraunsæi • Á eftirstríðsárunum mótaðist á Ítalíu stefna í kvikmyndagerð sem nefnd hefur verið ítalskt nýraunsæi • Segja má að með nýraunsæinu hafi Ítalir algjörlega snúið við blaðinu því áður var glæsileiki og íburður helsta einkenni kvikmynda þeirra • Ástæða þessara breytinga var að hluta til sú að flest kvikmyndaver Ítala höfðu eyðilagst í stríðinu og því neyddust þeir til að snúa við blaðinu Valdimar Stefánsson 2006
Ítalskt nýraunsæi • Einfaldleikinn er einkenni nýraunsæju kvikmyndanna • Hugmyndafræðin gekk út á að gera myndir um venjulegt fólk í venjulegum kringustæðum • Kvikmyndirnar áttu að draga fram hið leikræna í hversdagslífinu með því að fylgjast hlutlaust með söguhetjunum fást við vandamál daglegs lífs • Myndir nýraunsæisins voru iðulega teknar í raunverulegu umhverfi þar sem ólærðir leikarar léku við hlið atvinnuleikara Valdimar Stefánsson 2006
Ítalskt nýraunsæi • Upplausn á hefðbundinni frásögn er eitt einkenni á myndum nýraunsæisins, ekki síst í lausn sögunnar sem oft er engin • Ein þekktasta mynd þessarar stefnu er Reiðhjólaþjófurinn frá árinu 1948 • Hún snýst um leit fátæks verkamanns að reiðhjóli sem stolið hefur verið frá honum og lýkur myndinni án þess að hjólið finnist og áhorfandinn er því engu nær um afdrif þess Valdimar Stefánsson 2006
Nýbylgjan í kvikmyndum • Á árunum eftir 1958 var mikið um tilraunamennsku í evrópskri kvikmyndagerð og ýmsar nýbylgjur spruttu fram • Með tilkomu sjónvarpsins dró úr aðsókn að kvikmyndahúsum og framleiðendur tóku að reyna að höfða til nýrri áhorfenda sem spruttu úr unglingamenningunni er þá var tekin að mótast • Til að ná til þessa hóps réðu framleiðendur gjarnan kornunga kvikmyndagerðarmenn sem nýútskrifaðir voru úr kvikmyndaskólunum Valdimar Stefánsson 2006
Nýbylgjan í kvikmyndum • Kvikmyndaskólar höfðu lengi starfað í Frakklandi, Ítalíu, Sovétríkjunum og Mið-Evrópu en nú bættist Norður-Evrópa í hópinn • Á þessum árum spruttu einnig upp alþjóðlegar kvikmyndahátíðir í mörgum löndum sem opnuðu nýbylgjumyndum nýja markaði • Í kvikmyndaskólunum var nú farið að kenna kvikmyndasöguna út frá heildrænu sjónarhorni, þ. e. nemendur kynntust kvikmyndum frá öllum heimshornum og öllum tímum kvikmyndagerðar Valdimar Stefánsson 2006
Franska nýbylgjan • Á 7. áratugnum tóku Frakkar forystuna í gerð nýbylgjumynda • Barnungir leikstjórar komu með ferska sýn á viðfangsefnið og fögnuðu öllum tækninýjungum sem gerðu þeim kleift að búa til myndir á annan hátt en hafði áður tíðkast • Annað sem einkenndi þá var menntun þeirra, mikið var um vísanir í eldri myndir og aðra menningarheima í verkum þeirra Valdimar Stefánsson 2006
Franska nýbylgjan • Ný tækni sem notuð var í frönsku nýbylgjumyndunum var t. d. að kvikmynda með hreyfanlegri myndavél (án þrífótar) • Ljósnæmari filmur gerðu leikstjórum líka kleift að kvikmynda á götum úti án sérstakrar lýsingar • Hvort tveggja stuðlaði að því að mun skemmri tími fór í myndatökur en áður og þannig lækkaði framleiðslukostnaður mikið Valdimar Stefánsson 2006
Franska nýbylgjan • Lægri framleiðslukostnaður gerði það að verkum að framleiðendur voru fúsari en oft áður að leyfa óreyndum leikstjórum að spreyta sig • Myndir franskra nýbylgjuleikstjóra voru jafnan teknar upp í raunverulegu umhverfi, með léttum tökuvélum, óþekktum leikurum og fámennu starfsliði • Þannig náðist að framleiða vandaðar kvikmyndir fyrir helming af kostnaði hefðbundinna kvikmynda Valdimar Stefánsson 2006
Franska nýbylgjan • Þekktustu leikstjórar frönsku nýbylgjunnar voru þeir François Truffaut og Jean-Luc Godard • Þeir höfðu mjög ólíkar skoðanir á kvikmyndalistinni • Truffaut vildi nýta grósku nýbylgjunnar til að endurvekja stórvirki kvikmyndasögunnar • Godard var hins vegar rótækasti leikstjóri frönsku nýbylgjunnar og snerist harkalega gegn hefðinni í myndum sínum Valdimar Stefánsson 2006
Dogma-hreyfingin • Danska dogma-hreyfingin sem fram kom á 10. áratugnum en helstu leiðtogar hennar voru þeir Lars Von Trier og Thomas Vinterberg fékk margt að láni frá frönsku nýbylgjunni, s. s. að taka myndir upp án þrífótar og án sérstakrar lýsingar • Andófskraft sinn sóttu þeir hins vegar í framúrstefnuhreyfingar frá byrjun 20. aldar og í takt við þær birtu þeir stefnuyfirlýsingu • Í henni lýsa þeir því yfir að þeir væru að bjarga kvikmyndagerð samtímans frá stöðnun hins borgaralega samfélags Valdimar Stefánsson 2006